Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201616 Vesturland státar af öflugu íþróttalífi og á afreksfólk í fremstu röð í fjölmörgum greinum. Þegar nýja árið er gengið í garð og púðurlyktin óðum að hverfa úr loftinu er víða haft til siðs að íþróttafélög tilnefni þá íþrótta- menn sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári. Skessuhorni lék forvitni á að vita hvað íþróttafólk þyrfti að hafa til brunns að bera til að geta skarað fram úr í sinni grein. Til að fræðast um málið var rætt við þrjá af- reksíþróttamenn af Vesturlandi og kannað hvað þeir eiga sammerkt. Fyrir þá sem vilja ná árangri er býsna fróðlegt að heyra svörin. kgk Afreksíþróttafólk af Vesturlandi tekið tali Snemma þessa mánað- ar voru tilkynnt úrslit í valinu á Íþróttamanni Akraness fyrir árið 2015. Var það sund- maðurinn Ágúst Júlíus- son sem hreppti hnoss- ið, annað árið í röð. Hann er meðal fremstu flugsundsmanna lands- ins og hefur verið um nokkurra ára skeið. Að- spurður hvort hann hafi alla tíð verið í fremstu röð viðurkennir Ágúst að svo sé. „Ég var allt- af meðal þeirra bestu á landinu í mínum ald- ursflokki þegar ég var yngri,“ segir hann. „En síðan fór ég að einbeita mér meira að flugsund- inu. Bæði þótti mér það skemmtilegasta sundið og svo var ég svo góður í því þegar ég var yngri að ég fór að þjálfa það meira. Núna keppi ég nánast eingöngu í 50 og 100 metra flugsundi,“ bætir hann við. Í þeim greinum varð hann ein- mitt Íslandsmeistari á árinu, bæði í 25 og 50 metra laug. Ágúst segist helst þakka árangurinn góðu skipulagi, sem geri honum kleift að æfa vel samhliða óreglulegum vinnutíma, en hann vinnur á 12 tíma vöktum í kerskála álversins á Grundartanga. „Æfingin skapar meistarann og ég reyni að fara í laugina fimm sinn- um í viku, en það fer auðvitað eft- ir vinnunni. Vaktirnar gera það að verkum að ég get ekki alltaf æft jafn oft. Þess í stað einbeiti ég mér að því að ná góðum æfingum og að æfa rétt,“ segir Ágúst. Aðspurður hvað felist í því segist hann nú leggja mun meiri áherslu á lyftingar með sundinu en hann gerði áður. Hann reyni að lyfta alltaf jafn oft og hann fer í laugina. Sökum óreglulegs vinnutíma segist hann enn frem- ur þurfa að sýna meira sjálfstæði við æfingar sínar. Hann lyfti oftast einn en æfi undir handleiðslu þjálf- ara á sundæfingunum. „Við í sund- félaginu erum núna með frábæran norskan þjálfara, Kjell Wormdal,“ segir hann. Frábær stemning á æfingum Ágúst fór á sína fyrstu sundæfingu í Bjarnalaug á Akranesi ungur að árum. „Ég man ekki hvort ég byrj- aði að æfa fimm, sex eða sjö ára gam- all. Hvað sem því líður er ég búinn að æfa sund í rúmlega 20 ár,“ segir hann en bætir því við að nokkrum sinnum hafi hann tekið sér stutt frí frá sundinu. „Ég hef tekið mér pás- ur en alltaf byrjað aftur. Maður er ekki í þessu nema hafa áhuga á þessu. Meðan ég hef áhugann mun ég halda áfram.“ Hann segir ekki síst félagsskapinn í sund- inu vera það sem veitir sér ánægju og það sem hann sæki í. „Félags- skapurinn er mjög góð- ur og hefur alltaf verið. Ég hef æft með mörgum hópum í gegnum tíðina og alltaf eru skemmti- legir krakkar með mér í þessu,“ segir hann. „Stemningin á æfingum er frábær og einhvern veginn höfum við alltaf getað tekið þessu af al- vöru en samt fíflast og haft gaman af þegar það koma stopp inni á milli á æfingum. Krakkarn- ir sem ég hef æft með þekkja alveg muninn á milli alvöru og gamans og vita hvenær hvort á við,“ segir Ágúst. Snýst um að velja og hafna Hvað varðar lífs- stíl sundmannsins og heilbrigt líferni segist Ágúst auðvitað huga að því hvað hann lætur ofan í sig. „Ég borða mikið og vel en er alls ekkert að vigta ofan í mig matinn, borða bara góðan mat og hollan,“ segir hann. Eins kveðst hann taka þátt í félags- lífi en þó sé þátttaka hans í því mis- mikil eftir því hvernig stendur á með tilliti til móta. „Þetta snýst bara um að velja og hafna. Þegar það er stutt í mót þá þarf maður að fá góða hvíld og hugsa vel um lík- amann. Þá er maður ekkert úti að skemmta sér,“ segir hann en segir að þegar langt sé í mót geri hann sér að sjálfsögðu glaðan dag og fara út að skemmta sér með vinum og kunningjum. Framundan á næstu misserum segir Ágúst vera Íslandsmeistara- mótið í apríl. Auk þess skoðar hann nú möguleika þess að fara erlend- is og keppa að því móti loknu. „Ég fékk styrk frá Verkalýðsfélagi Akra- ness, sem ég er mjög þakklátur fyr- ir. Hann