Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Síða 26

Skessuhorn - 29.04.2015, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Lionsmenn á Akranesi héldu aðal- fund sinn í fundastofu Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands á Akranesi þriðjudaginn 21. apríl. Þar afhentu þeir slysadeild sjúkrahússins að gjöf gjörgæslutæki af nýjustu tegund frá framleiðandanum General Electric Health. Tækið kostar um 2,5 millj- ónir króna. Þessi búnaður leysir af hólmi eldri og einfaldari tækjabúnað á slysadeild sem reyndar hefur ver- ið bilaður um hríð. Tækjabúnaður- inn þjónar því hlutverki að fylgjast með lífsmörkum sjúklinga sem koma til meðferðar og veitir heilbrigðis- starfsfólki aukið öryggi í umönn- un og viðbrögðum. Tækið er sam- ræmt öðrum búnaði sem er á legu- deild og ef til flutnings kemur yfir á legudeild, þá þarf ekkert rof að verða á mælingum á lífsmörkum, svo sem hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnis- mettun. Heilbrigðisstarfsfólk sjúkra- hússins kynnti tækið á fundinum og Guðjón Brjánsson forstjóri ávarpaði gefendur og færði þeim þakkir fyr- ir ríkulegan stuðning Lionsmanna við stofnunina í áratugi. Benti Guð- jón á að það ætti við bæði karla- og kvennaklúbb Lionsmanna. Þá má geta þess að auk þess að færa sjúkrahúsinu þetta tæki að gjöf, þá tók Lionsklúbburinn verulegan þátt í söfnun fyrir nýju tölvusneiðmynda- tæki sem afhent var á aðalfundi Holl- vinasamtaka HVE síðastliðinn laug- ardag og sagt er frá í annarri frétt í blaðinu í dag. mm Lionsmenn gefa gjörgæslubúnað Fulltrúar gefenda og þiggjenda þegar slysadeild HVE var afhentur gjörgæslu- búnaðurinn. Þegar vorið ber að með þeim hætti sem nú, aukast enn vangavelt- ur okkar Íslendinga um veður og loftslag og varla hittist fólk þessa dagana að ekki sé minnst á veðr- ið. Næstu gestir fyrirlestraraðar Snorrastofu verða í takt við þetta umhugsunarefni. Astrid Ogilvie veðurfarssagnfræðingur og Trausti Jónsson veðurfræðingur fjalla um veðurfar á Íslandi frá siðaskiptum. Erindi þeirra verða í Bókhlöðu Snorrastofu þriðjudagskvöldið 5. maí næstkomandi kl. 20:30. Í erindunum, sem bæði verða flutt á íslensku, verður fjallað um ritaðar heimildir um veðurfar á Ís- landi á síðari öldum og greiningu á þeim. Nokkur áhersla verður á ha- fískomur hér við land. Astrid Ogil- vie segir frá greiningum Þorvald- ar Thoroddsen, Lauge Koch, Páls Berþórssonar og fleiri og síðan frá eigin vinnu við heimildir um veð- urfar og ís allt til síðari hluta 19. aldar. Þar kemur fram mat henn- ar á áreiðanleika og gildi heim- ildanna og hvað læra megi af þeim varðandi veðurfarssveiflur á síð- ari öldum. Trausti Jónsson fjallar um hérlendar veðurathuganir með mælitækjum á 18. og 19. öld sem og hafískomur á 20. öld. Dr. Astrid Ogilvie er veðurfars- sagnfræðingur, sem vinnur nú við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Doktorsritgerð henn- ar frá Háskólanum í East Anglia í Bretlandi fjallar um veðurfar og samfélag á Íslandi í ljósi sagn- fræði og raunvísinda. Hún legg- ur áherslu á að brúa bilið á milli vísindagreina og koma á samstarfi milli þeirra um málefni norður- slóða. Hún hefur skrifað fjölda greina, ritstýrt bókum og stjórnað ráðstefnum víða um heim um ofan- greind málefni. Trausti Jónsson veðurfræðingur býr í Borgarnesi og hefur starfað á Veðurstofu Íslands síðan 1979. Hann vann þar fyrstu árin við veð- urspár en hefur allar götur síð- an unnið við úrvinnslu veðurat- hugana og veðurfarsrannsóknir auk þess að taka þátt í verkefnum tengdum mati á náttúruvá. Hann hefur m.a. unnið við skráningu og samræmingu veðurathugana frá fyrri tíð, allt aftur til 1749. Aðgangseyrir er að venju kr. 500 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna. -fréttatilkynning Rætt um veðurfar frá því um siðaskipti í fyrirlestri í Snorrastofu Silja Eyrún Steingrímsdóttir tekur við sem skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands 15. maí næstkomandi. Silja er með bakkalár gráður í heim- speki, hagfræði og stjórnmálafræði – HHS, frá Háskólanum á Bifröst og mastersgráðu í opinberri stjórn- sýslu, með áherslu á mannauðsstjór- nun frá Háskóla Íslands. „Ég er fædd og uppalin á Akranesi, dóttir Maríu Bjargar Hreinsdóttur og Steingríms Guðjónssonar, heitins. Ég er búin að vera með annan fótinn í Borgarnesi frá 1998 en flutti alfarið árið 2006,“ útskýrir Silja. Hún er gift Pálma Þór Sævarssyni, byggingatæknifræðingi hjá Verkís. Eignaðist fjögur