Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Lið ÍA í fyrstu deild
karla í körfuknatt-
leik hefur tryggt sér
þátttökurétt í úrslita-
keppninni um laust
sæti í úrvalsdeild að
ári. Þar mæta Skaga-
menn Hamri frá
Hveragerði. Það lið
sem fyrr sigrar tvo
leiki kemst áfram í
úrslitaviðureignina
þar sem leikið er eft-
ir sama fyrirkomu-
lagi. Fyrsti leikur ÍA og Hamars
verður í Hveragerði annað kvöld,
fimmtudaginn 26. mars. Í samtali
við Skessuhorn segist Áskell Jóns-
son, annar tveggja spilandi þjálfara
liðsins, ekki hafa átt sér neinn óska-
mótherja í úrslitakeppninni. „Þessi
fjögur lið eru nokkuð jöfn að getu
og ættu öll að geta unnið hvort
annað,“ segir hann.
„Það hefði auðvitað verið
skemmtilegra að fá heimaleikja-
réttinn, það er betra að spila í um-
hverfi sem maður er vanur og svo
er alltaf góð stemning á pöllun-
um,“ bætir hann við og minnist
þess þegar ÍA lék síðast í úrslita-
keppni árið 2012. „Þá lékum við
heimaleikina uppi á Jaðarsbökk-
um og það var gjörsamlega troðið.
Ég heyrði einhvers staðar að það
hafi verið um þúsund áhorfendur
í oddaleiknum á móti Skallagrími.
Svo er mér sérstaklega minnisstæð
úrslitakeppnin á Vesturgötunni
1998, en þá fór ég sem áhorfandi.
Ekkert sæti var autt, fólk stóð við
alla veggi og krakkarnir sátu á gólf-
inu á bak við körfurnar sitt hvor-
um megin á vellinum. Þá hafa lík-
lega verið ríflega 1500 áhorfendur
og frábær stemning,“
segir hann.
Lítill getum-
unur á deild-
unum
Áskell telur ekki veru-
legan getumun á úr-
valsdeild og fyrstu
deild, raunar minni
núna en oft áður. Fari
svo að ÍA komist upp
um deild er hann því
bjartsýnn á að liðið geti haldið sæti
sínu þar. „Við þyrftum þá að bæta
við okkur nokkrum leikmönnum.
Tveimur til þremur Íslendingum til
að auka breidd hópsins og svo ein-
um Bandaríkjamanni. Við myndum
engu að síður byggja á þeim kjarna
sem nú leikur með liðinu,“ seg-
ir hann. Aðspurður telur hann lið-
ið helst vantar framherja og leik-
stjórnanda. „Sjálfur er ég að verða
of gamall til að spila leikstjórnand-
ann,“ segir Áskell og brosir. „Von-
andi vill Zach [Zachary Jamarco
Warren - innskot blaðamanns] vera
áfram hjá okkur, það væri frábært.
Hann yrði þá leikstjórnandi núm-
er eitt, eins og verið hefur á þessu
tímabili.“
„Það er mikil spenna í hópnum
fyrir komandi leikjum. Fyrir tíma-
bilið settum við okkur það markmið
að tryggja okkur sæti í efstu deild.
Við erum komnir í úrslitakeppnina
þannig að þetta er allt samkvæmt
áætlun. Svo hvetjum við Skaga-
menn til að fjölmenna á leikina og
sérstaklega á heimaleikinn á Vest-
urgötunni sunnudaginn 29. mars kl.
19:15 og styðja við bakið á liðinu,“
segir Áskell að lokum. kgk
Drekaskátar úr Skátafélagi Borgar-
ness fóru í heimsókn í Pétursborg,
húsnæði Björgunarsveitarinnar Brák-
ar í Borgarnesi í síðustu viku. „Til-
gangur heimsóknarinnar var að fá að
prufa klifurvegg Björgunarsveitar-
innar, efla kjark krakkanna og þor,“
segir Hrefna Ásgeirsdóttir sveitafor-
ingi í Skátafélagi Borgarness og bætir
við: „Þau æfa sig líka í að treysta öðr-
um því þau þurfa að treysta þeim sem
heldur í öryggislínuna.“
Drekaskátar eru á aldrinum sjö til
níu ára og er yngsta deildin innan
skátahreyfingarinnar. „Það eru um
tuttugu krakkar skráðir í drekaskáta-
sveitina okkar, en alls eru um 80 ung-
menni í Skátafélagi Borgarness“ seg-
ir Hrefna. „Skátastarfið í Borgarnesi
hefur verið í miklum uppgangi und-
anfarin sjö til átta ár og er von okk-
ar að það verði áframhald þar á. Við
kynnum krakkana fyrir ýmsu og höf-
um meðal annars farið í heimsókn á
slökkvistöðina og förum fljótlega og
heimsækjum lögreglustöðina. Krakk-
arnir eru ánægðir með að fá að skoða
þessa staði og stolt af sér þegar þeim
tekst að sigrast á áskorunum eins og
að klifra alla leið upp á topp,“ segir
Hrefna að endingu.
