Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Qupperneq 44

Skessuhorn - 11.11.2015, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201544 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is Pennagrein - - - - Daglegar ferðir frá Akranesi - Reykjavík Reykjavík - Akranes Pennagrein Fiskþurrkun HB Granda á Akranesi hefur verið mikið til umræðu hér á þessu ári. Ástæðan er sú að HB Grandi hefur óskað eftir því að deiliskipulagi á Breiðarsvæði verði breytt þannig að fyrirtækið geti byggt nýtt hús fyr- ir fiskþurrkun og jafnframt óskað eftir því að afköst starfseminnar verði aukin í 600 tonn á viku úr 170 tonnum. Ég hef blandað mér í þessa umræðu með nokkuð áberandi hætti vegna þess að mér líst illa á þessi áform HB Granda. Í mínum huga hefur umræðan snú- ist um tvö mál: Núverandi starfsemi fiskþurrkunar HB Granda og mengun frá henni. Áform HB Granda um að byggja nýtt hús fyrir starfsemina og auka afköstin. Á árinu hefur umræðan þróast á þann veg að nú virðast flestir sem tjá sig um það sem ég kalla mál A, vera sammála því að núverandi ástand sé óviðunandi. Ég geri því ráð fyrir að HB Grandi loki fiskþurrkun sinni 1. febrúar á næsta ári þegar starfsleyfi fyritækisins rennur út, enda erfitt að sjá fyrir sér að starfsleyfið verði fram- lengt, m.a. vegna þess að húsið við Vesturgötu þar sem eftirþurrkunin fer fram er ónýtt, svo vitnað sé í orð Vil- hjálms forstjóra HB Granda í Kast- ljósi RUV fyrir stuttu. Enn fremur má færa gild rök fyrir því að fyrirtæk- ið uppfylli ekki öll skilyrði sem því eru sett í starfsleyfinu. Eftir stendur því mál B. Um það mál eru mjög skiptar skoðanir. Þeir sem eru sammála því að deiliskipu- laginu verði breytt þannig að áform HB Granda geti orðið að veruleika, halda því fram að lyktarmengun frá fiskþurrkuninni í nýju húsi verði lítil sem engin og því ekkert að óttast fyrir þá íbúa á Akranesi sem þola illa ólykt frá svona starfsemi. Rök þeirra minna stundum óþægilega mikið á þau rök sem notuð voru þegar ákveðið var að Laugafiskur fengi að koma á Akranes með fiskþurrkun sína árið 2003. Þá sögðu menn m.a. að nú væri komin ný tækni til að eyða lykt svo ekkert væri að óttast. Reynslan hefur sýnt annað. Svo eru það hinir sem telja að lyktar- mengun verði áfram af fiskþurrkun- inni þrátt fyrir nýtt og betra hús. Ég tilheyri þeim hópi fólks sem vill ekki hafa fiskþurrkun í nágrenni við íbúabyggð. Ástæður mínar fyrir því eru eftirfarandi: Það mun alltaf vera lykt/ólykt frá fiskþurrkun. Það kemur skýrt fram í skýrslu VSÓ um fiskþurrkun sem kynnt var á íbúafundi sem haldinn var í Tónbergi 28. maí s.l. Ég tel að fiskþurrkun á Breiðinni muni skerða lífsgæði fólks sem býr í nágrenninu. Ég tel að fiskþurrkun muni hafa neikvæð áhrif á Neðri-Skagann, þ.m.t. Akratorg, Breiðina og Sementsreit- inn. Ef áform HB Granda um stækkun fiskþurrkunarinnar verður samþykkt þá verður hér starfrækt fiskþurrkun um ófyrirsjáanlega framtíð. Að mínu mati eru kostirnir í þessu máli tveir: Ósk HB Granda um breytingu á deiliskipulaginu verður samþykkt. Á Akranesi verður ekki fiskþurrkun áfram í grennd við íbúabyggð. Ég vona að kostur 2 verði niður- staðan þegar þetta mál hefur verið af- greitt. Ég hef ekki heyrt neinn halda því fram að starfsemin verði lyktarlaus þótt hún verði komin í nýtt og betra hús. Þeir sem segja að þetta verði í lagi hafa alltaf einhverja fyrirvara eins og t.d: „Draga mun úr lykt“. Í skýrslu VSÓ sem ég nefni hér að ofan seg- ir m.a. á bls. 4: „Lyktarmál geta ver- ið snúin m.a. vegna þess hversu mis- munandi smekkur og þol fólks er fyr- ir lykt. Lyktarskyn fólks er mismun- andi og einnig er nefið mjög misnæmt fyrir lykt.“ „Í ákveðnum vindáttum og jafnvel í logni getur lykt sem að öllu jafnan veldur ekki óþægindum orðið óbærileg.“ Á bls. 5 segir m.a: „Reynsl- an sýnir að þegar ein lyktaruppspretta er fjarlægð vilja koma fram aðrar upp- sprettur af lykt sem ekki fundust áður þar sem lyktin var sterkari af þeirri sem er fjarlægð.