Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 5 Bakaríið Brauðval • Skólabraut 12 – 14 • Akranesi • Sími 434-1413 Fylgstu með okkur á SK ES SU H O R N 2 01 6 Opnum aftur eftir hlé Afgreiðslutími: Virka daga kl. 12.00 – 18.00 Kökur og rúnstykki • Bara ódýrt Kökur í úrvali Gjafavöruverslunin @home Erum á Facebook: 15% afsláttur SK ES SU H O R N 2 01 6 Nýr plöntusjúkdómur hefur greinst á Íslandi. Skaðvaldurinn er baktería sem barst til landsins frá Hollandi með innflutningi á ró- sagræðlingum sem notaðir voru í garðyrkjustöð á Suðurlandi. Bakt- erían herjar á ýmsar plöntutegund- ir og getur valdið miklum afföllum í m.a. kartöflu- og tómatarækt. „Í kjölfar greiningarinnar greip Mat- vælastofnun til varúðarráðstafana, í samráði við ræktanda og Ráð- gjafarmiðstöð landbúnaðarins, til að hefta útbreiðslu smits og standa vonir til þess að tekist hafi að upp- ræta sjúkdóminn,“ segir í tilkynn- ingu frá Mast. Bakteríutegundin nefnist Ral- stonia solanacerum (Pseudomo- nas solanacerum). Þessi bakter- íutegund er skilgreind í reglu- gerð 189/1990 sem skaðvaldur sem bannað er að flytja til lands- ins. Kartafla er helsti hýsill bakt- eríunnar en hún getur einnig sýkt aðrar plöntur. Sýkingin lýsir sér þannig að leiðslukerfi plöntunn- ar stíflast af bakteríunum og lauf- blöð byrja að visna neðst á sýkt- um plöntum og færist sýking- in svo ofar með þeim afleiðingum að plantan veslast upp. Matvæla- stofnun greip til varúðarráðstaf- ana og lagði fram áætlun, í samráði við ræktanda og Ráðgjafarmið- stöð landbúnaðarins, til að upp- ræta sjúkar plöntur og hindra frek- ari dreifingu. Plöntum hafði ekki verið dreift frá gróðrarstöðinni frá því að innflutningur átti sér stað, aðrar en sótthreinsaðar rósir til verslana. Bakterían hefur ekki greinst í sýnum sem hafa verið tekin eftir að sýktum plöntum var eytt. Stofnunin telur líklegt að tek- ist hafi að uppræta sjúkdóminn að fullu þótt ekki sé hægt að fullyrða um það á þessu stigi málsins. mm Nýr plöntusjúk- dómur greinist hér á landi Rósa Björk Halldórsdóttir fyrr- um framkvæmdastjóri Markaðs- stofu Vesturlands átt fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Ís- lands á mánudag. „Fundur okk- ar var í tengslum við Norðurslóð- aráðstefnuna sem forsetinn hefur staðið fyrir árlega undanfarin ár í Hörpu í Reykjavík. Ólafur Ragnar mun halda þeim störfum áfram eft- ir að hann lætur af störfum sem for- seti. Ég er sjálf tekin við sem verk- efnisstjóri yfir Circum Arctic Art Show-viðburðinum sem haldinn var í tengslum við Norðurslóðaráð- stefnuna síðastliðið haust,“ segir Rósa Björk. „Þessi sýning er listavið- burður þar sem frumbyggjar norð- ursins koma saman og sýna listir sínar og menningu. Í fyrrahaust var þessi viðburður í Gamla Bíó en ég sækist nú eftir að hann verði í Hörp- unni þegar ráðstefnan verður hald- in á þessu ári dagana 7.- 9. október.“ Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Rósu í Skessuhorni í nóvember síðastliðinn þá hefur hún unnið að ýmsum verkefnum síðan hún lét af störfum við að markaðssetja ferða- þjónstuna á Vesturlandi sem fram- kvæmdastjóri Markaðsstofunnar. Þar á meðal hefur hún sinnt málefn- um norðurslóða og eflt tengsl bæði við Grænland og Jakútíu í Síberíu. „Ég stefni á að fara til Jakútíu nú í mars en mér er boðið að halda erindi um Ísland, hvað við eigum sameig- inlegt og hvað við gætum lært hvort af öðru. Ég mun einnig segja frá því hvernig við höfum markaðssett Ís- land og Vesturland fyrst og fremst,“ segir hún. mþh Átti fund með forseta Íslands Rósa Björk Halldórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands áttu fund um málefni Norðurslóða á mánudaginn. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hef- ur sent kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna starfsleyfis sem Umhverfisstofnun gaf út 16. desember síðastliðinn til Norðuráls á Grundartanga. Kært er að Umhverfisstofnun skuli hafa veitt leyfi fyrir um 50 þúsund tonna framleiðsluaukingu á ári. Segir í kærunni að með þessu sé Norðuráli veittar losunarheim- ildir fyrir flúor sem geri fyrirtæk- inu kleift að sleppa langtum meira flúori út í andrúmsloftið en var árið 2014. Umhverfisvaktin færir í kær- unni rök fyrir kröfu um að nýja starfsleyfið fyrir Norðurál verði fellt úr gildi. Það verði ekki end- urnýjað fyrr en flúormengun hafi verið mæld utan þynningarsvæð- is í minnst tvö ár, vísindarannsókn- ir fari fram á áhrifum langtíma flú- ormengunar á íslenskt búfé, staða flúormengunar verði gefin upp á rauntíma, gerð verði haldgóð við- bragðsáætlun fyrir mengunarslys, umhverfisvöktun á eigin mengun verði tekin úr höndum Norðuráls og færð til opinberra aðila og að Norðurál sýni fram á að álver þess á Grundartanga starfi eftir sambæri- legum viðmiðun um losun flúors og Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. Sjá má kæruna í heild á vef Umhverfis- vaktarinnar við Hvalfjörð. mþh Umhverfisvaktin kærir leyfi til stækkunar álvers Álver Norðuráls á Grundartanga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.