Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 20162 Mörgum þykir hákarl góður og leyfa sér að leggja kæst kjöt hans sér til munns á þorranum. Lyktin af hákarli er mikil og eins bragðgóður og hann kann að vera er bragðið ekki allra. Vestlendingar eru því beðnir um að sýna tillitsemi og skola munn- inn áður en þeir smella kossi á náungann. Á morgun, fimmtudag, er útlit fyrir suðvest- læga eða breytilega átt, 8-13 m/s og él á vestanverðu landinu. Hægari og að mestu þurrt og bjart austan til. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi. Áfram kalt í veðri á föstudag, stíf norðaust- læg átt og víða snjókoma eða él. Á laugar- dag spáir norðanátt með éljum, en léttir til sunnan heiða. Harðnandi frost. Vaxandi austanátt á sunnudag, snjókoma eða él sunnan til og frost 2 til 10 stig, en úrkomulít- ið norðanlands og talsvert frost. Á mánudag er útlit fyrir norðanátt með éljum og áfram- haldandi kuldatíð. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hver er þinn eftirlætis þorramatur?“ Flest- ir, eða 21%, gáfu sviðasultunni sitt atkvæði. Næstvinsælustu réttirnir eru hákarl og súr hvalur með 18,2% atkvæða hvor tegund. Hrútspungar svöruðu 12,6%, hangikjöt 11,9% og harðfiskur fékk 9,8% atkvæða. Svið sögðu 7%, en fæst atkvæði fengu mag- áll og súrir selshreifar, eða 0,7% hvor. Í næstu viku er spurt: Í hvora buxnaskálmina klæðir þú þig fyrst? Gunnhildur Gunnarsdóttir er einn af mátt- arstólpum Snæfellsliðsins sem varð Íslands- meistari í körfuknattleik síðasta vor. Liðið trónir sem stendur á toppi deildarinnar og er komið í úrslit bikarsins. Hún var á dögun- um kjörin Íþróttamaður Snæfells fyrir fram- úrskarandi árangur á liðnu ári. Gunnhildur er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Breytingar á póstdreifingu í dreifbýli LANDIÐ: Að gefnu tilefni og í framhaldi af tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á póst- dreifingu í dreifbýli vill Íslands- póstur koma eftirfarandi á framfæri: „Fyrirhuguð breyting á póstdreifingu í dreifbýli fel- ur í sér að pósti verður að lág- marki dreift heim til viðskipta- vina annan hvern virkan dag í stað fimm virkra daga eins og verið hefur til þessa. Eftir sem áður mun Pósturinn halda uppi daglegum flutningum um allt land og því verður áfram hægt að nálgast sendingar alla virka daga á næsta póstafgreiðslu- stað. Fyrirhugaðar breytingar á fjölda dreifingardaga í dreifbýli segja til um lágmarksdreifingu, en Pósturinn mun áfram leit- ast við að veita sem besta þjón- ustu í samræmi við óskir hvers viðskiptavinar. Í dreifbýli jafnt sem þéttbýli verður boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem við- skiptavinir óska.“ –mm Fáir árekstrar í umferðinni VESTURLAND: Aðeins urðu þrjú minniháttar umferðar- óhöpp í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Öll voru þau á Akranesi. Engin meiðsl urðu á fólki og til þess að gera litlar skemmdir á ökutækjum. Að sögn lögreglu er þetta mjög vel sloppið mið- að við undanfarnar vikur en þá hafa óhöppin í umferðinni verið að jafnaði upp undir tíu talsins og mörg hver nokkuð harkaleg. Hótanir og heimilisofbeldi AKRANES: Tilkynnt var um heimilisofbeldi á Akranesi í vik- unni sem leið. Lagði þolandinn fram kæru um líkamsárás í kjöl- farið. Málið er í rannsókn. -mm Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins hefur birt niðurstöður skýrslu- haldsársins í mjólkurframleiðslunni á síðasta ári. Niðurstaðan byggir á skýrsluhaldi 582 kúabænda. Nið- urstöðurnar eru þær helstar að 25.609 árskýr á landsvísu skiluðu 5.851 kg meðalnyt. Það er hækk- un um 130 kg frá árinu 2014 en þá voru heygæði almennt mjög lé- leg í landinu. Mestar meðalafurðir á síðasta ári voru í Austur-Skafta- fellssýslu; 6.138 kg eftir árskú. Árið 2014 voru meðalafurðirnar einn- ig mestar þar, 6.302 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 44,0 árs- kýr á árinu 2015 en sambærileg tala var 41,2 árið á