Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201626 Hvernig líst þér á að til standi að taka upp amerísku stórmyndina Fast 8 hér í bæ? Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Valdís Stefánsdóttir: „Bara vel. Húsmæður á Akranesi verða líklega duglegar að fara í göngutúra um Neðri-Skagann.“ Ingþór Sigurðsson: „Mér líst bara vel á það.“ Þórunn Anna Magnúsdóttir: „Ég hef bara enga sérstaka skoð- un á því.“ Björnfríður Björnsdóttir: „Mér líst illa á það. Það verða örugglega margar götur lokað- ar, maður verður lengur á leið í vinnuna og þetta verður bara vesen.“ Guðmundur Ingþór Guðjóns- son: „Glimrandi vel. Þetta verður flott kynning fyrir Skagann.“ Inga Elín Cryer sundkona frá Akranesi keppti um liðna helgi á Reykjavik International (RIG). Þar synti hún 50, 100 og 200m flugsund og 200m skiðsund. Þetta var fyrsta sundmót árs- ins í 50m laug og gekk henni nokkuð vel. Hún bætti m.a. tíma sinn í 50m flugsundi og var nálægt sínum bestu tímum í hinum grein- unum. Á mótinu sigraði hún í 100 og 200m flugsundi, varð í öðru sæti í 50m flugsundi og 200m skriðsundi. Mótið var geysisterkt en þar voru m.a. keppendur frá Noregi, Danmörku og Færeyjum auk Íslendinganna. Inga Elín ætlar nú að leggja meiri áherslu á flugsundsgreinarnar og 200m skriðsund, en þar eru mestu möguleikarnir fyrir hana að ná Ólympíulágmarkinu. Undanfarin ár hefur hún keppt í langsundsgreinum, 800 og 400m skriðsundi, en hún hefur ákveðið ásamt þjálf- ara sínum að hvíla þær greinar fram í mars og sjá svo til eftir það. „Nú halda áfram æfingar af fullum krafti og er ég að vinna fulla vinnu samhliða sundinu. Þannig er álagið nokkuð mikið, en ég ætla mér að ná ÓL lágmarkinu,“ segir hún. mm Inga Elín stefnir að lágmarki á ÓL Þriðjudaginn 19. janúar síðastliðinn stóð Sundfélag Akraness fyrir hinu árlega Bárumóti sem haldið er til minningar um Báru Daníelsdóttur. Mótið fór fram í Bjarna- laug og syntu 52 sundmenn úr SA í 50 m bringusund og 50 m skriðsund í keppninni um stigahæsta sundmanninn. Mótið er fyr- ir sundfólk á aldrinum 8-12 ára. Skemmst er frá því að segja að í meyja- flokki sigraði Ragnheiður Karen Ólafsdóttir. Aníta Sól Gunnarsdóttir hafnaði í öðru sæti og Auður Elsa Kristjánsdóttir í þriðja. Í sveinaflokki sigraði Alex Benjamín Bjarna- son en Kristján Magnússon hafnaði í öðru sæti. Þriðja sætið kom í hlut Rafaels Andra Williamssonar. kgk Ragnheiður og Alex sigruðu á Bárumótinu Alex Benjamín Bjarnason og Ragnheiður Karen Ólafs- dóttir, Bárumeistarar 2016, með verðlaunagripina. Ljósm. SA. Sex klifrarar frá ÍA tóku þátt á móti í Klifurhús- inu í Reykjavík um liðna helgi. Karen Káradótt- ir og Sylvía Þórðardóttir kepptu í 8-10 ára flokki og Hjalti Rafn Kristjánsson í 11-12 ára flokki. Öll náðu þau stigalágmarki mótsins í sínum flokki og hlutu aukaverðlaun fyrir vikið. Í unglinga- flokki 13-15 ára kepptu Ástrós Elísabet Ást- þórsdóttir, Brimrún Eir Óðinsdóttir og Þorgils Sigurþórsson og stóðu sig með prýði og var Ástrós Elísabet var hársbreidd frá því að tryggja sér verðlaunasæti. Síðasta mót vetrarins verður haldið í mars og að því loknu verður bikarmót- ið í apríl þar sem stigahæstu keppendur lands- ins etja kappi. Að sögn Þórðar Sævarssonar klifurþjálfara hefur verið aukning í klifur hjá ÍA á árinu og má það ekki síst rekja til stækkaðrar aðstöðu, en stutt er síðan klifurfélagið fékk viðurkenn- ingu fyrir frábært uppbyggingarstarf frá stjórn Íþróttabandalags Akraness. mm/þs Tóku þátt í klifur- móti í Reykjavík Blaklið Ungmennafélags Grundar- fjarðar stóð í ströngu í liðinni viku. Stelpurnar mættu bikarmeisturum Aftureldingar í íþróttahúsi Grund- arfjarðar