Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Fiskur og franskar verða í boði STYKKISH: Skipulags- og bygginganefnd Stykkishólms hefur samþykkt stöðuleyfi fyr- ir söluvagn sem komið verð- ur fyrir á hafnarsvæði Stykkis- hólms. Í vagninum á að selja svokallað „fish and chips.“ Það er djúpsteiktur fisk- ur með frönskum kartöflum. Þessi réttur hefur um áratuga- skeið notið mikilla vinsælda víða um heim. Það er Bjarki Hjörleifsson sem sótt hefur um og fengið leyfi fyrir þess- um vagni. Skipulags- og bygg- inganefnd leggur til að vagn- inum verði fundinn staður vestan við brúna út í Stykkið. Bæjarráð Stykkishólms sam- þykkti þessa afgreiðslu nefnd- arinnar á fundi sínum í síðustu viku. –mþh Ungt fólk og lýðræði STYKKISH: Ráðstefna Ung- mennaráðs Ungmennafélags Íslands sem nefnist „Ungt fólk og lýðræði 2015“ fer fram dagana 25.- 27. mars á Hótel Stykkishólmi. Yfirskrift ráð- stefnunnar er „margur verð- ur af aurum api – réttindi og skyldur ungs fólks á vinnu- markaði.“ Ráðstefnan er ætl- uð fólki á aldrinum 16-25 ára sem starfar innan ungmenna- félagshreyfingarinnar. –eha Aflatölur fyrir Vesturland 14. - 20. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 15 bátar. Heildarlöndun: 1.143.598 kg. Mestur afli: Lundey NS: 1.105.696 kg í einni löndun. Engin löndun á Arnarstapa í vikunni. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 329.282 kg. Mestur afli: Frosti ÞH: 118.269 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík 16 bátar. Heildarlöndun: 347.463 kg. Mestur afli: Bárður SH: 57.135 kg í sjö löndunum. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 349.453 kg. Mestur afli: Örvar SH: 47.168 kg í einni löndun. Stykkishólmur 8 bátar. Heildarlöndun: 29.291 kg. Mestur afli: Kári SH: 10.409 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Lundey NS – AKR: 1.105.696 kg. 16. mars 2. Hringur SH – GRU: 68.025 kg. 18. mars 3. Frosti ÞH – GRU: 61.457 kg. 18. mars 4. Frosti ÞH – GRU: 56.812 kg. 16. mars 5. Örvar SH – RIF: 47.168 kg. 19. mars mþh Auglýsa rekstur Kollubars HVANNEYRI: Landbúnað- arháskóli Íslands hefur auglýst til umsóknar rekstur félags- og veitingaaðstöðunnar í gömlu vélaskemmunni á Hvanneyri, oftast nefndur Kollubar. Opið er fyrir umsóknum til 10. apríl og afhendist reksturinn 1. júní. Möguleiki er á að tengja reksturinn ferðaþjónustu, menningartengdri starfsemi eða nýsköpunarstarfi. Sömu- leiðis væri hægt að tengja ann- að húsnæði, svo sem Skóla- stjórahúsið, Gamla skóla og Gamla bútæknihúsið að hluta eða í heild rekstrinum. –mm Bærinn styð- ur við byggingu leiguíbúða STYKKISH: Á fundi bæj- arráðs Stykkishólms í síð- ustu viku var kynnt viljayfir- lýsing og samkomulag Stykk- ishólmsbæjar og bygginga- félagsins Snæverks ehf. sem gert var nýlega. Þar lýsa for- svarsmenn Snæverks yfir vilja sínum til að standa að bygg- ingu lítilla íbúða í Stykkis- hólmi sem henta vel til út- leigu. Í fyrsta áfanga fram- kvæmdanna er gert ráð fyr- ir byggingu átta til tíu íbúða. Á móti veitir Stykkishólms- bær Snæverki lán að upphæð sem nemur gatnagerðar- og byggingaleyfisgjöldum ásamt áætluðum fasteignagjöldum í fjögur ár. Viljayfirlýsingin kveður einnig á um að Stykk- ishólmsbær geri leigusamn- ing samkvæmt nánara sam- komulagi við Snæverk eða óstofnað leigufélag sem kaup- ir eignirnar og annast útleigu þeirra. Stykkishólmsbær leig- ir þrjár íbúðir af þeim íbúðum sem byggingarfélagið hyggst byggja. Samkomulag um leigutíma, leiguverð og leigu- samning skal liggja fyrir þeg- ar byggingaleyfi verður veitt. