Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 20166 Hjónin Ingi Hans Jónsson og Sigur- borg Kr. Hannesdóttir eiga og reka gistihúsið Bjarg Apartments í Grund- arfirði. Eftir að hafa gert húsið upp var gistiheimilið opnað snemma á síð- asta ári. Það hefur fengið lofsamlega dóma gesta og er nú með fullt hús stiga, 10,0 í einkunn samkvæmt um- sögnum 24 síðustu dvalargesta á bók- unarvefnum Booking.com. Margir gististaðir um vestanvert landið hafa verið að skora hátt í umsögnum gesta bókunarvefjarins, en þessi einkunn hefur hvergi sést upp nýverið, enda fátíð. Á vefnum booking.com má lesa umsagnir gesta sem dásama aðbúnað, notalegt húsnæði, ægifagurt útsýni, frítt þráðlaust net og sitthvað fleira. Vegna þessa árangurs segist Ingi Hans vera afskaplega stoltur fyrir hönd þeirra hjóna af þeim umsögn- um sem gistihúsið hefur verið að fá. „Margir spyrja hvernig gerið þið þetta? Eða hvernig er þetta hægt? Hér er náttúrulega sambland af heppni og færni. Það eru nokkrir þættir sem gestirnir vega þegar kemur að því að gefa einkunn. Á nokkra þeirra get- ur maður haft talsverð áhrif eins og t.d. hreinlæti, starfsfólk og frítt WiFi. Aðrir þættir eru mun matskennd- ari svo sem staðsetning, þægindi, að- búnaður og hversu mikið gestir telja sig fá fyrir peninginn. Helst er hægt að hafa áhrif á þessa þætti með því að lofa ekki meiru en staðið er við og að gestir hafi sem bestar upplýsingar um hvað þeir eru að kaupa. En hvort rúmið er of mjúkt eða of hart metur sá einn sem í því liggur hverju sinni,“ segir Ingi Hans. mm Íkveikja til rannsóknar AKRANES: Eldur var lagður að blaðabunka innandyra í stigagangi íbúðarhúss á Akranesi um liðna helgi. Ekki er vitað hver þarna var að verki en viðkomandi hef- ur líklegast þurft lykil til að kom- ast inn í húsið sem talið var hafa verið læst. Íbúi í húsinu rumsk- aði við umgang um miðja nótt og heyrði síðan í reykskynjara sem fór í gang. Rauk hann þá af stað, sá eld í stigaganginum, náði í hand- slökkvitæki og tókst að slökkva með því, áður en eldurinn náði að breiðast út um húsið. Nokkurt tjón hlaust af þessari íkveikju en þó minna en á horfðist. Málið er til meðferðar hjá rannsóknadeild Lögreglunnar á Vesturlandi. Lokahnykkur í söfnun fyrir björgunarbát REYKHÓLAR: Björgunarsveit- in Heimamenn í Reykhólahreppi hefur um skeið safnað fé til kaupa á nýjum og hraðskreiðum björg- unarbáti. Reykhólavefurinn upp- lýsir að nú sé búið að safna liðlega sjö af þeim tíu milljónum króna sem þarf til að festa kaup á bátn- um. Þar af koma þrjár frá björg- unarsveitinni, tvær frá Reykhóla- hreppi og tvær frá Þörungaverk- smiðjunni. Nú síðast lét Kven- félagið Katla ágóða sinn af veit- ingasölu á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi renna í sjóð- inn til kaupa á bátnum. Nýi bát- urinn þykir kostagripur. Hann er slöngubátur af gerðinni Atlantic 75 og búinn öllum helstu tækj- um sem kröfur eru gerðar um til slíkra báta. Í honum er meðal annars sjódæla sem nota má til að slökkva elda eða dæla sjó úr skip- um. Reykhólamenn eru þessa dag- ana að leita fjármuna fyrir því sem á vatnar til að björgunarsveitin eigi fyrir bátnum. Orkubú Vest- fjarða ætlar að láta hundrað þús- und krónur rakna af hendi og búið er að gera dreifibréf þar sem biðl- að er eftir stuðningi fyrirtækja og einstaklinga. –mþh Ökumenn blóta til fyrirmyndar! VESTURLAND: Lögreglan hélt úti töluverðu eftirliti með umferð í kringum þorrablót- in sem haldin voru víðs vegar í umdæminu, í þéttbýli jafnt og dreifbýli, það sem af er þorra. „Í stuttu máli má segja að allir ökumenn hafi verið allsgáðir og í góðu lagi þó svo að flestir far- þegarnir hafi angað af súrmat, hákarli og jafnvel áfengi. Einn ökumaður var hins vegar tekinn fyrir meinta ölvun við akstur um miðjan dag í þéttbýli og var sá hvorki á leiðinni á eða af þorra- blóti. Lögregla fagnar þeirri þróun að