Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2016 17 hlær við. „Þetta er mitt aðal áhuga- mál og ekkert annað sem ég myndi frekar vilja verja tíma mínum í.“ Hann tekur þó fram að mikilvægt sé að hafa hausinn í lagi, vera agað- ur og skipulagður. Eins segist hann hafa verið hepp- inn með þjálfara. „Eftir að ég kom til Fram hef ég verið með snilld- ar þjálfara, Lárus Grétarsson og Vilhjálm Þór Vilhjálmsson. Þeir tóku mér gríðarlega vel sem og all- ir í félaginu. Fyrst um sinn komst ég náttúrulega ekki á allar æfing- ar, á meðan ég bjó uppi í Reyk- holti. Ég fékk samt alltaf að spila þó ég æfði bara tvisvar í viku og það eru ekkert öll félög eða þjálf- arar sem hefðu leyft það,“ segir hann þakklátur. Hann reyndi þó að mæta oftar á æfingar til Reykjavík- ur ef aðstæður leyfðu en auk þess æfði hann á körfubolta, sund og hlaup í sveitinni. Liðsfélögum sín- um ber Helgi einnig vel söguna, sem og landsliðsþjálfurum sínum, þeim Frey Sverrissyni og Halldóri Björnssyni. Alltaf fengið mikinn stuðning Áður en Helgi ákvað að leggja knattspyrnuna fyrir sig prófaði hann ýmsar aðrar íþróttir, ekki síst fyr- ir tilstuðlan föður síns, Guðjóns Guðmundssonar íþróttakennara og móður sinnar Magneu Helgadóttur. Þau hafi alltaf hvatt hann til að prófa sem flestar íþróttagreinar og allt- af staðið við bakið á honum. Þann- ig æfði hann körfuknattleik með Umf. Reykdæla fram á unglingsár og var valinn í U-15 landsliðið og spilaði fimm landsleiki. Hann var auk þess gríðarlega efnilegur í bæði sundgreinum og frjálsum íþróttum. „Meðan ég var á leikskóla fékk ég stundum að fylgja pabba þegar hann var að þjálfa og að kenna í grunn- skólanum. Þá kviknaði áhuginn á íþróttum og urðu þær fljótt mitt aðal áhugamál,“ segir hann. „Ég hef alltaf fengið mjög mikla hvatningu bæði frá mömmu og pabba. Þau hafa verið alveg ótrúleg. Þau skutl- uðu mér á æfingar og á leiki með Fram á meðan ég bjó í Reykholti,“ segir hann þakklátur. „Að fjölskyld- an hafi trú á manni og styðji við bak- ið á manni skiptir gríðarlega miklu máli upp á að geta haldið áfram og enst í íþróttagreininni,“ segir Helgi Guðjónsson að lokum. kgk Gunnhildur Gunnarsdóttir var á dögunum valin Íþróttamaður Snæ- fells árið 2015. Hún er einn lykil- leikmanna Snæfells, en liðið varð Íslandsmeistari í körfuknattleik síð- astliðið vor. Þegar þessi orð eru rit- uð trónir liðið á toppi úrvalsdeild- arinnar og hefur tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur var einnig einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins í verkefnum þess á árinu sem er að líða. Hún hóf snemma að leika körfuknattleik. „Ég byrjaði að æfa níu ára göm- ul og æfði með Snæfelli upp alla yngri flokkana þangað til 2006. Þá stofnuðum við meistaraflokkslið Snæfells, þegar ég var 16 ára,“ seg- ir Gunnhildur í samtali við Skessu- horn. Hún segir að á þeim tíma hafi góður kjarni á breiðum aldri lagt stund á körfuknattleik í Stykkis- hólmi. „Við vorum því hvorki með stúlkna- né unglingaflokk held- ur fórum við bara beint í meistara- flokk. Ég held við yngri leikmenn- irnir höfum grætt helling á því,“ segir hún. Nýstofnaður meistaraflokk- ur Snæfells keppti í 1. deild Ís- landsmótsins árið 2006 og tveim- ur árum síðar var liðið komið upp í úrvalsdeild og hefur verið þar síð- an. Gunnhildur hefur þó ekki leikið alla tíð með Snæfelli. Hún lék um fjögurra ára skeið með Haukum meðan hún nam íþróttafræði í höf- uðborginni. „Ég tapaði einmitt á móti Snæfelli í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn 2014. En ég vann þær allavega í bikarn- um,“ segir hún og hlær við. „En svo flutti ég heim fyrir síðasta tímabil og varð Íslandsmeistari með Snæ- felli,“ bætir hún við. Vill komast eins langt og hægt er Aðspurð hvort hún hafi alla tíð ver- ið góður eða efnilegur körfuknatt- leiksmaður kveðst hún eiginlega ekki vita hvernig hún eigi að svara því. „Ég var í unglingalandsliðun- um, bæði 16 og 18 ára landsliðun- um, og ætli ég hafi ekki verið al- veg ágæt,“ segir hún. „Þetta er erf- ið spurning, ég er mjög hógvær að eðlisfari,“ bætir Gunnhildur við. Eins og áður kom fram hef- ur hún leikið með landsliðinu síð- astliðin ár. „Ég hef fengið