Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 13 fyrrasumar að Íslendingar ættu að hugleiða það að draga úr hvalveið- um. Öll íslenska utanríkisþjónust- an finnur fyrir þessari þungu undir- öldu. Við heyrum líka á máli sendi- herra svo sem Bretlands og annarra ríkja innan Evrópusambandsins að þeir spyrja okkur hvað gera megi til að fá Ísland til að hætta hvalveið- um. Við höfum svarað þeim og sagt að þeir skuli ekki vera að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. Slíkt geri málin bara erfiðari. Hið sama sagði ég við Sea Shepherd samtök- in þegar þau voru að hugsa um að senda lið hingað í fyrra. Þá skrifaði ég Paul Watson forsprakka þeirra bréf og réði honum frá því að sam- tökin kæmu hingað. Það myndi valda meiri skaða heldur en hitt að láta slíkt ógert,“ segir Gísli og bætir við að stöðvun hvalveiða Íslendinga sé barátta sem verði að vinnast inn- anlands hér á landi. Fyrst og fremst verði þó að koma í veg fyrir frekari veiðar á hvalaskoð- unarslóðum. „Faxaflóinn er lang við- kvæmastur. Borgarstjórnin í Reykja- vík er búinn að samþykkja einróma að hætta eigi hrefnuveiðum í Faxa- flóa og þar eigi að vera griðland. Önnur sveitarfélög eins og Akra- nes ættu að taka undir þetta. Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að gera út á hvalaskoðun frá Akranesi? Slíkt gæti verið með í að byggja upp að- dráttarafl fyrir ferðamenn til bæjar- ins.“ Fuglaskoðun á sjó á mikla möguleika Gísli segir að ferðaþjónusta tengd náttúruskoðun á hafi úti við Ísland sé nokkuð sem geti skilað miklum tekjum og enn séu margir mögu- leikar ónýttir. Nú séu áform um að hefja hvalaskoðun frá Ísafirði og Siglufirði sem hefur verið í mikilli sókn sem ferðamannabær. Hann bendir á að fuglaskoðun úti á sjó sé enn nánast óplægður akur. Þar séu þau hjá Láki Tours að eygja nýja möguleika. „Við höfum verið að byggja upp ferðir í lundaskoð- un út í Melrakkaey sem er hér úti á firðinum. Þetta er að spyrjast út og eftirspurn að aukast. Nú síðast eru skemmtiferðaskipin sem hing- að koma farin að kaupa meira fyr- ir sína farþega í svona ferðir. Þau byrjuðu að kaupa lundaferðirnar í fyrra og eru að auka það í ár.“ Að sögn Gísla er líklega ein besta aðstaða á landinu fyrir lundaskoð- un einmitt frá Grundarfirði og þá úti í Melrakkaey. Þar eru aðstæð- ur afar góðar og stutt sigling héð- an frá Grundarfjarðarhöfn. Lund- inn þar hefur haldið velli þó hann hafi nánast horfið úr eyjunum við Reykjavík og fækkað mikið í Vest- mannaeyjum. „Þetta eru mjög þægilegir túrar hjá okkur sem taka svona klukkutíma og kortér. Það er svo aðdjúpt við Melrakkaey að við erum með bátinn bara tvo til þrjá metra frá landi. Víða annars stað- ar eiga menn erfitt með að komast nógu nærri landi þar sem lundavarp er. Maður finnur líka alltaf skjól einhvers staðar við Melrakkaeyna þó vindar blási. Auk þessa er mikið af lunda á sjónum við Melrakkaey. Við getum því sýnt fuglana mjög vel. Erlendir ferðamenn eru mjög áfjáðir í að sjá þennan fugl í sínu náttúrulega umhverfi en ekki bara í lundabúðunum í Reykjavík. Þessi litli fugl er mjög eftirspurður, jafn- vel svo að maður skilur varla þessa áráttu í lundann.