Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Laugardaginn 2. maí mun Erna Hafnes bæjarlistamaður Akraness opna myndlistarsýninguna sína Óskasteina í Guðnýjarstofu, Safn- asvæðinu á Akranesi. Þetta er þriðja myndlistarsýningin en jafnframt sú stærsta sem Erna heldur sem bæj- arlistamaður Akraness. Með henni munu nemendur úr 4. bekk Brekku- bæjarskóla sýna myndir sínar sem þeir hafa málað undir hennar leið- sögn. Hanna Þóra Guðbrandsdótt- ir sópransöngkona og Samúel Þor- steinsson tón- og leiklistarkennari koma fram á opnuninni sem verður kl. 14:00 - 16:00. Sýningin stend- ur til 31. maí og er opin alla daga kl. 13-17. -fréttatilkynning Leikskólarnir í Borgarnesi; Kletta- borg og Ugluklettur, héldu í fyrsta skipti Leiðtogadag hátíðlegan mið- vikudaginn 22. apríl. Leiðtogadag- urinn er haldinn í tengslum við leið- togaverkefnið „Leiðtoginn í mér“ (e. Leader in me) sem hefur ver- ið innleitt í leikskólum og grunn- skólum Borgarbyggðar. Leiðtoga- deginum er ætlað að vera nokkurs konar uppskeruhátíð og gefa börn- unum tækifæri á að sýna afrakstur mikilla æfinga og innleiðing venj- anna sjö sem leiðtogaverkefnið byggir á. Innleiðing venjanna er í samstarfi við FranklinCovey á Ís- landi. Venjunum er ætlað að stuðla að því að allir, börn og fullorðnir, geti verið besta útgáfan af sjálfum sér. Ekki séu allir með sömu styrk- leika og veikleika og mikilvægt sé að vinna með sína eiginleika. Venjurnar eru: Venja 1: Taka af skarið Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða Venja 3: Forgangsraðaðu Venja 4: Sigrum saman Venja 5: Skilningsrík hlustun Venja 6: Samlegð Venja 7: Brýndu sögina Á leiðtogadeginum tóku börn- in að sér leiðtogahlutverk og voru hlutverkin mörg og misjöfn. Börn- in skipulögðu sjálf daginn og komu að undirbúningi og framkvæmd dagskrár. Meðal leiðtogahlutverka voru ljósmyndaleiðtogi sem mynd- aði skemmtunina, nafnaleiðtog- ar sem fundu límmiða með nafni gestanna svo allir væru vel merktir. Leirleiðtogar sýndu hvað þeir eru duglegir að leira og kynningarleið- togar sem leiddu hóp gesta um leik- skólann sinn og sögðu frá starfsem- inni. Dagurinn er ekki opinn heldur var hann aðeins fyrir boðgesti. Þar með skapast tækifæri til að kynna starfsemina fyrir þeim sem sjaldan eiga leið í skólana. eha. Í upphafi þessa mánaðar rann út umsóknarfrestur um leigu á fjár- búinu Hesti í Borgarfirði. Samtals bárust Landbúnaðarháskólanum tólf umsóknir. Valnefnd á vegum LbhÍ skilaði niðurstöðum sínum til rektors sem ákvað í síðustu viku að bjóða Snædísi Önnu Þórhallsdótt- ur og Helga Elí Hálfdánarsyni til samninga um búreksturinn. Áætlað er að þau taki við rekstri sauðfjár- búsins 1. júní næstkomandi. Þá óskaði LbhÍ einnig eftir um- sóknum um rekstur félags- og veit- ingaaðstöðu í gömlu húsunum á Hvanneyri. Umsóknarfrestur rann út 10. apríl og bárust fimm um- sóknir. Ákveðið var að ganga til samninga við hóp fólks sem Stef- anía Nindel fer fyrir um starfsemi á Gömlu Hvanneyrartorfunni en umsókn þeirra þótti falla best að framtíðarhagsmunum LbhÍ, nem- endum skólans og Hvanneyrarstað- ar í heild, eins og segir í tilkynningu frá skólanum. Auk Stefaníu eru í hópnum; Árni Ólafur Jónsson mat- reiðslumaður, Bryndís Geirsdótt- ir kvikmyndaframleiðandi, Guðni Páll Sæmundsson kvikmyndagerð- armaður, Jónas Björgvin Ólafs- son matreiðslumaður, Kevin Mart- in fornleifafræðingur, Rósa Björk Sveinsdóttir hönnuður, Sigursteinn Sigurðsson arkitekt, Arnar Hólm- arsson rafvirkjameistari og Kristján Ingi Pétursson smiður. mm Samið um búrekstur á Hesti og leigu gömlu húsanna á Hvanneyri Erna Hafnes opnar myndlistarsýningu Björn Ýmir Kristófersson er kubbaleið- togi. Ljósm. eha. Leiðtogadagur í Borgarnesi Vel var tekið á móti gestunum, hér mætir Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar- stjóri á leiðtogadaginn í Uglukletti. Ljósm. eha. Börnin sungu fyrir gesti, þar á meðal lag um venjurnar sjö sem Sigrún Katrín Halldórsdóttir tónlistakennari á Uglukletti samdi. Ljósm. eha. Hlutverk leirleiðtoganna var að sýna gestum færni sína í að leira. Þau stóðu sig öll með stakri prýði. Ljósm. eha. Eftir að gestir voru farnir frá Uglukletti var haldin veisla og meðal skemmtiatriða var þetta skemmtilega blindandi skyrát starfsmanna. Ljósm. Sunna Gautadóttir. Á Klettaborg var ekki síður vel tekið á móti gestunum. Ljósm. eha. Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi Borgarbyggðar fékk hlýjar móttökur frá móttökuleiðtogunum. Ljósm. eha. Nafnaleiðtogarnir Ída Jóhanna Eiríksdóttir og Agla Dís Adolfsdóttir rétta hér Elínu Maríu Björnsdóttur frá FranklinCovey nafnspjald. Ljósm. eha.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.