Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Page 46

Skessuhorn - 11.11.2015, Page 46
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201546 „Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt?“ Spurning vikunnar (spurt í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri) Sigríður Þorvaldsdóttir: „Kindurnar og hestarnir.“ Hjalti Sigurðsson: „Kindur, kýr og hestar.“ Bryndís Karen Pálsdóttir: „Kindur og geitur.“ Eyþór Bragi Bragason: „Kindin, en ég hef nú samt gam- an af þeim öllum.“ Berit Hockauff „Kindurnar.“ Enn eru hæfileikarík ungmenni úr Snæfellsbæ á ferðinni. Dagana 28. október til 2. nóvember sl. fór fram Nevza blakmót U-17 karla í Ketter- ing á Englandi. Þar áttu Snæfellingar fulltrúa en Ívar Reynir Antonsson var valin í landsliðið í blaki U-17. Fóru 12 strákar frá Íslandi á mótið ásamt þjálfurum og sjúkraþjálfara. Á mótinu spiluðu þeir við lið frá Danmörku, Svíþjóð, Færeyju, Finn- landi, Englandi og Noreg. 8 af 12 strákum voru að spila sína fyrstu landsleiki. Geta strákarnir ver- ið stoltir af frammistöðu sinni þótt sigrarnir hafi ekki verið margir og eiga eftir að gera góða hluti. Ívar Reynir hefur æft blak með Víking/Reyni ásamt UMFG. Hann hefur þó keppt með Aftureld- ingu í Mosfellsbæ síðastliðið ár þar sem ekki hef- ur náðst í lið á heimaslóðum. þa Ívar Reynir í lands- liði U17 í blaki Síðdegis á föstudaginn endurnýj- uðu fulltrúar SamVest-samstarfs- ins í samning sinn um samstarf í frjálsum íþróttum. Undirritun fór fram samhliða samæfingu í frjáls- íþróttahöllinni í Kaplakrika, þar sem iðkendur frá SamVest, börn og ungmenni, voru mætt suður á sameiginlega frjálsíþróttaæfingu. Við sama tækifæri var ný heima- síða opnuð, www.samvest.is. SamVest varð til haustið 2012 þegar undirrituð var viljayfirlýs- ing sjö héraðssambanda á vest- anverðu landinu um samstarf um að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á samstarfssvæðinu. Svæðið nær allt frá Kjalarnesi yfir Vesturlandið allt til sunnanverðra Vestfjarða og Stranda. „Reynsla síðastliðinna þriggja ára hefur verið mjög góð og samstarfið hef- ur vaxið og þroskast. Ýmsir við- burðir eru haldnir, sameiginleg- ar æfingar bæði heima og á höf- uðborgarsvæðinu þar sem fengnir eru gestaþjálfarar frá stærri frjáls- íþróttadeildum félaga á höfuð- borgarsvæðinu. Þá er farið í æf- ingabúðir, haldið sumarmót og sameiginlegt lið SamVest hefur tekið þátt í bikarkeppnum FRÍ. Í mars síðastliðnum var gerður samningur við frjálsíþróttadeild FH um að SamVest fengi inni í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kapla- krika fyrir samæfingar sínar og að deildin sæi SamVest fyrir gesta- þjálfurum á þessum samæfingum, auk annars samstarfs. Samnings- undirritun sambandanna sjö þann 6. nóvember er til að framlengja þessu góða samstarfi til næstu þriggja ára í ljósi góðrar reynslu,“ segir í tilkynningu frá SamVest. Geta má þess að SamVest sam- starfið fékk hvatningarverðlaun UMFÍ á ársþingi félagsins í liðn- um mánuði. mm Samningur um SamVest samstarfið endurnýjaður Æfing var haldin sama dag þar sem um þrjátíu ungmenni mættu. Hluti af þeim hópi tók svo þátt í móti sem FH hélt laugardaginn 7. nóvember. Samstarfsaðilar sem mynda SamVest hópinn fagna áframhaldandi samstarfi. Kvennalið Grundarfjarðar í blaki tók á móti Íslandsmeisturum HK í íþróttahúsi Grundarfjarðar fimmtu- dagskvöldið 5. nóvember. Gestirnir voru töluvert sterkari í leiknum þó að lið heimamanna hafi sýnt góða spretti og þá sérstaklega í seinustu hrinunni. HK vann fyrstu hrinuna 25-12 og aðra hrinuna 25-16. Það var töluvert meiri spenna í þriðju hrinu en henni lauk með 25-22 sigri gestanna sem unnu því leikinn 3-0. Næsti