Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201620 Mannamót markaðsstofa lands- hlutanna fór fram í flugskýli Ernis við Reykjavíkurflugvöll síðastliðinn fimmtudag. Mannamót er árlegur viðburður og er ætlað að vera vett- vangur ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni til að kynna sig og sína þjónustu fyrir ferðaskrifstofum og fleiri ferðaþjónustuaðilum á höf- uðborgarsvæðinu. Á Mannamóti hittist því fólk alls staðar af land- inu, kynnist hvert öðru og mynd- ar tengsl. Rúmlega 30 fyrirtæki af Vesturlandi tóku þátt í manna- móti og var heill gangur sýning- arinnar undirlagður fulltrúum fyr- irtækja úr héraði, sem kynntu sína vöru og þjónustu og kom á fram- færi við annað fólk í þessum sama geira. Skessuhorn tók nokkra ferða- þjónustuaðila á Vesturlandi tali og ræddi við þá um undanfarin ár og komandi tíð. Óhætt er að segja að ferðaþjónustufólk í landshlutanum líti björtum augum til framtíðar. Áskorun að taka á móti vaxandi fjölda ferðafólks „Okkur líst mjög vel á komandi ár,“ segja Sigrún Erla og Ólöf Eyjólfs- dætur á Hótel Rjúkanda. „Ég held að það séu góðir tímar framund- an fyrir okkur sem og alla ferða- þjónustu á Snæfellsnesi,“ segir Sig- rún Erla „Við höfum orðið var- ar við stöðuga fjölgun ferðamanna á þeim tveimur árum sem hótelið hefur verið starfrækt. Ef spámenn- irnir eru þeir sem eru með hlutina á hreinu verðum við væntanlega bara á grænni grein á komandi ári,“ seg- ir hún. „Sá tími sem við höfum haft hótelið lokað er alltaf að styttast ár frá ári,“ segir Ólöf og bætir því við að að hótelið, kaffi- og veitingahús- ið verði opnað aftur 1. febrúar næst- komandi, fyrr en nokkru sinni áður. „En þó við höfum verið með lokað yfir veturinn höfum við alltaf tekið á móti hópum, bæði í mat og gistingu. Það er ekki bara skellt í lás þannig að í raun og veru eru tiltölulega fáir dagar sem er raunverulega lokað,“ segir Sigrún. Eins og áður sagði telja þær bjarta tíma framundan í ferðaþjónustunni en leggja áherslu á að vanda þurfi til verka til að hægt verði að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna. „Stærsta áskorunin sem ferðaþjónustufólk stendur frammi fyrir og við verðum að taka okkur saman um, öll ferða- þjónustan, er að hugsa um hvernig við ætlum að taka á móti öllu þessu fólki og reyna að gera það eins vel og við getum,“ segir Sigrún. „En við bjóðum alla, Vestlendinga sem aðra, velkomna á Hótel Rjúkanda í gist- ingu, kaffi og mat,“ segja þær syst- ur að lokum. Alltaf næsta skref að gera enn betur Hótel Vogur á Fellsströnd í Dölum var opnað fyrir rétt rúmum fjór- um árum og þar hefur alla tíð ver- ið heilsársopnun. „Fyrsti hópurinn kom fyrir fjórum árum síðan og var yfir áramót, í flottu rafmagnsleysi,“ segir Snorri Victor Gylfason fram- kvæmdastjóri léttur í bragði. Síðan þá segir hann fjölda gesta hafa vax- ið jafnt og þétt ár frá ári. „Það gekk ljómandi vel síðasta sumar og allt- af nánast fullbókað. Við fylgjumst grannt með umsögnum á booking. com, TripAdvisor og slíkum síð- um og sjáum á þeim að gestir okkar eru ánægðir. Það veitir okkur mikla gleði,“ segir Snorri og lítur björt- um augum til framtíðar. „Mér sýn- ist framtíðin vera björt. Við finn- um vel fyrir vaxandi straumi ferða- manna til landsins, stöðugt bætist í og ég held við verðum að fara að stækka fljótlega til að anna eftir- spurn,“ segir hann og brosir. Þrátt fyrir stöðugt aukna eftir- spurn er Snorri ekki í vafa um að ferðaþjónustan geti tekið á móti auknum fjölda ferðamanna. „Mað- ur bara bætir við sig og gerir bet- ur. Það er alltaf næsta skref okkur sem erum í þessu, að gera hlutina enn betur.