á fimmtudag. Bikarmeist- ararnir voru aðeins of stór biti fyr- ir heimamenn sem töpuðu leiknum 3-0 þrátt fyrir ágætis spretti inn á milli. Svo áttu stelpurnar bikarleik gegn HK Wunderblak í Fagralundi á laugardaginn. Öllu betur gekk í þeim leik fyrir Grundfirðinga en leikurinn endaði 3-1 Grundarfirði í vil og stelpurnar verða því í pott- inum þegar dregið verður í átta liða úrslit í bikarkeppni blaksambands- ins. Drátturinn fer fram 27. janú- ar en þá kemur í ljós hverjir verða andstæðingar UMFG í næstu um- ferð. tfk Tap og sigur UMFG í blakinu Leikmenn UMFG fagna í leikslok. Karlalið Snæfells í körfunni halaði sér inn gríðarlega mikilvæg stig þegar það sigraði Hött frá Egils- stöðum með minnsta mun í hörku- leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn í Dominos deildinni. Viðureign- in endaði 90-89. Hér var um mik- inn spennuleik að ræða þótt leik- urinn þætti á köflum minna meira á götubolta en skipulagðar og vel útfærðar sóknir. Héraðsbúar komu prýðilega innstilltir til leiks og náðu í upphafi sex stiga for- ustu, sem fljótlega í öðrum leik- hluta var þó unnin niður. Heima- menn leiddu með 45 stigum gegn 40 í hálfleik. Í síðari hluta leiks- ins var skammt á milli liðanna á stigatöflunni en tvö síðustu stig- in skoraði Sigurður Á Þorvaldsson af vítalínunni. Hattarmenn fengu tækifæri til að komast yfir í loka- sókninni en mistókst að færa sér það í nyt. Með sigrinum hafa Snæ- fellingar komið sér í þægilega fjar- lægð frá fallsæti og geta látið sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni í vor. mm/ Ljósm. Eyþór Ben. Götuboltaspil en naumur sigur karlaliðs Snæfells Stjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að hinu árlega Norðuráls- móti polla í knattspyrnu verði flýtt um eina viku næsta sumar. Í stað þess að mótið hefði átt að fara fram um þjóðhátíðarhelgina verður það nú dagana 10.-12. júní. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar for- manns KFÍA er ástæðan Evrópu- meistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Frakklandi 14. júní. Beiðni um færslu Norðurálsmótsins barst frá nokkrum íþróttafélögum sem töldu erfitt að manna ferð á Akranes vegna þess hversu margir hyggjast verða í Frakklandi á þessum tíma. Magnús segir í samtali við Skessu- horn að búið sé að hafa samband við öll félögin sem sent hafa lið til keppni undanfarin ár og býst hann ekki við neinum forföllum utan eitt félag sem ekki á heimangengt þessa helgi. Í stað þess er von á heim- sókn knattspyrnuliðs frá Græn- landi sem í fyrsta skipti verður nú gestalið á Norðurálsmóti. Magn- ús segir að sem fyrr gæti tilhlökk- unar hjá foreldrum og aðstandend- um KFÍA vegna Norðurálsmótsins. „Það er okkur afar þýðingarmikið að vel takist til með Norðurálsmót því það er orðið okkar stærsta fjár- öflun. Afrakstur af mótinu er nýttur til að byggja upp yngri flokkastarfið hjá okkur.“ mm Norðurálsmótinu flýtt um viku vegna EM Gunnhildur Gunnars- dóttir körfuknattleik- skona í Snæfelli var síðastliðinn þriðju- dag útnefnd Íþrótta- maður Snæfells 2015 og fékk afhentan bikar og blóm eftir stórleik Snæfells og Hauka, en liðin verma toppsæti deildarinnar. Gunn- hildur leikur nú með Snæfelli í körfunni og átti drjúgan þátt í vel- gengni liðsins á síðasta ári þegar Snæfell varð meistari enn og aftur. Gunnhildur hefur í ár skorað um 12 stig í leik og tekið um fimm fráköst að jafnaði með liði Snæfells. mm/ Ljósm. Eyþór Ben. Gunnhildur er íþróttamaður Snæfells 2015 Hér er Gunnhildur ásamt þeim Hjörleifi Kr. Hjörleifssyni formanni Snæfells og Maríu Valdimars- dóttur stjórnarmanni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.