Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Síða 29

Skessuhorn - 11.11.2015, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 29 Hún segist hafa byrjað að semja lög fyrir fimm árum þegar hún byrjaði að spila á gítarinn. „Ég spilaði aldrei á neitt hljóðfæri en þegar ég byrjaði var ég allt í einu komin með eitthvað verkfæri í hendurnar til þess að semja lög. Ég hafði ekki einu sinni velt því fyrir mér að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En svo fóru lögin ein- hvern veginn bara að flæða,“ seg- ir Soffía. Myndbandinu leikstýrt í gegnum Skype Myndband við lagið Back & Back Again var frumsýnt síðasta mið- vikudag. Því var leikstýrt af Snorra Sturlusyni. Hann starfar í Banda- ríkjunum fyrst og fremst, er bú- settur í Brooklyn-hverfi í New York og gat ekki verið viðstaddur tökur. Hópurinn dó ekki ráðalaus, setti upp tölvu og hátalara í mynd- verinu og Snorri leikstýrði hand- an í gegnum Skype. „Svona lagað hefur örugglega verið gert áður án þess að ég viti til þess en þetta var í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona ferli. Þetta gekk ótrúlega vel og það var eins og hann hefði verið á settinu. Þetta var allt mjög eðli- legt,“ segir Soffía.“ Aðspurð um framtíðina segir Soffía að á næstu mánuðum muni hún vinna við áðurnefnda sóló- plötu sem áætlað er að komi út næsta sumar. „Svo kemur fram- haldið bara í ljós,“ segir hin unga söngkona að endingu. kgk RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Rafvirki í Stykkishólmi Starfssvið Eftirlit Hnitamælingar Samskipti við viðskiptavini Spennugæðamælingar Verkundirbúningur Nánari upplýsingar veita Björn Sverrisson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Vesturlandi og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember n.k. og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. Hæfniskröfur Sveinspróf í rafvirkjun Þekking og reynsla af háspennukerfum er kostur Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja á rekstrarsvið fyrirtækisins með aðsetur í Stykkishólmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hér er um ölbreytt starf að ræða við dreifikerfi fyrirtækisins. Rekstrarsvið ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi á dreifikerfi RARIK. Meginverkefni sviðsins eru hönnun, nýframkvæmdir, breytingar, viðhald og rekstur dreifikerfis fyrirtækisins. Félagsmálaráðherra hefur sett reglu- gerð sem kveður á um 20% hækkun uppbóta og styrkja til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Gildis- tími reglugerðarinnar er afturvirkur frá 1. nóvember síðastliðnum. Fjár- hæðir uppbóta og styrkja vegna bif- reiðakaupa samkvæmt reglugerð voru síðast hækkaðar í byrjun árs 2009 en höfðu þá verið óbreyttar til langs tíma. Þar sem kaupverð bif- reiða hefur hækkað mjög á síðustu árum er frekari hækkun þessara fjár- hæða orðin tímabær og til þess fall- in að auðvelda þeim bifreiðakaup sem mest þurfa á að halda. Uppbæt- ur vegna kaupa á bifreiðum er heim- ilt að greiða elli- og örorkulífeyris- þegum og örorkustyrkþegum vegna kaupa á bifreið sem nauðsynleg er vegna hreyfihömlunar. Eins er heim- ilt að veita uppbót vegna hreyfihaml- aðra barna sem njóta umönnunar- greiðslna. Samkvæmt reglugerðar- breytingunni hækka uppbætur til þeirra sem uppfylla skilyrði reglu- gerðarinnar úr 300.000 kr. í 360.000 kr. og uppbætur til þeirrra sem eru að kaupa bifreið í fyrsta sinn hækka úr 600.000 kr. í 720.000 kr. Heimilt er að veita hreyfihöml- uðum einstaklingum styrk til kaupa á bifreið til eigin nota að uppfyllt- um tilteknum skilyrðum og einn- ig er heimilt að veita styrk þeim sem bera ábyrð á framfærslu hreyfihaml- aðra barna sem njóta umönnunar- greiðslna, s.s. vegna aksturs í reglu- bundna þjálfun, meðferð eða í skóla. Þessir styrkir hækka úr 1.200.000 kr. í 1.440.000 kr. Samkvæmt reglugerðinni er í sér- stökum tilfellum heimilt að veita styrk vegna mikið fatlaðra barna yngri en tíu ára ef barnið sem í hlut á þarf sannarlega sambærilega bif- reið og fullorðinn einstaklingur í sambærilegri aðstöðu. Með þessu ákvæði, sem er nýmæli í reglugerð- inni, er verið að staðfesta fram- kvæmd Tryggingastofnunar á veit- ingu styrkja í kjölfar úrskurða frá úr- skurðarnefnd almannatrygginga. mm Hækkun styrkja til hreyfi- hamlaðra vegna bifreiðakaupa Nýverið sendi Soffía Björg Óðins- dóttir, tónlistarkona frá Einarsnesi í Borgarfirði, frá sér lagið Back & Back Again, hið fyrsta af væntan- legri sólóplötu. „Þetta lag er for- smekkurinn þess sem koma skal af plötu sem kemur út næsta sumar,“ segir Soffía í samtali við Skessu- horn. „Ég var reyndar búin að taka upp heila plötu í fyrra, hljóðblanda og allt en svo ákvað ég að mig lang- aði að gera þetta öðruvísi. Þannig að platan verði meira í takt við lif- andi flutning með bandi. Kraft- meiri og hrárri þar sem það á við. Ég var ekki alveg sannfærð,“ bæt- ir hún við. Úr varð að Soffía setti gömlu plötuna á ís og hóf upptök- ur að nýju. „Ég á allar gömlu upp- tökurnar þannig að þetta er ekki töpuð vinna. Ég mun nota eitt- hvað af gömlu lögunum en ég ætla að taka þau upp aftur.“ Soffía er lagahöfundur, söng- kona og gítarleikari með BA gráðu í almennum tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur á síðustu árum getið sér gott orð sem meðlimur hljómsveitarinnar Brother Grass, sem sent hefur frá sér tvær plötur. Enn fremur hefur hún samið tónlist við kórverk fyrir Dómkórinn í Reykjavík, dansverk auk stuttmyndatónlistar og sungið bakraddir á tónleikum fyrir Emil- íönu Torrini, Boogie Trouble og KK. Hópurinn sem vann að upptöku myndbandsins við lagið Back & Back Again. Leik- stjórann Snorra Sturluson má sjá á tölvuskjá fyrir framan hópinn. Hann leikstýrði frá New York í gegnum Skype. Soffía Björg sendir frá sér fyrsta lagið af væntanlegri sólóplötu Soffía Björg Óðinsdóttir, tónlistarkona frá Einarsnesi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.