Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 28
Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Óskaskrínin okkar eru frábær leið til þess að gefa upplifanir í stað hluta. Hægt er að velja um fjórar tegundir gjafakorta, Rómantík, Gourmet, Töff og Dekurstund. Í hverju óskaskríni er fjöldi valkosta sem hægt er að velja úr. Í Rómantík er meðal annars að finna gistingu fyrir tvo ásamt kvöldverði og morgunverði á Hótel Glym og Sveitahótelinu Hraunsnefi. Í Gourmet óska- skríninu okkar er þriggja rétta máltíð fyrir tvo á veitingahúsinu Bjargarsteini í Grundarfirði. Endilega skoðið úrvalið á heimasíðu okkar www.oskaskrin.is eða fáið nánari upplýsingar hjá Óskaskríni í síma 577-5600. Langar þig að gefa upplifun? Fyrir rúmum tveimur áratugum lauk Sigurbjörg Ósk Áskelsdótt- ir námi í landslagsarkitektúr frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi. „Ég hef alltaf haft áhuga fyrir gróðri, umhverfi og hönn- un auk þess sem ég hef alltaf haft gaman af því að teikna. Landslags- arkitektúr sameinar öll þessi áhuga- mál mín í einu fagi, sem er auðvitað tær snilld,“ segir Sigurbjörg. Eftir að hafa unnið á stofu ytra lá leiðin heim og opnaði hún Teiknistofuna Jaðar í Bæjarsveitinni og fékk strax nóg að gera. „Verkefnin fóru strax að streyma inn og fljótlega sá ég að ég þyrfti að ráða til mín starfs- mann,“ segir hún. „Úr varð að ég stofnaði Landlínur í desember árið 2000, eftir að hafa rekið teiknistof- una í þrjú ár.“ Starfsmenn Landlína fögnuðu því fyrir skömmu 15 ára afmæli fyrirtækisins. Að sögn Sigurbjargar ætlaði hún sér upphaflega að hafa stofuna í sveitinni, en sá að það gengi líklega ekki og Borgarnes væri heppilegri staðsetning. Fór hún því að svip- ast um eftir húsnæði fyrir nýja fyr- irtækið sitt. „Við fengum inni hér að Borgarbraut 61, þar sem við höf- um verið alla tíð. Leigðum fyrstu árin af Ungmennasambandinu en keyptum á endanum húsnæði á sömu hæð,“ segir hún og kveðst hæstánægð með það. „Hér er gott að vera. Það er góður andi í hús- inu. Skrifstofan er björt með góðu útsýni, við erum vel staðsett í bæn- um og síðast en ekki síst erum við óskaplega heppin með nágranna,“ segir hún. Verkefnin eru fjölbreytt Landlínur taka að sér alla almenna þjónustu á sviði landslagsarkitekt- úrs, allt frá almennri skipulagsvinnu til landmælinga og hönnunarverk- efna. Stofan hefur á undanförn- um fimmtán árum tekið að sér fjöl- mörg verkefni á sviði skipulags og hönnunar. Má þar nefna skipulag frístundabyggða, fallvatnsvirkjana, íbúðahverfa og aðalskipulagsgerð sveitarfélaga. Á stofunni hafa einn- ig verið hannaðar fjölmargar lóð- ir eins og við dvalarheimili, hótel, leikskóla, einkagarða og svæði eins og kirkjugarða, áningarstaði, úti- vistarsvæði og aðkomu fyrirtækja, svo dæmi séu tekin. „Okkar kjöl- festuverkefni eru þó að miklu leyti skipulagsverkefni sem við vinnum fyrir sveitarfélög, einkum á Vestur- landi og sunnanverðum Vestfjörð- um, en alls ekki eingöngu. Við höf- um unnið að sjö aðalskipulagsáætl- unum fyrir sveitarfélög og teljum okkur sterk á því sviði,“ segir Sigur- björg og bætir því við að um þess- ar mundir séu Landlínur að vinna í samstarfi með öðrum að gerð hverf- isskipulags eins borgarhluta fyrir Reykjavíkurborg. „Um er að ræða yfirgripsmikið samstarfsverkefni þriggja stofa, Hornsteina arkitekta sem stýrir verkinu, Urban arkitekta og Landlína sem er bæði gríðarlega skemmtilegt og lærdómsríkt.