Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Page 22

Skessuhorn - 29.04.2015, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Einn reynslumesti leikmaður Ska- galiðsins fyrir komandi sumar er markahrókurinn Garðar Berg- mann Gunnlaugsson sem á dögun- um fagnaði sínum 32. afmælisdegi. Garðar átti geysilega gott tíma- bil í fyrstu deildinni síðasta sumar þar sem hann var markakóngur og reyndar sá markahæsti í öllum deild- um á Íslandi, með 19 mörk í 21 leik á Íslandsmótinu. Þar sem við Garð- ar sitjum og spjöllum á kaffihúsinu Skökkinni við Akratorg á sumardag- inn fyrsta hefur blaðamaður orð á því að síðasta sumar hafi einmitt komið þessi tíu-fimmtán marka maður sem Skagaliðinu hafði skort í nokkur ár. „Já, þá sýndi hann sig loksins,“ seg- ir Garðar og brosir. „Og núna erum við tveir framherjarnir í Skagalið- inu sem þessar kröfur eru gerðar til og ég er vongóður um að við stönd- um undir. Félagi minn í framlínunni Arsenij, sem við köllum Sjenna, hef- ur komið gríðarlega sterkur inn í liðið og skoraði sjö mörk í Lengju- bikarnum, þar af þrennu í tveimur leikjum í röð,“ segir Garðar. Finnur sig sterkari en í fyrra Spurður um stöðuna hjá honum sjálfum segir Garðar að hann sé í fínu standi um þessar mundir. „Þetta er annar veturinn sem ég er nánast meiðslalaus eftir langt meiðslatíma- bil þar á undan. Mér gekk vel í vetur, var að spila ágætlega og lék margar 90 mínútur með liðinu. Mér finnst ég vara sterkari núna en nokkru sinni fyrr, talsvert sterkari en ég var á sama tíma í fyrra.“ Garðar segir að hann og Arsenij Buinickij falli mjög vel saman í framlínunni. Gunn- laugur Jónsson þjálfari hafi greini- lega lesið vel út úr því þegar hann fékk Litháann til ÍA. „Já, hann var hugsaður sem minn „partner“ og við virðumst passa mjög vel saman. Sjenni er mjög skemmtilegur bæði innan vallar og í búningsklefanum.“ Garðar segist hafa góða tilfinn- ingu fyrir sumrinu. „Þetta er mikið í okkar höndum, hvort við höldum góðu leikskipulagi og sköpum góða liðsheild. Ég held við getum unnið öll liðin en ef við mætum ekki rétt stemmdir þá getum við tapað fyrir öllum. Við höfum sýnt það í vetur að við erum ekki síst sterkir sóknar- lega, höfum verið að skora bæði eftir góðar sóknir og föst leikatriði. Ég er bjartsýnn á að við munum gera það í sumar. Við erum með fullt af mönn- um sem geta skorað mörk.“ Garð- ar býr og starfar í Reykjavík og ekur á milli á æfingar og í leiki. Er hann svona mikill Skagamaður að þetta sé leggjandi á sig? „Já, mig langar ekki til að spila með öðru liði í efstu deild en ég hef fengið nokkur tilboð. Það er lítið mál að leggja þetta á sig fyrir klúbbinn sinn.“ Fáum strax tækifæri að sýna getuna Garðar segist vera spenntur fyrir fyrsta leik og kvíði því ekki að mæta Íslandsmeisturunum. Hann von- ast eftir góðri mætingu á völlinn og vill að stuðningsmenn ÍA liðsins og liðið fari að skapa þá stemningu að það verði virkilega erfitt að koma á Skagann og sækja þangað stig. „Undanfarin ár hafa liðin peppast upp á að koma á Skagann og sum átt sína bestu leiki hér. Við verðum að fara að snúa þessu við þannig að liðin óttist virkilega að koma hing- að. Það verður bara gaman að taka á móti Stjörnunni í fyrsta leik og gott fyrir okkur að geta strax sýnt getu okkar á móti Íslandsmeisturunum,“ segir Garðar. Spurður um breiddina í leik- mannahópnum segir Garðar að hún sé nokkuð góð. „Við erum með leik- menn sem geta spilað nokkrar stöð- ur og það er samkeppni í liðinu. Hallur Flosa var til dæmis að koma inn á hægri kantinn og átti stórkost- legan leik á móti Fjölni um daginn þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Þórður Þorsteinn, sem var að spila á kanti áður, hefur komið sterkur út í bakvarðarstöðunni þannig að það er margt jákvætt að gerast.