Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 27 Kvennalið Snæfells og Hauka áttu hreinan toppslag í Dominosdeild- inni í körfunni síðastliðið þriðju- dagskvöld. Forusta liðanna í deild- inni er þegar nokkuð afgerandi og nær víst að annað hvort liðið mun sigra og hitt lenda í öðru sæti deild- arinnar. Fyrir leikinn höfðu Haukar tapað einum leik en Snæfell tveim- ur. Sú staða jafnaðist og komust Snæfellsstúlkur með sigri tveim- ur stigum yfir Hauka og verma því toppsætið nú. Leikurinn byrjaði hressilega en liðin voru að kanna varnarmátt and- stæðinganna til að byrja með. Þar sýndu Snæfellingar snilldartakta í vörninni og uppskáru tækifæri til hraðaupphlaupa sem þær nýttu vel og uppskáru 29 stig í fyrsta fjórðungi gegn 11 stigum gestanna. Annar leik- hluti var jafnari en engu að síður fóru Snæfellskonur með 20 stiga forystu í hálfleik. Eftir pásuna komu Hauka- stúlkur ákveðnari til leiks og söxuðu á forskot heimamanna, sem þó tókst að verja sinn hlut. Leikurinn endaði 84-70 og sætur sigur Hólmara stað- reynd. mm/ Ljósm. Eyþór Ben. Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Nýverið var úthlutað úr Forskoti - afrekssjóði kylfinga og fá fimm at- vinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Val- dís Þóra Jónsdóttir (GL), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Þórð- ur Rafn Gissurarson (GR) og Axel Bóasson úr (GK). Þetta er í fimmta sinn sem íslenskir kylfingar fá út- hlutað úr sjóði þessum sem stofnað- ur var árið 2012. Nú fær Ólafía Þór- unn hæsta styrkinn enda í fyrsta sinn sem sjóðurinn er að styrkja kylfing sem er með keppnisrétt í efstu deild atvinnumennsku í golfi. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Nú hefur tryggingafélag- ið Vörður bæst í hópinn. Sjóður- inn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. mm Úthlutun úr afrekssjóði kylfinga Frá vinstri: Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar, Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson og Atli Örn Jónsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Varðar. Á myndina vantar Þórð Rafn. Á sunnudaginn var leikið í undan- úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Snæfell hafði eitt Vesturlandsliða tryggt sér þátt- tökurétt í undanúrslitum bikarsins og mætti Keflavík suður með sjó. Heimakonur byrjuðu leikinn af mikl- um krafti. Varnarleikur þeirra var mjög ákveðinn, þær voru fastar fyrir og virtust slá leikmenn Snæfells út af laginu. Eftir fyrsta leikhlutann mun- aði tíu stigum á liðunum. En Snæ- fellskonur er ógnarsterkar og kom- ust snarlega inn í leikinn aftur. Þeg- ar flautað var til leikhlés höfðu þær minnkað forskot Keflvíkinga í aðeins tvö stig, 33-31. Snæfellskonur mættu mjög ákveðn- ar til síðari hálfleiks, þéttu varnarleik- inn og gerðu Keflvíkingum erfitt fyr- ir. Forystunni náðu þær loks undir lok þriðja leikhluta og létu hana aldrei af hendi eftir það. Þær gerðu allt rétt á lokamínútum leiksins og unnu að lokum tíu stiga sigur, 64-74. Haiden Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 31 stig og fimm fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig og tók sjö fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 14 stig gegn uppeldisfélagi sínu. Sigurinn tryggði Snæfellskonum sæti í úrslitaleik bikarsins. Þar mæta þær Grindavíkingum, sem unnu Stjörnuna á sunnudag. Úrslitaleik- urinn verður leikinn í Laugardals- höll laugardaginn 13. febrúar næst- komandi. kgk Snæfellskonur í úrslit bikar- keppninnar Snæfellsstúlkur tylltu sér á toppinn Haiden Palmer dró vagninn þegar Snæ- fellskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslita- leiknum. Mynd úr safni. Stúlkurnar í kvennaliði Skallagríms í Borgarnesi áttu leik í fyrstu deildinni gegn Vesturbæjarliðinu síðastliðið þriðjudagskvöld. Spilað var í Fjósinu í Borgarnesi. Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik tóku Skallagrímsstúlkur leikinn í sínar hendur. Í seinni hlut- anum sáu KR-ingar hreinlega aldrei til sólar og unnu Borgnesingar með 80 stigum gegn 60. Gríðarlega góð mæting var í Fjósið þrátt fyrir að á sama tíma hefði íslenska karlalands- liðið í handbolta leikið gegn Króötum á EM. Greinilegt er að hjarta Borg- nesinga slær hraðar þegar knötturinn er stór. Hjá Skallagrími var Erikka Banks atkvæðamest með 27 sig og 10 frá- köst. Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði15, Sólrún Sæmundsdóttir 13 og Kristrún Sigurjónsdóttir 12. Eftir þennan sigur er Skallagrímur með 24 stig á toppi deildarinnar, tvöfalt fleiri stig en KR sem er í öðru sæti. Geri aðrir betur! mm/ Ljósm. Kvennakarfa Skalla- gríms á Facebook. Skallagrímskonur með tvöfalt fleiri stig en það næstefsta ÍA tók á móti Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik fimmtudag- inn 21. janúar. Fyrri hálfleikur var meira og minna hnífjafn. Liðin fylgdust að í upphafi, frumkvæð- ið var Skagamanna en gestirn- ir fylgdu þeim eins og skugginn. Liðin skiptust stuttlega á foryst- unni í upphafi annars fjórðungs en ÍA leiddi með fimm stigum í hálf- leik, 51-46. Við upphaf síðari hálfleiks var engu líkara en Skagamenn væru orðnir leiðir á að vera hálfpart- inn samferða gestunum. Þeir rifu sig lausa, náðu fljótt afgerandi 15 stiga forystu og hleyptu Hamars- mönnum aldrei inn í leikinn aftur. Forskotið hélst að mestu óbreytt þar til lokaflautan gall. Skagamenn sigruðu með 102 stigum gegn 87. Sean Tate var atkvæðamestur í liði ÍA með 27 stig og átta stoð- sendingar. Fannar Freyr Helgason kom honum næstur með 23 stig, fimm fráköst og fimm stoðsend- ingar. Jón Orri Kristjánsson lék einnig vel, skoraði 18 stig og tók tíu fráköst, sem og Áskell Jónsson sem skoraði 15 stig og gaf sjö stoð- sendingar. Eftir leikinn er ÍA í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ell- efu leiki. Næst leikur liðið á Ísa- firði gegn KFÍ föstudaginn 29. janúar. kgk Góður síðari hálfleikur skóp sigurinn Fannar Freyr Helgason einn á auðum sjó undir körfunni í sigurleiknum gegn Hamri. Ljósm. jho. Skallagrímsmenn heimsóttu Ár- menninga í 1. deild karla í körfu- knattleik síðastliðinn föstudag. Jafnt var á með liðunum í upp- hafi leiks áður en leikmenn Skalla- gríms náðu undirtökunum undir lok fyrsta fjórðungs. Með góðum kafla um miðjan annan leikhluta náðu þeir að slíta sig frá heimalið- inu og leiddu með 15 stigum í hálf- leik, 34-49. Skallagrímsmenn héldu áfram þaðan sem frá var horfið í síðari hálfleik. Þeir juku forskot sitt jafnt og þétt og Ármenningar áttu eng- in svör. Sigurinn var í höfn og að- eins formsatriði að klára leikinn. Honum lauk með 39 stiga stórsigri Skallagríms, 61-100. Framherjinn J.R. Cadot átt stór- leik, skoraði 32 stig, reif niður 16 fráköst og gaf sjö stoðsending- ar. Atli Aðalsteinsson kom honum næstur með 17 stig og þá Hafþór Ingi Gunnarsson með ellefu stig og sjö fráköst. Eftir leikinn situr Skallagrímur í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir ellefu leiki. Næst leikur liðið gegn Þór frá Akureyri föstudaginn 29. janúar. Leikið verður í íþrótta- húsinu, „Fjósinu“ í Borgarnesi. kgk Skallagrímur burstaði Ármann J.R. Cadot virðist líka vel að leika gegn Ármanni. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og í bæði skiptin hefur fram- herjinn átt stórleik. Mynd úr safni. Hjá Ungmennafélagi Reykdæla í Borgar- firði æfa og keppa mjög efnilegar stelp- ur í körfubolta. Þær tóku nýverið þátt á Actavis mótinu í höfuðborginni og báru þar af stóru lið- unum eins og KR og Haukum. Rætt var við stúlkurnar á sporttv.is enda eft- ir því tekið hversu hressar og skemmti- legar þær eru. mm/ Ljósm. þmk Hressar körfuboltastelpur úr Borgarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.