Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Page 36

Skessuhorn - 11.11.2015, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201536 Þessa dagana er Þorleifur Geirsson í Borgarnesi að gefa út sitt árlega Borg- arnes dagatal. Þetta er í sjötta skipti sem hann gefur það út. Dagatalið prýða 13 myndir úr Borgarnesi ásamt blaði með skýringartexta. Skoða má myndirnar og fá upplýsingar með því að smella á slóðina: www.hvitatravel. is/dagatal mm Borgarnes dagatalið að koma út Þessi kyrrláta vetrarmynd prýðir janúarmánuð á dagatalinu. Skömmu fyrir síðustu mánaða- mót fékk Leikskólinn Andabær á Hvanneyri afhentan Grænfánann í sjötta skipti. Grænfáninn er alþjóð- legt verkefni og hér á landi er það á vegum Landverndar. Verkefninu er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Til að fá nýjan fána þarf viðkomandi skóli að sýna fram á gott starf í þágu umhverfisins og felst það m.a. í því að skólinn setur sér ný markmið er tengjast umhverismálum á tveggja ára fresti. Nú er leikskólinn Anda- bær búinn að uppfylla 21 markmið og börn og starfsfólk í Andabæ vinna að því þessa dagana að finna fleiri markmið til þess að uppfylla á næstu tveimur árum. Í tilefnin þess að leikskólanum var afhentur fáninn í sjötta sinn var foreldrum barna í Andabæ, íbúum á Hvanneyri og nágrenni og börn- um og kennurum úr Hvanneyrar- deild GBF boðið í heimsókn til þess að vera viðstödd afhendinguna og þiggja léttar veitingar að henni lok- inni. -fréttatilkynning Fjórir elstu drengir leikskólans tóku á móti Grænfánanum í Andabæ. Leikskólinn Andabær fær Grænfánann í sjötta sinn Skagasveitin góðkunna Dúmbó og Steini blés til stórdansleiks á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Í aðdrag- anda dansleiksins var árgöngum 1942-53 á Akranesi sérstaklega boðnir miðar til kaups og voru viðtökur framar vonum. Meiri- hluti gesta var því innan þessa aldursbils og höfðu gárungarnir á orði að óvenjulegt væri að hafa aldurstakmark á dansleik 62 ár. Gestir voru því að stórum hluta þeir sömu og fjölmenntu á dans- leiki hjá Dúmbó og Steina á Hót- el Akranesi, rekstrarsjón á Rein, ball í Glaumbæ og svo á sveita- böllin í félagsheimilunum út um allt hérað. Meðfylgjandi mynd- ir tóku liðsmenn Myndsmiðjunn- ar á Akranesi á dansleiknum. Til að fanga rétta tíðarandann eru þær með vilja hafðar í sauðalitunum. mm Fjörið engu minna en fyrir hálfri öld

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.