Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201624 Það var glatt á hjalla hjá konunum í Sorptimistaklúbbi Akraness þeg- ar lagt var í árlegan pönnuköku- bakstur fyrir bóndadaginn síðastlið- inn fimmtudag. Framtak klúbbfélaga hefur mælst vel fyrir í fyrirtækjum í bæjarfélaginu sem fyrir löngu eru orðin fastir áskrifendur að pönnu- kökum að morgni bóndadags. Að sögn Önnu Láru Steindal blaðafull- trúa Soroptimista á Akranesi hófst baksturinn síðdegis á fimmtudeg- inum og stóð fram á rauða kvöld. Klukkan sex að morgni var svo haf- ist handa við að bæta bæta í sykri og rjóma, pakka pönnsunum og aka með sendingarnar í fyrirtækin. „Það eru um 80 fyrirtæki sem kaupa af okk- ur og taka þessu afskaplega vel. Fyrir það erum við þakklátar,“ sagði Anna Lára. Í klúbbnum eru um 30 félagar og af þeim bökuðu 22 konur að þessu sinni. Pönnukökurnar runnu ljúflega niður hjá starfsmönnum fyrirtækja en geta má þess að uppskriftin er úr smiðju Ólínu Jónsdóttur kennara. „Við bökuðum 3400 pönnukökur að þessu sinni. Þetta er okkar helsta fjáröflun, en Soroptimistar eru al- þjóðleg samtök kvenna sem styrkja kynsystur sínar. Við komum sam- an einu sinni í mánuði að vetrinum í húsnæði HVER og það eru ein- mitt konur þar sem notið hafa góðs af fjáröflun okkar í gegnum sérstakan námssjóð,“ segir Anna Lára. mm Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf DAGLEGIR VÖRUFLUTNINGAR Stykkishólmur – Reykjavík B. Sturluson ehf. Nesvegi 13, Stykkishólmi 438 1626 / 862 1189 Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 SMÍÐAVINNA – MÚRVERK RG ehf Bárugötu 19, Akranesi • Sími 821 2490 • ragnar4646@gmail.com Pennagrein Íþróttabandalag Akraness óskar öll- um gleðilegs nýs árs með þökk fyr- ir gott samstarf og stuðning á liðnu ári. Við höfum trú á að árið 2016 verði gott ár fyrir okkur öll, sjötug- asta starfsár ÍA með fullt af tækifær- um sem við ætlum bæði að nýta og njóta. Framundan eru mörg spenn- andi verkefni á íþróttasviðinu og samfélagið okkar á Akranesi mun vaxa og dafna. Á þessu starfsári mun Íþrótta- bandalag Akraness opna sérstaka þjónustumiðstöð í íþróttahúsinu við Vesturgötu og er henni ætlað að þjónusta íþróttafólk og almenn- ing betur en nú er gert. Við teljum mikilvægt að veita framúrskarandi þjónustu varðandi íþróttamálefni. Vera ávallt til staðar til að ræða góð- ar hugmyndir og fylgja framfaramál- um eftir. Eins og flestir vita er Íþrótta- bandalag Akraness breiðfylking átj- án aðildarfélaga sem halda úti um- fangsmiklu íþróttastarfi sem nær til allflestra heimila á Akranesi. Á þriðja þúsund einstaklinga koma að starfinu með beinum hætti. Við höfum metn- að til að halda merki ÍA og Akraness hátt á lofti í öllum íþróttagreinum. Við viljum einnig mæta ólíkum þörf- um einstaklinga og samfélags með áherslu á uppeldisleg gildi og öfl- ugt félagsstarf. Í samræmi við þenn- an vilja gengst ÍA á afmælisári fyrir fjölbreyttum námskeiðum og fræðslu fyrir ólíka hópa s.s. fyrir afreksmenn í íþróttum, foreldra íþróttamanna, stjórnarfólk í íþróttafélögum, þjálf- ara og fólk sem vill stunda heilsuefl- ingu. Kjörorð ÍA sem íþróttabandalags við að efla íþróttir á Akranesi má setja fram á eftirfarandi hátt: Að koma saman er byrjun, Að ræða saman eru framfarir, Að vinna saman er árangur. Íþróttabandalag Akraness hvetur öll aðildarfélög og félagsmenn sína til að hlúa vel og jafnt að uppeldisstarfi sem afreksstarfi. Eðli íþrótta kall- ar stundum á að menn fylgjast frek- ar með árangri í einstökum íþrótta- greinum en uppeldislegum gildum. Hvoru tveggja verður þó ekki skil- ið að án þess að hafa áhrif á hinn þáttinn. Við getum sagt að uppeld- isleg gildi og