“ Hefur góða tilfinningu fyrir árinu Gunnar Garðarsson er matreiðslu- maður og eigandi Bjargarsteins, veitingastaðar sem opnaður var í Grundarfirði síðsumars í fyrra. Hann kveðst ánægður með hvernig reksturinn hefur farið af stað. „Það hefur gengið mjög vel, viðtökurnar hafa verið fínar og sérstaklega hafa heimamenn tekið okkur vel, þeir eru duglegir að nýta sér það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir hann. „Svo er stefnan auðvitað að keyra inn á túrismann en það tekur smá tíma. Staðurinn er dálítið fal- inn í bænum, alveg niðri við sjáv- arkambinn en að sama skapi með frábært útsýni yfir Kirkjufellið. Við erum að vinna í merkingum og slíku þessa dagana,“ segir Gunnar. Hann segist vænta góðs af kom- andi ári. „Ég held að það sé stígandi í þessu öllu saman, alveg sama hvert litið er. Þeir sem gera vel þeir koma til með að standa. Nóg er af ferða- mönnum til að halda öllu uppi og ég hef góða tilfinningu fyrir árinu,“ segir hann og bætir því við að al- mennt ríki bjartsýni meðal ferða- þjónustufólks á Vesturlandi. „Það er alveg klárt mál að við erum bjart- sýn. Það hefur verið gott hljóð í fólki en það er ennþá betra núna og virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir hann. Gríðarlega mörg tæki- færi í ferðaþjónustu „Ég er hér að kynna samstarf ferða- þjónustuaðila á Snæfellsnesi. Sett hefur verið saman heimasíða þar sem hægt er að sjá öll þessi flottu fyrirtæki sem við erum svo stolt af og hvenær þau eru opin,“ seg- ir Ragnhildur Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæ- fellsness. „Við fullyrðum að Snæ- fellsnes er opið allt árið og menn ætla að verða enn duglegri en áður að vísa fólki á hvert annað þannig að við getum haft fólk lengur hjá okk- ur í einu. Ferðamaðurinn fær miklu meira út úr því að stoppa í tvo til þrjá daga en að vera bara einn,“ bæt- ir hún við. Einnig er Ragnhildur að kynna verkefnið Sagnaseiður á Snæfells- nesi, sem unnið er í Svæðisgarðin- um. „Hópur fólks vinnur sem sögu- fylgjur, sögulóðsar eða sögusagna- þulir. Alltaf hafa verið sagðar sög- ur á Snæfellsnesi en nú erum við að reyna að auðvelda fólki að gera sér mat úr og búa til atvinnutækifæri,“ segir hún og bætir því við að sveit- arfélögin og ferðaþjónustan vinni saman að þessu verkefni. „Í eig- endaráði Svæðisgarðsins eru sveit- arfélögin fimm, Ferðamálasam- tök Snæfellsness, búnaðarfélögin á svæðinu, Félag smábátaeigenda og stéttarfélagið. Við horfum til inn- viðanna og viljum efla samfélagið til þess að geta tekið enn betur á móti gestum.“ Ragnhildur segir liggja fyrir að enn fleiri gestir muni sækja Snæ- fellsnes heim á næsta ári en undan- farin ár og horfir sérstaklega til vetr- arferðamennsku. „Það hefur ver- ið gríðarlegur fjöldi gesta á sumrin en við viljum fá enn fleiri á veturna og nýta alla þessa flottu uppbygg- ingu. Ég held að tækifærin séu gríð- arlega mörg í þessum geira og ef við tryggjum gæði og vinnum saman þá eru okkur allir vegir færir.“ Heimilislegt kaffihús og persónuleg þjónusta Á Hvanneyri hefur kaffihúsið Skemman verið rekið undanfar- in tvö sumur. Er það eina kaffihús- ið í þorpinu. „Næsta sumar verður þriðja sumarið okkar. Við opnum 1. júní og stefnum á að hafa opið fram yfir verslunarmannahelgi. Jafnframt ætlum við að brydda upp á þeirri nýjung að hafa opið í há- deginu. Boðið verður upp á súpur þannig að hægt verður að koma og fá hádegismat og eins verður hægt að panta fyrir hópa,“ segir Rósa Björk Sveinsdóttir. Hún kveðst hæstánægð með hvernig gengið hefur frá því Skemman var opnuð. „Upphaflega var þetta hálfgert samfélagsverk- efni, þannig að tengslanetið var bara í kringum okkur. Við auglýst- um aðallega á Facebook og svo hef- ur það bara verið af afspurn. Fólk er mjög jákvætt, hefur vísað á okk- ur og líkað vel. Okkur langar að láta þetta vaxa áfram með þessum hætti, svolítið organískt,“ segir hún og kveðst hafa orðið vör við auk- inn fjölda gesta, líkt og víðast hvar í ferðaþjónustunni. „Síðasta sum- ar fundum við fyrir mikilli fjölgun frá fyrsta sumrinu áður, þó það hafi farið fram úr okkar björtustu von- um.