leikur stelpnanna verður svo 14. nóvember þegar þær fá KA í heimsókn. tfk Íslandsmeistararnir reyndust ofjarlar Laugardaginn 14. nóvember næst- komandi fer Árgangamót ÍA fram í Akraneshöllinni í fimmta sinn. Að sögn aðstandenda mótsins hafa þátttakendur aldrei verið fleiri, en ríflega 200 karlar og konur hafa skráð sig til leiks og munu sýna gamla takta á laugardaginn. Ár- gangamótið var fyrst haldið árið 2011 og féll strax í frjóan jarðveg. Mikil hefð hefur skapast í kringum mótið og er nýr árgangur tekinn inn ár hvert. Að þessu sinni er það árgangur 1985 hjá körlunum. Eftir sem áður verður þátttaka í kvenna- flokki opin öllum. „Frá upphafi hefur gengið von- um framar að koma þessu móti á og strax frá fyrsta ári hefur það vakið mikla lukku. Það var mjög ánægjulegt árið 2013 þegar það var kvennariðill í fyrsta sinn og fjölg- ar kvennaliðum með hverju árinu. Það hefur verið sérstaklega gaman að sjá allt fólkið sem kemur í höll- ina til að fylgjast með og sérstak- lega hve margir foreldrar koma og kíkja á börnin, alveg eins og á krakkamótunum,“ segir Ingi Fann- ar Eiríksson sem sæti á í undirbún- ingsnefndinni. Uppskeruhátíð í fyrsta sinn Í tilefni afmælisársins verður blás- ið til mikillar veislu að móti loknu þar sem haldin verður uppskeruhá- tíð að Jaðarsbökkum sem nefnist Carnival Rejúníjon. „Veislustjóri verður Sólmundur Hólm, hljóm- sveitin Abbabbabb mun stíga á stokk í fyrsta sinn í mörg ár og hinn eini sanni Björn Jörundur mun svo slá botninn í kvöldið. Er því um til- valið tækifæri til að koma saman, hitta gamla vini, spila fótbolta og skemmta sér á Akranesi og um leið styrkja knattspyrnufélagið. Húsið opnar kl. 19:00 með Happy hour til kl. 20:00, þegar formleg dagskrá hefst. Formlegri dagskrá lýkur um miðnætti,“ segir Ingi Fannar. Þetta er nokkuð breytt fyrir- komulag frá því sem verið hefur. „Í samstarfi við knattspyrnufélagið ætlum við að reyna að víkka út við- burðinn. Síðan 2012 hefur herra- kvöld ÍA verið haldið sama dag en eftir að þátttaka kvenna fór að aukast höfum fundið fyrir þörf að halda sameiginlegan viðburð,“ segir hann. „Við sem stöndum að þessu erum sérstaklega spennt að halda lokahóf í fyrsta skipti og mjög bjartsýn á að þetta form sé komið til að vera. Við horfum til þess að þetta geti orðið einn af skemmti- legri viðburðum á Akranesi þar sem fólk kemur saman og á góðan dag,“ segir hann og bætir við að allir séu velkomnir á uppskeruhátíðina um kvöldið, þátttaka í árgangamótinu fyrr um daginn sé alls ekki skilyrði. „Við vonumst til að bæði keppend- ur og bæjarbúar fjölmenni því við lofum skemmtilegu hófi með góð- um mat og drykk,“ segir hann. En hverjir munu standa uppi sem sigurvegarar á árgangamóti ÍA 2015? „Tvö ár í röð hefur lið 1975+ staðið uppi sem sigurveg- ari í kvennaflokki og þær eru sigur- stranglegar í ár. Í karlaflokki verð- ur lið 1979 árgangsins hið fyrsta til að verja titilinn.,“ segir Ingi Fannar Eiríksson að lokum. kgk Árgangamót ÍA haldið í fimmta sinn á laugardaginn 1977 árgangurinn sendi lið til keppni í Árgangamóti ÍA í fyrra. Laugardaginn 7. nóvember tók Grundarfjörður á móti B liði ÍA í 3. deild karla í körfuknattleik í íþrótta- húsinu í Grundarfirði. Fjöldi áhorf- enda lagði leið sína á völlinn og studdi heimamenn ákaft. Heima- menn höfðu töluverða yfirburði í leiknum og fóru með góða forystu inn í hálfleikinn. Að lokum fór svo að heimamenn skoruðu 71 stig gegn 47 stigum gestanna frá Akranesi. Grundfirðingar eiga svo næst leik á Hvammstanga sunnudaginn 15. nóvember næstkomandi þegar þeir mæta heimamönnum í Kormáki. tfk Grundfirðingar sigruðu Vesturlandsslaginn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.