Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Nafn: Guðbjörg Björnsdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Leirlistar- kona og nemandi í Myndlistaskól- anum í Reykjavík. Fjölskylduhagir/búseta: Ég á þrjú börn, Auðunn, Helgu og Margréti. Ég er Dalakona, búsett í Sælingsdalstungu en hef verið í námi í Reykjavík í vetur og dvel eins og er í Grafarvogi hjá kærast- anum mínum. Áhugamál: Leirlist. Vinnudagurinn: 23. mars 2015. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 7:10, kúrði til 7:30 og fór svo í sturtu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Hafragraut. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór af stað í skólann kl. 8:30, keyrandi á bílnum mín- um. Hvað varstu að gera klukkan 10? Hella postulínsmassa í gifs- mót. Hvað gerðirðu í hádeginu? Var að læra og keyrði svo í Tækniskól- ann, var í tímum þar frá kl. 12:45 til kl. 15:00, fór þá aftur í Mynd- listaskólann í Reykjavík að vinna að verkefni þar. Hvað varstu að gera klukkan 14? Var í hönnunarsögu hjá Elísa- betu V. Ingvarsdóttur. Hvenær hættirðu og hvað var það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti í skólanum kl. 19:00, það síðasta sem ég gerði var að setja leirbrennsluofninn af stað. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ofnbakaður silungur með kartöflum, sætum kartöflum og salati. Ég eldaði. Hvernig var kvöldið? Eftir kvöld- mat fór ég að læra, ég á að skila rannsóknarskýrslu í glerungaefna- fræði hjá Bjarnheiði Jóhannsdótt- ur á fimmtudaginn, var svo nærri sofnuð yfir þættinum um George Harrison. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Hvað það er alltaf gaman í skólanum, get verið þar allan dag- inn fram á kvöld. Dag ur í lífi... Leirlistarkonu Átakið „plastpokalaus Stykkishólm- ur“ þar sem skipt hefur verið úr notkun plastpoka í verslunum yfir í margnota burðarpoka hefur notið velgengni í bænum frá því það var innleitt í byrjun vetrar. Nú hefur bæjarráð Stykkishólms ákveðið að bærinn stígi ákveðin skref til þess að hætta notkun plastpoka í sín- um rekstri. Sett hefur verið upp að- gerðaáætlun í sjö liðum, sem sam- þykkt hefur verið af bæjarráðinu. Boðaður verður sameiginlegur 1. fundur bæjarstjóra, umhverfis- nefndar og forstöðumanna stofn- ana sveitarfélagsins til að ræða leiðir að minni notkun plasts. Í ársbyrjun 2015 verður gerð ein-2. föld úttekt á núverandi notkun plastpoka á hverri stofnun sveit- arfélagsins og í kjölfarið lögð fram áætlun um úrbætur. Þeirri áætlun verður hrint í framkvæmd og síðla árs gerð úttekt á árangr- inum. Reynt verður að hætta innkaup-3. um á einnota plastpokum hjá öll- um stofnunum bæjarins nema í undantekningartilvikum þar sem forstöðumaður stofnunar þarf að gera grein fyrir notkun þeirra, t.d. við byggingarfulltrúa. Leit- að verður allra leiða til að hætta notkun plastpoka. Hver stofnun fær eftir þörfum 4. einn eða fleiri merkta fjölnota burðarpoka til að nota við inn- kaup. Ef margnota poki gleym- ist þegar keypt er inn, skal kaupa maíspoka, nota pappakassa eða aðrar fjölnota lausnir undir vörur. Alfarið verður hætt að nota plast-5. poka undir almennt sorp og í þeirra stað notaðir maíspokar. Til mótvægis við að maíspokar eru dýrari í innkaupum verður unnið að því að auka hlutfall úr- gangs sem fer til endurvinnslu og minnka þar með óflokkað sorp og þörf fyrir poka