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns, og með- al annars í viðtali við Sturlu Böðvarsson bæjarstjóra, þá hefur húsnæðisekla verið mik- il í Stykkishólmi í talverðan tíma og sérstaklega hafi vant- að minni og meðalstórar íbúð- ir á markaðinn. –þá Handtekinn í strætó HOLTAV.H: Lögreglan fór um miðjan dag síðastliðinn fimmtudag í útkall á Holta- vörðuheiði. Handtaka þurfti farþega í strætisvagni sem var á leið frá Akureyri til Reykja- víkur. Maðurinn var í annar- legu ástandi og hafði ógnað fólki með skrúfjárni í Stað- arskála. Kallað var eftir að- stoð lögreglu og fór bíll frá embætti lögreglunnar á Vest- urlandi til móts við Strætó á heiðina ásamt mönnum frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Engum varð meint af og ekki kom til átaka, að sögn lög- reglu. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður þegar víman rann af honum. –mm „Þeir róa nú flestallir frá Grinda- vík og gott ef ekki allir. Það var ekkert að hafa á línuna hérna fyr- ir vestan. Þorskurinn liggur bara í loðnuáti. Ég veit þeir voru að fá ágætis afla þarna fyrir sunnan núna um helgina. Tryggvi Eð- varðs SH var með um 15 tonn í róðri og Særif SH svipað. Nú síð- ast fór svo Brynja SH suður. Það er nýjasti báturinn í flotanum hér í Snæfellsbæ. Heiðar Magn- ússon er búinn að festa kaup á 15 tonna bát af Cleopötru-gerð sem kemur í staðinn fyrir eldri bát sem einnig hét Brynja SH. Þessi Cleopatra er smíðuð 2010 og hét áður Steinunn HF,“ seg- ir Pétur Bogason hafnarvörður í Ólafsvík. Að sögn Péturs er þó ágætt að hafa í netin hjá þeim sem róa með þau frá höfnunum í Snæ- fellsbæ. „Það lönduðu þrír neta- bátar í gær, sunnudag, að jafnaði um 20 tonnum hver. Þeir fóru út í gærmorgun og voru komnir aft- ur inn um fjögur – fimm leytið. Einn bátur, Arnar SH, réri tvisv- ar í gær og var kominn úr seinni róðrinum um áttaleytið. hann var alls með 25 tonn eftir dag- inn. Það virðist vera alveg nóg af fiski,“ sagði Pétur. mþh „Síðasta árið hef ég að megninu til verið að bora hérna á Vesturlandi. Mest hefur það verið eftir neyslu- vatni fyrir bændur og sumarbú- staðaeigendur,“ sagði Sveinn Andri Sigurðsson þegar hann var að koma bornum fyrir í landi Hraun- háls í Helgafellssveit í síðustu viku. Hann var þá að byrja á borun eft- ir vatni til að nýta við varmadælu sem Jóhannes Eyberg bóndi hefur hug á að koma upp, en sem kunn- ugt er gefa varmadælur möguleika á að nýta orku mjög vel, jafnvel þótt vatnið sem þær nýta sé ekki verulega heitt. Þegar blaðamað- ur Skessuhorns hafði samband við Svein Andra á mánudagsmorgun- inn var hann kominn þrjátíu metra niður með borinn en bjóst við að þurfa að bora dýpra til að komast niður á heitara vatn. Til stendur að bora tvær hitastigulsholur á Hraun- hálsi. Sveinn Andri hefur verið búsett- ur á Hvanneyri síðustu tvö árin en borinn sem hann vinnur á er frá fyrirtækinu Alvarr; bor- og verk- fræðiþjónusta í Reykjavík, sem er í eigu Friðfinns K Daníelssonar. Sveinn Andri segir að verkefnin séu næg á Vesturlandi. Í vetur hef- ur hann verið að bora hitastiguls- holur á eyðibýlinu Hrauni, næsta bæ við Hraunháls, en Hraun er í eigu fólks í Stykkishólmi. Þar áður var hann að bora eftir neysluvatni hjá Snæbirni á Neðra-Hóli