Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 7 Innifalið alla Sparidaga – gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi – – morgunverðarhlaðborð og kvöldverður – – og fjölbreytt dagskrá – Verð 49.900 á mann m.v. tveggja manna herbergi Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði - info@hotelork.is - sími: 483 4700 - www.hotelork.is Að venju verður dagskrá Sparidaga fjölbreytt og skemmtileg. Boðið verður upp á heimsókn í Friðheima auk þess sem jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun verður heimsótt. Laddinn okkar allra sér um Arkarleikhúsið þetta árið. Fastir liðir eins og bingó og félagsvist verða svo auðvitað á sínum stað. Bókanir fara fram hjá umsjónarmanni félags eldri borgara á hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk í síma 483 4700 þar sem starfsfólkið veitir allar nánari upplýsingar eða á slóðinni www.hotelork.is/sparidagar. Vesturland 17. - 22. apríl 2016 Hafrannsóknastofnun lauk í síðustu viku vinnu við að leggja mat á stofn- stærð loðnu á Íslandsmiðum. Nið- urstaðan er sú að veiðistofn loðn- unnar sé aðeins 675 þúsund tonn að stærð. Sé tekið tillit til aflareglu sem tekur mið af náttúrulegum afföllum loðnunnar í vetur og því að skilja skal 150 þúsund tonn af loðnu eftir til hrygningar, þá er niðurstaðan sú að heildarloðnukvóti verður alls 173 þúsund tonn. Íslendingar eru bundnir af fisk- veiðisamningum við nágrannaþjóð- irnar. Í þeim samningum eru ákvæði um að þær hafi rétt til að veiða hluta af loðnunni á Íslandsmiðum. Þess- ir samningar gera það að verkum að 73 þúsund tonn af heildarkvótan- um falla í hlut Norðmanna, Græn- lendinga og Færeyinga. Norðmenn fá 45.005 tonn þar sem 31.165 tonn eru vegna skipta við þá á þorski í Barentshafi vegna hins svokallaða Smugusamnings. Grænlendingar fá síðan 19.030 tonn og Færeyingar 8.650 tonn. Eftir standa svo 100.315 tonn til íslenskra skipa. Þessi kvóti er aðeins einn fjórði af loðnuafla síð- asta vetrar. Loðnuvertíðin nú hefst því á mjög litlum kvóta auk þess sem rússnesk- ur markaður fyrir heilfrysta loðnu og loðnuhrogn er lokaður. Sala á loðnuafurðum til Rússlands hefur lyft verðmætum á loðnuvertíðinni mjög á undanförnum árum. Verð á fiskimjöli og lýsi er hins vegar hátt nú um stundir. Það gæti vegið upp tapið en er líklega skammgóður vermir því loðnukvótinn er svo lít- ill. mþh Loðnukvóti Íslands aðeins hundrað þúsund tonn Í fyrsta skipti verður keppt í nýrri Vesturlandsdeild í hesta- íþróttum í febrúar og mars. Um einstaklings- og liðakeppni verður að ræða sem svipar nokkuð til KS deildarinnar og Meistaradeildar VÍS. Keppnisstaður verður reiðhöllin Faxaborg í Borgarnesi. Selt verður inn á sýningarnar fyr- ir 1.500 krónur og er aðgöngumiði jafnframt happdrætt- ismiði. Í verðlaun verður folatollur undir einn af bestu stóð- hestum svæðisins. Búið er að velja liðin og er óhætt að segja að þau skarta mörgum af helstu knöpum og hestamönn- um Vesturlands. Skráðir eru til leiks 24 knapar sem skiptast í sex, fjögurra manna lið. Keppt verður í fimm greinum hestaíþrótta á fjórum kvöldum í Faxaborg. Keppniskvöldin verða sem hér segir: 5. febrúar – fjórgangur, 19. febrúar – fimmgangur, 11. mars – tölt og 23. mars - gæðingafimi og fljúgandi skeið. mm Eques Guðmundur M. Skúlason – liðsstjóri Bjarki Þór Gunnarsson Guðbjartur Þór Stefánsson Pernille Lyager Möller Leiknir hestakerrur Randi Holaker - liðsstjóri Haukur Bjarnason Berglind Ragnarsdóttir Konráð Valur Sveinsson Snæfellsnes Anna Dóra Markúsdóttir - liðsstjóri Jón Bjarni Þorvarðarson Siguroddur Pétursson Lárus Ástmar Hannesson Snókur/Cintamani Hanne Smidesang – liðsstjóri Jakob Svavar Sigurðsson Leifur Gunnarsson Benedikt Þór Kristjánsson Trefjar Gunnar Halldórsson – liðsstjóri Halldór Sigurkarlsson Iðunn Silja Svansdóttir Styrmir Sæmundsson Sjötta liðið (ónefnt) Máni Hilmarsson – liðsstjóri Þorgeir Ólafssson Julia Katz Þorsteinn Björn Einarsson. Keppnislið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum Keppnislið Trefja. Keppnislið Berg-Hrísdals. Keppnislið Eques. Keppnislið Leiknis – hestakerrur. Keppnislið þetta hefur ekki enn fengið nafn. Keppnislið Snóks-Cintamani.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.