Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201618 Sjávarútvegsfyrirtækið KG Fisk- verkun í Rifi er í sókn. Rétt fyr- ir jólin fékk fyrirtækið skip númer tvö í flota sinn. Það er línuveiðar- inn Faxaborg SH. Skipið var keypt notað en endurbætt mjög mikið í skipasmíðastöð í Njarðvík áður en því var siglt til heimahafnar í Rifi. Fyrir átti KG Fiskverkun línuskip- ið Tjald SH. Árið 2007 flutti fyrir- tækið í nýtt og stórglæsilegt hús á hafnarsvæðinu í Rifi þar sem unnin hafa verið söltuð þorskflök í rúm- lega 2000 fermetra vinnslusal. Nú er verið að byggja 750 fermetra nýtt húsnæði til viðbótar við þetta sem standa á tilbúið í vor. Aukn- ingin á vinnsluplássi verður þannig veruleg. „Við framleiðum eingöngu söltuð fiskflök úr þorski og svo að- eins af löngu og keilu. Nær öll okk- ar framleiðsla fer til eins kaupanda í Barelona á Spáni. Þannig hefur það verið síðan 1996. Það er rétt nú upp á síðkastið að við höfum aðeins prófað að selja á Ítalíumarkaði,“ segir Hjálmar Kristjánsson fram- kvæmdastjóri og aðaleigendi KG Fiskverkunar. Golþorskurinn er kominn aftur KG Fiskverkun er umsvifamikið fyrirtæki á Snæfellsnesi. „Við höf- um verið að framleiða um þúsund tonn árlega af söltuðum afurð- um. Hér í landvinnslunni hjá okk- ur starfa um 25-30 manns. Síðan eru sjómenn á Tjaldi og Faxaborg,“ segir Hjálmar. Í heildina starfa um 55-60 manns hjá KG Fiskverkun bæði á sjó og landi. Þar af eru 21 á Tjaldinum og 6 á Faxaborg. Auk þess skapar fyrirtækið ýmis afleidd störf svo sem í iðn- og tæknigrein- um. Í máli Hjálmars kemur fram að öll landvinnslan er til dæmis nán- ast öll með íslenskum tækjabúnaði og Faxaborg SH var endurnýjuð í skipasmíðastöð hér á landi. „Allt hráefni í okkar vinnslu hefur komið úr afla línubátsins Tjalds SH sem er í eigu fyrirtæk- isins. Þorskurinn fer til okkar en hitt fer á markað. Nú síðast bætt- ist svo nýr bátur við. Það er Faxa- borg SH sem einnig er með beitn- ingarvél eins og Tjaldur. Hún á að landa ferskum afla hingað í vinnsl- una á tveggja sólarhringa fresti. Tjaldur er svo stílaður á að koma inn á fimmta degi nema það veiðin sé þess betri og hann þurfi að koma inn fyrr. Ástæða þess að við bætum við nýju skipi er sú að við viljum stækka fyrirtækið aðeins meira og kaupin á Faxaborg eru liður í því. Við höfum ekki keypt til okkar afla- heimildir af því tilefni enn, en erum þó opin fyrir slíku. Vonandi vaxa veiðiheimildirnar síðan á komandi árum,“ segir Hjálmar. Enginn vafi er á því að þorsk- stofninn er í vexti og það gef- ur væntingar. Hjálmar hefur starf- að í sjávarútveginum allt sitt líf og þekkir því sveiflurnar vel. „Ég held að hrygningarstofn þorsksins við Ísland í dag sé miklu stærri en menn vilja viðurkenna. Við sjáum til dæmis að stærðin er allt önnur á öllum þorski allt í kringum landið. Í dag erum við að fá miklu, miklu stærri fisk heldur en fyrir sjö til tíu árum síðan. Það er mikill munur á. Golþorskurinn er kominn aftur,“ segir hann. Þorskurinn styrkist mikið Tölur úr vinnslunni sanna síð- astnefndu fullyrðingu Hjálm- ars. Hann lýsir því: „Við flokkum þorskaflann okkar um borð í Tjald- inum í tvo flokka, það er fiska und- ir og yfir 75 sentímetra á lengd. Við erum með margar veiðiferðir núna þar sem um tíu prósent línuaflans er fiskur undir 75 sentímetrum. Ég man eftir því þegar meðalvigt- in á óslægðum línuþorski var bara 1,9 kíló og 2,2 kíló þegar hann var vænn. Það var um og eftir 1980. Nú finnst okkur smátt ef smáfisk- urinn undir 75 sentímetra lengd er 2,2 kíló slægður. Það er ekki annað að sjá en þorskurinn sé vel haldinn og hafi nóg æti. Maður heyrir jafn- vel nú upp á síðkastið frá togurun- um að stóri þorskurinn sé byrjað- ur að éta minni þorska. Okkar sjó- menn hafa einnig aðeins orðið varir við slíkt hjá þorskinum sem veiðist á línuna.“ Hjálmar segir einnig að þorskur- inn við Ísland sé búinn að breytast mikið. „Fyrir nokkrum árum þeg- ar við byrjuðum að róa austur fyr- ir land þá var mun meiri nýting í fiskinum þar heldur en hérna meg- in. En það var meira los í fiskin- um þaðan og hann var dekkri. Nú í dag er nýtingin orðin mjög góð hér vestanmegin landsins og fiskurinn hér er ljósari og betra hráefni í okk- ar afurðir en fiskur að austan.