Skessuhorn - 11.11.2015, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 20156
Villtum rjúpna-
skyttum komið
til bjargar
BORGARFJ: Björgunar-
sveitin Ok var um síðustu
helgi fengin til að leita að
tveimur rjúpnaskyttum á
Kaldadal eftir að einn úr
þeirra hópi hafði samband
við lögregluna. Mennirnir
höfðu farið fjórir saman til
veiða á svæðinu við Fanntó-
fell, Lyklafell og Hrúður-
karla en lent í þoku og villu
með bilað gps tæki og í
slæmu símasambandi. Tveir
þeirra komust þó að lokum í
bílinn og létu þá lögregluna
vita af hinum tveimur sem
voru þá ennþá villtir. Björg-
unarsveitarmenn voru fljótir
að finna mennina sem voru
orðnir þreyttir og illa áttað-
ir. Voru skytturnar fegnar
að komast til byggða. Ekki
fer neinum sögum af afla-
brögðum, að sögn lögreglu.
–mm
Ný heimasíða
Hollvina-
samtakanna
BIFRÖST: Á dögunum var
ný heimasíða Hollvinasam-
taka Bifrastar tekin í notkun
og leysir af hólmi eldri síðu
sem var komin vel til ára
sinna. Á nýju síðunni eru
margir möguleikar í boði og
meðal annars hægt að skrá
sig á póstlista til að fylgjast
með fréttum. Þá er varning-
ur til sölu og hagnýtar upp-
lýsingar vegna atvinnuleitar
eins og t.d. gerð ferilskrár
og upplýsingar um atvinnu-
viðtöl. Það var Hallur Jón-
asson formaður Hollvina-
samtakanna sem átti veg og
vanda að uppbyggingu síð-
unnar en það er vefumsjón-
arfyrirtækið Dacoda held-
ur utan um gögn og vistun
þeirra. Síðuna má skoða hér
hollvinir.bifrost.is
–mm
Ráðin á Akrasel
AKRANES: Guðrún Braga-
dóttir leikskólasérkennari hef-
ur verið ráðin í stöðu aðstoð-
arleikskóla- og sérkennslu-
stjóra Akrasels frá og með 1.
desember nk. Staðan var aug-
lýst í Skessuhorni eftir að Sig-
urður Sigurjónsson fyrrver-
andi aðstoðarleikskóla- og
sérkennslustjóri óskaði eft-
ir launalausu leyfi frá 1. des-
ember 2015 til 31. ágúst 2016.
Guðrún hefur starfað á Teiga-
seli síðastliðin 17 ár, ýmist
sem aðstoðarleikskóla- og sér-
kennslustjóri eða leikskóla-
stjóri.
–eo
Fengu bréf frá
eftirlitsnefnd
SNÆFELLSBÆR: Eftirlits-
nefnd með fjármálum sveit-
arfélaga sendi Snæfellsbæ
bréf í október. Tilefnið var að
nefndin hafði rekið augun í að
Snæfellsbær hefur verið ötull
við fjárfestingar á síðasta ári.
Í ákvæðum sveitarstjórnar-
laga má finna ákvæði varðandi
miklar fjárfestingar sveitarfé-
laga, líklega sett svo að sveit-
arfélög fari sér ekki of geyst í
þeim efnum en það hefur sem
kunnugt er gerst oftar en einu
sinni. Bæjarstjórn Snæfellsbæj-
ar tók bréf eftirlitsnefndarinn-
ar fyrir á fundi sínum í síðustu
viku og svaraði því. Þar kemur
fram að bæjarstjórnin hafi litið
svo á að ákvæði 66. gr. sveitar-
stjórnarlaga um fjárfesting-
ar sem nema hærri fjárhæð
en 20% af skatttekjum sveit-
arfélags eigi við um einstaka
fjárfestingu, en ekki heildar-
fjárfestingar innan sveitar-
félagsins, en þannig hafi raun-
in verið varðandi árið 2014. Í
fundargerð segir svo orðrétt:
„Fjárfestingar sveitarfélagsins
á árinu 2014 fóru í 21,3% af
skatttekjum sveitarfélagsins.
Stærsta einstaka fjárfesting
ársins 2014 voru framkvæmdir
við sundlaugina í Ólafsvík, og
nam hún rúmum 118,5 millj-
ónum króna, sem er 12,4% af
skatttekjum ársins 2014. Næst
þar á eftir komu vatnsveitu-
framkvæmdir upp á tæpar 46
milljónir, eða 4,9% af skatt-
tekjum. Aðrar fjárfestingar
voru mun minni, t.a.m. fram-
kvæmdir við göngustíg milli
Ólafsvíkur og Rifs fyrir rúmar
10 milljónir, framkvæmdir við
sundlaugina á Lýsuhóli fyrir
um 17 milljónir, tjaldstæðið í
Ólafsvík fyrir rúmar 14 millj-
ónir og framkvæmdir við án-
ingarstað í Rifi fyrir rúmar 8
milljónir.“ Þetta svar var svo
sent til eftirlitsnefndarinnar.
