Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201614 SÓ húsbyggingar eru nú búnar að reisa nýtt fjölbýlishúshús við Arn- arklett 28 í Borgarnesi. Það er fyr- irtækið Arnarklettur 28 ehf sem byggir en það er í eigu SÓ Hús- bygginga ehf og fyrirtækis í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka. Hús- ið var reist úr forsteyptum eining- um frá Loftorku Borgarnesi og í því verða 16 íbúðir, átta þeirra 61 fermetri og aðrar átta sem eru 80 fm. Á lóðinni er auk þess fríst- andandi geymsluhús. Að sögn Jó- hannesar Freys Stefánssonar fram- kvæmdastjóra SÓ Húsbygginga er ráðgert að ljúka framkvæmdum við húsið og koma því í útleigu í vor. Hann segir að lítilsháttar tafir hafi orðið á framkvæmdinni, sem einkum megi rekja til óhagstæðs tíðarfars í desember og janúar sem hafi tafið steypuvinnu. Íbúðarnar fara allar í útleigu. „Eftirspurn er töluverð og margir á biðlista. Nú á næstunni verður svo byrjað að ræða við væntanlega leigjendur og gera samninga við þá,“ sagði Jó- hannes Freyr. mm Nýtt fjölbýlishús risið í Borgarnesi Húsið við Arnarklett 28 en þaðan er glæsilegt útsýni til suðurs yfir Borgarfjörðinn og til Hafnarfjalls. Byggðastofnun birti í síðustu viku lista yfir þau verkefni sem koma til greina sem handhafar Eyrarrósarinn- ar 2015. Meðal þeirra er eitt verkefni af Vesturlandi; Northern Wave stutt- myndahátíðin í Grundarfirði. Hin eru: Act Alone, Að – þáttaröð N4, Barokksmiðja Hólastiftis, Eldheimar í Vestmannaeyjum, Ferskir vindar, Reitir, Rúllandi snjóbolti, Sauðfjár- setur á Ströndum og Verksmiðjan á Hjalteyri. Núverandi handhafi Eyr- arrósarinnar er Frystiklefinn í Rifi og verða næstu verðlaun afhent þar um miðjan næsta mánuð. „Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrós- ina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúr- skarandi menningarverkefni á starfs- svæði Byggðastofnunnar. Hún bein- ir sjónum að og hvetur til menn- ingarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menning- ar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.“ Þau tíu verkefni sem tilnefnd voru eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og eru víða um land. Þriðjudaginn 2. febrúar verður tilkynnt hvaða þrjú af þessum verkefnum hljóta tilnefning- ar til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýt- ur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verk- efnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. mm Tíu verkefni koma til greina sem handhafi Eyrarrósarinnar Mikill stórhugur er hjá fyrirtækinu Hringhótel sem á og rekur Hótel Stykkishólm. Hjá Stykkishólmsbæ liggur fyrir deiliskipulagstillaga sem snýr að verulegri stækkun hótelsins. Greint var frá henni í síðasta tölublaði Skessuhorns. Í stuttu máli snýr hún að því að nú- verandi hótelbygging verði hækk- uð úr núverandi þremur hæðum í fimm og að reist verði fimm hæða nýbygging syðst á lóð hótelsins. Einnig er lagt til að lóð hótelsins verði stækkuð um 2.300 fermtra og verði eftir það alls 12.100 fermetr- ar. Þessar framkvæmdir eru allar í ferli innan stjórnsýslunnar og því hvergi hafnar. Hins vegar standa nú yfir viðamiklar endurbætur á hótelinu sem hefur af þeim sökum verið lokað síðan í byrjun desemb- er. Nú er verið að gera upp ríf- lega helming herbergjanna þannig að þau verða sem ný þegar fram- kvæmdum lýkur. Rúmlega helmingur hótelsins endurnýjaður „Það er verið að breyta öllum 47 herbergjum í hinum svokallaða nýja hluta hótelsins. Það verð- ur skipt um glugga í þeim öll- um, sett ný gólfefni, ný rúm og ný sjónvarpstæki. Auk þessa verða öll herbergin máluð og sett verða upp ný gluggatjöld. Það má segja að herbergin séu nánast sett í fokhelt ástand áður en þau eru alveg tek- in í gegn. Auk þessa á líka að gera miklar endurbætur á veislusal hót- elsins sem tekur um 300 manns í sæti. Sá salur hefur gert sitt til þess að hótelið er vinsælt bæði fyr- ir ýmsar veislur en líka ráðstefn- ur,“ segir María Bryndís Ólafs- dóttir hótelstjóri Hótel Stykkis- hólms. Hún útskýrir að nýi hlut- inn svokallaði sé suðurálma hót- elsins sem hafi verið byggð árið 2004. Sú álma er á þremur