“ Þrátt fyrir að Rósa eigi von á því að gestum haldi áfram að fjölga leggur hún áherslu á að Skemm- an verði áfram heimilislegt kaffi- hús sem veiti persónulega þjónustu. „Við viljum geta þjónustað vel allt fólk sem kemur þannig að við verð- um kannski að passa okkur að þetta springi ekki,“ segir hún og brosir. Rósa telur eitthvað hafa vantað á Hvanneyri sem ekki var beinlín- is á vegum Landbúnaðarháskólans eða sveitarfélagsins. Kaffihúsið hafi því verið kærkomin viðbót og falli vel inn í það sem er fyrir á staðn- um. „Það sem er svo skemmtilegt við Hvanneyri er að það eru marg- ir litlir hlutir í gangi,“ segir hún og hvetur fólk á ferð um Borgarfjörð til að líta við í Skemmunni. „Það eru allir velkomnir til okkar.“ Fólk er fyrr á ferðinni og fleiri að bóka Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá festu Eimskip á síðasta ári kaup á Sæferðum í Stykkishólmi. Nadine Walter, sölu- og markaðs- stjóri Sæferða, segir breytt eign- arhald ekki koma til með að hafa nein áhrif á starfsemi fyrirtækisins. „Við höldum nafninu og Sæferð- ir munu starfa áfram sem sér fyr- irtæki á sömu kennitölu og áður,“ segir Nadine. Eina breytingin sem framundan er segir hún vera þá að kvöldsigling Sæferða verði tekin af dagskrá. „Hún fellur út vegna þess að það hefur ekki verið mikil eftir- spurn eftir henni. Þess í stað ætlum við frekar að lengja síðdegisferðina og hafa tvær stórar ferðir á dag og eina styttri,“ segir Nadine en bæt- ir því við að kvöldsiglingin verði að sjálfsögðu áfram í boði fyrir hópa. Nadine segist hafa orðið vör við vaxandi eftirspurn eftir útsýnisferð- um. „Bókanir fyrir næsta sumar fara mjög vel af stað og eru töluvert fleiri en á sama tíma í fyrra,“ segir hún. Telur hún ástæðu þess tvíþætta. „Ekki aðeins er fólk fyrr á ferðinni en áður heldur eru einfaldlega fleiri að bóka.“ Aðspurð kveðst Nadine ekki í nokkrum vafa um að spá um fjölg- un ferðamanna muni ganga eft- ir og telur víst að viðurkenning Lo- nely Planet muni skila sér í auknum fjölda ferðamanna um Vesturland. „Það eru ótrúlega margir sem fylgja ferðahandbókum eins og þeim sem Lonely Planet gefur út. Ísland er mjög mikið í tísku í útlöndum um þessar mundir,“ segir hún og von- ast eftir skemmtilegu ári með vax- andi fjölda ferðamanna. „Ég held að allir munu njóta góðs af. „Trendið“ hjá ferðaskrifstofum er orðið þannig Ferðaþjónustufólk horfir björtum augum til framtíðar Sigrún Þormar í Snorrastofu ræðir við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, ráðherra ferðamála. Áhugasamur gestur Mannamóts kynnir sér starfsemi Ullarselsins á Hvanneyri. Ljómalindarkonurnar Agnes Óskarsdóttir og Eva Hlín Alfreðsdóttir klæddu sig upp fyrir Mannamót. Kári Viðarsson í Frystiklefanum, Þór Magnússon á Gufuskálum og Rúna Björk Magnúsdóttir í Langaholti. Sigrún Erla og Ólöf Eyjólfsdætur á Hótel Rjúkanda. Snorri Victor Gylfason, matreiðslumað- ur og framkvæmdastjóri á Hótel Vogi á Fellsströnd, ásamt Gísla Auðunssyni, kollega sínum úr Vestmannaeyjum. Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness, hvetur til aukinnar vetrarferðamennsku. Gunnar Garðarsson og Jóhanna Guðbrandsdóttir á Bjargarsteini í Grundarfirði. Rósa Björk Sveinsdóttir kynnti starfsemi kaffihússins Skemmunnar á Hvanneyri. Nadine Walter hjá Sæferðum sagði engar breytingar á rekstri fyrirtækisins fylgja nýju eignarhaldi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.