“ Spár hafa margar hverjar gert ráð fyrir að ÍA verði í neðri hluta deildarinn- ar og að berjast fyrir sinni tilveru í deildinni. En hefur Garðar kannski trú á að liðið verði ofar? „Það gæti alveg gerst og þetta ræðst mikið af því hvernig við komum inn í mót- ið og útkoman verður fyrsta mán- uðinn fram að landsleikjahléi. Núna eins og síðustu árin er hálfgert hrað- mót í byrjun, 5-6 leikir í bunu. Það getur allt gerst en það er klárlega spennandi sumar framundan,“ sagði Garðar að endingu. þá Fótboltinn í sumar Fyrirliði Skagaliðsins í sumar verð- ur líkt og síðasta sumar hinn stóri og stæðilegi Ármann Smári Björns- son, enda aldursforsetinn og einn mesti reynsluboltinn. „Sumarið leggst mjög vel í mig. Ég held að framundan sé spennandi keppnis- tímabil. Við erum með góða blöndu í liðinu, yngri og eldri leikmanna og flestir strákarnir Skagamenn. Það er margt jákvætt í því að vera mikið með heimamenn í liðinu. Mér sýnist að einir átta heimastrákar eigi mjög raunhæfa möguleika á byrjunarliðs- sæti í sumar. Þau eru fá ef einhver liðin sem geta státað af svo mörg- um uppöldum leikmönnum í sínum leikmannahópum. Í leikjunum í vet- ur hefur liðið verið að spila í heildina vel. Þessir þrír sem fengnir voru til að styrkja hópinn, erlendu leikmenn- irnir tveir og Ásgeir kantmaður, hafa verið að smella inn og mér sýnist þeir vera tilbúnir í slaginn með okkur.“ Greinileg framför í hópnum Ármann Smári segir að greinleg framför sé í hópnum og til að mynda séu nokkrir ungir leikmenn að banka á dyrnar hjá meistaraflokknum. „Það er strákar eins og Þórður Þorsteinn í bakverðinum sem ég er mjög ánægð- ur með, Albert á miðjunni, Stein- ar Þorsteinsson hefur verið að fá tækifæri og fleiri strákar.“ Spurður hvernig honum finnist að fá Íslands- meistarana strax í fyrsta leik og það á Akranesvelli, segir Ármann Smári að sér finnist það flott. „Það er gam- an að byrja strax á alvöruleik og sýna hvers við erum megnugir. Ég hef líka trú á því að Skagamenn séu tilbúnir að fjölmenna á völlinn. Stemningin er að byggjast upp smátt og smátt. Núna í vikunni, á fimmtudagskvöld- ið, verður stuðningsmannakvöld þar sem bæði karla- og kvennaliðið verð- ur kynnt. Stemningin og eftirvænt- ingin á bara eftir að magnast eft- ir þetta. Ég hef fulla trú á því að við munum standa okkur vel í sumar og verða bæjarfélaginu til sóma.“ Stuðningur áhorfenda mikilvægur Aðspurður segist Ármann Smári ekkert vera að velta sér upp úr því í hvaða sæti Skagaliðið komi til með að lenda þegar upp verður staðið í haust. „Ég fylgist ekkert með spán- um og hef engan áhuga á þeim. Þær eru eins og veðurfræðingarnir segja; bara spár. Það sem skiptir öllu máli er að við náum að halda sætinu og festa okkur í sessi í efstu deild. Það er það sem Skagamenn vilja fyrst og fremst. Ég vil hvetja fólk til að mæta vel á völlinn og styðja við bakið á okkur. Liðið hefur alla burði til að gera góða hluti en það er mjög mikilvægt fyr- ir okkur að byrja vel. Þetta er mik- ið undir okkur sjálfum komið. Ef við stöndum vel saman og sköpum góða liðsheild falla hlutirnir áreiðanlega frekar með okkur. Stundum þarfs smáheppni til að vel gangi en stuðn- ingur áhorfenda hefur líka gríðarlega mikið að segja,“ segir Ármann Smári fyrirliði Skagaliðsins. þá Gunnlaugur Jónsson þjálfari er á sínu öðru keppnistímabili með Skagaliðið. Hann kom til starfa hjá ÍA haustið 2013 þegar allt var í molum eftir fall úr Pepsídeildinni niður í þá fyrstu. „Það var ákveðið að byggja upp og ráðast í breyting- ar. Við