undan. Með- albústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 56,8 kýr en 2014 reikn- uðust þær 54,2. Mest meðalnyt eftir árskú á ný- liðnu ári var á búi Péturs Friðriks- sonar á Gautsstöðum á Svalbarðs- strönd. Þar skilaði árskúin 8.308 kg að meðaltali. Þetta bú var fjórða af- urðahæsta búið á árinu 2014. Ann- að búið í röðinni árið 2015 var bú Pálma Ragnarssonar í Garðakoti í Hjaltadal en þar var nytin 7.994 kg eftir árskú. Þriðja í röðinni við uppgjörið nú var bú Stóru-Tjarna ehf. á Stóru-Tjörnum í Ljósavatns- skarði, S-Þing. en þar var nytin 7.860 kg eftir árskú. Númer sex á listanum yfir afurðahæstu búin var bú Sigurðar og Báru í Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum. Meðalnyt þeirra var 7.757 kg. Í tíunda sæti á lista var loks Hvanneyrarbúið í Borgarfirði þar sem hver árskýr skilaði 7.593 kg á nýliðnu ári. Nythæsta kýr landsins á síðasta ári var Milla frá Hvammi á Barða- strönd sem er undan Hersi 97033. Milla mjólkaði 12.511 kg með 3,54% fitu og 3,22% prótein. Milla er mikil mjólkurkýr, fór hæst í 47,3 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar voru 54.976 kg um síðustu áramót en sinn fyrsta kálf átti hún 27. janúar 2008, þá 29 mánaða að aldri. Önnur í röð- inni árið 2015 var Urður á Hvann- eyri í Borgarfirði, undan Laska 00010, en hún mjólkaði 12.489 kg með 3,11% fitu og 2,87% prótein. Þriðja nythæsta kýrin var Emma 738 í Keldudal í Hegranesi. „Mið- að við heygæði veturinn 2014-2015 er þetta ágætur árangur,“ segir í til- kynningu frá RML. mm Afurðahæstu bú og kýr landsins á liðnu ári Bændur í Lyngbrekku í Dölum hafa oft áður verið í fararbroddi með nythæstu kýrnar, eru nú í sjötta sæti yfir landið. Á þessari ljósmynd úr safni Skessuhorns eru f.v. Sigurður, Bára og Kristján sonur þeirra. MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkis- stjórnina á tímabilinu 12. til 20. janúar síð- astliðna. Samkvæmt könnuninni þá jókst fylgi Pírata um 2,6 prósentustig frá með- altali kannana MMR í desember síðastliðn- um og mældist nú 37,8%. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur farið minnkandi síðustu tvær kannanir á sama tíma og fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hefur verið sveiflukennt og fylgi Vinstri grænna hefur þok- ast upp á við. Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun, segir í frétt MMR. „Þannig mældist fylgi Sjálfstæð- isflokksins 19,5% borið saman við 20,6% í síðustu könnun (18. des- ember) og 22,9% í könnuninni þar áður (7. desember). Fylgi Fram- sóknarflokksins mældist 10,0% borið saman við 11,5% í síðustu könnun og 12,9% í könnuninni þar áður. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,5% borið saman við 11,4% í síðustu könnun og 9,4% þar áður. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,4% borið saman við 12,9% í síðustu könnun og 9,4% þar áður. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 4,4% nú en 5,3% í síðustu könn- un og 4,6% þar áður. Fylgi annarra flokka mældist um og undir 1%.“ mm Enn auka Píratar við fylgið Borgfirski stjörnuleikarinn Guð- mundur Ingi Þorvaldsson hefur ver- ið tilnefndur af National Film Aw- ards sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Chas- ing Robert Barker. Myndin er fram- leidd af íslenska fyrirtækinu Pegasus og er myndin sjálf jafnframt tilnefnd í flokknum besta hasarmyndin. Mynd- Guðmundur Ingi tilnefndur til kvikmyndaverðlauna in Chasing Robert Barker fjallar um 38 ára myndatökumann í London sem fær ábendingu um að stjörnu- leikari nokkur sitji og snæði kvöld- verð á fínum veitingastað. Ljósmynd- irnar hans komast á forsíðu blaðsins sem hann vinnur fyrir og fréttin slær í gegn þannig að ritstjórinn krefst þess að sjá meira. Upphefst þá eltingaleik- ur við Barker í von um að ná fleiri myndum. Þá er íslenska kvikmyndin Hrútar jafnframt tilnefnd sem besta erlenda myndin og þykir hún jafnvel nokkuð sigurstrangleg í þeim flokki. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.