Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 201612 Gísli Ólafsson í Grundarfirði hlýt- ur að teljast meðal frumkvöðla í ferðaþjónustu nútímans á Snæfells- nesi. Hann rekur Hótel Framnes og hvalaskoðunarfyrirtækið Láki To- urs í Grundarfirði. Undir hið síðar- nefnda heyrir einnig kaffihús sem stendur á hafnarsvæðinu þar í bæ, reyndar ekki langt frá sjálfu hótel- inu. Við hittum Gísla í liðinni viku. Hann var nýkominn úr hvalaskoð- unarferð á bátnum Láka II. Við sett- umst niður á kaffihúsinu til að spjalla um ferðamálin. Reynsluboltinn Gísli Ólafsson hefur skoðanir á ýmsu og það er fróðlegt að heyra hvað hann hefur að segja um ferðaþjónustuna, lundaskoðun, áhrif hvalveiða á hvala- skoðun og hugmyndir hans hvernig renna megi styrkari stoðum undir nauðsynlega uppbyggingu innviða í ferðaþjónustunni. Enn gætir áhrifa ótíðar síðasta vetrar Nýkominn af sjónum segir Gísli að tíðin nú í vetur sé búin að vera ólíkt betri en hún var síðasta vetur þegar enginn endir virtist ætla að verða á lægðunum sem fóru yfir landið með tilheyrandi stormum. „Það eru bara búnir að vera tveir eða þrír brælu- dagar þar sem við höfum orðið að af- lýsa hvalaskoðunarferðum héðan úr Grundarfirði það sem af er janúar. Þetta er mikill munur.“ En þó storm- ar síðasta veturs séu löngu gengnir yfir þá kemur fram í máli Gísla að áhrifa þeirra gæti enn. Veðrið var oft svo slæmt í fyrravetur að ferðaskrif- stofurnar sem bóka ferðir út á land um vetrartímann hafa ekki enn get- að gleymt því. „Það gerðist að menn höfðu kannski pantað hjá hótelum úti á landi en svo var ekki hægt að fara frá Reykjavík vegna veðurs. Þá voru ferðaskrifstofurnar kannski að lenda í að þurfa að greiða fyrir gisti- nætur sem síðan voru ekki notaðar því fólk komst ekki út úr borginni. Nú í vetur er reglan hjá þeim sú að kaupa bara hótel í Reykjavík en ráð- leggja síðan fólki að fara bara í dags- ferðir þaðan ef það er gott veður. Þá er helst talað um að fara austur fyrir fjall eða um Vesturland. Enda er það svo að við erum að sjá mikla aukn- ingu í lausaumferð ferðamanna núna samanborið við í fyrra. Síðan er allt kjaftfullt á hótelunum í Reykjavík á sama tíma og það hefur jafnvel dregið úr gistingu úti á landi,“ seg- ir Gísli. Tafir vegna seinagangs í stjórnsýslu Aðspurður segir Gísli að heilsárs- störfin í ferðaþjónusturekstri hans séu orðin 21 talsins. „Þetta sveiflast eðlilega með árstíðunum. Þegar fæst er á veturna eru þetta 14 manns en 28 þegar flest starfsfólk er um sum- arið. Þannig lagað séð er þetta orðið eins og góð fiskverkun. En þetta er bara hjá mér. Auðvitað eru svo miklu fleiri hér í Grundarfirði sem hafa lifibrauð sitt af ferðaþjónustu, bæði beint og óbeint. Þetta tínist til og er orðinn þó nokkur atvinnuvegur í bænum. Síðan fylgir ýmislegt auk- inni umferð fólks um bæinn svo sem stóraukin velta í verslun.“ Í máli Gísla kemur fram að hann telji mikla framtíð í ferðaþjónustunni víða um land. Sjálfur hefur hann lengi haft á prjónunum að stækka Hótel Framnes um 17 herbergi og byggja nýjan veitingasal og gesta- móttöku. „Þetta er um 250 milljóna króna framkvæmd sem er búin að sitja á hakanum núna í tvö ár út af því sem ég vil hreint út kalla aumingja- skap. Allt stendur enn í skipulags- yfirvöldum sem er sveitarstjórnin hér í Grundarfirði. Það þarf eng- inn að segja mér að það þurfi að taka tvö ár að skipuleggja fyrir svona lag- að. Ég hef