Skessuhorn - 11.11.2015, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201512
Félagsmálaráðherra hefur sett
nýja reglugerð sem kveður á um
aðgerðir gegn einelti, kynferðis-
legri áreitni, kynbundinni áreitni
og ofbeldi á vinnustöðum. Öll-
um vinnustöðum verður nú skylt
að gera áætlun um aðgerðir til að
sporna við þessum þáttum og um
viðbrögð ef á reynir. „Samkvæmt
lögum um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum er öllum
vinnustöðum skylt að gera áhættu-
mat með því að greina hugsan-
lega áhættuþætti sem ógna öryggi.
Í nýju reglugerðinni er með skýr-
um hætti kveðið á um að við gerð
áhættumatsins skuli meðal annars
greina áhættuþætti eineltis, áreitni
og ofbeldis á vinnustað, líkt og til-
tekið er í reglugerðinni, þar sem
tekið skuli tillit til andlegra og
félagslegra þátta, svo sem aldurs
starfsmanna, kynjahlutfalls, ólíks
menningarlegs bakgrunns starfs-
fólks, skipulags vinnutíma, vinnu-
álags og fleira. Áhættumatinu er
þannig ætlað að taka mið af að-
stæðum á hverjum stað,“ segir í til-
kynningu frá ráðueytinu.
mm
Setti reglugerð um
einelti, áreitni og
ofbeldi á vinnustöðum
Síðustu tvö sumur hefur orðið vart við
fjöldadauða meðal fugla í æðarvarp-
inu í Rifi. Í maí og júní 2014 fundust
53 æðarkollur og sjö blikar dauð eða
deyjandi. Á sama tíma í ár fundust svo
31 æðarkolla og sjö blikar. Þessi mikli
dauði hefur leitt til fækkunar hreiðra
í varpinu. Á árabilinu 2013 – 2015
fækkaði þeim um 66 hreiður eða um
13 %. Eldri árgangar merktra fugla
í æðarvarpinu sem voru frá 1993 -
2002 hurfu að mestu úr endurheimt-
um 2014-2015. Þetta gerðist þó vit-
að væri að eldri fuglar á þessum aldri
séu ekki líklegri að drepast heldur en
yngri árgangar. Það bendir til þess
að óeðlileg afföll hafi komið upp hjá
þessum fuglum.
Dauðir fuglar
rannsakaðir
Líffræðingar vita ekki hvað olli þess-
um dauða meðal fullorðins æðarfugls
í Rifi. „Í júní 2014 voru fjögur hræ
send til krufninga á Keldur að beiðni
Matvælastofnunar. Önnur fimm voru
svo send á vegum Háskóla Íslands til
National Wildlife Health Center í
Madison í Bandaríkjunum. Í krufn-
ingum beggja aðila fundust merki
um bráðar vefjabreytingar og vökva-
söfnun í brjóst- og kviðarholi. Ekk-
ert fannst sem gaf til kynna ákveð-
inn sjúkdómsvald. Þyngd hræjanna
gaf ekki til kynna að sjúkdómsvald-
urinn legðist frekar á horaða einstak-
linga heldur en þá holdugri. Flest-
ir einstaklingarnir vógu 1500 - 2000
grömm,“ segir dr. Jón Einar Jónsson
forstöðumaður Rannsóknarseturs Ís-
lands á Snæfellsnesi.
Alvarlegt mál
Jón Einar segir að tilgátur um or-
sakir æðarfugladauðans beinist nú
einkum að því hvort að orsakirnar
megi finna í tjörnunum í Rifi en æð-
arvarpið er á hólmum í þeim. Vís-
bending um þetta er að blikar voru
einungis 14 af 98 fuglum (14%) sem
fundust dauðir. Blikarnir eru í miklu
minna mæli á tjörnunum heldur en
kollurnar. Þó vekur furðu að aðrar
tegundir svo sem kríur, óðinshanar,
stokkendur, skúfendur, og fleiri virð-
ast ekki drepast á tjörnunum við Rif.
„Það eru heldur engar vísbending-
ar um álíka dauðsföll hjá æðarfugli
í öðrum breiðfirskum æðarvörpum.
