Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.01.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fólk étur ekki prósentur Í síðustu viku var kynnt samkomulag svokallað Saleks hóps. Hann er skamm- stöfun fyrir SAmstarf um Launaupplýsingar og Efnahagsforsendur Kjara- samninga og hefur þessi vinna nú verið í gangi í tæp þrjú ár. Í samflotinu taka þátt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA auk samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborg- ar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í samningnum sem undirritaður var eru meðal annars lagðar línur varðandi launahækkanir þessara félaga til ársins 2018. Stefnt er að ró á vinnumarkaði, eitthvað sem við höfum ekki átt að venj- ast síðustu árin eftir að hið opinbera reið á vaðið með eftirminnilegum hætti og hækkaði laun lækna og kennara með eftirfylgjandi hrinu verkfalla og átaka á vinnumarkaði. Auk launahækkana á samningstímanum, sem ég fer ekki nánar út í hér, var kveðið á um í samkomulagi Salek-hópsins að hækka skuli framlag launagreið- enda um 3,5 prósentustig í lífeyrissjóði, þannig að það fari úr 8% í 11,5%. Sagt er að þar með eigi að jafna það framlag sem launagreiðendur ríkis og sveitar- félaga greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga til jafns við greiðslur fyrirtækja í lífeyrissjóði launþega á almenna markaðinum. Markmiðið er semsagt að þar sem hið opinbera er búið að mis- muna launþegum annarsstaðar í þjóðfélaginu í mörg ár, skuli nú leiðrétta þann mun með því að hækka alla hina og senda íslenskum fyrirtækjum reikninginn. Samtök atvinnulífsins samþykktu með aðkomu sinni að Salek-samkomulag- inu að lofa upp í ermi atvinnurekenda stórhækkun greiðslna í lífeyrissjóði án þess að í hendi væri staðfesting stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds á móti. Þetta finnst mér í hæsta máta gerræðislegt og þá er ég ekki síst að tala sem at- vinnurekandi í tæpa tvo áratugi og hafandi fylgst þokkalega vel með launaþró- un á landinu enn lengur. Það sem vekur mesta furðu mína við þennan gjörn- ing er sú staðreynd að ég hef ekki heyrt háværar raddir fulltrúa verkalýðsfélaga kalla eftir því undanfarið að áhersla verði lögð á hækkun framlags atvinnurek- enda í lífeyrissjóði. Þvert á móti held ég að þeir sem lökust hafa kjörin á al- mennum vinnumarkaði vildu miklu fremur sjá fleiri krónur í veskið en háar tölur inn á lokaða bók sem lífeyrissjóðir fá til að gambla með. Þegar fólk sem á varla til hnífs og skeiðar með rúmar tvö hundruð þúsund krónur í heildarlaun á mánuði, er nefnilega nákvæmlega sama um hvort framlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð þeirra er 8% eða 11,5%. Það mun ekki éta þær prósentur, hefur aldrei gert og mun ekki gera. Ég hef áður fjallað á þessum vettvangi um að hjá mér er ekki í vinnu ellefti starfsmaðurinn. Ég er samt að greiða launin hans, en þau kallast trygginga- gjald sem verið hefur á áttunda prósent ofan á öll laun frá bankahruni. Ég átel núverandi ríkisstjórn rétt eins og hina sem á undan var fyrir þessar álögur sem eru beinlínis fjandsamlegar því umhverfi sem venjulegum fyrirtækjum er gert að starfa í. Það er auk þess margsannað að háir skattar eru hvati til skattaund- anskota og eru því stjórnvöld með óbeinum hætti að bjóða svart hagkerfi vel- komið. Ég held að aðilar Salek samkomulagsins ættu að hugsa sinn gang betur. Þeir hefðu fremur átt að leggja áherslu á að fækka lífeyrissjóðum og draga úr rekstr- arkostnaði þeirra eins og meirihluti Íslendinga vill gera. Fólk sem nú er kom- ið að starfslokaaldri er að vakna upp við þann vonda draum, þegar til töku líf- eyris kemur, að þessir sjóðir eru ekkert að gera fyrir það. Ef það þiggur tekjur úr lífeyrissjóði er lífeyrir þess frá ríkinu skertur sem þeim nemur. Það ber lít- ið meira úr býtum en sá sem aldrei hefur borgað krónu í lífeyrissjóð. Þetta er hin blákalda staðreynd hverju sem forystumenn launþega og atvinnurek- enda halda fram. Saman munu þeir því bara halda áfram að hittast á fundum í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja sem lífeyrissjóðirnir eiga og reka. Það er eitthvað bogið við þetta. Magnús Magnússon. Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að bæjarfulltrúar verði með viðtalstíma annan hvern mánuð og þá þriðja miðvikudag mánaðarins. Fyrsti viðtalstíminn var miðvikudag- inn 20. janúar þar sem Eyþór Garð- arsson forseti bæjarstjórnar, Jós- ef Kjartansson og Elsa Björnsdótt- ir bæjarfulltrúar sátu fyrir svörum. Einhverjir bæjarbúar nýttu sér þessa nýbreytni og fengu sér kaffi og létt spjall við fulltrúa til að vekja athygli á einhverjum ákveðnum málum. Á myndinni ræðir Þorkell Gunnar Þorkelsson við þá Eyþór og Jósef um aðkallandi málefni. tfk Bjóða nú bæjarbúum að mæta í viðtalstíma Guðlaugur Magnússon hefur veið ráðinn verslunarstjóri í útbúi N1 í Ólafsvík. Guðlaugur segir í samtali við Skessuhorn að starfið leggist vel í sig og gaman sé að breytingum. Hann hefur starfað í þrjú og hálft ár hjá N1 og er því öllum hnútum kunnugur. Guðlaugur segir að það eigi eftir að koma i ljós hvort ein- hverjar breytingar verði eftir að hann tekur við, en það sé verið að skoða ýmsa hluti. „Við leggjum nú áherslu á hreinsiefni, smurolíur og almennar rekstrarvörur hér hjá okk- ur. Auk þess sem við pöntum dekk og felgur fyrir þá sem vilja ásamt öðrum vörum sem við liggjum ekki almennt með á lager.“ Guðlaugur segir að aukist hafi að ferðamenn komi við. „Ekki er það síst eftir að við fórum að steikja pylsur og tók- um inn samlokur og fleira matar- kyns í verslunina.“ af Nýr verslunarstjóri N1 í Ólafsvík Guðlaugur Magnússon verslunarstjóri N1. Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reyk- hólahrepps og Strandabyggðar hafa ákveðið að taka höndum saman um að stuðla að eflingu atvinnulífs og þar með byggðar á svæði sínu. Sveit- arfélögin hafa haft með sér samstarf af margvíslegum toga en nú verð- ur það sett í fastari form. Sveitar- félögin þrjú hafa skipað svæðis- skipulagsnefnd og ráðið ráðgjafar- fyrirtækið Alta til að aðstoða sig við þetta verkefni sem unnið verður á næstu tveimur árum. „Samgöngubætur um Arnkötlu- dal hafa styrkt svæðið betur sem heild og skapað tækifæri til enn frekari samvinnu sem skilað gæti byggðunum meiri árangri en ella,“ segir á heimasíðu Dalabyggð- ar. Sveitarfélögin standa jafnframt frammi fyrir þeim sameiginlegu áskorunum að bæta þjónustu, sam- göngur, fjarskipti og aðra grunn- gerð til að búa sem best í haginn fyrir fyrirtæki og íbúa. Þetta kall- ar hins vegar á að bæði atvinnu- líf og samfélögin almennt búi yfir ákveðnum styrk og hann vilja menn nú efla með samvinnu. Sveitarstjór- nirnar ætla að gera sameiginlega svæðisskipulagsáætlun. Hún á að gefa sameiginlega og skýrari mynd af svæðinu og draga þar fram tæki- færi til atvinnuþróunar. „Svæðis- skipulagsáætlun er gott verkfæri í þessum tilgangi þar sem í henni er sett fram sýn sveitarfélaganna á framtíðarþróun og markmið sem miða að þeirri sýn. Þannig er tryggt að allir sigli í sömu átt. Stefnumót- unin fer fram með samtali sveitar- félaganna og íbúa þess, sem er til þess fallið að styrkja samheldni og sjálfsmynd svæðisins og efla sam- takakraftinn.“ Upplýsingavefur settur á fót Vinnan við svæðisskipulagið verður með áherslu á að draga upp mynd af auðlindum til sjávar og sveita og sér- kennum í landslagi, sögu og menn- ingu. Tilgangur þessa er að styrkja ímynd svæðisins og auka aðdráttar- afl þess gagnvart ferðamönnum, nýj- um íbúum, fyrirtækjum og fjárfest- um. Þarna verður til grunnur sem hjálpar til að marka stefnu sem skil- greinir sameiginlegar áherslur sveit- arfélaganna í atvinnu-, samfélags- og umhverfismálum og síðan skipulags- stefna sem styður við þær áherslur. Svæðisskipulagið myndar þannig ramma fyrir aðalskipulag hvers sveit- arfélags og einfaldar vinnslu þess. Leitast verður við að setja gögn um svæðið þannig fram að þau geti nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu og öðr- um atvinnugreinum til vöruþróunar og markaðssetningar og sem kveikj- ur að nýjum verkefnum og fyrirtækj- um. Væntingar eru einnig til að auð- veldara verði að sækja fjármagn til svæðisbundinna verkefna og ann- arra verkefna sem falla að sameigin- legri langtímasýn svæðisins, með því að unnt verði setja einstök verkefni í stærra samhengi í tíma og rúmi. Settur verður upp upplýsingavef- ur um verkefnið á næstunni. Íbúar og aðrir eiga þar með að geta fylgst með framgangi þess og kynnt sér gögn sem verða til við vinnsluna. Á þessum vef verður vinnuferlinu lýst. Einnig verður upplýst hvernig stað- ið verður að samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila þar sem tæki- færi verður til að koma á framfæri hugmyndum og sjónarmiðum. Vef- urinn verður aðgengilegur frá vef- síðum sveitarfélaganna. mþh Þrjár sveitastjórnir virkja samtakamáttinn Gerð nýja vegarins um Arnkötludal hófst sumarið 2007. Þessi vegur þykir hafa sannað sig í að efla tengslin milli Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar. Myndin var tekin þegar framkvæmdir hófust við veginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.