eha
Fyrsti sigur Víkings
í Lengjubikarnum
Víkingur frá Ólafsvík vann fyrsta sig-
ur sinn í Lengjubikarnum þegar lið-
ið mætti BÍ/Bolungarvík í Akranes-
höllinni síðastliðinn laugardag. Vík-
ingar sigruðu í leiknum 4:0. Fannar Hilmarsson
skoraði í fyrri hálfleiknum og þeir Kristinn Magn-
ús Pétursson, Kristófer Eggertsson og Alfreð Már
Hjaltalín bættu við mörkum í seinni hálfleikn-
um. Víkingur er nú kominn með fjögur stig eftir
jafnmarga leiki og er í næstneðsta sæti síns rið-
ils. Víkingur mætti reyndar Breiðabliki í Kópa-
vogi í gærkveldi, þriðjudagskvöld, og á síðan leik
gegn Eyjamönnum í Akraneshöllinni næstkom-
andi sunnudag 29. mars. Síðasti leikur Víkings í
Lengjubikarnum verður síðan gegn Fylki á Fylkis-
velli föstudaginn 10. apríl. þá
Guðmundur varði
titil sinn
Einmenningskeppni Briddsfélags Borgarfjarðar
lauk á mánudagskvöldið. Lárus Pétursson spil-
aði manna best síðara kvöldið og skoraði ríf-
lega 62% og dugði það honum í annað sætið í
heildarkeppninni. Anna Heiða Baldursdóttir varð
önnur, rétt á eftir Lárusi, og tryggði sér sigur í
kvennaflokki. Rúnar Ragnarsson varð svo í þriðja
sæti bæði í kvöldkeppninni og heildarkeppn-
inni. En það var Guðmundur Arason sem landaði
þeim stóra, annað árið í röð. Hann skoraði manna
mest fyrra kvöldið og varð svo í sjötta sæti seinna
kvöldið og varð nokkuð öruggur einmennings-
meistari Birddsfélags Borgarfjarðar 2015.
Næsta mánudag verður spilaður Páskatvímenn-
ingur með Monrad fyrirkomulagi. Vonast er eftir
góðri mætingu og sérstaklega væri gaman að fá
Skagamenn í heimsókn nú sem endranær. Spil-
uð verða 28 spil sem verða forgefin. ij
Lið Skagamanna í fyrstu deild
í körfunni náði þeim árangri á
föstudaginn að verða í fimmta sæti
í 1. deildinni í körfu og öðlast um
leið rétt til umspils um eitt laust
sæti í úrvalsdeild að ári. Skaga-
menn mættu deildarmeisturum
Hattar frá Egilsstöðum í Íþrótta-
húsinu við Vesturgötu og sigruðu í
þeim leik 99:84. Höttur hafði fyr-
ir leikinn tryggt sér farseðil í úr-
valsdeild næsta tímabil og fagnaði
deildarmeistaratitli eftir leikinn
við Skagamenn. Það voru Ham-
arsmenn sem urðu í öðru sæti og
mæta því ÍA í umspilinu. Í leikn-
um á föstudaginn var Zachary
Jamarco Warren atkvæðamestur
með 41 stig og sex fráköst. Fann-
ar Freyr Helgason setti 21 stig,
Magnús Bjarki 12 og Ómar Örn
Helgason 11.
Undanúrslitaleikir Hamars og
ÍA hefjast fimmtudaginn 26. mars.
Úrslitakeppnin hefst svo fimmtu-
daginn 9. apríl. Það lið sem vinn-
ur fyrr tvo leiki fer áfram í úrslitin.