afreksleg gildi séu ein- faldlega tvær hliðar á sama peningn- um og annað geti ekki án hins verið. Áherslur á afreksstarf auka í sjálfu sér ekki nýliðun í félagi og aukin nýliðun tryggir ekki farsælt afreksstarf. Það þarf hvoru tveggja til að ná árangri. Kjarnastarf ÍA liggur einmitt í heildstæðri nálgun en ekki í aðgrein- ingu milli afreks og annars. Í þessu sambandi fagnar framkvæmdastjórn bandalagsins auknu félagsstarfi, fræðslu- foreldra- og hópastarfi inn- an aðildarfélaganna. Það er fagnað- arefni að sjá fjölbreytta nálgun í þjálf- un, aukið samstarf milli íþróttagreina og margskonar hópefli. Í sumum ár- göngum eru yfir 90% barna á Akra- nesi þátttakendur í starfi íþrótta- hreyfingarinnar og það er samfélags- leg ábyrgð okkar að huga að félags- legum þáttum og efla æsku Akraness á allan hátt. Við hvetjum fólk á öllum aldri til að stunda íþróttir og almenna heilsueflingu. Góð heilsa er ómet- anleg auðlind sem við skulum gæta að með öllum ráðum. Margt er í boði til heilsueflingar hér á Akranesi og áhugasamir geta kynnt sér fram- boð íþróttagreina á heimasíðu okk- ar www.ia.is. Nýir félagar eru sér- staklega boðnir velkomnir í okkar hóp. Hjá aðildarfélögum ÍA er alltaf nóg um að vera og verkefni við allra hæfi. Það verða ekki allir afreksmenn í íþrótt en það geta allir gefið og þeg- ið í íþróttastarfi. Tökum þátt í íþróttastarfi því ÍA er þar sem hjarta Akraness slær. Sigurður Arnar Sigurðsson, for- maður ÍA Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, vara- formaður ÍA Tökum þátt í íþróttastarfi, leggjum áherslu á bæði uppeldis- og afreksgildi Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar 19. janúar síðastliðinn var tekin til umfjöllunar fyrirhuguð breyt- ing Íslandspósts á póstdreifingu til dreifbýlis sem gerð er samkvæmt heimild sem Póst- og fjarskipta- stofnun gerði í samræmi við reglu- gerð innanríkisráðuneytisins. Þar var Íslandspósti heimilað að fækka dreifingardögum í dreifbýli niður í annan hvern virkan dag í stað dag- legrar dreifingar eins og verið hef- ur. Kemur það þannig út að aðra hverja viku verða tveir dreifingar- dagar og vikuna á móti þrír dag- ar. Breytingin mun ekki hafa áhrif á dreifingu á póststöðvarnar sjálfar og verður því starfsemi pósthússins í Búðardal með sama móti þegar frá er talin póstdreifingin frá Búðardal til dreifbýlis. „Sveitarstjórn Dala- byggðar mótmælir boðaðri þjón- ustuskerðingu og álítur að um sé að ræða óþolandi mismunun milli dreifbýlis og þéttbýlis. Sérstaklega er mótmælt þeirri túlkun Íslands- pósts að dreifing tvo daga vikunn- ar uppfylli kröfur reglugerðarinn- ar. Auk þess þykir dreifing með tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina vikuna vera ávísun á rugling og snöggtum skárra væri að hafa þrjá dreifingardaga allar vikur.“ Þá segir einnig í ályktun sveit- arstjórnar að Dalabyggð sé dreif- býlt sveitarfélag og hafa íbúar nýtt hingað til ágæta þjónustu Íslands- pósts á margvíslegan hátt. Sem dæmi hafa bændur getað pantað lyf hjá dýralækni í símatíma að morgni og fengið þau með póstinum sam- dægurs. Sama gildir að einhverju leyti um sendingar frá apótekinu og varahluti í búvélar sem eiga til að bila yfir bjargræðistímann og þurfa skjóta þjónustu. Einhverjir eru enn áskrifendur að dagblöðum enda nettengingar víða þannig að ekki er boðlegt að reyna að lesa blöð- in á tölvuskjá. „Með boðari breyt- ingu geta áskrifendur gert ráð fyrir að fá dagblöð síðustu fjögurra daga á þriðjudegi,“ segir í ályktun sveit- arstjórnar. sm Dalamenn mótmæla þjónustuskerðingu Íslandspósts Bökuðu á fjórða þúsund pönnukökur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.