Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 19 Það er alltaf ánægjulegt þegar sól- in lætur sjá sig aftur yfir fjallgarð- inn í Ólafsvík eftir um það bil tveggja mánaða frí. Hafa konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur því haft það fyrir sið síðustu 25 ár að baka sól- arpönnukökur af þessu tilefni og er baksturinn aðalfjáröflun kven- félagsins. Eins og venjulega er miðað við að sólin láti sjá sig 24. janúar og var að þessu sinni bak- að 26. janúar. Tóku konurnar dag- inn snemma og mættu þær fyrstu klukkan fjögur um nóttina til að baka og stóð bakstur, frágangur og útkeyrsla fram eftir morgni. Ekki veitti af að mæta svona snemma en um það bil 2200 pönnukökur, ýmist með sykri eða rjóma, seld- ust að þessu sinni. Það er því lík- legt að margir hafa fengið góm- sætar kvenfélagspönnukökur með kaffinu þennan dag. þa Fögnuðu komu fyrstu sólargeislanna Ég stari tómum augum á vegginn á ganginum, ég spyr sjálfan mig til- vistarlegrar spurningar: „Hvers vegna er ég ekki minimalískari?“ Mig langar til þess að eiga mini- malískt heimili, litla veröld þar sem háerótískur Camerich Leman hæg- indastóllinn minn hvílir á handof- inni Cap Ombra mottunni og ekk- ert annað er í kring nema kannski arkitektabók. Engin barnaleikföng úr plasti því strákarnir mínir eiga bara örfá handsmíðuð leikföng úr tré frá Finnlandi sem er alltaf geng- ið frá á réttan stað, þeim finnst það örugglega fínt. Ég sé fyrir mér sjón- varp svo þunnt að það er eins og það sé málað á vegginn. Eldhús- ið yrði ekki af verri endanum, eina sem maður sér er kolsvört gran- íthella með samlituðu spanhellu- borði sem sést ekki. Mjög minimal- ískt en brútalt í leiðinni, ég er bara að fleyta efst af hugarburði mínum núna, bíddu bara þangað til ég er kominn á ganginn því ljósarofarnir munu ekki einu sinni sjást. Ég leita á netinu í spreng að hug- myndum fyrir tilvonandi minimal- ískan lífsstíl minn, má kannski kalla manískan. Það rennur upp fyrir mér að það eru tvær gerðir af minimal- isma, annar er að eiga lítið af drasli og helst fela allt sem þú átt í skáp- unum (að því gefnu að þú eig- ir efni á skápum, ef ekki þá er gott að gefa hitt). Hinn möguleikinn er að spreða öllu sem þú átt og meira til í að búa til heimili sem er með sófa sem stendur tíu sentimetra frá gólfinu og stærsta flatskjá sem sést hefur. Það er nefnilega munur á naumhyggju og minimalisma. Eft- ir klukkutíma í örvilnan á netinu sé ég að þessar minimalísku hugmynd- ir mínar sem eiga að hjálpa mér að minnka sóun og hætta að kaupa drasl eru fjarlægar. Ég finn reynd- ar seinna grúppu á Facebook og hefst strax við þá iðju að deila link- um frá bloggara sem hefur pastel- litað þema á síðunni til að láta hana líta út eins og instragram filter. Það verður fljótt þreytt því allt linka- safnið dagar uppi í bookmark hill- unni í vafranum, svona líkt og upp- skriftabækurnar inni í skáp. Hvað er hægt að gera þegar mað- ur er kominn í hring og hálfpartinn búinn að mála sig út í horn? Jú, það er víst hægt að heimsækja sænska heimilisvininn í Garðabænum. Hef reyndar haft vit á því að heimsækja það ginnungagap reyndar aðeins einu sinni á ári. Ikea er nefnilega mjög óminimalísk stofnun í sjálfu sér, en í fyrsta lagi eru alltaf að koma inn nýjar vörur sem heita orðum sem hafa „sjön“ eða „läck“ í endan og eru í björtum afgerandi litum. Algerlega óþolandi því maður fell- ur alltaf fyrir sama bragðinu en það er svo sem í lagi, tekur smá hér og þar, endar með hálffulla