“ Sig- urbjörg segir að verkefnið hafi vak- ið athygli bæði innanlands og er- lendis. „Önnur lönd eru farin að horfa til Reykjavíkur vegna þessa frumkvöðlaverkefnisins. Helsta markmið verkefnisins er að auka sjálfbærni hverfanna og þróa og hanna notendavænt og traust skipu- lagstæki sem íbúar, hagsmunaaðilar og yfirvöld geta notað til að skipu- leggja og halda utan um uppbygg- ingu, endurbætur og þróun í grón- um hverfum,“ bætir hún við. Unnið að nýju hverfi í Stykkishólmi Þessa dagana hafa Landlínur einn- ig á sinni könnu skipulag íbúahverf- is í Stykkishólmi. „Um er að ræða alveg nýtt hverfi með bæði par- og einbýlishúsum sem rísa á við Vatns- ásinn, sem er vegfarendum á hægri hönd þegar komið er inn í bæinn,“ segir Sigurbjörg. Við þá vinnu, líkt og í skipulaginu fyrir Reykja- vík, þarf að hyggja vel að tengingu nýja hverfisins við aðra hluta bæjar- ins. „Börn sem koma til með að búa í þessu nýja hverfi verða að komast gangandi í skólann og á leikskólann og því er gert ráð fyrir göngustígum sem tryggja eiga þeim sem greiðasta leið á áfangarstaðinn,“ segir hún en bætir því við að ýmislegt annað hafi áhrif á skipulag hverfa. Nefnir hún sem dæmi veðurfar. „Það þarf að kanna ríkjandi vindátt og vind- styrk miðað við árstíðir, bæði þegar vel viðrar og í verstu veðrum.“ Sjálfbærni höfð að leiðarljósi Sigurbjörg segir nokkrar breyt- ingar hafa orðið í greininni á þeim 15 árum sem Landlínur hafa starf- að. „Það hefur orðið skýr breyting á nálgun á viðfangsefninu meðal helstu viðskiptavina okkar, sveit- arfélaganna. Nú verður maður var við bæði áhuga og pólitískan vilja til að fara í átt til sjálfbærni og skipulagsvinna fyrir sveitarfé- lögin tekur mið af því,“ segir hún. „Það er dálítið skemmtilegt til þess að hugsa að sjálfbærni og vistvæn hugsun var mjög fyrirferðamikill hluti námsins þegar ég var að læra. Það er ekki fyrr en 10 til 15 árum seinna sem þau sjónarmið fara að fá verulegan hljómgrunn meðal þeirra sem fara með framkvæmda- valdið,“ bætir hún við og brosir. „Eins virðast stjórnendur sveitar- félaga farnir að gera sér grein fyr- ir því að það skiptir máli að tryggja hagsmuni sveitarfélaganna með því að gera áætlanir sem hlúa að þeim gæðum og undirstrika þá kosti sem sveitarfélögin hafa upp á að bjóða.“ Hún segir það jöfnum höndum eiga við um þéttbýl og dreifbýl svæði. „Hagsmunir sveit- arfélaga geta meðal annars falist í því að standa vörð um gott rækt- arland, kjarr- og votlendi og með því að tryggja samgönguæðar og aðra uppbyggingu til framtíðar, svo dæmi séu tekin,“ segir Sigur- björg. Aðspurð kveðst hún ekki sjá fram á breytingar á rekstri fyrirtækisins í framtíðinni. Þar eru tveir starfs- menn, Sigurbjörg sjálf og Ulla R. Pedersen, landslagsarkitekt. „Við erum afskaplega sáttar með hlut- ina eins og þeir eru í dag,“ segir hún og lítur til baka yfir þau 15 ár sem fyrirtækið hefur starfað. „Við höfum upplifað ýmislegt á þess- um árum, bæði uppgang og nið- ursveiflu í kjölfar kreppunnar. Það er ekkert sjálfgefið að stofur eins og þessi komist í gegnum slík- ar þrengingar,“ segir hún. „Fyrir- tækið hefði aldrei komist í gegn- um niðursveiflurnar nema vegna þess að hér hefur alltaf starfað bæði hæft og gott fólk,“ bætir Sig- urbjörg við. kgk Landslagsarkitektastofan Landlínur varð 15 ára fyrir skömmu „Hér hefur alltaf starfað bæði hæft og gott fólk“ Þessa dagana hafa Landlínur á sinni könnu skipulag nýs íbúahverfis við Vatnsás í Stykkishólmi. Sigurbjörg fer yfir teikningar- nar. Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Ulla R. Pedersen, landslagsarkitektar hjá Landlínum í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.