Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 21 Ingimar Garðarsson bakari hef- ur opnað bakarí sitt Brauðval við Skólabraut 12 – 14 á Akranesi eftir nokkurra vikna lokun. Bakaríið var opnað á þessum stað í febrúar á síð- asta ári og var þá sjöunda bakaríið sem opnaði í áratuganna rás í þess- um húsakynnum. Ingimar auglýsti fyrirtæki sitt svo til sölu í fyrrasum- ar og sagði komið gott eftir bakara- feril sem spannaði 37 ár bæði í Búð- ardal og á Akranesi. Nú er Ingimar hins vegar snúinn aftur og hefur opið bakarí og kaffihús alla virka daga frá 12 – 18. mþh að fólk dvelji ekki bara eina eða tvær nætur á hverjum stað heldur skoði svæðið nánar. Það er mjög jákvætt.“ Við viljum fá stærri bita af kökunni Að loknu Mannamóti tók Skessu- horn tali Kristján Guðmundsson, forstöðumann Markaðsstofu Vest- urlands, en eins og áður hefur kom- ið fram eru það Markaðsstofur landshlutanna sem standa fyrir við- burðinum. „Mér sýnist þetta samstarfsverk- efni markaðsstofanna á landsbyggð- inni hafi heppnast mjög vel í ár. Mætingin var mjög góð og fyrirtæk- in eru ánægð,“ segir Kristján, „Það er mikil bjartsýni í ferðaþjónustu- fólki á Vesturlandi, enda ekki annað hægt þegar vöxturinn er svona góð- ur,“ bætti hann við, glaður í bragði. Aðspurður telur Kristján að landsmenn þurfi ekki að hafa sér- stakar áhyggjur af vaxandi straumi ferðamanna til landsins. „Ég held við eigum vel að geta haldið utan um þetta en til þess verður auð- vitað að dreifa fólkinu um landið. Það eru laus gistirými á landsbyggð- inni og ferðaskrifstofurnar þurfa að beina ferðamannastraumnum meira út á land,“ segir Kristján. „Hing- að komu margar ferðaskrifstofur, þær stærstu lokuðu hjá sér í dag og sendu allt sitt starfsfólk hingað til að grennslast fyrir,“ segir hann og telur að þær hafi orðið margs vísari enda fjölmörg fyrirtæki á Vesturlandi að kynna sína vöru og þjónustu. „Við viljum fá stærri bita af kök- unni,“ segir Kristján aðspurður um væntingar til ársins 2016 í ferða- þjónustunni og kveðst vongóður á að það takist. „Á síðasta ári opnuðu á Vesturlandi risa staðir eins og Ís- göngin í Langjökli og Hótel Húsa- fell. Það var að miklu leyti búið að selja ferðir fyrir síðasta ár áður en þessir staðir voru opnaðir. En núna eru þeir tilbúnir, búnir að sanna að þeir laða fólk inn á svæðið. Nú vilj- um bara fá þennan massa ferða- manna inn á svæðið,“ segir Kristján Guðmundsson. kgk Kristján Guðmundsson, forstöðumað- ur Markaðsstofu Vesturlands, ræðir við Eddu Arinbjarnar á Húsafelli. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Áslaug Þorvaldsdóttir í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hjalti Rafn Gunnarsson kynnti starfsemi Into the Glacier. Rúna Björg Magnúsdóttir í Langaholti bauð gestum og gangandi upp á grafinn kola og fleira góðgæti. Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í ann- an hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneyt- isins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurn- artíma Alþingis þar sem innanrík- isráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breyt- ingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og versl- un á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna. Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar Margar sveitastjórnir í dreifbýli hafa eðlilega mótmælt þessum áform- um harðlega og benda á máli sínu til stuðnings að þarna sé um afturför og veikingu á búsetuskilyrðum að ræða. Lítið samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökin í þessu máli og ýmsar athugasemdir hafa komið við það af þeirra hálfu. Íbúar í dreifbýli hafa nú þegar mátt þola fækkun af- greiðslustöðva Póstsins á undanförn- um árum þrátt fyrir að þurfa að reiða sig á póstþjónustuna þar sem þeir eru fjarri fjölbreyttri þjónustu og mark- aðssvæðum. Þessi ákvörðun kemur líka ofan á ýmsa aðra þjónustuskerð- ingu af hálfu opin- berra- og einkaað- ila að undanförnu. Góð fimm daga þjónusta Póstsins hefur skipt dreifð- ar byggðir miklu máli og má þar m.a. nefna lyfjasendingar fyrir fólk og búfé og ýmiss konar birgða- og vara- hlutaþjónustu. Íslandspóstur hf. talar um að póst- inum verði að lágmarki dreift annan hvern dag og að í dreifbýli verði boð- ið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem ósk- að verður eftir. Sem sagt, enn einn landsbyggðarskatturinn á ferðinni þar sem þjónustan verður verðlögð sérstaklega umfram dreifingu ann- an hvern dag. Með þessum áform- um ætlar Pósturinn að spara um 200 m.kr. í boði veikustu byggð- anna í landinu. Ég hef sagt að ef sú ákvörðun verður tekin af yfirvöldum að það sé ekki þörf fyrir dreifingu á pósti nema annan hvern dag þá hljóti það að gilda jafnt um alla landsmenn. Mín skoðun er eftir sem áður sú að Íslandspóstur hf. eigi áfram að halda uppi 5 daga góðri alþjónustu fyrir alla landsmenn. Ég bind vonir við að ákvörðun Íslandspósts hf. um skerð- ingu á þjónustu verði endurskoðuð og reglugerð innanríkisráðherra sem heimilar þessa þjónustuskerðingu verði dregin til baka. Landsbyggð- arþingmenn hljóta að standa saman gegn þessum áformum og ég bind í það minnsta vonir við að samstaða náist um að allir landsmenn sitji við sama borð og njóti alþjónustu Ís- landspósts hf. áfram fimm daga vik- unnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður VG í Norð- vesturkjördæmi. Pennagrein Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni! Mikil og góð stemning var á þorra- blóti Skagamanna sem haldið var í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Um 670 manns mættu í veisluna og síðan bættust fleiri við þegar opn- að var inn á dansleik um miðnætt- ið, þar sem hljómsveitin Bland lék fyrir dansi. Sem fyrr var það ár- gangur ´71, eða Club 71, sem stóð fyrir blótinu og þótti það með ein- dæmum vel heppnað. Veislustjórar voru þeir Hallgrímur Ólafsson og Rúnar Freyr Gíslason og var boð- ið var upp á dýrindis þorramat frá veitingastaðnum Galito á Akranesi. Þá voru Einar J. Ólafsson og Erna Guðnadóttir, kaupmenn í Einars- búð, útnefnd Skagamenn ársins 2015 eins og getið er um á öðr- um stað í blaðinu. Allur ágóði af blótinu rennur til íþróttastarfsemi í bænum, líkt og undanfarin ár. grþ/ Ljósm. Kristinn Pétursson Góð stemning á þorrablóti Skagamanna Veislustjórarnir í góðum gír. Gísli S Einarsson spilaði fyrir gesti við komuna í húsið og tók að sjálfsögðu lagið með þeim einnig. Gestir á blótinu skemmtu sér almennt mjög vel enda þóttu skemmtiatriðin fyndin og vel heppnuð. Veisluborð svignuðu undan þjóðlegum þorramatnum. Ingimar bakari opnar Brauðval á nýjan leik Ingimar bakari glaðbeittur við störf í Brauðvali.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.