Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu- horni. 49 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Heilsan fylgir hófi.“ Vinnings- hafi er: Ágúst Guðmundsson, Kveldúlfsgötu 15, 310 Borgarnesi. mm Máls- háttur Fúi Snertill Fát Krókur Sat Læti Lita Argur Sollur Skel Linir Við- burður Kvísl Menn Glund- ur Ruglið Þar til Spyr Hnjóð Dá Röð Tölur Goð Lína Á skipi Band Kvað Korn Rymja Heilla- ríkur Bernska 6 Skv- ompa Fagur Fágun Alda Klatti Tölur Sóun Slappir Tóm Kona Vissa Hvíldi Umsvif Angan Vesæl Skinn Bardagi Ábreiða Skoðar 4 Tenging Kvaka Önd Býsn Átt Sköpun Vagga Skokk Utan Svall Aml Sk.st. Ljósker 7 Sker Reifi 1 Spurn Skjól- flík Lötur Hreinsa Árla Rán Klútur Dökkur Órar Tvenna Span Einn Flón Gjálfur Forsögn Gól Aðstoð Halur Kven- fugl Samhlj. Úir Missir Skyn Drykkur Samhlj. Tók 2 3 Dýra- hljóð Glatt Dýrka Elfum Hlupu Nothæf 2000 Sniðug Matur Leit 8 Upphr. Áhald Harðæti Bogi Óreiða Röð Röð 5 Erfiði Reikul Svertir Spil Lík Holl- ustan 1 2 3 4 5 6 7 8 Rúmlega 50 nýir nemendur hófu skólagöngu við Háskólann á Bif- röst eftir áramótin. Flestir hófu nám í grunn- og meistaranámi eða 39 en aðrir byrjuðu annars vegar í Há- skólagátt og hins vegar í Verslun- arstjórnun á Símenntunarstigi. Er þetta nokkur fjölgun frá í fyrra þeg- ar um 40 hófu nám í janúar 2015. Þetta er því annað árið í röð sem tiltölulega stór hópur kemur inn í skólann á vorönn og er mun stærri en áður tíðkaðist. „Háskólinn á Bif- röst horfir fram á betri tíma. Rekstur skólans hefur verið að styrkjast með fjölgun nemenda á síðustu árum og stefnt er að frekari vexti í skólanum. Þróun og nýjungar í námsframboði hafa skilað árangri. Skólinn verður hundrað ára árið 2018 og markmið- ið er að hann verði þá öflug stofn- un sem gegnir með sóma því aldar gamla hlutverki sínu að mennta fólk til forystu í atvinnulífinu og samfé- laginu,“ segir Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst. Alls eru um 600 nemendur skráð- ir til náms við Háskólann á Bifröst á vorönn 2016 sem er svipaður fjöldi og var á sama tíma í fyrra. Flestir eru nemendurnir í grunn- og meist- aranámi eða tæplega 500. Undan- farin ár hefur nemendafjöldinn far- ið vaxandi við Háskólann á Bifröst og á það við á öllum skólastigum; sí- menntun, Háskólagátt, grunn- og meistaranámi. mm/fréttatilk. Um sex hundruð nemend- ur við Háskólann á Bifröst Vetrarferðamennska er hugtak tengt ferðaþjónustunni sem heyrist æ oft- ar nefnt. Þegar farið er um Vestur- land er augljóst að ferðamönnum hefur fjölgað mjög um vetrartím- ann í landshlutanum. Blaðamað- ur Skessuhorns fór um Snæfellsnes á miðvikudag í síðustu viku. Á ferð fyrir Búlandshöfða, beint handan þjóðvegarins þar sem útsýnisstað- urinn og bílastæðið er á höfðanum, þaðan sem sjá má vítt og breitt yfir Breiðafjörð og nágrenni, voru fjór- ir menn að klifra í klakabrynjuðu bergstálinu sem gnæfir yfir þjóð- veginn. Þegar þeir voru teknir tali kom fram að þeir væru komnir í heim- sókn hingað til lands til að stunda ís- klifur og fjallamennsku að vetri. Að- stæður til þess á Íslandi væru hreint einstakar. Þeir ætla að vera hér í um tveggja vikna skeið og athafna sig á Vesturlandi og við Vatnajökul. „Við klifum upp á Kirkjufell í gær. Það tók okkur þrjá tíma að komast upp og þrjá tíma að fara niður. Síðan gengum við einnig á Snæfellsjökul en komumst ekki alveg upp á efsta topp því það var svo skýjað. Við ætl- uðum að slaka á í dag og sleppa öllu klifri en þegar við ókum framhjá þessum ísvegg hér við þjóðveginn stóðumst við ekki mátið að klífa hann. Þessi staður hér í Búlands- höfða er mjög fínn og magnað að finna svona við hliðina á bílastæði,“ sögðu þeir glaðbeittir í bragði. Allir eru frá borginni Grenoble í suðaustur Frakklandi en hún stend- ur við rætur frönsku Alpanna. Fjallamennskan er þeim Domini- que Moreau, Sébastien Kraken, Antoine Martin-Cocher og Théo Turpin því í blóð borin. „Við stund- um allir fjallaklifur. Ísklifur er hluti af því. Þetta er mjög gaman. Að- stæður hafa ekki verið mjög góðar til að stunda slíkt í fjöllum í Frakk- landi nú í vetur. Það hafa verið hlý- indi og erfitt að finna góða staði þar sem klettar er þaktir ís. Því fórum við til Íslands.“ Auk þess að vera útivistarmenn þá eru þeir Domini- que og Antoine ljósmyndarar og halda úti eigin vefsíðum þar sem þeir segja frá ævintýrum sínum og sýna verk sín. Þar eiga sjálfsagt eft- Ísklifurkappar á ferð um Vesturland ir að birtast heillandi ljósmyndir frá ferðalagi þeirra til Íslands nú í janú- ar (sjá adventure-nature.com, an- toinemc.fr og Antoine MC photog- raphie á Facebook). Eftir nokkurra daga dvöl á Vest- urlandi sögðust þeir mjög hrifnir af aðstæðum í landshutanum. Á ferð- um þeirra hafði eitt fjall vakið sér- staka athygli þeirra. „Okkur lang- ar til að reyna að klífa Skessuhorn nú á næstu dögum og bíðum bara færis að það verði gott veður. Það er mjög fallegur og freistandi tind- ur. Þegar við erum búnir hér á Vest- urlandi ætlum við svo að halda til suðausturhluta landsins og skoða Vatnajökul og stunda ísklifur þar.“ mþh Félagarnir fjórir frá Grenoble við frönsku Alpana og vanir fjallamennsku. Frá vinstri: Antoine Martin-Cocher, Sébastien Kraken, Dominique Moreau og Théo Turpin. Hér eru kapparnir komnir á topp Kirkjufells. Ljósm. af Facebook síðu þeirra; Antoine MC photographie. Sébastien klífur ísvegginn á meðan Antoine Martin-Cocher beið fyrir ofan og ljósmyndaði. Sébastien Kraken gerir sig kláran til að klífa ísbrynjuna sem huldi bergstál Búlands- höfða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.