ætla ég að nota til að fara út og keppa,“ segir Ágúst. Aðspurð- ur hvort ferðin sé hugsuð til að ná tímalágmörkum inn á stórmót seg- ir hann svo ekki vera. „Ég hef ekki hugsað þessa ferð til að reyna við einhver lágmörk heldur aðallega til að keppa við sjálfan mig og reyna að gera betur en ég hef gert,“ seg- ir hann. „Að ná inn á einhver stór- mót er markmið sem er bara lengra í burtu, ég er ekki að hugsa um það á hverri æfingu. Maður verður allt- af að setja sér skýr og krefjandi en raunhæf markmið sem vinna sam- an bæði til skemmri og lengri tíma og vinna jafnt og þétt að því að ná þeim markmiðum,“ segir hann. kgk „Maður verður að setja sér skýr, krefjandi en raunhæf markmið“ -segir Ágúst Júlíusson sundmaður frá Akranesi Ágúst synti flugsundsprettinn fyrir boðsundsveit Íslands sem vann silfurverðlaun í 4x100 m fjórboðsundi á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík síðasta sumar. Ágúst Júlíusson, Íþróttamaður Akraness 2015. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall var knattspyrnumaðurinn Helgi Guðjónsson á dögunum val- inn Íþróttamaður Borgarfjarðar 2015, annað árið í röð. Hann hefur undanfarin þrjú ár æft og leikið með Fram en knattspyrnu hefur hann lagt stund á frá unga aldri. „Ég byrj- aði að æfa fótbolta þegar ég var sex ára, með Reykdælum,“ segir hann en bætir því við að aðeins hafi verið æft á sumrin vegna þess að aðstæður buðu ekki upp á annað. Hann segir Umf. Reykdæla enn standa fyrir æf- ingum á sumrin. Þátttaka sé auðvi- tað misjöfn milli ára, eins og geng- ur en hann er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost á því að leggja stund á íþróttina ungur að árum, slíkt sé alls ekki sjálfgefið í sveitum landsins. Helgi leikur stöðu framherja og líkar vel að vera fremsti maður vall- arins. „Ég hef nánast alltaf spilað frammi og kann best við mig þar. Það er mín uppáhaldsstaða,“ segir Helgi og er ekki í vafa um hvað góð- ur framherji þarf að hafa til brunns að bera. „Góður framherji þarf að hafa góðar staðsetningar og tilfinn- ingu fyrir því hvar boltinn lend- ir eftir skot eða fyrirgjafir. Þessi til- finning fyrir því hvar boltinn lend- ir er líklega ekkert sem maður æfir, annað hvort hefur maður hana eða ekki,“ útskýrir Helgi; „hraði er góð- ur kostur en mikilvægast af öllu er auðvitað að geta klárað færin,“ bæt- ir hann við. Æfir átta sinnum í viku Aðspurður hvað hann telji að íþróttamaður þurfi að hafa til að ná árangri í íþrótt sinni hikar Helgi stutta stund en segir svo: „Ég held að mikilvægast sé að hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni, æfa mikið og gefa alltaf allt sem þú getur á hverri ein- ustu æfingu og í leikjum.“ Hann ráðleggur ungum og upprennandi íþróttamönnum að leggja sig alla fram á æfingum. „Það skiptir gríð- arlega miklu máli ef maður ætlar að taka framförum.“ Hann bætir því við að mikilvægt sé að gæta þess að fá góðan nætursvefn og næra sig vel. „Mataræðið skiptir miklu máli. Eftir að ég fór til næringarfræðings breyttist mitt mataræði mjög mik- ið. Ég hætti til dæmis eiginlega al- veg að drekka gos og fæ mér ekki oft nammi. Ég hætti öllum þess- um jukk mat og óhollustu. Núna samanstendur grunnurinn af mínu mataræði af ferskum fiski, kjöti og kjúklingi í staðinn fyrir að fara á KFC eða aðra skyndibitastaði eins og ég gerði áður,“ segir Helgi. Engan þarf að undra að gott mataræði skipi stóran sess í lífi Helga. Hann æfir að jafnaði átta sinnum frá mánudegi til föstudags, fimm sinnum með Fram og þrisvar í skólanum, en Helgi stundar nám til stúdentsprófs á afreksíþrótta- sviði Borgarholtsskóla. „Ég æfi stundum aukalega um helgar. Þá bara einn míns liðs uppi í sveit og svo eru landsliðsæfingar sem ég tek þátt í ef ég er valinn í hópinn,“ seg- ir hann. „Best er þó að geta hvílt sig um helgar. Þá nær maður að hvílast og endurnæra sig eftir vik- una og getur svo aftur tekið vel á því í næstu viku,“ bætir hann við. Aðspurður segir Helgi knatt- spyrnuiðkun sína ekki taka tíma frá afþreyingu, öðru félagslífi eða áhugamálum. „Ég veit ekki hvað ég myndi annars gera,“ segir hann og „Mikilvægast að hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni“ -segir Helgi Guðjónsson knattspyrnu- maður og Íþróttamaður Borgarfjarðar Helgi Guðjónsson (fyrir miðju) var á dögunum kjörinn Íþróttamaður Borgar- fjarðar, annað árið í röð. Ljósm. bhs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.