Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 20162 Eftir bollu- og saltkjötsát undanfarinna daga gætu hafa safnast upp afgangar af kjöti, súpu og jafnvel dýrindis rjóma- bollum. Matvælin kunna að liggja undir skemmdum og ráð að bjarga þeim sem fyrst. Það er ósiður að henda mat. Útlit er fyrir suðaustanátt, víða 10-15 m/s á morgun, fimmtudag. Snjókoma eða él og hiti nálægt frostmarki en úrkomulítið og frost 0-8 stig á Norður- og Norðaustur- landi. Suðaustan og austan 8-13 m/s, eink- um suðaustanlands á föstudag. Frost 0-8 stig en hiti 0-5 stig syðst á landinu. Aust- anátt og bjart með köflum en él á Suð- austurlandi og við suðurströndina á laug- ardag. Frost 0-12 stig, kaldast í innsveit- um norðanlands. Á sunnudag er útlit fyr- ir austanátt og léttskýjað víðast hvar en él syðst á landinu. Áfram kalt í veðri. Vax- andi suðaustanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu á mánudag, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvern eftirtalinna daga heldur þú mest upp á? Bolludag, sprengidag eða ösku- dag.“ Flestir, eða 45,18% sögðu sprengi- dag í uppáhaldi en næstflestir, 29,95% héldu mest upp á bolludag. Öskudagur er eftirlæti 17,43% þeirra sem svöruðu en 7,45% gátu ekki gert upp á milli daganna þriggja. Í næstu viku er spurt: Hvað drekkurðu marga kaffibolla á dag? Úlfhildur Embla Ásgeirsdóttir úr Badmin- tonfélagi Akraness hefur verið valin til að keppa með U17 ára landsliði Íslands á Evrópumeistaramótinu í Póllandi um páskana. Úlfhildur er Vestlendingur vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Breyttur opnunartími Ljómalindar BORGARNES: Ljómalind Sveitamarkaður við Brúartorg í Borgarnesi hefur hnikað opn- unartíma sínum lítillega til og opnar nú fyrr á daginn. Til 30. apríl næstkomandi verður opið frá klukkan 12-17 en sumar- opnun hefst 1. maí og verður þá opið frá 10 til 18. Eftir sem áður mun Ljómalind bjóða upp á mikið úrval handverks- og matvara sem framleiddar eru á Vesturlandi. – fréttatilkynning Tilnefndur hjá Hagþenki HVANNEYRI: Bjarni Guð- mundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands, var í byrjun þessa mánaðar í hópi fræðibókahöfunda sem til- nefndir voru til viðurkenning- ar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Bók Bjarna nefnist Íslenskir sláttu- hættir. Í henni rekur Bjarni sögu sláttuamboða og sláttuhátta frá fyrstu öldum Íslandsbyggð- ar. Hagþenkir hefur í þrjátíu ár veitt viðurkenningu fyrir fræði- rit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis sem gefið er út fyrir almenning. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við há- tíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöð- unni í byrjun mars og nema verðlaunin einni milljón króna. –mm Sveitakeppnin hafin AKRANES: Félagar í Bridds- félagi Akraness hófu aðalsveita- keppni BA á fimmtudaginn í liðinni viku. Sex sveitir taka þátt og verður spilað næstu fjögur fimmtudagskvöld til úrslita, ein viðureign á kvöldi. Eftir fyrsta kvöld er forysta formanns- sveitarinnar nokkuð sannfær- andi. Sveit Einars Guðmunds- sonar hafði 24 stig gegn 4 stig- um mótherja sinna. Með Ein- ari spila Sigurgeir Sveinsson, Magnús Magnússon og Leó Jó- hannesson. Í öðru sæti með 19 stig er sveit Guðmundar Ólafs- sonar með 19 stig, en ásamt honum spila þeir Hallgrím- ur Rögnvaldsson, Ingi Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Grét- ar Ólafsson í sveitinni. -mm Íþróttabandalag Akraness stend- ur nú á sjötugu, en félagið varð til 3. febrúar árið 1946 við samein- ingu Knattspyrnufélags Akraness og Kára. Fyrsti formaður hins ný- stofnaða íþróttabandalags var Þor- geir Ibsen. Sama ár var íþróttahús- ið við Laugarbraut tekið í notkun og bætti það aðstöðu til íþróttaiðk- unar til mikilla