í Stað- arsveit. Frá Hraunhálsi fer Sveinn Andri með borinn að Lýsudal í Staðarsveit þar sem starfrækt er ferðaþjónusta og þar verða borað- ar hitastigulsholur. „Síðasta sum- ar var ég mest í Skorradalnum að bora eftir neysluvatni, hjá Bjarna og Karólínu á Mófellsstöðum og á Hálsum hjá Tryggva og Pálma. Ég á von á því að fara þangað aftur og bora meira,“ segir Sveinn Andri. Með bornum sem hann vinnur á frá Alvari er hægt að bora allt að 350 metra djúpar holur, hvort heldur sem er eftir heitu eða köldu vatni. þá Sveinn Andri Sigurðsson að byrja að koma bornum fyrir í landi Hraunháls. Segir næg borverkefni á Vesturlandi Særif SH er einn þeirra línubáta frá Snæfellsbæ sem nú róa frá Grindavík. Hér er Særifið vel hlaðið af góðum þorskafla að leggjast upp að bryggju á Arnarstapa í fyrravetur. Línubátar úr Snæfellsbæ róa nú frá Suðurnesjum Síðdegis í gær var staðfest með undirskrift heimamanna og fulltrúa Skipulagsstofnun- ar svæðisskipulag Snæfellsness fyrir tímabilið 2014-2026. Í svæðisskipulaginu, sem ber yf- irskriftina „Andi Snæfellsness - Auðlind til sóknar” er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi. Hún miðar að því að atvinnu- lífið, þekkingargeirinn og sam- félagið nýti sér í auknum mæli náttúru og menningarauð Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverf- is taki mið af honum. Svæð- isskipulagsnefnd fimm sveit- arfélaga á Snæfellsnesi, bæj- arstjórar og oddvitar auk full- trúa Skipulagsstofnunar skrif- uðu undir við hátíðlega athöfn í Norska húsinu. Á eftir var skálað á táknrænan hátt í ölkelduvatni sem er eitt af sérkennum svæðisins. Meðal þeirra sem komið hafa að gerð svæðisskipulagsins er Ragn- hildur Sigurðardóttir framkvæmda- stjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes. Hún segir Snæfellinga oft hafa átt frumkvæði svo eftir er tekið og vitn- ar þar meðal annars til þess að Snæ- fellsnes sé umhverfisvottað svæði. Nú sýni þeir það fordæmi að tengja gerð svæðisskipulagsins stofnun Svæðisgarðsins en hann var form- lega stofnaður á síðasta ári. Ragn- hildur sagði í samtali við Skessu- horn Svæðisgarðurinn væri vettvang margvíslegs samstarfs og miðlunar á forsendum heimamanna. Svæðis- skipulag sé verkfæri sem hægt er að nýta í þessum tilgangi. Sveitarstjór- nir á svæðinu ákváðu í mars 2012 að vinna svæðisskipulag fyrir Snæfells- nes, í nánu samstarfi við atvinnulíf- ið, félagasamtök og íbúa. „Samstarfið byggist á sameigin- legri sýn um sérstöðu svæðisins og samtakamætti við að hagnýta sér- stöðuna og vernda hana. Við mót- un svæðisgarðs eru sérstaða og gæði í náttúru og samfélagi dregin fram og skýrð. Snæfellingar fóru þá leið að tengja skipulagsmálin beint inn í þessa vinnu með gerð svæðisskipu- lags. Afraksturinn er gerður að- gengilegur og settur fram á nota- drjúgan hátt. Þannig geta fyrirtæki sótt þangað efnivið í hugmyndir, kynningargögn og vöruþróun eða komið auga á tækifæri til samstarfs,“ segir Ragnhildur. Það var ráðgjafa- fyrirtækið Alta sem stýrði vinnu við gerð svæðisskipulagsins. Það má skoða á vefnum snaefellsnes.is en þess má geta að svæðisskipulag Snæ- fellsness hlaut skipulagsverðalaunin 2014. þá Svæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026 var staðfest í gær. Ljósm. Eyþór Ben. Svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes staðfest

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.