Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 19. árg. 27. janúar 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi “Hægt að sjá aftur og aftur og aftur” Guðmundur Andri Thorsson SK ES SU H O R N 2 01 6 Laugardaginn 13. febrúar kl. 20.00 Þorrahlaðborð sama kvöld hefst kl. 18:00 Laugardaginn 20. febrúar kl. 20:00 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Tökur á amerísku kappaksturs- og stórmyndinni Fast 8, sem er fram- hald á Fast and furious myndunum, munu að stórum hluta fara fram á Akranesi nú í vor. Umgjörðin verður Sementsreiturinn og bygg- ingar aflagðrar verksmiðjunnar, bryggjusvæðið við Akraneshöfn og nágrenni Krókalóns. Það er Uni- versal kvikmyndafyrirtækið sem framleiðir myndina en umboðsað- ili þeirra hér á landi er Truenorth. Gríðarlega fjölmennt lið tækni- og tökufólks mun fylgja verkefninu hingað til lands. Gert er ráð fyrir að um 80 bílar auk tækja og ann- ars búnaðar verði flutt til landsins og því gætu áhugasamir séð glitta í rennileg ökutæki meðan verkefnið stendur yfir. Undirbúningur hefst í marsmánuði og tekur 2-3 vikur en síðan er áætlað að tökur hefj- ist 4. apríl. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að mikil umsvif munu fylgja svona verkefni. ,,Það er mjög ánægjulegt að fyrirtækið Truenorth hefur sett sér það markmið að eiga sem mest viðskipti við heimafólk þegar ráð- ist er í svona verkefni. Verkefnið mun þannig hafa áhrif á veitinga- hús á Akranesi og ýmsa verslun og þjónustu,“ segir Regína. Akranes- kaupstaður mun leigja fyrirtæk- inu aðstöðu á meðan á undirbún- ingi og tökum stendur, meðal ann- ars skemmuna við Faxabraut og því fylgja einhverjar tekjur verk- efninu. Fulltrúar skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstað- ar hafa farið með fulltrúum True- north í gegnum ýmis tæknileg at- riði sem snúa að notkun á Sem- entsreitnum og á næstunni er von á leikstjóra myndarinnar til að taka svæðið endanlega út. Regína seg- ir að það megi búast við einhverri truflun á umferð meðan á tökum standi en unnið verði í nánu sam- starfi við lögreglu varðandi lokanir gatna og önnur öryggisatriði. mm Tökur á amerískri stór- mynd verða á Akranesi Myndirnar Fast and Furious hafa notið mikilla vinsælda, sú næsta verður átt- unda í röðinni. Þannig gæti næsta kynningarplakat fyrir myndina litið út. Samsett mynd Skessuhorn/þit. Hvalaskoðunarfyrirtækið Láki To- urs hefur verið að bjóða krökk- um úr Grunnskóla Grundarfjarð- ar í hvalaskoðun með bátnum Láka II. Það voru kátir krakkar úr 5. og 6. bekk sem voru að leggja frá bryggju þegar ljósmyndari Skessu- horns kíkti við í liðinni viku. Með í för voru þau Dagbjört Lína Krist- jánsdóttir umsjónarkennari og Sig- urður Gísli Guðjónsson skólastjóri. Allir skemmtu sér frábærlega þeg- ar risar hafsins létu á sér kræla á haffletinum. Til hægri á mynd- inni er baksvipurinn á Gísla Ólafs- syni skipper og framkvæmdastjóra. Á bls. 12-13 er rætt við Gísla um sitthvað sem snýr að ferðaþjónustu í landshlutanum. mm/ Ljósm. tfk Í hvalaskoðun með Láka Tours

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.