Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 11 Á fimmtudag í síðustu viku var undirritaður nýr kjarasamning- ur Samtaka atvinnulífsins við Al- þýðusamband Íslands og aðild- arfélög þess. Samningurinn á að tryggja frið á vinnumarkaði til loka árs 2018, eða í þrjú ár. Grundvöll- ur samningsins byggir á svoköll- uðu SALEK-samkomulagi sem var rammasamningur milli aðila vinnumarkaðarins undirritaður í október síðastliðinn, og bókun um lífeyrissréttindi frá 2011. Launa- hækkun kemur til framkvæmda 1. janúar á þessu ári og nemur hún 6,2% eða 15.000 krónum að lág- marki. Á næsta ári verður síð- an 4,5% almenn launahækkun og árið eftir (2018) verður hún svo 3%. Launagreiðendur munu einn- ig þurfa að greiða meira í lífeyris- sjóði. Sú hækkun verður í þrepum. Framlag þeirra hækkar um 0,5% 1. júní á þessu ári, 1,5% árið 2017 og aftur um sama prósentuhlut- fall árið 2018. Heildarframlag- ið verður þá komið í 11,5% í stað 8% nú. Skessuhorn ræddi við tvo formenn verkalýðsfélaga á Vestur- landi, þau Vilhjálm Birgisson for- mann VLFA og Signýju Jóhannes- dóttur formann Stéttarfélags Vest- urlands. Þau hafa afar ólíka sýn á nýja samninginn. Harmar hlut hinna tekjulægstu Allir 80 þúsund félagsmenn ASÍ greiða atkvæði um þennan nýja samning í sameiginlegri atkvæða- greiðslu. „Þessi nýjasti samning- ur er þannig uppbyggður að þau tekjulægstu eru ekki að bera neitt úr býtum að undanskildu því að hækkunum sem þau áttu að fá sam- kvæmt samningum sem voru und- irritaðir 29. maí í fyrra er flýtt frá 1. júní til 1. janúar 2016. Það er svo að langflestir launataxtar þeirra tekjulægstu áttu samkvæmt samn- ingnum sem gerður var í fyrra að hækka um 6,2%. Þeir einu sem græða nú eru þeir tekjuhærri sem fá þessar hækkanir nýjar inn hjá sér. Hið sama á líka við um 2017 og 2018,“ segir Vilhjálmur Birg- isson formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA). Varðandi það að iðgjöld atvinnu- rekenda í lífeyrissjóði hækki alls um 3,5% til loka árs 2018 segir Vil- hjálmur að hann hefði frekar viljað sjá þennan kostnaðarauka fyrir at- vinnurekendur inni í launum fólks og þá sem hækkanir á þeim. „Við erum með það lág laun í dag að þau duga mörgum vart til að halda mannlegri reisn. En heilt yfir við þessa nýju samninga þá finnst mér dapurlegast að þeir tekjulægstu skuli hafa verið skildir eftir.“ Sér samninginn í sam- hengi við SALEK Formaður VLFA segist líka enn sem fyrr vera afar ósáttur við SA- LEK-samkomulagið svokallaða. „Við hjá VLFA kærðum það til félagsdóms og málið verður tekið fyrir í dag, miðvikudag. Þeir sem að þessu standa eru að koma því á fót að hér á landi verði stofn- að eins konar þjóðhagsráð sem ákveði allar launabreytingar á ís- lenskum vinnumarkaði eftir 2018. Þetta þjóðhagsráð á að ákveða að launahækkanir á hverjum tíma megi ekki vera meiri en einhver ákveðin prósentutala. Og að stétt- arfélögunum verði skylt að vera innan svigrúmsins í sínum kröfum. Á mannamáli heitir þetta að frjáls samningsréttur er tekinn af stétt- arfélögunum. Þetta brýtur gegn öllu allt frá stjórnarskrá og nið- ur úr, og er í mínum huga veru- leg ógn við íslenska launþega. Það verður ekki lengur hægt að sækja sérstaklega stórauknar kjarabætur til fyrirtækja sem ganga vel og skila kannski ofurhagnaði. Það er alger- lega með ólíkindum að menn ætli inn á þessar brautir og við mun- um berjast fram í rauðan dauð- ann fyrir því að samningsréttur- inn verið áfram frjáls og í höndum stéttarfélaganna. Ég hygg reyndar að samningsvilji atvinnurekenda í þessum nýjasta kjarasamningi nú sé til kominn vegna þess að þeir ætli sér að hirða kjarabæturnar í honum aftur úr höndum launþega síðar meir og þá í gegnum þetta SALEK-samkomulag.“ Vilhjálmur segir að greiða eigi atkvæði um nýja samninginn fyr- ir 27. febrúar. Hann vill ekki gefa upp á þessari stundu hvort hann hyggist mæla með honum eða ekki. „Við erum bara að skoða þetta nú á þessari stundu.“ Liður í jöfnun lífeyrisréttinda Signý Jóhannesdóttir formað- ur Stéttarfélags Vesturlands seg- ir að það sem lýtur að jöfnun líf- eyrisréttinda skipti að hennar mati langmestu máli í þessum nýja kjarasamningi. „Staðan í dag er sú að Lífeyrissjóður opinberra starfs- manna lofar fólki 76% af meðal- ævitekjum. Lífeyrisssjóðir okkar á almennum vinnumarkaði eru hins vegar að lofa fólki 56%. Við vilj- um fylla upp í þetta bil. Hækkun framlags atvinnurekenda er skref í þá átt en það er meiri vinna fram- undan. Ég hef til dæmis áhyggjur af því að hluti af þessari nýju við- bótargreiðslu megi fara í séreign en ekki í sameiginlega lífeyrissjóði. Þannig muni hún þar af leiðandi ekki skila sér til fólks í fyllingu tím- Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is MEÐ ALLT Á HREINU NÝ LÍNA FRÁ ELECTROLUX ans. Það gæti þannig staðið frammi fyrir lakari ellilífeyri eða örorkulíf- eyri, en ella í framtíðinni. Við þurf- um að gæta að þessu,“ segir Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttar- félags Vesturlands. Þau lægst launuðu verða undir Varðandi nýja kjarasamninginn segir Signý mikilvægt að horfa til þess að launahækkanir hafi náðst fram og þeim flýtt, ekki megi bara einblína á prósentutölur. Hún tek- ur undir gagnrýni um að launa- lægsta fólkið skuli ekki njóta nýja samningsins í meiri mæli. „Því er ekki að neita að á vissan hátt er hér verið að eyða því út sem náðist í vor í kjarabótum til handa þeim lægst hafa launin. Aðrir á vinnu- markaðinum hafa aðra sýn hvað það varðar og við sitjum uppi með það í þessari lotu. Við sem höfum barist fyrir kjarabótum fyrir þau lægst launuðu höfum orðið undir í launastefnu sem rekin er að frum- kvæði stjórnvalda. Það er fjár- málaráðuneytið sem stendur fyrir framúrkeyrslu í launahækkunum og breytingum sem felast í því að hætta að leggja áherslu á láglauna- fólk. Í staðinn er tekið tillit til há- launafólks, bæði í launahækkunum og skattastefnu.“ Signý segir að Stéttarfélag Vest- urlands muni leggja til að félags- menn samþykki nýja samninginn. „Samningurinn er jú undirritað- ur fyrir hönd Stéttarfélags Vest- urlands þar sem Sigurður Bessa- son hjá Flóabandalaginu var með samningsumboð frá okkur.“ mþh Nýir samningar undirritaðir á vinnumarkaði Vilhjálmur Birgisson formaður Verka- lýðsfélags Akraness. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.