ekkert heyrt í þeim síðan í haust. Þeir auglýstu loks nýtt deili- skipulag vegna stækkunarinnar ein- hvern tímann í desemberbyrjun í fyrra. Það ætti að vera búið í athuga- semdaferli núna en þeir hafa ekk- ert talað við mig. Ég skil ekki hvaða tregða þetta er, ég fæ engin svör,“ segir Gísli og er greinilega pirrað- ur á þessu. Mjög góður gangur í greininni Svekkelsi Gísla yfir því hve hægt gengur að fá leyfi fyrir stækkun hót- elsins verður þeim mun skiljanlegra þegar hann lýsir því hvernig gangi í rekstrinum. „Sumarið í ár er upp- bókað hjá okkur út september. Við hefðum getað selt í þessi 17 her- bergi hvenær sem væri en þau eru ekki til. Það er vel bókað hjá okkur nú í febrúar, mars og fram í miðjan apríl. Marsmánuður einn og sér er nokkurn veginn fullbókaður. Árið lítur mjög vel út og síðasta ár var mjög gott. Það var aukning í öll- um mánuðum í fyrra samanborið við 2014, nema þeim sem alltaf eru fullbókaðir ár eftir ár sem eru sum- armánuðirnir. Það er heldur minna í janúar og febrúar á þessu ári en í fyrra og ástæðurnar rakti ég áðan þegar ég talaði um þessa vondu tíð síðasta vetur.“ Gísli segir það líka spila inn að há- hyrningarnir, stórstjörnur hafsins í ferðaþjónustu Grundarfjarðar, hafi skrópað um háveturinn í fyrra. „Þeir voru hér í desember 2014 en hurfu svo í janúar og febrúar en komu aft- ur í mars. Ferðaskrifstofurnar sem við höfum verið með í þessum hvala- skoðunarferðum ákváðu því að byrja að bóka bara í háhyrningaferðirnar í lok febrúar. Á þeirra vegum koma engir hópar núna fyrr en eftir 20. febrúar,“ segir Gísli. Að hans sögn hafi hvalirnir geysimikið aðdráttarafl meðal ferðamanna. „Þetta er alveg ótrúlegt. Jafnvel 25 – 30% allra er- lendra ferðamanna sem koma til Ís- lands fara í hvalaskoðun. Það er eig- inlega bara Bláa lónið sem er vin- sælla. Við erum að tala um 300 – 350 þúsund manns sem fara í hvalaskoð- un árlega.“ Láki Tours gerir út tvo báta til hvalaskoðunar. Síðustu tvö sumur hafa þeir að mestu verið gerðir út frá Ólafsvík þaðan sem siglt er til móts við stórhveli út af Jökli. „Þar sýnum við mest búrhvali og hnúfubaka. Við erum líklega eina hvalaskoðunar- fyrirtækið á landinu sem getur sýnt fyrrnefndu tegundina svona nálægt landi. Á veturna er hvalaskoðunin síðan út frá Grundarfirði og þá erum við að skoða háhyrningana sem oft- ast er hægt að ganga að vísum þar.“ Sniðugir háhyrningar í síldarleit Hvalaskoðunin var mjög lífleg í desember og fyrstu fimmtán dagana nú í janúar. Að sögn Gísla létu hval- irnir sig svo hverfa en tveir fundust svo aftur. Nærvera háhyrninganna byggir mikið á síldinni. „Það eru að vísu bara tveir háhyrningar sem við þekkum. Þetta eru dýr sem senni- lega eru kjötætur að meira leyti en fiskætur. Þeir eru þá að eltast við seli og þess háttar. Hinir sem eru í síldinni eru enn fjarverandi. Það var þónokkur síld inni í Kolgrafa- firði um daginn og hreytur af síld hér við Grundarfjörð og innundir Stykkishólm en aldrei neitt mikið. Þá voru háhyrningarnir hér að elt- ast við síldina. Ekkert síldveiðiskip var samt að veiðum frá því fyrir jól og fram undir 15. janúar. Um leið og vinnsluskipið Huginn fór svo að stunda veiðar vestur af Jökli um miðjan mánuðinn þá hurfu allir há- hyrningar héðan úr Grundarfirði. Einhvern veginn verða þeir þess áskynja að síldveiðiskip sé komið og þá elta þeir það bara. Þar þurfa þeir miklu minna að hafa fyrir fæðunni því það fer alltaf eitthvað af síld í sjóinn við veiðarnar og háhyrning- arnir tína hana upp. Á sama tíma fannst mér síldin líka hafa horfið mikið til aftur héðan af þessu svæði. Ég hef svona tilfinningu fyrir þessu því ég er með dýptarmæli í hvala- skoðunarbátnum og sé því lóðning- ar síldarinnar þegar ég sigli yfir, sér- staklega í köntunum. Það hefur líka minnkað um súlu þannig að það er ýmislegt sem segir manni að eitt- hvað hafi hlaupið til.