-mþh
Veiðigjöldin
lækka
LANDIÐ: Fiskistofa hefur
tekið saman upplýsingar um
álögð veiðigjöld vegna fisk-
veiðiársins 2014/2015 og birt á
vef sínum. Heildarfjárhæð al-
menns og sérstaks veiðigjalds
vegna úthlutaðra veiðiheim-
ilda og afla utan aflamarks, að
teknu tilliti til lækkunar á sér-
stöku veiðigjaldi, nemur 7,7
milljörðum króna samanborið
við 9,2 milljarða á fyrra fisk-
veiðiári.
-mþh
Það ríkti mikil gleði hjá nemendum
í 1. til 4. bekk í Grunnskóla Snæ-
fellsbæjar í síðustu viku. Þennan
dag kom Séra Óskar Ingi Óskars-
son sóknarprestur í heimsókn til
að taka á móti framlagi barnanna
til verkefnisins „Jól í skókassa.“ Er
þetta í annað sinn sem börnin taka
þátt í þessu verkefni. Þau komu
með að heiman það sem til þurfti
í kassana. Fengu þau líka góða að-
stoð frá fleirum en foreldrum sín-
um sem þau vilja líka þakka kær-
lega fyrir. Verslunin Blómsturvell-
ir safnaði skókössum fyrir þau, Þín
verslun Kassinn gaf þeim jólapapp-
ír, Ari Bjarnason tannlæknir út-
vegaði þeim tannbursta og tann-
krem frá O.Johnson og Kaaber og
Landsbankinn í Snæfellsbæ veitti
þeim peningastyrk fyrir kostnaði
sem af verkefninu hlýst.
Nemendur gáfu sér svo góðan
tíma til að útbúa kassana. Vönd-
uðu sig mikið og spunnust oft um-
ræður um hvað ætti að fara í hvern
kassa og af hverju. Þetta árið út-
bjuggu börnin 45 kassa og afhentu
nemendur í 4. bekk Óskari þá fyrir
hönd allra nemenda í 1. til 4. bekk
stolt og glöð. „Jól í skókassa“ geng-
ur út á að fá börn og fullorðna til
að gleðja börn sem lifa við fátækt,
sjúkdóma og erfiðleika með því
að gefa þeim jólagjafir. Til þess
að börnin fái sem líkastar gjafir er
mælst til þess að allt sé sett í skó-
kassa og mælst til þess að ákveð-
inir hlutir séu í hverjum kassa.
Það er hópur ungs fólks á vegum
KFUM og KFUK sem hefur stað-
ið að verkefninu á Íslandi frá árinu
2004. Starfsfólk og nemendur 1. til
4. bekkjar eru ákveðin í að taka aft-
ur þátt í þessu fallega verkefni.
þa
Jól í skókassa er framlag yngstu
Snæfellinganna til hjálparstarfs
Engan sakaði þegar flutningabíll
með farm af trjábolum olli tjóni á
Hvalfjarðargöngum sl. miðviku-
dag. Bíllinn var með hærri farm en
löglegt er að flytja og rakst farmur-
inn upp í stálbita yfir syðri ganga-
munnanum. Nokkrir bolir rákust
upp í loft og hrundu síðan niður á
akbrautina. Þetta kemur fram á vef-
síðu Spalar, þar sem einnig er birt
myndband af atvikinu. Í frétt Spal-
ar segir að lögregla hafi verið kvödd
á vettvang og skýrsla tekin af öku-
manni. „Eignatjón í göngunum
er stórfellt og er í milljónum talið.
Trjábolirnir eyðilögðu meðal ann-
ars leiðslur og ljós í lofti, myndavél
og kapalstiga,“ segir meðal annars
í frétt Spalar. Marinó Tryggvason,
öryggisfulltrúi Spalar segir atvikið
eitt það alvarlegasta sem hann hafi
séð upptöku af í eftirlitskerfi gang-
anna. Umræddur flutningabíll var á
leið með trjáboli úr nytjaskógum á
Suðurlandi og á Grundartanga. Þar
eru bolirnir kurlaðir og kurlið notað
til brennslu í ofnum járnblendiverk-
smiðjunnar. grþ
Stórfellt eignatjón í Hvalfjarðargöngum
Á þessu skjáskoti úr myndbandi Spalar sést bíllinn rétt áður en trjábolirnir rákust
upp í stálbitann.