Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Side 47

Skessuhorn - 11.11.2015, Side 47
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 47 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Á miðvikudaginn fyrir sléttri viku tryggðu Íslandsmeistarar Snæfells í körfuknattleik kvenna sér 60-83 úti- sigur á Grindavík með góðum síð- ari hálfleik. Síðastliðinn föstudag tók liðið svo á móti Val í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Snæfell byrjaði leik- inn á föstudag af krafti og leikmönn- um Vals gekk illa að eiga við svæðis- vörn heimamanna. Íslandsmeistar- arnir höfðu tögl og hagldir og leiddu með 28 stigum í leikhléi, 44-16. Eft- ir leikhlé tóku leikmenn Snæfells upp þráðinn þar sem þær skildu hann eft- ir og héldu áfram að bæta við forskot sitt. Þegar lokaflautan gall var stað- an orðin 82-38 og stórsigur Snæfells staðreynd. Haiden Palmer skoraði 25 stig og tók átta fráköst í liði Snæfells. Gunn- hildur Gunnarsdóttir skoraði 14 stig og gaf fimm stoðsendingar og Re- bekka Rán Karlsdóttir skoraði 13 stig. Snæfell situr í 2. sæti deildarinn- ar með tíu stig eftir sex leiki. Í kvöld, miðvikudaginn 11. nóvember, tekur liðið á móti Hamri frá Hveragerði. kgk Góð vika hjá Íslands- meisturum Snæfells Íslandsmeistarar Snæfells unnu báða leikja sinna í vikunni. ÍA tók á móti KFÍ í 1. deild karla í körfuknattleik síðastliðinn föstu- dag. Skagamenn byrjuðu af krafti og höfðu yfirhöndina framan af fyrri hálfleik en gestirnir frá Ísafirði eltu. Leikmenn KFÍ náðu góðum spretti um miðjan annan leikhluta, stálu forskotinu og leiddu með einu stigi í hálfleik, 34-35. En Skagamenn höfðu engan hug á því að vera undir í leiknum. Þeir náðu forystunni aftur snemma í þriðja leikhluta með sterk- um varnarleik og góðum sóknarleik. Þeir höfðu lausnir við öllum aðgerð- um gestanna og unnu að lokum 13 stiga sigur, 77-64. Fannar Helgason var atkvæða- mestur í liði ÍA með 17 stig og 15 frá- köst. Næstir honum komu Sean Tate með 14 stig og fimm stoðsendingar og Ómar Örn Helgason með 14 stig. ÍA situr í 5. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina. Næst leika Skagamenn föstudag- inn 13. nóvember þegar þeir mæta Breiðabliki í Kópavoginum. kgk Skagamenn sigruðu á heimavelli MT: Skagamenn byrjuðu af krafti gegn KFÍ á föstudag og unnu að lokum 13 stiga sigur. Ljósm. jho. Skallagrímur heimsótti Þór norður á Akureyri í 1. deild karla í körfuknatt- leik föstudaginn 6. nóvember. Leik- urinn var jafn framan af fyrsta leik- hluta, leikmenn Skallagríms þó held- ur sterkari og höfðu sjö stiga forskot þegar annar leikhluti hófst. Um miðj- an annan fjórðunginn var hins vegar eins og heimamenn segðu hingað og ekki lengra! Þeir sneru leiknum sér í vil, höfðu 14 stiga forskot í leikhléi, 52-38 og juku forystuna jafnt og þétt allan síðari hálfleikinn. Þegar loka- flautan gall var munurinn orðinn 37 stig og Skallagrímsmenn urðu að játa sig sigraða með 103 stigum gegn 66. Sigtryggur Arnar Björnsson var at- kvæðamestur leikmanna Skallagríms með 21 stig og átta fráköst. Næstur honum kom J.R. Cadot með 14 stig og 15 fráköst. Eftir leikinn á föstudag er Skalla- grímur í 7. sæti deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Í næsta leik mæt- ir liðið Reyni Sandgerði í Fjósinu í Borgarnesi föstudaginn 13. nóvem- ber. kgk Skallagrímsmenn fengu skell fyrir norðan J.R. Cadot skilaði tvennu þegar Skalla- grímur tapaði stórt fyrir Þór Akureyri sl. föstudag. Ljósm. facebook-síða Skallagríms. Snæfellingar fengu topplið Keflvík- inga í heimsókn í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á fimmtu- dagskvöldið. Keflvíkingar náðu yf- irhöndinni strax í upphafi leiksins og leikmenn Snæfells