Starfsmenn okkar fóru um sjö æð-
arvörp í vor og eru í sambandi við
fólk sem fer í dúnleitir. Enginn varð
var við neitt óvenjulegt. Næsta varp
við varpið í Rifi er við Akurtraðir í
Grundarfirði. Á fundi Æðarræktar-
félags Snæfellinga í síðustu viku var
þessi fugladauði í Rifi til umræðu en
allt virtist með felldu á Akurtröð-
um hvað þetta varðar. Líkamsstaða
fuglana við dauða og vefjabreyting-
ar bendir til þess að hér sé á ferð-
inni bráðdrepandi sjúkdómsvaldur.
Menn eru viðbúnir þriðja sumrinu
með þessum hætti 2016 og við mun-
um rannsaka þetta enn frekar. Það
er augljóst að hér er eitthvað á seyði
sem ber að taka alvarlega,“ segir Jón
Einar. mþh
Dularfullur æðarkolludauði í Rifi
Heilbrigður æðarfugl í fjöru á Snæfellsnesi. Fátítt er að fullorðinn æðarfugl
drepist í stórum stíl í varpi.
Dr. Jón Einar Jónsson flutti í síðustu viku erindi um æðardauðann í Rifi á Líf-
fræðiráðstefnunni í Háskóla Íslands.
Síðastliðin laugardag efndu starfs-
menn Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands til svokallaðs Hittings í til-
efni fimm ára afmælis stofnunar-
innar. Komið var saman í Hjálma-
kletti í Borgarnesi. Að sögn Guð-
jóns Brjánssonar forstjóra voru þetta
starfsmenn af öllum átta starfsstöðv-
um stofnunarinnar, alls meira en 160
manns. Í upphafi ávarpaði Kolfinna
Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgar-
byggðar gestina og síðan var snædd-
ur saman kvöldverður. Guðjón S.
Brjánsson forstjóri rakti aðdraganda
og sögu sameiningar heilbrigðis-
stofnana á Vesturlandi og þakkaði
starfshópi sem vann að undirbún-
ingi samkomunnar fyrir vel skipu-
lagt verkefni. Fjölbreytt dagskrá var
að hætti starfsmanna af öllu svæðinu.
Þá voru starfsmenn með 25 – 40 ára
samfelldan starfsaldur í heilbrigðis-
þjónustu í umdæminu heiðraðir en
þeir eru 79 talsins, þar af eru þrettán
starfsmenn HVE sem unnið hafa í 40
ár eða lengur. mm/ Ljósm. þb.
Starfsfólk HVE átti hitting í Borgarnesi
Hluti starfsmanna HVE sem fékk viðurkenningu fyrir tryggð og hollustu við stofnunina í 30 ár eða lengur.
Hluti hópsins sem á að baki 40 ára starfsaldur eða meira. F.v. Bára Garðarsdóttir
og Elísabet Bjarnadóttir frá Hvammstanga en þær hafa starfað lengst allra
eða í rúm 49 ár; Skagakonurnar Jóna María Örlaugsdóttir, Jónsína Ólafsdóttir,
Kristjana Kristjánsdóttir, Ólöf Hannesdóttir og Svanhildur Pálsdóttir, Ólafsvík. Á
myndina vantar Skagakonurnar Guðfinnu Magnúsdóttur, Hrefnu Grétarsdóttur,
Ingibjörgu Guðjónsdóttur, Ríkey Andrésdóttur og Þórönnu Halldórsdóttur en þær
hafa allar náð þessum sama áfanga.
Undirbúningshópur starfsmanna frá öllum starfsstöðvum kom að verkefninu
á laugardag. F.v. Guðmundur Haukur Sigurðsson Hvammstanga en hann var
veislustjóri; Guðmunda Wiium Ólafsvík; Jóhann Björn Arngrímsson Hólmavík;
Kristín G. Ólafsdóttir Búðardal; Þórný Alda Baldursdóttir Stykkishólmi; Ásgeir
Sæmundsson Borgarnesi; Sigurður Már Sigmarsson Akranesi og Ásthildur Erlings-
dóttir Grundarfirði.
Sönghópurrinn Blær frá Stykkishólmi sem að mestu leyti er skipaður starfs-
mönnum HVE söng í hófinu á laugardaginn.