“ Hvalveiðar gegn hvalaskoðun Gísli Ólafsson er formaður Hvala- skoðunarsamtaka Íslands sem er fé- lagsskapur hvalaskoðunarfyrirtækja hér á landi. Hann hefur ákveðn- ar skoðanir á hvalveiðunum og bar- áttan gegn hvalveiðunum og þá sér- staklega hrefnuveiðum í Faxaflóa er eitt helsta málefni samtakanna. „Það ætti að banna hrefnuveiðar í Faxa- flóa og á Breiðafirði. Með því er ekki verið að leggja bann við hrefnuveið- um við Ísland, það væri nóg af öðr- um stöðum eftir við strendur land- ins til að stunda veiðar á hrefnum. En það á ekki að líðast að verið sé að stunda hvalveiðar á sömu svæð- um og hvalaskoðunin. Þessar veið- ar skila ekki miklum verðmætum né atvinnu en það gerir hvalaskoðunin svo sannarlega. Það er ekki boðlegt í dag að vera með hrefnuveiðar á þeim slóðum sem verið er að fara með hátt í 200 þúsund manns árlega í hvala- skoðun. Hrefnuveiðarnar hafa áhrif á gæði hvalaskoðunar í flóanum. Þó menn setji einhverjar línur á sjókort og segi að innan ákveðinna svæða í Faxaflóa skuli ekki vera leyfilegt að veiða hrefnur þá hefur það ekkert að segja því hvalirnir eru með sporð og þeir synda um. Dýrin sem eru skotin eru þau sem eru hvað gæfust og þau eru líka verðmætust fyrir hvalaskoð- unina því það er auðvelt að sýna slík dýr. Hrefnurnar eru mjög misjafnar. Sum dýr eru mjög spök og auðvelt að nálgast þau á meðan önnur geta verið ljónstygg.“ Í máli Gísla kemur einnig fram að hrefnu hafi fækkað í Faxaflóa og jafnvel víðar. Slíkt sé þó ekki vegna veiða heldur megi líklegast kenna um ætisskorti á grunnslóðinni. „En fyrir vikið verður hvalaskoðunin enn viðkvæmari fyrir veiðum en ella. Sennilega er það líka svo að veiðarn- ar styggja hrefnurnar, dýrin senda frá sér streituhljóð sem berast lang- an veg neðansjávar, fæla önnur dýr og styggja.“ Þung andstaða við hvalveiðar Gísli segir að alþjóðleg andstaða við hvalveiðar Íslendinga sé raunveru- leg. Hann hafi reynslu af því sjálf- ur. „Í maí 2014 fór hópur fólks frá hvalaskoðunarfyrirtækjunum hér á landi í boði bandarískra stjórn- valda til Bandaríkjanna og ég var með. Við hittum fjölda stjórnmála- manna, embættismanna og vísinda- manna. Meðal þeirra voru ráðgjaf- ar Bandaríkjaforseta í málefnum norðurslóða. Þetta var mjög fræð- andi ferð og þarna gerði ég mér grein fyrir því að stjórnvöld þar í landi hafa það sem forgangsmál að stöðva hvalveiðar Íslendinga enda liggja fyrirmæli um það fyrir frá hendi Obama forseta. Bandaríkja- menn munu ekki taka upp á neinum nýjum samskiptum við Íslendinga á sviði utanríkismála nema þessum veiðum linni. Þessi þrýstingur er raunverulegur og hann er ástæðan fyrir því að Gunnar Bragi Sveinsson sagði það í viðtali við Skessuhorn í Gísli Ólafsson ferðamálafrömuður í Grundarfirði: Segir ferðamannaárið 2016 líta rosalega vel út Gísli Ólafsson í Grundarfirði. Farþegar ganga í land úr hvalaskoðunarbátnum Láka II í Grundarfirði í liðinni viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.