“ Huga verður að sveitarfélögunum Heilt yfir þá er þessi reyndi ferða- þjónustumaður á Vesturlandi mjög bjartsýnn á framtíðina. „Ferð- mannaárið 2016 lítur rosalega vel út,“ slær hann föstu enn og aft- ur. Áður en við slítum spjallinu vil hann þó koma að nokkrum hugs- unum um það hvernig færa mætti hlutina til betra horfs. Hann segir að vissulega hafi orðið sprenging í ferðaþjónustunni og nú sé áríðandi að hugsa, ræða og framkvæma leið- ir til að ganga betur frá allri um- gjörð kringum þennan atvinnuveg. „Vandi okkar nú er að mínu mati mestan partinn stofnanalegs eðlis. Sveitarfélög hafa í dag engar bein- ar tekjur af ferðaþjónustu nema gegnum fasteignagjöld og útsvar. Ferðaþjónustunni er oft líkt við sjávarútveg. Þar hafa sveitarfélög sömu tekjustofna af atvinnugrein- inni og í ferðaþjónustu en til við- bótar koma svo hlutir eins og afla- og hafnargjöldin sem eru jú mik- ill hvati til þess að farið er í hafn- arframkvæmdir. Það vantar svona tekjustofna frá ferðaþjónustunni til að sveitarfélögin sjái sér hag í að koma að uppbyggingu innan henn- ar með því að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn.“ Gísli segir að hugsa þurfi upp leið til að búa til hvata fyrir sveit- arfélögin. Ríkið gerir þá kröfur á þau að leggi það peninga úr sjóð- um eyrnamerktum til uppbygg- ingar á aðstöðu fyrir ferðamenn þá verði sveitarfélögin að koma með mótframlag. En sveitarfélög með veikan fjárhag og mjög takmarkað fé til framkvæmda eru ekki að fara að taka pening úr aðkallandi lög- bundnum verkefnum eins og skóla- málum eða gatnagerð til að setja í ferðaþjónustu.“ Nýrrar nálgunar er þörf Gísli Ólafsson telur ákveðið að sveitarfélög, þjóðgarðar og vernd- arsvæði eigi ekki að þurfa að koma með mótframlag gegn ríkinu þeg- ar fjárfest er í innviðum fyrir ferða- þjónustu. Þetta sé lausnin. „Einka- aðilar sem hafa tekjur af ferða- þjónustu eiga hins vegar að koma með mótframlag. Síðan eru aðrir staðir sem eru í eigu einkaaðila en hafa ekki tekjur af ferðaþjónustu en skipta samt miklu máli og eru fjölsóttir. Hér má nefna sem dæmi Helgafell í Helgafellssveit og Glym í Hvalfirði. Þetta eru fjölfarnir stað- ir með mikilli umferð og átroðn- ingi en landeigendur eða ábúendur eru ekki að fá tekjur af þeim ferða- mannastraumi. Svona staðir þurfa samt á verndun eða uppbyggingu að halda svo sem göngustígum, bíla- stæðum, salernum og þess háttar. Hér á ríkið bara að koma inn með fjármagn án kröfu um mótframlag landeigenda,“ segir Gísli. Hann bætir því svo við að finna verði svar við spurningunni um það hvaða frekari tekjur sveitarfé- lögin eigi að fá af ferðaþjónustunni. Það sé sanngirnismál að þau fái sinn hlut af kökunni. „Getur ríkið gef- ið eftir gistináttaskattinn til sveit- arfélaganna? Hann er reyndar ekki mjög hár en það gæti verið byrjun- in. Það er vel þekkt í borgum í ná- grannalöndunum að þær hafa ákveð- inn borgarskatt sem er ígildi gisti- náttaskatts hjá okkur, mishár reynd- ar eftir borgum. Í Bandaríkjunum er hann mishár eftir fylkjum. Það mætti hugsa sér einhverja svona út- færslu sem fæli í sér lausn. Það þarf að hugsa þetta allt upp á nýtt,“ segir hann að lokum. mþh Laus störf hjá Akraneskaupstað Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Starf leikskólakennara i Leikskólanum Akraseli Hlutastörf við liðveislu Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Sýslumaðurinn á Vesturlandi Viðskiptavinir athugið! Vegna árshátíðar starfsmanna verða skrifstofur embættisins lokaðar frá kl.13:00 föstudaginn 29. janúar nk. Sýslumaðurinn á Vesturlandi Ólafur K. Ólafsson SKE SS U H O R N 2 01 6 CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser Hótel Framnes. Gísli Ólafsson er orðinn langeygur eftir því að fá leyfi til að stækka það og bæta. Hvalaskoðunarfólk fylgist með háhyrningi sýna sig á Grundarfirði. Gísli segir að náttúruskoðun á sjó eigi mikla framtíð fyrir sér í íslenskri ferðaþjónustu og hún snúist ekki bara um hvali. Miklir möguleikar séu líka í fuglaskoðun. Ljósm. tfk. Að sögn Gísla er líklega ein besta aðstaða á landinu fyrir lundaskoðun einmitt frá Grundarfirði og þá úti í Melrakkaey. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.