Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Page 8

Skessuhorn - 11.11.2015, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 20158 Sækir um end- urnýjun sam- starfssamnings RIF: Kára Viðarsson leik- ari og framkvæmdastjóri menningarhússins Frysti- klefans í Rifi hefur óskað eft- ir því við bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar að samstarfssamn- ingur Frystiklefans og Snæ- fellsbæjar verði endurnýjaður fyrir næsta ár. Slíkur samn- ingur var gerður fyrir 2015 og hljóðaði upp á 2,5 millj- ónir króna. Í samningnum skuldbatt Frystiklefinn sig til að vinna nýja sumarleik- sýningu og vinna ný leikverk sem byggja á sögum af svæð- inu undir Jökli. Frystiklef- inn hefur aukinheldur stað- ið fyrir ótal menningarvið- burðum á árinu, auk þess að sinna heimilisfólki og gestum á Dvalarheimilinu Jaðri með húslestrum og söng. Einn- ig hefur Frystiklefinn starf- að að verkefnum fyrir leik- skólana í Snæfellsbæ, boðið upp á dansnámskeið og ým- islegt fleira. Bæjarstjórn sam- þykkti á fundi sínum í síðustu viku að að vísa erindi Kára frystiklefastjóra til vinnslu fjárhagsáætlunar 2016. -mþh Aflaverðmæti í júlí 11,9 milljarðar LANDIÐ: Aflaverðmæti ís- lenskra skipa í júlí nam tæp- um 11,9 milljörðum króna sem er tæplega 2% aukn- ing samanborið við júlí 2014. Aflaverðmæti botnfisks nam 6,3 milljörðum og jókst um 14,4% samanborið við júlí 2014. Verðmæti uppsjávar- afla nam 3,8 milljörðum í júlí og dróst saman um tæp 27% sem skýrist að mestu af minni makrílafla og stórlækkaðs verðs á þeim fiski. Aflaverð- mæti flatfisks nam tæpum 1,3 milljarði í júlí samanborið við 468 milljónir í júlí 2014. Munar þar mestu um stór- aukinn grálúðuafla en afla- verðmæti grálúðu nam 1.154 milljónum í júlí. Verðmæti skel- og krabbadýra nam um 385 milljónum í júlí og stóð nokkurn veginn í stað á milli ára. Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá ágúst 2014 til júlí 2015 jókst um 9,9% miðað við sama tímabil ári fyrr. Verð- mæti afla upp úr sjó hefur aukist um 6,4% í botnfiski, 5,4% í flatfiski og 21,6% í uppsjávarafla. -mþh Listinn yfir sæðingarstöðva- hrúta er klár LANDIÐ: Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út lista yfir sæðingastöðvahrúta 2015 – 2016. Lista yfir hrút- ana og hvernig þeir skiptast á milli stöðva má nálgast á heimsíðu Rágjafamiðstöðvar- innar (rml.is). Frekari upplýs- ingar um hrútana verður svo að finna í Hrútaskrá, mest lesna blaði í sveitum lands- ins, sem væntanleg var í þess- ari viku. –mþh Fiskistofa auglýsir vegna sæbjúgna LANDIÐ: Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um eitt laust leyfi til veiða á sæbjúgum fisk- veiðiárið 2015/2016. Sækja skal um sæbjúgnaleyfi í UGGA, upp- lýsingagátt Fiskistofu og skulu fylgja með upplýsingar um veið- ar umsækjanda á sæbjúgum þrjú síðustu fiskveiðiár. Aðeins skip með leyfi til veiða í atvinnuskyni geta sótt um sæbjúgnaleyfi. Um- sóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2015. -mþh Kynntu rannsóknir á líffræðiráðstefnu STYKKISH: Náttúrustofa Vest- urlands kynnti hluta af rannsókn- um sínum á Líffræðiráðstefn- unni 2015 sem fram fór í Reykja- vík dagana 5.-7. nóvember. Um var að ræða fjölmenna yfirlitsráð- stefnu um íslenskar líffræðirann- sóknir. Að sögn Róberts Arnars Stefánssonar hjá Náttúrustofunni komu starfsmenn hennar að sex framlögum á ráðstefnunni, ýmist á eigin vegum eða í samvinnu við aðrar stofnanir. Kynntar voru nið- urstöður um aðgerðir gegn ágeng- um plöntum í Stykkishólmi, með sérstaka áherslu á niðurstöður til- raunar um áhrif aðgerða á alaska- lúpínu. Þá voru kynntar rann- sóknir á mikilvægi lífríkis sjáv- ar fyrir mink, áhrif tímasetningar varps æðarfugls á afránstíðni, áhrif síldardauða á botndýralíf í Kolg- rafafirði og tilraunaverkefni um burðarplastpokalaust sveitarfélag. –mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 31. október - 6. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 7 bátar. Heildarlöndun: 16.785 kg. Mestur afli: Ísak AK: 4.606 kg í fimm löndunum. Engar landanir á Arnarstapa í vikunni. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 345.653 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.373 kg í einni löndun. Ólafsvík 12 bátar. Heildarlöndun: 155.168 kg. Mestur afli: Glaður SH: 21.979 kg í fimm löndunum. Rif 11 bátar. Heildarlöndun: 275.177 kg. Mestur afli: Örvar SH: 74.498 kg í einni löndun. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 49.720 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 28.677 kg í fimm lönd- unum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Örvar SH – RIF: 74.498 kg. 3. nóvember. 2. Hringur SH – GRU: 65.373 kg. 4. nóvember. 3. Saxhamar SH – RIF: 59.611 kg. 5. nóvember. 4. Berglín GK – GRU: 58.221 kg. 5. nóvember. 5. Grundfirðingur SH – GRU: 49.305 kg. 31. október. mþh Philippe Ricart lista- og handverks- maður á Akranesi hlaut Skúlaverð- launin 2015 á sýningunni Hand- verk og hönnun sem fram fór í Ráð- húsi Reykjavíkur um liðna helgi. Skúlaverðlaunin hlaut Philippe fyr- ir handofin teppi úr íslenskri ull. Teppin eru ofin með salunsvefn- aði og vaðmálsáferð, bæði fléttað og víxlað vaðmál. Teppin þykja ein- staklega falleg og vönduð og eru að öllu leyti handgerð. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem var frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Philippe er einn af fremstu og fjölhæfustu listhandverksmönn- um þjóðarinnar í dag. Hann vinn- ur mest úr íslensku hráefni og not- ar t.d. íslenska ull. Hann vinnur auk þess töluvert í íslenskan við, bæði lerki og birki. Philippe er fæddur í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í áratugi. Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Almar Guðmundsson framkvæmda- stjóri sem afhenti verðlaunin. Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var haldin dag- ana 5.-9. nóvember og voru þátt- takendur 58 talsins. Þeir sem vald- ir voru til þátttöku í sýningunni nú í nóvember gátu tilkynnt til Hand- verks og hönnunar nýja vöru í verð- launasamkeppni um besta nýja hlut- inn. Skilyrðin voru að hlutirnir máttu hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Tæplega tuttugu tillög- ur bárust og faglega valnefnd skip- uðu Elín Bríta Sigvaldadóttir vöru- hönnuður og Helga Pálína Brynj- ólfsdóttir textílhönnuður. mm Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015 Philippe Ricart fær hér afhent Skúlaverðlaunin 2015. Með honum á myndinni er Almar Guðmundsson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Ljósm. Guðmundur Ingólfsson. Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015 fyrir handofin teppi úr íslenskri ull. Um síðustu helgi voru sjálfboðalið- ar björgunarsveita vítt og breitt um landið á ferðinni og seldu Neyðar- kall björgunarsveitanna. Var þetta tíunda árið sem farið er í slíka fjár- öflun og er hún nú orðin ein af mik- ilvægustu stoðum undir starf björg- unarsveita landsins. Neyðarkall björgunarsveita í ár er úr bílaflokki björgunarsveitar. Mikið mæddi á bílaflokkum sveita síðasta vetur og þá sérstaklega þeim er búa við fjall- vegi og heiðar sem teppast fljótt þegar snjóar. Nokkrar slíkar björg- unarsveitir eru einmitt hér á Vest- urlandi enda fjölfarnar heiðar sem og fáfarnir fjallvegir á Vesturlandi. Margar þessara björgunarsveita eru litlar og tiltölulega fáir einstakling- ar sem sinna útköllunum og því mikið álag á þeim. mm Seldu Neyðarkall björgunar- sveitanna um síðustu helgi Meðal annars var Neyðarkallasala við Smiðjuvelli á Akranesi. Frá vinstri: Helena Rut Pujari Káradóttir og björgunarsveitarmennirnir Júlíus Már Þórarinsson og Björn Guðmundsson. Ljósm. ki. Eftir sölu á Neyðarkalli björgun- arsveita um liðna helgi hafa bor- ist ábendingar til Landsbjarg- ar þess efnis að á einstaka kalli er drifskaftið sem karlinn held- ur á ekki nógu vel límt og getur losnað við lítið átak. „Slysavarna- félagið Landbjörg hvetur styrkt- araðila sína til þess að gæta þess að litlir fingur leiki sér ekki með Neyðarkallinn enda er hann ekki seldur sem leikfang heldur lykla- kippa. Komi til þess að Neyðar- kallinn missi drifskaftið geta eig- endur hans haft samband við skrif- stofu félagsins og fengið nýjan í skiptum fyrir þann sem missti.“ mm Neyðarkallinn getur misst drifskaftið

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.