“ Átti að byrja fyrr að bæta við kvótann Hjálmar telur sjálfur að aflaheim- ildir í þorski hafi verið að aukast of hægt frá ári til árs. „Við hefð- um mátt byrja fyrr að bæta við kvótann þó þessar aukningar hefðu kannski ekki þurft að koma í stærri þrepum. Við höfum set- ið af okkur sóknarfærin. Á árun- um 2009-2011 vantaði mun meira af þorski á markaði. Allar aðstæð- ur á mörkuðum voru afar hagfelld- ar og verðin í hámarki. Þá hefð- um við átt að auka meira við kvót- ann og við misstum þetta framhjá okkur. Gott og öruggt framboð af fiski skiptir einnig miklu máli. Ef við getum sent þorskinn jafnar inn á markaði þá eykur það eftirspurn. Við þyrftum að geta haft þetta eins og í eldislaxinum þar sem fram- boðið er jafnt og stöðugt. Okk- ar vara, þeirra sem erum að salta og frysta, á alltaf að vera til af því við erum með svo langan líftíma á þessum vörum. Þannig eru kröf- urnar bara í dag.“ Íslenskur sjávarútvegur er að mati Hjálmars Kristjánssonar vel undir það búinn að veiða meira og auka hráefnisvinnslu á bol- fiski. „Vinnslugetan bæði til sjós og lands í íslenskum sjávarútvegi er næg í dag til að taka á móti tölu- verðri kvótaaukningu í þorski. Fiskiskipaflotinn er að mörgu leyti vannýttur og það er nóg af hús- næði og tækjakosti sem nýta mætti mun betur en gert er er í dag. Þetta er meðal ástæða þess að aukning í þorskkvóta mun ekki skila sér fylli- lega í samsvarandi fjölgun á störf- um í greininni. En nýtingin á framleiðslutækjunum verður betri. Ég hugsa að allir séu með borð fyrir báru í vinnslunum í dag til að taka við meira af hráefni án þess að þurfa að stækka mikið við sig.“ Hóflega bjartsýnn á 2016 Aðspurður segir þessi reyndi út- gerðar- og fiskvinnslumaður að að síðasta ár hafi verið ágætt fyrir KG Fiskverkun. „Það var heldur lak- ara en árið á undan sem var mjög gott, en samt ekkert sem hægt er að kvarta yfir. Segja má að efna- hagslífið almennt í heiminum hafi skapað okkur lakara rekstrarskil- yrði 2015 heldur en 2014. Vissu- lega var sumt hagfellt eins og þró- un í olíuverði. Við verðum þó að hafa í huga að olíuríkin kaupa líka vörur og greiða fyrir þær meðal annars með tekjum sínum af olíu- sölu. Ef tekjur þeirra minnka þá dregur úr kaupgetu hjá þeim. Verð á afurðum til þeirra lækka. Hjá okkur er það þannig að afurða- verð frá okkur til slíkra ríkja hefur lækkað meira heldur en sem nem- ur lækkun á olíuverði. Aukaafurðir úr okkar vinnslu svo sem hausar og hryggir fara í fiskþurrkun þar sem stærsti markaðurinn er olíurík- ið Nígería í Afríku. Þar hafa verð lækkað mjög mikið, það má segja að hryggir og hausar séu verðlitl- ar afurðir í dag. Þetta bitnar auð- vitað á okkur sem seljum hráefnið í þessa framleiðslu. Spánn sem er okkar aðal markaðsland lenti svo í miklum efnahagshremmingum fyrir nokkrum misserum síðan eins og reyndar mörg önnur lönd Evr- ópu. Batinn þar hefur aðeins látið á sér kræla en hann er mjög hæg- ur. Afurðaverð á saltfiski frá okkur var aðeins upp á við á síðasta ári en mjög lítið, allavega hjá okkur.“ Hjálmar segist hóflega bjartsýnn í upphafi nýs árs. „Ég býst við að veiðin verði góð. Gæði fisksins verða mikil og þægilegt að sækja hann á miðin. Ég veit hins vegar ekki hvað ég skal segja um mark- aðsaðstæður. Þar eru fleiri blik- ur á lofti svo sem í alþjóðamálum. Efnahagskerfi heimsins gæti farið að hiksta. Einhver sagði að ef Kína hnerraði þá fengi heimurinn kvef. En við erum auðvitað að framleiða matvöru og sama hvernig allt fer þá þarf fólk að borða. Það verður ekkert vandamál að selja vöruna, spurningarnar munu kannski frek- ar snúast um verð.“ mþh Hjálmar Kristjánsson framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar: „Þorskstofninn hefur styrkst mikið“ Hjálmar Kristjánsson framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar í Rifi á Snæfellsnesi. Línuskipið Tjaldur SH við bryggju framan við hús KG fiskverkunar sem tekið var í notkun 2007. Línuskipið Faxaborg SH kemur fyrsta sinni til heimahafnar í Rifi rétt fyrir jól. Ljósm. af. Bygging KG Fiskverkunar er glæsilegt hús. Nú er verið að stækka framleiðslu- hlutann um rúmlega þriðjung og á nýi hlutinn að verða tilbúinn í vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.