undir það. Hætt verður notkun einnota 6. plastpoka til að fjarlægja sleg- ið gras og annan garðaúrgang á vegum sveitarfélagsins. Áhalda- húsi, í samráði við byggingarfull- trúa, verður falið að finna lausn- ir sem fela í sér margnota ílát eða sekki. Ruslafötum fyrir óflokkaðan úr-7. gang verður fækkað á stofnun- um en þess í stað leitast við að gera flokkunarílát aðgengilegri. Almenna reglan verður að hafa ekki sorpílát fyrir óflokkaðan úrgang á skrifstofum eða öðr- um rýmum þar sem færri en þrír starfsmenn hafa aðsetur, nema þar sem öðrum lausnum verð- ur ekki komið við. Bæjarstjórn, bæjarstjóri, forstöðumenn stofn- ana og annað starfsfólk Stykkis- hólmsbæjar skal verða leiðandi í að draga úr notkun plasts. Þeir hvetji aðra íbúa til að hætta notk- un plastpoka. Lausnin felst í að nota helst margnota poka en að öðrum kosti maíspoka. Í þeim tilfellum þar sem ekki verður hjá því komist að nota plast, skal því komið til endurvinnslu að notk- unartíma loknum. mþh Út er komin skýrsla þar sem kynnt- ar eru meginniðurstöður viðhorfs- könnunar sem gerð var meðal ferðamanna á átta vinsælum nátt- úruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi síðasta sumar. Ferða- málastofa fjármagnaði rannsókn- ina sem stýrt var af dr. Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósent í ferðamála- fræði við Háskóla Íslands. Ástæða þess að Ferðamálastofa ákvað að ráðast í verkið var sú að vegna mik- illar fjölgunar ferðamanna hér á landi, og þess álags sem af henni skapast, hafa vaknað spurningar um hvort ferðamenn séu nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins. Þannig er reynt að fylgj- ast með þolmörkum ferðamanna- staða. Staðirnir sem valdir voru til skoðunar voru Djúpalónssand- ur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórs- mörk, Jökulsárlón, Seltún og Sól- heimajökull. Markmið rannsóknar- innar var að kanna hvert aðdráttar- afl staðanna er, hvernig ferðamenn skynja staðina, hversu ánægðir þeir eru með heimsókn sína, hvort aðr- ir ferðamenn hafi áhrif á upplifun þeirra og hvort ferðamenn sjái um- merki um skemmdir á náttúrunni vegna ferðamennsku. Kannað var hvort greina megi árstíðabundinn mun á fyrrgreindum atriðum. Könnunin sýndi að þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands hafi aukist mjög ört und- anfarin ár eru langflestir ánægð- ir með náttúruna og dvölina á stöðunum sem til skoðunar voru. Ánægja er einnig mikil með göngu- stíga, en hún er ekki eins mikil með aðra innviði og þjónustu. Gestir eru þó síður ánægðir með innviði og þjónustu við Geysi og Jökulsár- lón, auk þess sem umhverfi Geysis þykir manngerðara en hinna stað- anna. Almennt þykir hreint á svæð- unum en þó síst við Jökulsárlón. Fáir hafa orðið varir við skemmdir á náttúrunni af völdum ferðamanna sem og rusl, skemmdir á jarðmynd- unum og gróðurskemmdir. Sú um- hverfisröskun sem ferðamenn taka helst eftir er rof úr göngustígum og þá sérstaklega í Þórsmörk og við Geysi. Jökulsárlón og Geysir skera sig úr Meirihluti ferðamanna á áfanga- stöðunum átta finnst fjöldi ferða- manna hæfilegur. Jökulsárlón og Geysir skera sig þó úr hvað þetta varðar þar sem um 40% ferðamanna þar þykir vera of mikið af hópferða- mönnum. Um þriðjungi svarenda þar finnst of mikið af ferðamönn- um almennt. Á Þingvöllum fannst 20% þátttakenda vera of mikið af ferðamönnum almennt