Í úrslitunum þarf einnig að vinna
tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í
efstu deild næsta vetur. Fyrsti leik-
ur ÍA og Hamars verður í Hvera-
gerði á morgun, fimmtudag klukk-
an 19:15, annar leikurinn á Akra-
nesi sunnudaginn 29. mars klukk-
an 19:15 og þriðji leikurinn (ef
þarf) þriðjudaginn 31. mars klukk-
an 19:15. Í hinni undanúrslitavið-
ureigninni spila FSu og Valur sem
urðu í þriðja og fjórða sæti.
mm/ Ljósm. jho
Stúlkurnar í Snæfelli tóku á móti
Keflavík í Hólminum á laugar-
dag í uppgjöri tveggja efstu lið-
anna í Dominos deildinni í körfu.
Unnu þær rauðklæddu sannfær-
andi 86:66 sigur og er Snæfell
þar með komið með aðra hönd
á deildarmeistaratitilinn. Nú er
Snæfell með 44 stig á toppi deild-
arinnar en Keflavík 38. Þrjár um-
ferðir eru eftir og þar sem Kefla-
vík hefur yfir í innbyrðis viður-
eign liðanna þarf Snæfell að upp-
skera einn sigur til viðbótar til að
gulltryggja efsta sætið. Leikurinn
byrjaði fjörlega og í hálfleik var
staðan 41 gegn 28 stigum heima-
konum í vil. Á tímabili lá því í
loftinu að Snæfell ætlaði að ná 24
stiga sigri eða meira, en þau úr-
slit hefðu nægt til að tryggja tit-
ilinn strax á laugardaginn. Það lá
því nærri. Kristen McCarthy átti
stórleik í liði Snæfells. Hún náði
þrefaldri tvennu og skoraði alls
40 stig, tók 25 fráköst og átti tíu
stoðsendingar.
mm/ Ljósm. sá.
Skagamenn í úrslit
Lengjubikarsins
ÍA er komið í átta liða úrslit Lengju-
bikarsins í knattspyrnu eftir 2:1 sig-
ur á Keflvíkingum í Akraneshöll-
inni síðastliðinn laugardag. Skaga-
menn eru þar með komnir með 15 stig í riðlun-
um og eru í efsta sætinu þegar liðið á einum leik
ólokið í riðlinum. Skagamenn hófu leikinn gegn
Keflvíkingum af miklum krafti og skoruðu strax á
fimmtu mínútu. Eggert Kári vann þá boltann fyr-
ir framan vítateig gestanna og Arsenij átti greiða
leið og skoraði auðveldlega. Garðar Gunnlaugs-
son kom heimamönnum í 2:0 á tólftu mínútu
þegar Ásgeir Marteinsson sendi á Garðar sem átti
ekki í vandræðum að skalla í netið. Keflvíkingar
minnkuðu muninn stuttu síðar þegar Leonard
Sigurðsson skallaði í netið einn og óvaldaður og
staðan var 2:1 fyrir ÍA í hálfleik. Keflavík byrjuðu í
seinni hálfleik og strax í fyrstu sókn áttu þeir skot
að marki en í veginum var Ármann Smári. Dóm-
arinn dæmdi hendi og víti, ansi grimmur dóm-
ur. Á punktinn steig Sigurbergur Elísson en Árni
Snær varði frábærlega. Jafnræði var með lið-
unum út leikinn án þess að mörkin yrðu fleiri.
Næsti leikur Skagamanna og síðasti leikur liðs-
ins í riðlakeppni Lengjubikarsins verður í Akra-
neshöll sunnudaginn 29 mars kl. 14. ÍA leikur svo
æfingaleik gegn KR í Akraneshöll miðvikudaginn
1. apríl kl. 18. þá
Guðmundur Arason einmennings-
meistari og Jón Eyjólfsson formaður
BB.
Áskell Jónsson, spilandi
þjálfari Skagamanna.
Áskell kveðst spenntur fyrir
komandi úrslitakeppni
Drekaskátar spreyttu
sig á klifurvegg
Freyr Ágústsson frá Björgunarsveitinni
Brák hjálpar ungri snót og tryggir að
fyllsta öryggis sé gætt.
Þessi ungi maður lét sig gossa niður
eftir að hafa klifið vegginn.
Þessi ofurhugi klifraði alla leið upp á
topp.
Skagamenn í umspil um
laust sæti í úrvalsdeild
Stórleikur Snæfells-
stúlkna gegn Keflavík