“ Eru menn tilbúnir að taka þessa áhættu? Það er deilt um fiskþurrkun víðar en á Akranesi. T.d. hefur lengi verið deilt um fiskþurrkun Lýsis hf í Þorláks- höfn. Nú sér fyrir endann á þeim deil- um því Lýsi hf hef- ur ákveðið að hætta starfsemi fiskþurrk- unar sinnar i Þor- lákshöfn og finna henni annan stað fjarri íbúabyggð. Frá þessu var sagt í Hafnarfréttum þ. 1. júlí. Í frétt Hafnarfrétta kemur einn- ig fram að Lýsi hf hafi á liðnum árum eytt tugum milljóna í mengunarvarn- arbúnað án tilætlaðs árangurs. Senn kemur að því að bæjarstjórn Akraneskaupstaðar afgreiðir ósk HB Granda um breytingu á deiliskipu- lagi á Breiðarsvæðinu. Þá verða bæj- arfulltrúar að hafa í huga að ef óskin verður samþykkt þá verður ekki aft- ur snúið. Ég hvet bæjarfulltrúa til að taka ákvörðun sem byggð er á ítar- legum upplýsingum, reynslu, fram- sýni og á málefnanlegum grunni. Það þarf að ræða málið vel og forðast að láta hræðsluáróður sem stundum hef- ur heyrst í umræðunni hafa áhrif á ákvarðanatöku. Hörður Ó. Helgason. Enn um fiskþurrkun á Akranesi Á dögunum mælti fjármálaráðherra fyrir fjáraukalögum. Sá hann sér- staka ástæðu til að staldra við vetrar- þjónustukostnað Vegagerðarinnar og klykkti út með: „Þar vísa ég til þess að í vetrarþjónustu, eins og annars stað- ar í stofnanakerfinu, er ekki hægt að útiloka að menn þurfi að aðlaga þjón- ustustigið að þeim veruleika sem mönnum er búinn við fjárlagagerðina. Það er hinn kaldi veruleiki svo margra stofnana í ríkiskerfinu og hlýtur að eiga við í Vegagerðinni.“ Fyrst að veðrið tekur ekki meira mið af fjárlagagerðinni þá skal sem sagt ekki moka þegar snjóar né hálku- verja þegar frýs. Breyttur veruleiki í dreifbýli Á undanförnum árum hefur margt breyst sem kallar á aukna umferð að vetrarlagi. Gífurlegir fiskflutning- ar sem krefjast t.d. afhendingar á við- kvæmri vöru á réttum stað og réttum tíma þarfnast öruggrar samgangna. Margs konar hagræðing og samdrátt- ur hefur leitt til þess að íbúar sækja vinnu, menntun, heilbrigðisþjónustu og alls konar hluti milli byggðalaga á hverjum einasta degi allt árið um kring og til þess að svo megi vera þurfa veg- ir að vera opnir og greiðfærir. Þá er ónefndur skólaakstur með grunnskóla og leikskólabörn en allir sjá hve mik- ilvægt er að öryggissjónarmiða sé þar gætt. Stóraukin ferðamannastraumur, innlendra sem erlendra ferðamanna, sem með jákvæðum hætti er einnig að teygja sig inn á veturinn kallar á bætta þjónustu. Gamaldags vegir á hægu undanhaldi Holóttir og hálfófærir malarvegir eru ekki eknir nema af þeim sem nauðsyn- lega þurfa, þá þarf síður að hálkuverja og ökuhraði er af sjálfsdáðum hæg- ur þar sem vegirnir eru illkeyrandi. Þó þetta sé enn þá veruleikin víða um land hafa þó helstu samgönguæðar verið lagðar bundnu slitlagi og við það vex umferðin gríðarlega, hraði eykst og þörf fyrir hálkueyðingu stóreykst. Nýir vegir, vegakerfið lengist Þá verður ekki horft framhjá því að vegakerfið lengist og merkilegt nokk þá þarf að þjónusta nýju vegina. Þverár- fjallsvegur t.d. er að hluta fjallvegur, um 40 km langur. Til að þjónusta hann eru þá eknir 80 km miðað við að þjónustuaðilinn búi ekki við báða enda hans. Vatnsskarðinu var ekki lokað af þessu tilefni og því er komin til sögunnar aukin þörf fyr- ir þjónustu. Þetta hefur gerst víða um land. Álag á þjónustuaðila Starfsmenn Vegagerðarinnar og þeir sem vinna á þeirra vegum við vetr- arþjónustu eru undir miklum þrýst- ingi og kröfum frá fyrirtækjum og al- menningi um að halda vegum opnm sama hvað á dynur. Þessir aðilar þurfa stuðning og fjármuni til að sinna sínu brýna starfi. Nútíma samfélag krefst þess að samgöngur séu greiðar. Ég er sann- færður um að þegar hæstvirtur fjár- málaráðherra veltir þessu fyrir sér þá sér hann að þarna þarf að bæta í en ekki skera niður. Hörður Ríkharðsson. Höf. er varaþingmaður Samfylking- arinnar Norðvesturkjördæmi. Vetrarþjónusta, fjármálaráðherra og veruleiki dagsins Við lok sýningar Vitans, félags áhugaljósmyndara á Akranesi, voru afhent verðlaun í Lukkuleik sem var í gangi á meðan sýningu stóð. Verðlaunin voru dregin út í lok sýn- ingar og hlaut Ása Valdimarsdóttir vinninginn, sem var mynd að eigin vali af sýningunni. Hún valdi glæsi- lega mynd eftir Inga Steinar Gunn- laugsson. Meðfylgjandi mynd sýn- ir Ásu taka við umræddri mynd frá Inga Steinari. Vitinn, félag áhuga- ljósmyndara, óskar Ásu innilega til hamingju og vill um leið þakka öll- um þeim sem lögðu leið sína á sýn- ingu félagsins og tóku þátt í leikn- um. Gestir á sýningunni voru um 500. gbh Dregið í lukkuleik Vitans

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.