körfu sem endar á því að kosta mann morðfjár. Ég er samt ekki að kvarta því ég bíð spenntur eftir bæklingnum sem þeir senda mér fyrir hverja árstíð, ég á t.d. míní útgáfu af jólageitinni sem kviknar í á hverju ári. En til að svara upphaflegri spurn- ingu pistilsins þá tel ég að allir séu minimalískir í sér, bara mismikið. Fataskápurinn minn til dæmis sam- anstendur af tíu flíkum og kenni ég vaxtastefnu Seðlabankans um, fékk reyndar staðfestingu á því um dag- inn þegar seðlabankastjóri sagði að við hefðum of mikið á milli hand- anna og því þyrfti að viðhalda hárri vaxtastefnu. Naumhyggjustjórinn Már, það er ágætt starfsheiti. Með kveðju, Axel Freyr Dreymir um að vera mínimalískur PIstill Hundrað ára afmælis kosningarétt- ar kvenna á Íslandi var fagnað um allt land á síðasta ári, með alls kyns sýningum og viðburðum. Í Stykk- ishólmi var tímamótanna minnst með fjölbreyttum hætti en Stykk- ishólmsbær skipaði nefnd sem fékk það hlutverk að skipuleggja við- burði til að minnast tímamótanna. Dreifðust viðburðirnir á nokkra mánuði en sá fyrsti var haldinn í júní þegar konur lásu úr ritverkum íslenskra kvenna í Vatnasafninu. Í júlímánuði hélt Fríða Björk Ólafs- dóttir þjóðfræðingur fyrirlestur í tengslum við Skotthúfuhátíðina. Í ágúst var haldin myndlistarsýn- ing heldri kvenna í Stykkishólmi, á meðan Danskir dagar stóðu yfir, og voru verkin til sýnis í gluggum fyr- irtækja við Aðalgötuna. Hreyfivika var í Stykkishólmi í lok september og gekk þá Sigurlín Sumarliðadóttir með hóp á Drápuhlíðarfjall í minn- ingu baráttukvenna. Á kvennafrí- daginn 24. október var opið hús hjá nefndarkonunni Helgu Guð- mundsdóttur. Þar voru umræður um stöðu kvenna á árum áður og konur sem tóku þátt í Kvennafrí- deginum í Stykkishólmi fyrir fjör- tíu árum sögðu frá sínum upplifun- um af deginum og kvennabaráttu. Lokaviðburðurinn á vegum nef- ndarinnar var haldinn nú í janúar 2016 í Stássstofu Norska hússins. Kolbrún S. Ingólfsdóttir, lífenda- fræðingur, sagnfræðingur og rit- höfundur, las valda kafla úr bók sinni „Þær ruddu brautina“. Í bók Kolbrúnar er að finna æviágrip kvenna sem hófu baráttuna víða um heim og ruddu brautina fyrir kvenfrelsisbaráttu seinni ára. Eftir lesturinn voru umræður um stöðu kvenna. grþ Hluti nefndarinnar í Norska húsinu, þar sem rithöfundurinn Kolbrún S. Ingólfs- dóttir las valda kafla úr bók sinni. Ljósm. sá. Héldu veglega upp á kosningaafmæli kvenna Árlegt kútmagakvöld Lionsklúbbs Nesþinga, Slysavarnadeildarinnar Helgu Bárðardóttur og Leikfélags Ólafsvíkur fór fram síðastliðinn laugardag. Var þetta í 26. skipti sem félögin héldu svona kvöld fyrir eldri borgara í Snæfellsbæ en allur und- irbúningur, matreiðsla, skemmti- dagskrá og þjónusta er unnin í sjálfboðavinnu af þessum félögum. Að venju voru margs konar fisk- réttir ásamt kútmögunum á borð- um. Nutu gestir harmonikkuleiks undir borðum en það var Sævar Friðþjófsson sem þandi nikkuna. Að borðhaldi loknu var það svo hljómsveitin Ungmennafélagið með Öldu Dís söngdívu sem spil- aði fyrir dansi og hófst dansleik- urinn með Ásadansi eins og venja er. Var skemmtunin vel sótt enda fyrir löngu búin að skipa sinn sess í skemmtanalífi eldri borgara og gesta þeirra. Einn þeirra sem læt- ur sig helst ekki vanta hafði á orði að þetta væri með betri kúttmaga- kvöldum landsins. þa Sævar þandi nikkuna. Veisluborðið var hlaðið sjaldgæfum réttum sem meira þekktum. Skemmtilegt kútmaga- kvöld að baki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.