Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 9 Silicor opnar upplýsingasíðu GRUNDARTANGI: Silicor Materials hefur sett upp upp- lýsingasíðu; silicormaterials.is, um uppbyggingu sólarkísilvers á Grundartanga. Á síðunni er að finna lykilupplýsingar um áformað sólarkísilver. Þar er einnig að finna svör við öllum helstu spurningum um verk- efnið og geta lesendur einnig sent inn spurningar. „Silicor Materials hefur hafið útgáfu reglulegs fréttabréfs um sólar- kísilver á Grundartanga. Í því verður fjallað um framvindu verkefnisins og ýmislegt sem því tengist. Þetta fyrsta frétta- bréf er sent á valinn hóp við- takenda og geta þeir sem vilja afþakka fréttabréfið afskráð sig neðst í fréttabréfinu,“ segir í tilkynningu. –mm Ferðamenn í ógöngum BORGARFJ: Lögregla fékk tilkynningu um ítalska ferða- menn sem höfðu fest bíla- leigubíl sinn í snjó, eftir að þeir höfðu ekið stuttan spöl frá Húsafelli inn Kaldadals- veg sem var ófær öllum öðr- um ökutækjum en trukkum og stórum jeppum. Vel bún- ir jeppamenn náðu að losa bíl ferðafólksins og var aðstoðar- beiðni því afturkölluð en búið var að ræsa út björgunarflokk frá Ok. –mm Minnsta atvinnuleysi frá 2007 LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 188.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í desember 2015, sem jafngildir 81% at- vinnuþátttöku. Af þeim voru 184.900 starfandi og 3.600 án vinnu og í atvinnuleit. Hlut- fall starfandi af mannfjölda var 79,4% og hlutfall atvinnu- lausra af vinnuafli var 1,9%. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í mælingum Hagstofu Íslands síðan í nóvember 2007 þegar það mældist 1,3%. –mm Stór hluti síldar- innar týndur MIÐIN: Fiskifræðingar Haf- rannsóknarstofnunar reyndu nú í janúar að framkvæma mæl- ingu á íslensku sumargotssíld- inni vestur af landinu en urðu fyrir vonbrigðum. Mæling- in skilaði mun lægri tölum en búist var við svo jafnvel mun- ar helmingi. Síldin var dreifð í smátorfum og lítið sem ekk- ert um stórar og þéttar torfur eins og algengt er um hávet- urinn. Mest var af síld í Kollu- ál og Jökuldýpi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum. Það virð- ist því einsýnt að um helming- ur þessa síldarstofns er týndur. Íslenska sumargotssíldin hefur gert garðinn frægan á undan- förnum með frægum göngum inn í Kolgrafafjörð á Snæfells- nesi sem í tvígang hefur end- að með firnum og fáheyrðum síldardauða. -mþh Bændasamtök Íslands hafa látið gera úttekt á þáttum sem hafa áhrif á matvöruverð hér á landi. Meðal þess sem úttektin leiðir í ljós er að lækkun gjalda, hagstæð þróun á gengi íslensku krónunnar og lægra innkaupsverð, hefur ekki skil- að sér með eðlilegum hætti með lægra verði til neytenda, heldur hafi ágóðinn að mestu runnið til fyrirtækja í verslunarrekstri. „Það er mat Bændasamtakanna, þeg- ar horft er til þess sem hefur áhrif á verðlag matvöru til neytenda á Íslandi, að mögulegt sé að lækka matvöruverð á Íslandi.“ Bændasamtökin telja að til þess að árangur náist þurfi í fyrsta lagi að tryggja aukna samkeppni á dagvörumarkaði og þar þurfi Sam- keppniseftirlitið að beita sér í aukn- um mæli, með þeim úrræðum sem stofnunin hefur. Í öðru lagi þurfi að tryggja að þegar gjöld og álögur eru lækkaðar skili ágóðinn sér til neytenda, bæði af hálfu stjórnvalda og með áframhaldandi öflugu að- haldi launþegahreyfingarinnar í landinu. Loks þurfi að tryggja að þegar árangur næst í hagræð- ingu í íslenskum landbúnaði skili ágóðinn sér til neytenda og bænda, en ekki bara til fyrirtækja í versl- unarrekstri. Skýrsla BÍ verður kynnt ítarlega á blaðamannafundi síðar í dag og í fjölmiðlum í kjölfarið. mm/ Ljósm. eo. Skortur á samkeppni á matvörumarkaði leiðir til hærra vöruverðs WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2016 Published by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Your guide to West Iceland Fullt af fróðleik á ensku og íslensku um ferðaþjónustu á Vesturlandi. Ekki láta þetta frábæra auglýsingatækifæri fram hjá þér fara. Auglýsingapantanir þurfa að berast fyrir 11. mars 2016 í síma 433-5500 eða á netfangið auglysingar@skessuhorn.is Kemur út í lok apríl 2016!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.