Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Side 15

Skessuhorn - 29.04.2015, Side 15
15MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Dagskrá: Hátíðin sett: 1. Eiríkur Þór Theódórsson, stjórnarmaður í ASÍ-UNG og trúnaðarmaður hjá Stéttarfélagi Vesturlands B2. arnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur Ræð3. a dagsins: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands N4. emendur úr þriðja bekk Grunnskóla Borgarness Sö5. ngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni flytur nokkur lög, Zsuzsanna Budai leikur með á flygilinn Int6. ernasjónalinn Kynnir: Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður Kjalar Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Útskriftarnemar Menntaskólans sjá um kaffihlaðborðið. Tvær kvikmyndasýningar verða fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa. S K E S S U H O R N 2 01 5 1. MAÍ 2015 Í BORGARNESI Hátíðarhöldin verða í Hjálmakletti og hefjast kl. 14.00 GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 20. mars 2015 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa aðveitustöðina fjær íbúðabyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 29. apríl 2015 til 11. júní 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi 11. júní 2015. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði. Auglýsing um nýtt deiliskipulag vestan Kvernár - Aðveitustöð Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 20. mars 2015 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi 2003-2015. Skipulagssvæðið er áætlað fyrir eina iðnaðarlóð og aðkomu að henni. Á lóðinni sem er 4.900 m² að stærð, er heimilt að reisa allt að 620m² byggingu. Hámarkshæð húss er 8.25 m frá gólfi jarðhæðar. Skipulagssvæðið sem er rúmir 7.6 ha er suðaustan þéttbýlisins og liggur á milli ánna Gilóss og Kvernár. Sjá nánar í deiliskipulagstillögu og greinagerð. Deiliskipulagstillagan og greinagerðin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 29. apríl 2015 til 11. júní 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 11. júní 2015. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði. SK ES SU H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ljómalind Sveitamarkaður verður opnaður á nýjum stað í Borgarnesi föstudaginn 1. maí. Sveitamark- aðurinn er rekinn af tíu konum af Vesturlandi sem allar selja vörur í versluninni. Ljómalind hefur nú hreiðrað um sig á Brúartorgi 4, við hlið Framköllunarþjónustunnar og gegnt N1. Á nýja staðnum verður enn fjölbreyttara úrval handverks og matvöru af Vesturlandi og nýj- ar vörur í hverri viku. Í sumar verð- ur opið alla daga á milli klukkan 11 og 18. -fréttatilkynning frá Ljómalind- arkonum Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og trún- aðarmenn HB Granda á Akranesi funduðu á þriðjudaginn í síðustu viku með forstjóra HB Granda. Á fundinum var lagt fram tilboð frá stjórn VLFA um hækkun á bón- uskerfi starfsmanna fyrirtækisins. Varð niðurstaðan sú að stjórnend- ur HB Granda gengu að því til- boði nánast óbreyttu. Þessi hækk- un bónusgreiðslna er óháð hækkun almennra kauptaxta sem enn á eftir að semja um. Þessi hækkun bónus- greiðslna skilar starfsmönnum HB Granda frá 9% upp í 18% launa- hækkun, en launahækkunin mið- ast við að bónusinn taki mið af starfsaldurshækkunum. Má áætla að þessi launahækkun nái til allt að 250 starfsmanna í fiskvinnslu á Akranesi sem eru auk frystihúss HB Granda, Laugafiskur, Norð- anfiskur og Vignir G. Jónsson. Auk þess mun þessi bónushækkun vænt- anlega einnig gilda fyrir öll önn- ur fiskvinnslufyrirtæki sem HB Granda á, eins og í Reykjavík og Vopnafirði. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA segir að hér sé um umtals- verða kjarabót að ræða fyrir starfs- menn HB Granda, en ítrekar að einungis sé um breytingu á bónus- kerfi starfsmanna að ræða. Samn- ingurinn hafi ekkert með þær kjara- viðræður að gera sem félagið á í við Samtök atvinnulífsins. Þessar breyt- ingar á bónuskerfinu séu því hrein viðbót við það sem um mun semjast á því samningsborði. „Verkalýðs- félag Akraness hefur ætíð gagnrýnt fyrirtæki harðlega þegar þau hafa ekki staðið sig sem skyldi en félagið er svo sannarlega tilbúið að fagna því sem vel er gert og í þessu til- felli er full ástæða til að fagna því að fyrirtækið hafi verið tilbúið að deila góðri afkomu sinni með starfs- mönnum með nokkuð myndarleg- um hætti í formi hækkunar á bón- uskerfinu,“ segir Vilhjálmur. Tafla um bónushækkanirnar má sjá inn á vef VLFA. þá Ljómalind opnuð á nýjum stað 1. maí Samið um umtals- verðar bónushækkanir við HB Granda Trúnaðarmenn og forstjóri HB Granda skrifa undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. vlfa.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.