hæð- um. Með þessum endurbótum verður þessi hluti Hótels Stykk- ishólms sem nýr. „Fyrir þremur árum gerðum við svipað við það sem við köllum gamla hlutann sem er elsti hluti hótelbyggingar- innar eins og hún er í dag og var upphaflega byggður 1976. Þá voru öll herbergi þar endurýjuð alfarið og meira að segja skipt um vatns- lagnir og ofna,“ segir María. Næsta haust segir María að von- ir standi síðan til að hefja megi framkvæmdir við stækkun hótels- ins sem nú telur 79 herbergi. Með þeirri stækkun verði herbergin ná- lega hundrað talsins. „Sú stækkun gengur út á að byggja ofan á bil- ið milli gamla og nýja hlutans yfir þar sem inngangurinn er. Stefnt er á að það verði tilbúið vorið 2017. Síðan er ekki enn búið að ákveða hvenær verður farið í frek- ari stækkun á hótelinu með því að bæta við hæðum og reisa nýbygg- ingu við suðurenda hótelsins enda eru þau áform rétt komin í deili- skipulagsferli.“ Ferðaþjónustan þróast hratt María Bryndís Ólafsdóttir hef- ur stýrt daglegum rekstri Hótels Stykkishólms síðan 2007. Í heild hefur hún þó unnið við hótelið í ein 17 ár, og er fædd og uppal- inn í Stykkishólmi. „Ég hef hvergi annars staðar búið,“ segir hún og brosir við. Með þessa reynslu hefur María því staðgóða þekkingu á ferða- þjónustunni. Hún segir að starfs- greinin sé alltaf að stækka í snið- um í Hólminum. Því er kannski ekki seinna vænna en fara að huga að stækkun hótelsins. „Megnið af okkar gestum í gegnum árin hafa verið hópar sem gista hér allt upp í þrjá daga og nota þá tímann til að skoða sig um á Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Þetta er þá fólk á ferð um landið sem er að koma að norðan eða sunnan. Sumt fólk er líka að fara eða koma með ferj- unni Baldri um Breiðafjörð. Nú síðast sjáum við svo að umferð af einstaklingsferðamönnum er að aukast mjög mikið. Þetta er fólk sem skipuleggur sínar ferðir og bókar sjálft á netinu og ferðast sem einstaklingar en eru ekki á vegum neinna ferðaskrifstofa. Þegar ég byrjaði hér var svona ferðaskipu- lag nokkuð sem þekktist varla. Nú er þetta orðið algengt og eykst ár frá ári. Þetta eru gestir alls staðar að úr heiminum.“ Reksturinn gengur vel Rekstur Hótel Stykkishólms geng- ur mjög vel að sögn Maríu. „Síðasta ár kom mjög vel út hjá okkur. Bók- anir eru síðan mjög fínar fyrir þetta og ár og einnig mikið búið að bóka 2017. Við sjáum aukningu ár frá ári um leið og háannatímabil hvers árs í ferðaþjónustunni sem er vor, sumar og haust er alltaf að lengjast í báð- ar áttir. Nú fer þetta af stað í maí og varir út september. Það má segja að það sé mjög vel á þessu tímabili. Síð- an eru vetrarmánuðurnir svona frá október til mars erfiðari en ferða- mönnum er þó greinilega að fjölga líka á þeim árstíma. Það er langtíma- verkefni að koma á vetraropnun hjá ferðaþjónustuaðilum svo bjóða megi fulla þjónustu árið um kring.“ Hótel Stykkishólmi hefur yfir- leitt haldið opnu yfir vetrartímann. Nú var þó lokað í byrjun desember og stendur sú lokun út janúarmán- uð. „Það er fyrst og fremst vegna framkvæmdanna sem nú standa yfir. Þær eru það umfangsmiklar að þeim fylgir svo mikil röskun að annað var ekki hægt. Við ætlum svo að opna aftur núna 1. febrúar. Nýja álm- an verður reyndar ekki alveg tilbú- in þá en komin það langt að truflan- ir vegna framkvæmda verða að baki. Það verður því gamli hluti hótelsins sem við opnum fyrir gestum,“ segir María Bryndís Ólafdóttir hótelstjóri Hótel Stykkishólms. mþh Miklar endurbætur standa yfir á Hótel Stykkishólmi María Bryndís Ólafsdóttir hótelstjóri. Hótel Stykkishólmur. Sá hluti hótelsins sem er vinstra megin á myndinni var upphaflega reistur 1976 en endurnýjaður algerlega fyrri þremur árum. Nú er svo verið að taka öll herbergin í gegn í hinum svokallaða nýja hluta sem er álman hægra megin á myndinni. Iðnaðarmenn að störfum við að skipta um glugga í Hótel Stykkishólmi þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við í síðustu viku. Horft er yfir Stykkishólmsbæ út um gluggan en útsýni frá hótelinu er mjög fallegt í allar áttir og rómað af gestum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.