breyttum leikmannahópn- um talsvert og ákváðum að byggja liðið upp á heimamönnum. Stefn- an var sett á sterka liðsheild og fara upp að nýju. Þrátt fyrir að hiksta í byrjun og um miðbik síðasta sum- ars komum við til baka, sýndum sterkan karakter og náðum að end- urheimta sætið í efstu deild. Það er aðall góðs liðs að takast á við mót- lætið og ég held það hafi verið lyk- ilatriði hjá okkur hérna á Skagan- um að fara beint upp aftur,“ segir Gunnlaugur og bætir við: „Undir- búningstímabilið núna hefur verið gott. Gengið var ágætt hjá okkur í Lengjubikarnum þó við höfum tap- að í vítaspyrnukeppni í undanúr- slitum gegn KA. Ég held við höfum gott veganesti inn í Íslandsmótið.“ Ætla að trufla titilvörn Stjörnumanna Gunnlaugur segir að síðasta haust hafi verið ákveðið að treysta að mestu á leikmannahópinn en styrkja hann aðeins fyrir sterkari deild. „Ég held að flestir ef ekki allir leikmenn hafi verið að taka skref fram á við í vetur og liðið sé betra núna en þegar við byrjuðum í fyrstu deildinni fyrra. Við erum með skipulagðara og þéttara lið en fyrir ári. Við megum samt ekki við miklum skakkaföllum. Hópurinn hjá okkur er ekki stór og heilt yfir þurfum við á öllum okkar mann- skap að halda, sérstaklega yrði það slæmt að missa lykilleikmenn út vegna meiðsla.“ Spurður hvort að byrjunarliðið sé klárt í fyrsta leik, segir Gunnlaugur að svo sé ekki, enda tíu dagar í mót þegar blaða- maður Skessuhorns hitti hann að máli. „Nei, það er hörð keppni um nokkrar stöður og það á eftir að taka ákvarðanir með þær. Von- andi verða allir heilir þegar kem- ur að leiknum. Við þurfum á öllu að halda í þennan fyrsta leik á móti Íslandsmeisturunum. Ég held það verði ekki erfitt að undirbúa liðið fyrir þennan leik sem verður opn- unarleikur í deildinni og í beinni útsendingu í sjónvarpi. Við ætlum að trufla titilvörnina hjá þeim,“ segir Gunnlaugur. Svörum spádómunum á vellinum Þegar Gunnlaugur er spurður hvernig honum lítist á spádómana fyrir tímabilið, þar sem Skagalið- inu er ekki spáð góðu gengi, seg- ir hann: „Við erum ekki að missa svefn yfir þeim en það er kannski bara eðlilegt að nýliðum sé ekki spáð sæti ofarlega í deildinni. Við svörum öllum hrakspám best á vellinum, ekki gerum við það í við- tölum í fjölmiðlum,“ segir Gunn- laugur. Hann segir ekkert launung- armál að mörg félög í Pepsídeild- inni hafi mjög öfluga leikmanna- hópa og sum hver fleiri stjörnur í sínum liðum en Skagaliðið. „Ég held að styrkur okkar verði góð liðsheild og það verður það sem við leggjum upp með. Það þekkja allir sitt hlutverk á vellinum og að- all sterks liðs er að allir leikmenn séu tilbúnir að berjast fyrir hvern annan. Við erum með marga leik- menn sem geta spilað fleiri en eina stöðu. Markmið okkar eru skýr. Við teljum okkur nógu góða til að standa okkur í efstu deild. Við ætl- um að byggja upp sterkan kjarna sem nær fótfestu í efstu deild og ná þeim stöðugleika að Skaginn eigi lið í efstu deild til frambúð- ar. Leikmennirnir mínir vilja sýna sig og sanna. Margir hafa reynslu í efstu deild og ungu strákarnir vilja ná sér í hana líka og komast á legg sem framtíðar fótboltamenn. Við vonumst síðan efir að Skagamenn verði duglegir að mæta á völlinn og eigi skemmtilegt fótboltasum- ar með okkur,“ segir Gunnlaugur Jónsson. þá Styrkur okkar verður góð liðsheild Gunnlaugur Jónsson þjálfari. Garðar Gunnlaugsson var markahæsti maður yfir allar deildir Íslandsmótsins í fyrra. „Við erum með fullt af mönnum sem geta skorað“ „Spárnar bara spár eins og veðurfræðingarnir segja“ Ármann Smári Björnsson fyrirliði ÍA liðsins í Pepsídeildinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.