Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 20168 Vinna bug á ljósmengun HVALFJ.SV: Faxaflóahafn- ir hyggjast ráðast í úrbæt- ur á Grundartangasvæðinu á þessu ári með það fyrir aug- um að draga úr ljósmengun frá svæðinu. Nokkuð hef- ur verið um kvartanir vegna hennar. Verkfræðistofan Verkís hefur unnið að ljós- mælingum á Grundartanga í haust og skilað skýrslu um niðurstöðurnar. Sú skýrsla hefur verið send umhverf- is- og skipulagsnefnd Hval- fjarðarsveitar og þeim fyr- irtækjum sem málið snert- ir. Hver lóðarhafi á Grund- artangasvæðinu er ábyrgur fyrir sínu svæði en Faxaflóa- hafnir hyggjast ríða á vaðið með góðu fordæmi. Þannig á að taka ljósamálin á sjálfu hafnarsvæðinu og annars staðar þar sem lóðir heyra beint undir hafnirnar til end- urbóta með það fyrir augum að draga úr ljósmengun við Hvalfjörðinn . -mþh Aflatölur fyrir Vesturland 16. - 22. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 18.933 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 10.337 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 12.453 kg. Mestur afli: Kvika SH: 12.453 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 340.586 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 124.372 kg í tveimur lönd- unum. Ólafsvík 24 bátar. Heildarlöndun: 587.341 kg. Mestur afli: Bárður SH: 66.608 kg í níu löndunum. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 691.893 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 131.881 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 120.967 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 29.035 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 76.055 kg. 21. janúar. 2. Örvar SH – RIF: 64.962 kg. 16. janúar. 3. Hringur SH – GRU: 64.679 kg. 20. janúar. 4. Steinunn SH – GRU: 63.435 kg. 20. janúar. 5. Saxhamar SH – RIF: 61.004 kg. 21. janúar. mþh Stórfelld fjölgun liðskiptaaðgerða AKRANES: Liðskiptaað- gerðum verður fjölgað á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi á þessu ári sam- kvæmt sérstökum samningi við heilbrigðisráðuneytið. Að sögn Guðjóns Brjánssonar forstjóra HVE nemur fjölg- unin 75 aðgerðum umfram þær 110 aðgerðir sem áætlað- ar höfðu verið á árinu. „Eins og kunnugt er, þá hefur verið unnið að því að stytta biðlista í tilteknum aðgerðaflokkum í heilbrigðiskerfinu sem lengst hafa til muna undanfarin misseri. Í þessu sambandi má nefna að nú bíða nær þúsund Íslendingar eftir liðskiptaað- gerð. Önnur sjúkrahús sem taka þátt í átaksverkefninu eru LSH og Sjúkrahúsið á Akur- eyri en markmið stjórnvalda er að aðgerðum á þessu sviði fjölgi í heild um 570 á árinu. Þess er vænst að áframhald verði á þessu verkefni á næsta ári en stofnunin fær skilyrta fjárveitingu að upphæð ríflega 54 milljónir króna ef tekst að uppfylla markmiðin um 75 að- gerðir til viðbótar innan árs- ins. Við þessa aukningu í starf- seminni verður nauðsynlegt að fjölga fagfólki um ríflega þrjú stöðugildi,“ segir Guðjón. –mm Ekki akfært að fossinum Glym HVALFJ: Vegagerðin vek- ur athygli á að vegna vinnu við brú á Litlu-Botnsá í Hval- firði verður brúin lokuð um tíma og ekki hægt að aka að bílastæði hjá fossinum Glym. Hægt er að komast fótgand- andi. Áætlað er að brúin verði lokuð til 1. febrúar nk. –mm Sveitakeppni í sveitinni BORGARFJ: Sveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar hófst síðastliðinn mánudag og mættu níu sveitir til leiks. Spiluð eru tvisvar sinnum 12 spil á kvöldi og tekur keppn- in