muna. Akurnesing- ar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistara- titil einnig árið 1946, þegar 2. flokk- ur karla í knattspyrnu vann fræk- inn sigur á Íslandsmótinu. Á þeim 70 árum sem liðin eru frá stofnun ÍA hefur íþróttastarfið á Akranesi vaxið og dafnað. Aðildarfélögin eru orðin 18 talsins með um 2.500 iðk- endur. Íþróttamenn af Skaganum hafa unnið til ótal verðlauna und- ir merkjum félagsins í hinum ýmsu íþróttagreinum. Félagið getur státað sig af því að hafa átt Ólympíufara og íþróttamenn ársins á Íslandi. Þessum merku tímamótum hyggj- ast aðildarfélög ÍA fagna með marg- víslegum hætti á árinu. kgk ÍA fagnar 70 ára afmæli á þessu ári ÍA sendi fyrst lið til þátttöku í Íslandsmóti karla í knatt- spyrnu á stofnárinu 1946. Meðfylgjandi mynd af Helga Daníelssyni markverði er þó ögn yngri. Grundarfjarðar- bær vinnur nú að stækkun sundlaug- arinnar í Grund- arfirði. Pottarn- ir verða lagfærðir ásamt því að nýrri vaðlaug verð- ur bætt við sem og einum heitum potti til viðbótar. Einnig verður all- ur hreinsibúnaður laugarinnar end- urnýjaður. Áætl- uð verklok eru um miðjan apríl. Það verður því töluvert bætt aðstaða þegar sundlaugin verður opnuð í vor. tfk Aðstaðan bætt við sundlaugina í Grundarfirði Hér er búið að koma niður miðlunartanki fyrir vaðlaugina og heitu pottana. Komin er fram þingsályktunartillaga sem líkleg er, verði hún samþykkt, gefi ferðamönnum kost á að fara í róður með strandveiðibát, upplifa sjóferð og allt það sem fram fer um borð. Frá þessu er greint á vef Fiski- frétta. Flutningsmenn tillögunnar eru sex þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og fyrst flutningsmaður er Guð- laugur Þór Þórðarson. Í greinagerð með tillögunni segir að hugmyndin lúti að því að boðið verði upp á nýja tegund afþreyingar fyrir ferðamenn þar sem tveir af undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar verði tengd- ir saman, ferðaþjónusta og sjávarút- vegur. „Um yrði að ræða sérstaka tegund ferðamennsku sem gerði ferðamönn- um kleift að kynnast landi og þjóð betur og upplifa og komast í návígi við eiginlega atvinnustarfsemi hér á landi. Ferðamennska af þessu tagi getur styrkt dreifðari sjávarbyggðir og opnað frekari möguleika til tekju- öflunar,“ segir í greinagerðinni. Vilja flutningsmenn að ríkisstjórn kanni málið og undirbúi viðeigandi breyt- ingar á lögum og reglum í samráði við hagsmunaaðila og stofnanir eins og til dæmis Landssamband smábáta- eigenda, Samgöngustofu og Sam- tök ferðaþjónustunnar. „Huga þarf að ýmsum atriðum í þeirri vinnu, svo sem leyfisveitingum, gjaldtöku og öryggismálum. Rétt er að benda á að nýjung sem þessi gæti byrjað sem til- raunaverkefni til ákveðins tíma, t.d. þriggja ára,“ segir í greinagerðinni. kgk Límtré Vírnet er í dag eitt af öflug- ustu íslensku iðnfyrirtækjunum hér á landi. Það er með fjórar starfsstöðv- ar; á Flúðum, í Reykholti í Biskups- tungum, Kópavogi og í Borgar- nesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Límtré Vírnet er í hópi 27 fyrirtækja á Vesturlandi sem uppfylla skil- yrði Creditinfo sem fyrirmyndar- fyrirtæki, eins og kynnt var í síðustu viku. Starfsstöðvar Límtré Vírnets byggja á áratuga framleiðsluferlum og liggja ræturnar bæði í Borgarnes og á Suðurlandið. Lengst er sag- an þó í Borgarnesi en síðastliðinn föstudag voru einmitt rétt 60 ár síð- an framleiðsla þar hófst, 5. febrúar 1956. Af því tilefni fengu starfsmenn tertu, en að öðru leyti var lítið gert úr afmælinu. mm Sextíu ár frá því Vírnet hóf starfsemi Þessa dagana vinna starfsmenn Eiríks J Ingólfssonar verktaka að því að klæða framhlið bygginga Límtrés Vírnets við Borgarbraut í Borgarnesi. Ferðamenn á strandveiðar í framtíðinni? Strandveiðiafla landað í Grundarfjarðarhöfn. Mynd úr safni. STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.