Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 1
Í Skessuhorni í síðustu viku var ítar- legt viðtal og frásögn þar sem sagt var frá baráttu Hjördísar Heiðu Ásmundsdóttur í Borgarnesi fyrir því að fá hjólastól úr sjúkratrygg- ingakerfi íslenska ríksisins. Hjör- dís Heiða er 75% öryrki og bund- in hjólastól eftir að hafa skaðast við mænurótardeyfingu þegar hún átti dóttur sína fyrir ellefu árum. Hún hefur þrátt fyrir afleiðingar þess ekki fengið hjólastól frá ríkinu, en barist ákveðið fyrir því undanfar- in tvö ár. Fram að þessu hefur hún notast við gamlan stól í barnastærð, sem hún fékk að gjöf frá fyrrum ná- granna. Í kjölfar viðtalsins í Skessuhorni sögðu fleiri fjölmiðlar frá viðtalinu við Hjördísi Heiðu. Það vakti að vonum mikla athygli og viðbrögð. Meðal annars var réttlætiskennd Kolfinnu S Magnúsdóttur, sem býr í Reykjanesbæ, verulega brugð- ið. Sjálf á hún fjölfatlaða dóttur og hefur þurft að berjast við félagslega stuðningskerfið í sinni heimabyggð um árabil. Kolfinna átti á heimili sínu hjólastól sem hún mátti vera án um tíma. Hún ákvað strax við lestur viðtalsins í Skessuhorni að lána Hjördísi Heiðu stólinn þar til íslenska ríkið rækti skyldu sínu og skaffaði henni nýjan stól. Kolfinna gerði gott betur, því á föstudaginn fór hún akandi í Borgarnes og af- henti Hjördísi Heiðu stólinn. Sjálf er Hjördís Heiða í skýjun- um yfir jákvæðum viðbrögðum sem hún hefur fengið í kjölfar viðtalsins í Skessuhorni og þann mikla hlý- hug sem hún hefur mætt, ekki síst frá Kolfinnu og fjölskyldu í Reykja- nesbæ. Þau ánægjulegu tíðindi fékk hún svo frá Sjúkratrygging- um Íslands á föstudaginn að beiðni hennar um hjólastól hefur loks ver- ið samþykkt. Einungis eiga að líða tvær til þrjár vikur þar til hún fær nýjan stól. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 19. árg. 10. febrúar 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is Fær nýjan hjólastól í kjölfar umfjöllunar Hjördís Heiða mátar hér nýja stólinn sem Kolfinna S Magnúsdóttir færði henni að láni. Til vinstri er gamli stóllinn sem engan veginn þjónaði þörfum Hjördísar Heiðu. Ljósm. mþh. Björgunarsveitir af sunnanverðu Vest- urlandi voru á laugardaginn kallaðar út vegna slyss á göngufólki í Skarðs- dal á Skarðsheiði. Tveir úr göngu- hópi, tæplega fimmtugur karlmað- ur og kona á sjötugsaldri, féllu um hundrað metra niður snarbratta hlíð og slösuðust. Aðstæður á slysstað, sem var í um 700 metra hæð, voru erfiðar að sögn starfsmanna Land- helgisgæslunnar, en þyrla var köll- uð til og flutti hina slösuðu á sjúkra- hús. Björgunarsveitarmenn höfðu þá ekki náð að komast á slysstað og var það áhöfn gæslunnar sem kom fólk- inu um borð í þyrluna með aðstoða ferðafélaga hinna slösuðu. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Landspítalanum er karlmaðurinn al- varlega slasaður. Hann gekkst undir aðgerð á sunnudaginn en losnaði úr öndunarvél í gær. Konan er ekki eins alvarlega slösuð en er engu að síður með brotna hryggjarliði, brákað rif- bein, skurð og mar. Fólkið var í hópi göngufólks frá Akranesi og eru bæði hinna slösuðu búsett þar. Síðastliðinn laugardag var boðið upp á áfallahjálp í Jónsbúð á Akranesi þar sem sóknarprestur og fleiri ræddu við þá sem tengdust slys- inu í Skarðsheiði. mm Alvarlegt fjallgönguslys Fyrirtækið Eðalfang ehf, dótturfélag Eðalfisks í Borgarnesi, hefur tryggt sér fasteignina Vallarás 7-9 Borgar- nesi til kaups af Byggðastofnun. Af- hendingartími hússins verður 1. janúar 2017. Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Eð- alfisks mun fyrirtækið flytja starfsemi sína frá Sólbakka í Vallarás á næsta ári. Ástæður kaupanna segir hann fyrirhugaða mikla aukningu í vinnslu á laxi á næstu árum. „Eftirspurn eft- ir þjónustu við laxeldið á Íslandi mun aukast mikið á næstu árum með aukn- um lífmassa,“ segir Kristján. Húsið við Vallarás 7-9 var upphaf- lega byggt undir starfsemi Borgar- ness kjötvara en eftir að sú starfsemi hætti hafa ýmis fyrirtæki verið þar til húsa um lengri eða skemmri tíma. mm Eðalfiskur kaupir Vallarás 7-9 í Borgarnesi Engjaás 7-9 í Borgarnesi sem Eðal- fiskur flyst í á næsta ári. Það er jafnan hátíð hjá börnunum þegar búið er að snjóa. Þá eru dregnar fram þotur og sleðar til að renna sér á og jafnvel að gamlar dekkjaslöngur öðlist nýtt hlutverk. Þessir glaðlegu piltar voru að leik í Stykkishólmi þegar ljósmyndari Skessuhorns fór um bæinn á föstudaginn. Ljósm. sá. STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.