og 18% gesta í Þórsmörk voru á sama máli. Um 8-11% við Seltún, Sólheima- jökul og Djúpalónssand fannst of mikið af ferðamönnum. Ákveðnir markhópar nálgast hugsanlega þolmörk Í skýrslunni segir að liggja þyrftu fyrir skýr markmið um hvaða upp- lifun stöðum er ætlað að veita og eða til hvaða markhópa þeir eiga að höfða til í skipulagi ferðamanna- staða. Slík markmið hafa ekki verið sett fyrir rannsóknastaðina átta og því ekki er hægt að fullyrða hvort félagslegum þolmörkum ferða- manna sé náð. Niðurstöður þess- arar rannsóknar gefa þó ákveðna vísbendingu um að ákveðnir mark- hópar við Geysi og Jökulsárlón séu mögulega að nálgast þessi þolmörk en aðrir staðir virðast í betra horfi. Skilgreina þolmörk fyrir hvert svæði „Til að náttúruskoðunarstaðir haldi áfram að vera auðlind fyrir ferða- þjónustuna verður að meðhöndla þá í samræmi við það. Mikilvægt er að þolmörk séu skilgreind fyr- ir hvert svæði fyrir sig, og þar með ákvörðuð staðsetning svæðisins innan afþreyingarrófsins. Með því móti næst hámarksnýting á land- inu fyrir fjölbreytta ferðamennsku, styrkari stoðum er rennt und- ir ferðaþjónustu og betur er stuðl- að að sjálfbærri þróun greinarinn- ar. Þannig verður hægt að taka við sem flestum ferðamönnum, af mis- munandi gerðum, án þess að ganga meira en nauðsyn krefur á þær auð- lindir sem ferðamennska byggir á,“ segir meðal annars í skýrslunni. mm Geysir í Haukadal og Jökulsárlónið eru í skýrslunni sögð hugsanlega nálgast þolmörk ferðamannastaða. Vísbendingar eru um að fjölsóttir ferðamannastaðir nálgist þolmörk Theódóra Matthíasdóttir er starfsmaður verkefnisstjórnar um plastpokalausan Stykkishólmsbæ. Þar eru plastpokarnir á hröðu undanhaldi. Herða tökin á plastpokalaus- um Stykkishólmi Hagvangur opnar skrifstofu í Borgarnesi Hagvangur hefur opnað skrifstofu í Borgarnesi og hefur Geirlaug Jó- hannsdóttir verið ráðin til að ann- ast starfsemina. Skrifstofan er til húsa á Bjarnarbraut 8. „Markmið- ið með opnun skrifstofunnar er að sinna auknum verkefnum á lands- byggðinni. Sérstaklega mun skrif- stofan annast verkefni í Norðvest- urkjördæmi auk verkefna annars staðar á landinu,“ segir í tilkynn- ingu. Hagvangur hyggst styrkja þjónustu við núverandi viðskipta- vini á svæðinu. „Allir ráðgjafar Hagvangs auk Geirlaugar munu koma að verkefnum og hafa að- setur á skrifstofunni eftir því sem þurfa þykir. Jafnframt mun Geir- laug sinna verkefnum á skrifstofu Hagvangs í Reykjavík eftir þörf- um.“ Geirlaug hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á mannauðsstjórnun og BS í rekstrarfræðum frá Háskólanum í Bifröst. Hún hefur undanfarin tíu ár starfað við Háskólann á Bif- röst og er nú í hlutastarfi sem að- júnkt við viðskiptasvið skólans og kennir þar m.a. mannauðsstjór- nun. Áður starfaði Geirlaug við Háskólann á Bifröst sem forstöðu- maður símenntunar og verkefna- stjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjör- dæmi. Þar áður starfaði Geirlaug sem fræðslustjóri Alcan á Íslandi. Geirlaug hefur setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2010 ásamt því að sitja í ýmsum stjórnum og nefndum. Geirlaug býr í Borgar- nesi og er gift Stefáni Sveinbjörns- syni, framkvæmdastjóra VR, og eiga þau þrjú börn. mm MT: Geirlaug mun hafa aðstöðu í skrifstofu að Bjarnarbraut 8. Ljósm. eha.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.