ökumenn séu allsgáðir í þorrablótaumferðinni. „Það er af sem áður var þegar lögreglu- menn við eftirlit fundu jafnvel gallsúra gambralykt úr ökutækj- um á þessum árstíma. En slík- ur mjöður lyktaði vægast sagt mjög illa og bragðaðist eftir því trúlega ekki vel,“ segir Theódór Þórðarson upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á Vesturlandi sem man tímana tvenna í þessu sam- bandi. „Áferðin á gambranum var svo groddaleg að ekki sást í gegnum glærar flöskur, þó svo að vasaljós væri borið að þeim. Var gambrinn á að líta eins og miðlungsþykkur hafragrautur með þrútnum, fljótandi rúsín- um samanvið. Báru menn þess- ar flöskur gjarnan innanklæða og drukku þetta síðan „maga- volgt“ brosandi út að eyrum og buðu mönnum jafnvel með sér. Trúlega hefur þessi mjöður, sem síðan var oftast soðinn og varð þá að landa, verið hvað lík- astur þeim forna miði er forfeð- ur okkar brugguðu og drukku síðan með bestu lyst fljótlega eftir að hafa numið hér land á sínum tíma.“ -mm Læknaskortur bitnar á þjónustu AKRANES: Mikil mannekla er nú á læknasviði heilsugæslunnar á Akranesi og má því búast við töfum á ýmsri þjónustu við íbúa á næstu vikum. Guðjón Brjáns- son forstjóri HVE segir í sam- tali við Skessuhorn að einkum eigi þetta við um þá sem þurfa að leita læknisþjónustu. „Ákaft er leitað eftir læknum til starfa en til þessa hefur sú vinna ekki skilað árangri en áfram er unn- ið að lausn á vandanum. Þetta kann að valda íbúum einhverj- um óþægindum en öll aðkall- andi verkefni eru leyst eins og frekast er kostur. Starfsfólk ósk- ar vinsamlegast eftir að tillit verði tekið til þessara aðstæðna þegar leitað er eftir þjónustu á stöðinni á næstunni,“ seg- ir Guðjón. Hann segir óhjá- kvæmilegt annað en að grípa til skammtímalausna á næstunni sem er ekki viðunandi ástand nema í mjög stuttan tíma. „Við leitum að öflugum yfirlækni til að byggja upp að nýju og teljum að við höfum að bjóða framúr- skarandi umhverfi fyrir metn- aðarfulla heimilislækna sem einblína á faglegt starf, hafa í bland hugsjón að leiðarljósi en ekki bara mikla peninga þótt þeir séu góðir að sínu leyti, en þetta er þó ansi fyrirferðamikill þáttur í allri umræðu. Þar stefn- ir í óefni en við róum nú lífróð- ur í erfiðum sjó, fátt eða ekkert um fína drætti,“ segir Guðjón Brjánsson. –mm Gistiheimilið Bjarg í Grundarfirði hlýtur fullt hús stiga Gistiheimilið Bjarg. Ljósm. tfk. Einkunn byggir á umsögnum 24 síðustu gesta sem skráðu sig í booking.com. Í Vínbúðirnar var síðastliðinn fimmtudag rúllað inn brettum af þorrabjór frá innlendum framleið- endum. Sá vestlenski er líkt og í fyrra Hvalur II, þorrabjór brugghúss Steðja í Borgarfirði. Þessi bjór hef- ur vakið gríðarlega athygli víðsvegar um heiminn. „Má geta þess að ýms- ir fréttamiðlar hafa fjallað um hann, svo sem BBC, The Guardian, Wash- ington Post, Skessuhorn og margir fleiri,“ segir í tilkynningu frá Steðja. Bjórnum er ítarlega lýst í bjórbókinni „The wackiest beer in world“ sem er verið að gefa út um þessar mundir og situr efstur á mörgum listum yfir „brjáluðustu bjóra í heimi“. Því má segja að Hvalur annar sé fyrir þá sem þora, ekki aðra. Hvalur II er yfirgerjaður bjór sem er hannaður í kringum tað- reykt langreyðareistu. Allt er gert til að fanga anda þorrans í ölinu. Bjór- meistarinn er hinn þýski Philipp Ewers, bruggari Steðja. „Við not- um sérstaka berja-humla til að gefa hið fullkomna villibráðarkrydd. Eist- un er taðreykt með gamla mátan- um og náum við því mjög sérstöku og rammíslensku reykbragði í bjór- inn. Bjórinn er 5,1% að styrkleika og hentar fullkomlega með þorramatn- um og svo gefa langreyðareistun skemmtilegan kjöttón í eftirbragðið. Þetta er bjór sem á sér enga líkan og er kominn í flestallar Vínbúðir lands- ins,“ segir í tilkynningu. mm Þorrabjór fyrir þá sem þora

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.