stærra hlutverk í landsliðinu með hverju árinu sem líður. Ég var mest í því að fylla vatnsbrúsana sem nýliði á sínum tíma en held ég sé í þokka- lega stóru hlutverki núna,“ segir hún létt í bragði og bætir því við að töluverður munur sé á því að leika fyrir landslið og félagslið, þó hvoru tveggja hafi hún ánægju af. „Lands- liðið er skipað tólf bestu leikmönn- um á landinu. Það spilar við erfið- ari lið og stærri þjóðir, hávaxnar og stórar stelpur svo það er töluverður munur þar á. Að spila fyrir Íslands hönd er eitthvað sem vonandi alla dreymir um. Ef maður er í þessu á annað borð þá vill maður komast eins langt og hægt er.“ Hefur alltaf haft góða þjálfara Um þessar mundir kveðst Gunn- hildur æfa alla daga vikunnar með meistaraflokki, að undanskildum leikdögum. Alla tíð hefur hún léð íþróttinni stóran hluta af tíma sín- um. „Upp yngri flokkana vorum við meira og minna alltaf í íþróttahús- inu. Ef ekki á æfingum þá fórum við þangað og lékum okkur,“ seg- ir hún og bætir því við að hún hafi alltaf haft mjög góða þjálfara, bæði í Snæfelli og eins á árum sínum með Haukum. „Þjálfarar geta verið mjög misjafnir en við fengum alltaf mjög fína þjálfara, líka í yngri flokkun- um. Það er mjög mikilvægt að yngri krakkarnir fái góða þjálfara sem eru áhugasamir og tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að þetta gangi upp hjá krökkunum,“ segir hún. Það sé mikilvægur þáttur í að búa til góðan einstakling. „Allir fæðast með ein- hverja hæfileika en að sjálfsögðu fer það mikið eftir því hversu dugleg- ur maður er að æfa hversu góður maður verður. Liðsfélagarnir skipta einnig máli, sem og þjálfararnir. Allt spilar þetta saman og þarf að ganga upp til að búa til góðan íþrótta- mann.“ Skiptir máli að trúa á sjálfan sig Þegar hér er komið sögu víkjum við að andlegu hlið íþróttamanns- ins sem Gunnhildur telur að skipti að minnsta kosti jafn miklu máli og líkamlegi þátturinn. „Fyrst og fremst held ég að maður verði að hafa trú á því sem maður er að gera,“ segir hún; „en ég held að al- mennt mættu íþróttamenn að vera duglegri en þeir eru að þjálfa and- legu hliðina. Ég er viss um að við sinnum henni almennt ekki nægi- lega vel, hún spilar svo hrikalega stórt hlutverk. Bara það að hafa trú á sjálfum sér getur fleytt manni ótrúlega langt,“ bætir hún við. Gott skipulag segir Gunnhild- ur vera mikilvægt öllum þeim sem vilja iðka íþrótt sína af kappi. Aftur á móti telur hún að það lærist með tíð og tíma. „Sjálf er ég í mast- ersnámi, körfunni og vinnu og ég kæmist ekki í gegnum þetta nema vera vel skipulögð. En ég held að maður læri helling á því að vera í svona mörgu í einu. Íþróttamenn eru oft skipulagðari en annað fólk einfaldlega vegna þess að þeir þurfa þess, það er svo mikið að gera hjá þeim,“ segir hún. Gunn- hildur ráðleggur ungum og upp- rennandi íþróttamönnum að trúa á sjálfa sig, æfa meira en aðrir og skipuleggja sig vel en alltaf hafa já- kvæðnina að leiðarljósi. Aðspurð um lífsstíl íþrótta- mannsins segist hún hugsa vel um sig og vera dugleg að æfa. Aftur á móti sé hún ekki öfgafull í þeim efnum. „Ég borða ekki hafragraut í öll mál,“ segir hún og hlær við. „Allt er gott í hófi. Auðvitað hugsa ég um hvað ég læt ofan í mig, sér- staklega í kringum leiki og æfingar en ég er ekkert að missa mig í því. Það skiptir mestu máli að manni líði vel og að maður sé ánægður með sjálfan sig og hafi ánægju af því sem maður er að gera. Það held ég að sé leiðin að árangri,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir. kgk „Bara það að hafa trú á sjálfum sér geturfleytt manni ótrúlega langt“ -segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, Íþróttamaður Snæfells Gunnhildur Gunnarsdóttir ber upp boltann í leik með landsliðinu. Hlýjar hamingjuóskir fékk Gunnhildur frá systur sinni Berglindi. Ljósm. eb. Gleðilegt heilsuræktarár 2016 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 6 Helgi í leik með Fram. Ljósm. Fram. Helgi (lengst til hægri) fangar einu af mörkum sínum á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fóru í Kína á síðasta ári. Ísland hafnaði í þriðja sæti á því móti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.