því yfir fimm kvöld. Spil- að er með forgefnum spilum og því hægt að reikna út Böt- ler samhliða. Dóra Axelsdóttir mætti með drengina, þá Rún- ar Ragnarsson, Stefán Kal- mansson og Sigurð Má Ein- arsson og virðast þau illvið- ráðanleg, unnu báða leikina og sitja á toppnum með 31,42 stig af 40 mögulegum. Anna Heiða frá Múlakoti mætti með frækna sveit Skagamanna, tvo af þeim að vísu Borgfirðinga að uppruna. Liðsmenn henn- ar er þeir Guðmundur Steinar Jóhannsson, Magnús Heiðarr Björgvinsson og Einar Guð- mundsson. Þau byrjuðu á yf- irsetunni en unnu svo stór- sigur og eru í öðru sæti með 30,66 stig. Þriðja sætið verma svo Kolhreppingar, en þar eru á ferð Gísli í Mýrdal, Ólaf- ur á Brúarhrauni, Sigurður í Hraunholtum og Guðmund- ur í Hvalseyjum. Þeir félagar hafa 26,29 stig. Í Bötlernum eru það Sigurður Már og Stef- án sem tróna yfir aðra með 2,34. -ij Síðastliðið föstudagskvöld mætt- ust lið Reykhólahrepps og Reykja- víkur í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV. Lið Reyk- hólahrepps skipuðu sem fyrr Guð- jón Dalkvist Gunnarsson, Kristján Gauti Karlsson og Ólína Kristín Jónsdóttir. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og til marks um það má nefna að svar kom við hverri einustu spurn- ingu í fyrsta hluta þáttarins. Fyr- ir síðari helming þáttarins munaði aðeins tveimur stigum á liðunum, þar sem Reykjavík leiddi 44-42. Liðsmenn Reykhólahrepps fundu ekki fjölina sína á lokakaflanum á meðan Reykvíkingum gekk bet- ur. Lokatölur urðu 70-52 og því ljóst að þátttöku Reykhólahrepps í spurningakeppninni er lokið. kgk Reykhólahreppur úr leik í Útsvari Útsvarslið Reykhólahrepps. F.v. Guðjón Dalkvist Gunnarsson, Kristján Gauti Karlsson og Ólína Kristín Jónsdóttir. Skjáskot úr þættinum. Rósahafi vikunnar í Vetrarkærleik Blómasetursins – Kaffi kyrrðar í Borgarnesi, er Erla Kristjánsdótt- ir fyrir, eins og segir í tilnefning- unni; „hvað hún vill öllum vel og er alltaf til í að rétta hjálparhönd auk þess sem hún er frábær yoga kenn- ari sem hjálpar bæði ungum sem öldnum. Erla er góð og kærleiksrík manneskja.“ mm Erla er rósa- hafi vikunnar Hjónin Erna Guðnadóttir og Einar J. Ólafsson kaupmenn í Einarsbúð voru tilnefnd Skagamenn ársins á fjölmenni Þorrablóti Skagamanna sem fram fór síðastliðið laugardags- kvöld. Þau fengu viðurkenninguna fyrir að hafa þjónað Skagamönnum frábærlega í yfir 50 ár en þau hafa starfað saman í versluninni allt frá árinu 1965 og Einar lengur. mm/ Ljósm. Kristinn Pétursson Erna og Einar eru Skagamenn ársins Bæði Íþróttabandalag Akraness og Knattspyrnufélag ÍA eiga stór- afmæli á þessu ári. ÍA verður 70 ára í vor en KFÍA verður 30 ára, en það var stofnað með sameing- ingu knattspyrnufélaganna Kára og KA. Að sögn Magnúsar Guð- mundssonar formanns KFÍA er formlegur afmælisdagur KFÍA 3. febrúar. Magnús segir að til standi að fagna afmæli KFÍA með hátíð- araðalfundi 18. febrúar næstkom- andi. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa verður Geir Þorsteins- son formaður KSÍ heiðursgestur á fundinum. Nokkrir fyrrum knatt- spyrnumenn og aðrir einstakling- ar sem staðið hafa þétt við bakið á knattspyrnunni á Akranesi verða auk þess heiðraðir á afmælinu. Stjórn KFÍA mun koma saman á afmælisdaginn 3. febrúar og verð- ur þar ákveðið hverjir verða heiðr- aðir í tilefni afmælisins. mm Afmælisár hjá Knattspyrnufélagi ÍA Lið ÍA árið 1996. Þarna má sjá ýmis kunnugleg andlit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.