Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201610 Í síðustu viku var farið í hópferðir frá Akranesi til að skoða fiskþurrk- unarverksmiðjur á Sauðárkróki, í Grindavík og Þorlákshöfn. Ferð- irnar stóðu til boða fyrir bæjarfull- trúa og varamenn þeirra, aðal- og varamenn skipulags- og umhverfis- ráðs og fulltrúa þeirra Akurnesinga sem hafa efast um réttmæti þess að fiskþurrkun sé rekin í íbúðabyggð eða nágrenni hennar. Auk þessa voru embættismenn frá Akranes- kaupstað með í för. Tilefnið var að kynnast betur reynslu annarra sveitarfélaga af rekstri fiskþurrk- unarverksmiðja innan bæjarmarka þeirra en miklar deilur hafa staðið á Akranesi um rekstur Laugafisks sem eigandinn HB Grandi vill nú stækka verulega. Fróðleg fisk- þurrkunarferð Ferðin var farin að tillögu Ingi- bjargar Pálmadóttur bæjarfulltrúa Frjálsra með Framsókn. Sjálf for- fallaðist Ingibjörg vegna inflúensu og komst því ekki með í ferðina. „Mér skilst þó á þeim sem fóru að þetta hafi verið afskaplega gagn- legt og fræðandi,“ segir hún. Ólaf- ur Adolfsson oddviti Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn og formað- ur bæjarráðs staðfestir að þess- ar kynnisferðir hafi heppnast vel. „Ég held að við sem fórum séum öll sammála um að þetta var mjög vel lukkað, alveg óháð því hvar fólk stendur síðan í afstöðu sinni til Laugafisks á Akranesi. Marg- ir áttuðu sig til að mynda betur á því að til að forðast lyktarmengun þá skiptir mestu máli að verið sé að vinna úr fersku hráefni í þessari framleiðslu og að vandað sé virki- lega til verka í öllu ferlinu,“ segir Ólafur Adolfsson. Meðal annars var skoðuð ný fisk- þurrkunarverksmiðja FISK Sea- food sem reist hefur verið á hafn- arsvæðinu á Sauðárkróki. „Sú verk- miðja er töluvert minni en Lauga- fiskur á Akranesi og tekur við um 70 tonnum á viku og vinnur ein- göngu úr efni frá skipum fyrirtæk- isins. Þar hafa ekki verið vandræði vegna lyktarmengunar,“ segir Ólaf- ur. Til samanburðar má geta þess að Laugafiskur hefur nú starfsleyfi sem hljóðar upp á 170 tonna fram- leiðslu á viku að hámarki og að HB Grandi óskar að stækka verksmiðj- una í heildarvinnslugetu upp á 500 til 600 tonn vikulega. Afgreiðsla á bæjarstjórnarfundi Síðdegis í gær stóð til að taka fyrir á fundi bæjarstjórnar Akraness hvort auglýsa ætti breytingu á deiliskipu- lagi Akraneskaupstaðar svo hægt verði að stækka verksmiðju Lauga- fisks. Fundurinn var ekki byrjað- ur þegar Skessuhorn fór í prentun. Verði tillagan samþykkt er bæjar- stjórn þar með fyrir sitt leyti búin að gefa grænt ljós á að af stækkun- inni geti orðið. Bæjarstjórn óskaði í október eftir frekari gögnum frá HB Granda um það hvernig fyrir- tækið hygðist standa að stækkun- inni. Bæjarfulltrúar vildu fá nán- ari svör um þetta áður en gengið yrði til atkvæðagreiðslu um hvort fara ætti í breytingar á deiliskipu- lagi vegna hennar. „Nú eru öll svör komin frá HB Granda. Við höfum séð þau og erum nú búin að skoða aðrar verksmiðjur til samanburðar. Þetta ferli er búið að vera mjög ít- arlegt og bæjarfulltrúar hafa haft tækifæri til að kynna sér málin mjög vel sem ég veit að þau hafa gert. Þar fyrir utan hef ég enga hugmynd um það hvernig atkvæðagreiðslan fer, né hvað aðrir bæjarfulltrúar í mín- um flokk gera. Við sammældumst um það að hvert og eitt okkar greiði atkvæði í þessu máli samkvæmt eig- in bestu samvisku.“ Ólafur Adolfsson segir að fari svo að bæjarstjórn samþykki að málið fari í deiliskipulagsferli sé stækkunin í reynd afgreidd af hálfu hennar. „Þetta fer þá í ferli þar sem bæjarbúar geta kynnt sér ít- arlega hvað fyrirtækið hyggst gera og komið með athugasemdir.“ Fari atkvæðagreiðslan á hinn bóginn svo að bæjarstjórn felli til- lögu um deiliskipulagsbreytingar sé ljóst að þróun mála verði ekki í samræmi við það sem HB Grandi hefur óskað eftir. „Þá er bara kom- in upp allt önnur staða og við þurf- um þá að setjast niður með fyrir- tækinu og ígrunda framhald máls- ins,“ segir Ólafur Adolfsson. mþh/ Ljósm. Kristinn Pétursson. Ögurstund í bæjarstjórn Akraness fyrir stækkunaráform Laugafisks Bæjarfulltrúar og embættismenn fá kynningu hjá FISK á Sauðárkróki. Hér hafa þeir séð eitthvað merkilegt, félagarnir Sigurður Páll Harðarson forstöðu- maður skipulags- og umhverfissviðs og Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar. Unicef á Íslandi kynnti í liðinni viku nýja skýrslu sem nefnist: „Rétt- indi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort.“ Í henni er kynnt til sögunnar svokölluð skortgrein- ing sem gengur út á að greina efnis- legan skort meðal barna hér á landi með alþjóðlegri aðferð til að greina skort meðal barna í efnameiri ríkj- um heims. Niðurstöður skýrslunn- ar byggjast á mælingum Hagstofu Íslands frá árinu 2014 og þær born- ar saman við töluleg gögn frá 2009. Þær sýna m.a. að skortur er algeng- astur meðal barna sem eiga foreldra sem vinna minna en hálft starf eða eru atvinnulausir. Þá eru börn for- eldra sem einungis eru með grunn- menntun líklegri á öllum sviðum til að líða skort en börn foreldra með háskólamenntun. Mikill munur er á börnum þeirra sem búa í leiguhús- næði og börnum foreldra sem búa í eigin húsnæði og eru þau fyrrnefndu líklegri en önnur til að líða skort á öllum sviðum. Skortur meira en tvöfaldast Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a: „Hlutfall þeirra barna sem líða skort á Íslandi hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Þá liðu 4% barna hér á landi skort en árið 2014 var hlutfallið komið upp í 9,1%. Gera má ráð fyr- ir að rúmlega 6.100 börn líði efnis- legan skort hér á landi. Af þeim líða tæplega 1.600 börn verulegan skort. Hlutfall barna sem líða verulegan skort hefur þrefaldast frá árinu 2009 og er nú 2,4%. Algengast er að þau börn líði skort sem eiga foreldra sem vinna minna en 50%, þar með tal- ið börn þeirra sem eru atvinnulausir. Meira en fjórða hvert barn í þessum hópi líður skort. Næst á eftir koma börn foreldra sem eru yngri en 30 ára og síðan börn foreldra sem eru á leigumarkaði. Greiningin í skýrsl- unni miðast við börn á Íslandi á aldr- inum 1-15 ára.“ Árið 2009 skorti ekkert barn meira en fjögur atriði af lista lífskjararann- sóknar Evrópusambandsins, sem er spurningalisti sem Hagstofa Íslands leggur fyrir hér á landi og greining- in miðar við. Árið 2014 skorti börn á Íslandi hins vegar allt að sjö hluti af listanum. Greiningin sýnir þannig að skortur meðal barna hefur dýpk- að á tímabilinu. Talað er um að börn búi við skort ef þau skortir tvennt eða meira og að þau búi við veru- legan skort ef þau skortir þrennt eða meira. Húsnæði helsti skortvaldur Aðferðafræði UNICEF skiptir skorti meðal barna í sjö svið og niðurstaðan er skýr: „Það svið þar sem flest börn á Íslandi líða skort er húsnæði. Tæp- lega 9.000 börn á Íslandi líða slíkan skort. Algengasta ástæðan er þröng- býli, einnig að ekki komi næg dags- birta inn um glugga húsnæðisins. Yfir 40% barna sem líða verulegan skort á Íslandi líða skort hvað varðar húsnæði. Meira en fjórðungur barna sem eiga foreldra sem vinna hálft starf eða minna eða eru atvinnulaus- ir býr við skort á sviði húsnæðis. Það sama má segja um börn einstæðra foreldra. Félagslegir eftirbátar Það svið þar sem börn á Íslandi líða næstmestan skort er félagslíf. Félags- líf barna er mælt með því að athuga hvort þau geti haldið upp á afmæli eða önnur tímamót í lífi sínu og/eða hvort þau geti boðið vinum sínum heim til að borða með eða leika við. 5,1% barna á Íslandi geta ekki gert þetta. Hjá börnum sem búa við veru- legan skort fer hlutfallið hins vegar upp í 48,6%. Nær helmingslíkur eru þannig á að barn sem býr við veru- legan skort á Íslandi líði skort hvað varðar félagslíf. Slík börn eru 18 sinnum líklegri en börn almennt til að líða skort á þessu sviði. Klæðnaður og afþreying Á eftir félagslífi er skortur er tengist klæðnaði og afþreyingu algengastur á meðal barna á Íslandi. Tvö af hverj- um þremur börnum sem líða veru- legan skort hér á landi búa við skort á sviði klæðnaðar. Þessi börn eru 37 sinnum líklegri en önnur börn til að líða slíkan skort. Svipaða sögu er að segja þegar horft er til afþreyingar. Þar er til dæmis spurt um leiktæki, leikföng og íþróttabúnað til að vera með utandyra. Einungis hvað varðar næringu og aðgengi að upplýsingum batnar staðan í nær öllum hópum á milli áranna 2009 og 2014. Á fyrr- nefnda sviðinu er m.a. spurt hvort börn fái daglega grænmeti eða ávexti og því síðarnefnda t.d. hvort aðgengi sé að tölvu á heimilinu.“ Menntun skiptir máli Mikill munur mælist á skorti með- al barna á Íslandi eftir menntun for- eldra. „Börn foreldra sem eingöngu eru með grunnmenntun eru líklegri á öllum sviðum til að líða skort en börn háskólamenntaðra. Sömu sögu er að segja um börn einstæðra for- eldra samanborið við börn er búa við aðra heimilisgerð. Greiningin leiðir auk þess í ljós að börn foreldra sem vinna hálft starf eða minna, þar með talið atvinnulausra, eru nær alltaf lík- legri til að líða skort en börn foreldra í hærra starfshlutfalli.“ mm Hlutfall barna sem líður skort hefur meira en tvöfaldast á fimm árum Fátæk börn þiggja skólamáltíð. Ljósm. b2c.com

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.