börn á námstímanum „Við Pálmi byrjuðum saman um verslunarmannahelgina 1998. Ég var í námi í Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og útskrifaðist með stúdentspróf 2003. Á námstímanum eignuðumst við Pálmi okkar fyrsta dreng, Mar- inó Þór sem er fæddur í desember 2002. Í júlí 2005 fluttum við til Dan- merkur og vorum þar í hálft ár og Pálmi byrjaði í byggingatæknifræð- inni. Við komum heim í janúar 2006 og þá fljótlega vorum við alflutt í Borgarnes og ég hóf nám við Há- skólann á Bifröst. Við eignumst ann- an dreng, Sævar Alexander í nóvem- ber 2007 og ég held náminu áfram og útskrifast árið 2009. Eftir útskrift fór ég að vinna í búsetuþjónustu fatl- aðra þar til ég eignast þriðja soninn, Birgi Ívar í nóvember 2009. Ári síð- ar byrjaði ég í mastersnáminu í HÍ og var í fullu námi þar til að ég varð ólétt af stelpunni okkar henni Rak- el Maríu. Vegna veikinda á með- göngunni varð ég að taka hlé á námi og varð að stoppa þegar aðeins rit- gerðin var eftir. Eftir að Rakel María fæðist í september 2012, þá grein- ist ég með sortuæxli sem ég er enn í eftirfylgni með. Þetta var alvarlegt og ég var heppin að það var skurð- tækt og krabbameinið ekkert farið að dreifa sér. Við greininguna voru gerð nokkur læknamistök sem urðu til þess að þetta vatt upp á sig og varð þannig í raun dramatískara en ella,“ rifjar Silja upp og heldur áfram. „En að ég skyldi vera með sortuæxli kom mér rosalega á óvart. Svona ung kona eins og ég sem var ný búin að eiga barn fengi ekki krabbamein,“ segir Silja með lýsandi hætti. „Að auki er ég ekki í þeim hópi sem telst í meiri áhættu en aðrir, það er að segja ég sólbrenn ekki auðveldlega, fer ekki í ljósabekki eða óhófleg sólböð. En það sem ég komst að eftir þetta er hvað það er mikilvægt að fara reglu- lega í blettaskoðun til húðsjúkdóma- læknis, mælt er með að gera það ár- lega eða annað hvert ár.“ „Hættið þessu kapphlaupi“ Stuttu eftir að Silja fór í aðgerð þar sem sortuæxlið var fjarlægt með góðum árangri dundu fleiri áföll yfir fjölskylduna. „Pabbi greindist með lungnakrabbamein sem hafði dreift sér víða og okkur var strax gerð grein fyrir því að það væri mjög lítil von um að hann myndi lifa krabba- meinið af. En hann lést aðeins fjór- um mánuðum eftir greining þann- ig að þetta gekk mjög hratt yfir og var mjög erfitt tímabil. Ég tók mér alveg hálft ár í að jafna mig eftir þessi áföll. Ég reyni að draga lær- dóm af þessu og vera hamingju- söm, lífið er ævintýri og við verð- um að njóta hvers dags. Pabbi vildi að við drægjum lærdóm af öllum þessum veikindum og áföllum. Pabbi sagði: „Skilboðin eru kær- leikur, haldið utan um hvort ann- að, hjálpið hvort öðru. Peningarn- ir skipta ekki öllu máli og hættið þessu kapphlaupi“ og mér þykja þetta góð skilaboð.“ Markviss uppbygging Silja gerði sér grein fyrir því að mik- ið hefði gengið á og að hún þyrfti að byggja sig markvisst upp aftur. „Ég ákvað að árið 2014 væri árið mitt og ég reyndi að gera sem mest til að byggja mig upp aftur. Ég fór í Mátt kvenna námskeið hjá Háskólanum á Bifröst, á Dale Carnegie nám- skeið og síðast en ekki síst kláraði ég mastersritgerðina mína og út- skrifaðist í október 2014 með mast- ersgráðu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.“ Hún byrjaði svo í maí 2014 sem afgreiðslufulltrúi hjá Borgar- byggð og á sama tímapunkti hóf Pálmi maður hennar störf í Noregi. „Það þýðir að hann vinnur í burtu í þrjár vikur og vinnur svo heima eina viku. Þetta er ekki fjölskyldu- vænt fyrirkomulag, en maður getur lagt þetta á sig í smá stund. Lífið er stundum þannig að maður þarf að leggja á sig til að uppskera. En við gætum þetta ekki án þess góða bak- lands sem við eigum og alls góða fólksins í kring um okkur.“ Silja segist hlakka til að taka við nýja starfinu og þeim verkefnum sem því fylgi. „Mitt hlutverk verð- ur að sjá um daglegan rekstur stétt- arfélagsins og samskipti við félags- menn. Vinnan leggst vel í mig og ég er mjög spennt að byrja,“ segir Silja glaðlega að endingu. eha Silja er nýr skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands Silja við tilvitnunina góðu sem hún hefur á áberandi stað á heimilinu, til að minna sig á þessi mikilvægu skilaboð. Hjónin á góðri stundu í Bergen, þegar Silja fór með krakkana og heimsótti Pálma um páskana. Marinó Þór, Sævar Alexander, Birgir Ívar og Rakel María stilltu sér upp í myndatöku fyrir blaðamann.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.