Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Sauðburður byrjaður í Skorholti Kindur hafa borið á bænum Skor- holti í Melasveit síðustu dagana og bar sú fimmta þegar blaðamaður Skessuhorns leit í heimsókn síðast- liðinn mánudag. Segja má að sauð- burður þar sé hafinn þótt aðaltörn- in hefjist ekki fyrr en fyrstu dagana í maímánuði. Baldvin Björnsson bóndi í Skorholti segir ástæðu þess að sauðburðurinn byrji með fyrra fallinu þetta vorið sé að hrútur hafi sloppið úr stíu í nóvembermánuði eða nokkuð fyrir fengitíma. Hann hafi náð að lemba hátt í fjörutíu ær. Um átta hundruð fjár er í Skor- holti. þá Fimmta ærin í Skorholti þetta vorið er hér að bera vænum tvílembingum. Ræsið hafði ekki undan Mikið vatn safnaðist á laugardag- inn ofan við veginn yfir Klettsgil í Reykhólasveit, um fjóra kílómetra vestan við Gilsfjarðarbrúna. Með- fylgjandi myndir tók Sveinn Ragn- arsson á Svarfhóli. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að líklega hafi klakastykki eða aðskotahlutur lent í ræsinu og nánast stíflað það. Sveinn fór þarna yfir á sunnudags- morgun að nýju og var þetta litla lón þá ennþá. Þá sitraði vatn yfir veginn en Vegagerðin hafði komið fyrir varúðarmerkjum til að minna ökumenn á að fara með gát. mm Skátafélag Borgarness bakaði síð- astliðinn föstudag sólarpönnukök- ur og seldi til fyrirtækja í Borgar- nesi. Tilefnið var fjáröflun fyrir uppbyggingu skátasvæðisins Flugu í Einkunnum. Einnig tók hópur- inn sem fer á skátamót í sumar í Englandi (Run to the Fun) þátt af fullum krafti og fékk hluta ágóð- ans í ferðasjóð. Fyrirtæki í Borg- arnesi tóku uppátækinu fagnandi og alls var pöntuð 1771 pönnu- kaka hjá Skátunum. Margar hend- ur hjálpuðust svo að til að afgreiða pantanirnar og var mæting klukkan 5:30 á föstudagsmorgun í Grunn- skólanum í Borgarnesi þar sem sett var á pönnukökurnar. Tókst vel til og var mikil stemning hjá mann- skapnum sem reif sig á fætur eld- snemma morguns til að Borgnes- ingar gætu notið sólmyrkvans með sólarpönnukökum. eha/ Ljósm. Kjartan Sigurjónsson. Skátar seldu sólarpönnukökur fyrir sólmyrkva Horft til austurs yfir sveitina og lónið. Ljósm. Sveinn Ragnarsson. Fara þurfti með gát eftir að byrjaði að fljóta yfir veginn. Ljósm. Sveinn. Hér sést hvar grafa marar í hálfu kafi í lóninu. Á mánudag- inn var byrjað að reyna að losa úr ræsinu sem stíflast hafði en verkið gekk fremur illa. Ljósm. Fjóla Ben. Í fyrrasumar réði Fiskistofa tvo norska dýralækna til að rannsaka hve langan tíma það tæki hrefn- ur og langreyðar að drepast eftir að búið var að skjóta sprengiskutl- um í dýrin við hvalveiðar. Norð- mennirnir voru fengnir til verka hér við land þar sem þeir hafa langa reynslu og sérþekkingu í að gera slíkar mælingar við hrefnuveiðar í Noregi. Óhagstæð veðurskilyrði í fyrra sumar gerðu það þó að verk- um að ekki gáfust tækifæri til þess- ara rannsókna á hrefnuveiðunum. Hins vegar var aflífunartími mæld- ur fyrir 50 langreyðar. Nú liggja niðurstöður fyrir. Af 50 langreyðum drápust 42 lang- reyðar eða 84% samstundis við það að skutull hæfði dýrin. Þetta er ívið hærra hlutfall en Norðmenn hafa náð á hrefnuveiðum sínum. Átta lang- reyðar (16%) drápust ekki samstund- is og voru skotnar aftur. Miðgildi fyr- ir aflífunartíma þeirra sem ekki dráp- ust samstundis var 8 mínútur. Fyrirhugað er að kynna niðurstöð- ur þessara mælinga á fundi sérfræð- inga um aflífun hvala sem haldinn verður á vegum NAMMCO (The North Atlantic Marine Mammal Commission) í nóvember á þessu ári. Vefur Fiskistofu greinir frá þessu og birtir jafnframt hlekk á skýrslu eins af norsku dýralæknunum sem stóðu að þessum rannsóknum. mþh Nær allir hvalir drepast strax við skot Langreyður dregin á land í hvalstöðinni í Hvalfirði. Ræst var í gang um klukkan 5 um morguninn þannig að það var ekki von að Hanna Sigríður Kjartansdóttir væri svolítið þreytuleg þegar verkinu var að ljúka. Kristján Jóhannes Pétursson sá um að halda utan um pantanirnar og að allir fengu réttar fyllingar á sínar pönnsur. Ingibjörg Grétarsdóttir var hress á rjómavaktinni. Verkinu rúllað upp með snörum handtökum. Margar hendur unnu létt verk. Handtökin voru mörg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.