Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201622 Í síðasta tölublaði birtist grein eft- ir Halldóru Jónsdóttur bæjarbóka- vörð á Akranesi. Þar segir hún frá ýmsu í starfsemi Ljósmynda- og Héraðsskjalasafns. Ljósmyndasafn- ið hýsir myndir fjölda ljósmyndara, bæði faglærðra og áhugaljósmynd- ara en í safninu eru um 44.000 myndir. Markmið Ljósmyndasafns Akraness er að gefa heildarmynd af þeirri ljósmyndamenningu sem stunduð hefur verið í bænum frá því að byrjað var að taka ljósmyndir á Akranesi. Til að afla sem mestra heimilda hefur fólki verið boð- ið á vinnufundi í safninu þar sem skráðar eru heimildir um myndir sem eru í fórum safnsins. Á með- fylgjandi mynd eru þátttakendur á fyrsta vinnufundi ársins sem hald- inn var síðastliðinn miðvikudag. Lengst til hægri er Nanna Þóra Ás- kelsdóttir deildarstjóri Ljósmynda- safnsins. mm/ Ljósm. hj. Vinnufundur hjá Ljósmyndasafni Akraness Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur tekið saman skýrslu um almennar horf- ur í rekstri íslenskra orku- og veitufyrirtækja. Grein- endur fyrirtækisins telja að Orkuveita Reykjavíkur (OR) muni njóta almenns vaxtar í efnahagslífinu hér á landi, ekki síst vegna vaxandi eft- irspurnar eftir rafmagni og heitu vatni. Á vef OR segir að í frétt Moody‘s um skýrsl- una sé haft eftir Ericu Gauto Flesch, greinanda hjá Moody‘s, að fyrirtæk- ið búist við að þróun í íslenska hag- kerfinu muni styrkja fjárhag tveggja stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins, Orkuveitu Reykja- víkur og Landsvirkjunar, þó OR fremur þar sem megin- hluti starfsemi fyrirtækisins sé veiturekstur, þ.e. þjónusta með sérleyfi á Íslandi. „Sam- kvæmt spá Moody‘s muni eft- irspurn eftir rafmagni aukast um 3% á ári fram til 2018 og eftir heitu vatni um 1,5% á ári. Þá er þess getið að styrking ís- lensku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum hafi já- kvæð á stöðu skulda OR, sem að mestu eru í erlendri mynt.“ mm Matsfyrirtæki spáir vexti veitufyrirtækja Aukin eftirspurn verður eftir virkjun jarðvarma. Ljósm. or.is Á bóndadaginn voru Borghrepp- ingar í hópi þeirra sem fyrstir fögnuðu þorra í félagsheimilinu Valfelli, en í Borgarhreppnum er reyndar haldið Hreppsmót. Glatt var á hjalla og snæddur góður mat- ur og að lokum stiginn dans. Með- al skemmtiatriða var spurninga- keppni þar sem sessunautar við borð skipuðu liðin. Í verðlaun var myndataka og vilyrði fyrir birt- ingu í Skessuhorni. Á meðfylgj- andi mynd eru sem sagt gáfuð- ustu Borghreppingarnir 2016 með góðri kveðju frá Hreppsmóts- nefnd. mm/ Ljósm. þs. Gáfuðustu Borghreppingarnir fengu að launum mynd í Skessuhorni Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður á Vestra-Reyni í Hvalfjarðarsveit fagnaði 50 ára af- mæli sínu á laugardaginn. Afmæl- isveislu hélt hann í félagsheimilinu Miðgarði ásamt Lilju Guðrúnu eig- inkonu sinni, börnum og öðru skyld- fólki. Haraldur sagði sjálfur að ann- að hús hefði aldrei komið til greina til að halda slíkan viðburð. Þetta ágæta félagsheimili Innnesinga var þó í smærra lagi þegar mið er tek- ið af þeim fjölda vina og vinnufé- laga sem sáu ástæðu til að heiðra af- mælisbarnið á þessum tímamótum. Glatt var á hjalla, haldnar skemmti- legar ræður og afmælisbarninu færðar ýmsar gjafir, þrátt fyrir að hafa staðfastlega afþakkað þær með öllu. Veislustjóri var Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðbjörg Haraldsdótt- ir var formaður afmælisnefndar, Jó- hannes Kristjánsson eftirherma fór á kostum á ávarpi sínu og þing- menn, jafnaldrar og skyldfólk Har- aldar steig á stokk. Greinilegt er að fólki er afar hlýtt til Haraldar á Reyn enda hefur hann verið farsæll í störf- um sínum og góður fjölskyldufaðir. Fólki var tíðrætt um störf hans fyrir bændur og nú eftir að þingmennsk- an tók við hefur hann verið trúr því verkefni að færa ljósleiðara inn á öll heimili landsins fyrir 2020. Gaman er að segja frá því að þeg- ar afmælisbarnið bauð gesti vel- komna gat hann þess að hann hafi í fyrsta skipti farið inn í vínbúð dag- inn áður. Þar sem hann væri ung- legur þótti honum ákveðið öryggi í að taka einn 25 ára með sér, til að tryggt yrði að hann fengi nú örugg- lega afgreiðslu. Líklega þjakar hann ekki sú staðreynd að ekki er enn hægt að kaupa vín í matvörubúðum og beindi orðum sínum sérstaklega til Vilhjálms lögregluþjóns og sam- þingmanns sem þarna var staddur ásamt fleirum úr þingliðinu. mm Fagnaði hálfri öld með vinnufélögum og vinum Haraldur Benediktsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir ásamt börnum sínum, þeim Eyþóri, Guðbjörgu og Benediktu. Þeir Brynjar Níelsson og Jón Gunnarsson, samflokksmenn Haraldar, færðu bónd- anum þennan glæsilega hana að gjöf. Haninn var ekki kominn úr kassanum þegar hann hafði fengið nafnið Jón Brynjar. Gamlir vinir og nágrannar hér á spjalli. Frá vinstri Ragnheiður þingflokks- formaður, Einar og Erna í Einarsbúð, Anton og Ingileif á Ytri-Hólmi og Guðjón og Guðný af Skaganum. Afmælisbarnið sagði sögur af því þegar Guðlaugur Þór veislustjóri hafði kennt sér að nota skotvopn. Fyrsta fórnarlamb hans var þessi einmana fóðurkálsplanta sem Guðlaugur fékk mynd af. Guðlaugur hafði hinsvegar í misgripum skotið aligæsina á bænum í fyrstu veiðiferð þeirra. Hluti gesta í Miðgarði, en fullt var út úr dyrum í þessu notalega félagsheimili Innsveitunga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.