fengu það hlutskipti að reyna að hanga í gest- unum. Í leikhléi munaði átta stig- um á liðunum, 48-56, Keflvíking- um í vil. Síðari hálfleikur hófst þar sem sá fyrri endaði en með þolin- mæðina að vopni tókst Snæfelling- um að saxa á forskot gestanna og komast yfir seint í lokaleikhlutan- um. Þeir héldu forskotinu hins veg- ar ekki lengi því Keflvíkingar skor- uðu ellefu stig á síðustu tveimur mínútunum og tryggðu sér sigur í leiknum, 87-96. Sherrod Wright var iðinn við ko- lann í liði Snæfells. Hann skoraði 39 stig og tók níu fráköst. Þá sko- raði Sigurður Þorvaldsson 15 stig og tók sex fráköst. Snæfellingar eru í 9. sæti deil- darinnar með fjögur stig eftir fimm leiki. Næst leika þeir fimmtudag- inn 12. nóvember næstkomandi þe- gar þeir mæta liðið Íslandsmeistu- rum KR í Vesturbænum. kgk Hart barist um frákast í leik Snæfells og Keflavíkur. Ljósm. sá. Snæfellingar þurftu að sætta sig við tap Undanfarnar vikur hefur Knatt- spyrnufélag ÍA endurýjað samninga við marga þeirra leikmanna sem léku með liðinu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu síðasta sumar. Arnar Már Guðjónsson framlengdi samn- ing sinn um tvö ár. Hann átti prýði- legt keppnistímabil með ÍA síðasta sumar, lék 19 leiki og skoraði fjög- ur mörk. Hann á að baki 259 leiki fyrir liðið og hefur skorað í þeim 52 mörk. Fyrirliðinn og reynslubolt- inn Ármann Smári Björnsson hefur verið lykilmaður undanfarin ár, lék til að mynda alla leiki liðsins síðasta sumar í hjarta varnarinnar. Hann hefur leikið með ÍA síðan hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2012. Ármann gerði eins árs samning og mun því leika með liðinu á næsta tímabili. Þá hefur hinn leikreyndi markmaður Páll Gísli Jónsson fram- lengt samning sinn um eitt ár. Hann á að baki 254 leiki fyrir ÍA á síðustu 15 árum. Auk þess hefur Andri Geir Alexandersson skrifað undir eins árs samning við uppeldisfélag sitt, en hann lék síðast með ÍA árið 2013. Fyrr í haust endurnýjaði félagið samninga sína við Hall Flosason, Gylfa Veigar Gylfason, sem báðir hafa leikið með félaginu undanfarin ár, sem og Tryggva Haraldsson sem steig sín fyrstu skref með meistara- flokki á undangengnu sumri. Enn fremur hefur ÍA gengið frá samn- ingum við nokkra unga og efnilega leikmenn félagsins, þá Hafþór Pét- ursson, Steinar Þorsteinsson, Árna Þór Árnason 18 ára og Arnór Sig- urðsson 16 ára. kgk ÍA semur við fjölda leikmanna Sitjandi f.v.: Gylfi Veigar Gylfason, Andri Geir Alexandersson, Gunnlaugur Jónsson þjálfari, Ármann Smári Björnsson, Hallur Flosason og Arnar Már Guðjónsson. Fyrir aftan hópinn standa Magnús Guðmundsson formaður KFÍA og Örn Gunnarsson stjórnarformaður. Skallagrímur tók á móti Fjölni í 1. deild kvenna í körfuknattleik síð- astliðinn laugardag. Leikmenn Skallagríms réðu ferðinni í leikn- um frá fyrstu mínútu og náðu af- gerandi tólf stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn orðinn 22 stig, 40-18, Skallagrími í vil. Síðari hálfleikur hófst þar sem sá fyrri endaði, leikmenn Skallagríms réðu lögum og lofum á vellinum og juku forskot sitt. Leikmenn Fjölnis hittu mjög illa úr skotum sínum allan leikinn, skotnýting liðsins var aðeins 17% og því eng- in furða að liðið hafi átt erfitt upp- dráttar. Skallagrímur vann að lok- um auðveldan 39 stiga sigur, 69-30 og trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina. Erikka Banks var atkvæðamest í liði Skallagríms með 27 stig og sex fráköst. Næst henni kom Sól- rún Sæmundsdóttir með 16 stig og 17 fráköst. kgk Skallagrímur með fullt hús stiga Erikka Banks skoraði 27 stig þegar Skallagrímur vann stórsigur á Fjölni. Ljósm. facebook-síða Skallagríms.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.