Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201622 úr því sem við höfum. Það fara svona 1.200 til 1.400 tonn af slægðum fiski hér inn í húsið árlega. Okkur hefur gengið mjög vel að selja og höfum á okkur gott orðspor fyrir fiskinn. Á sínum tíma voru við meðal fyrstu fyrirtækja hér á landi sem sendu fersk flök úr landi. Mest af okkar fram- leiðslu fer til Evrópulanda, það er til fastra kaupenda í Lúxemborg, Belgíu og Bretlandi. Við seljum ekkert á Ameríkumarkað.“ Nýr bátur og beitningarvélar Sjávariðjan einbeitir sér að því að vinna fisk af bátum Kristins J. Frið- þjófssonar. Þeir stunda línuveiðar. „Við vinnum þorskinn af bátunum sjálf en hitt fer á markað. Nú upp á síðkastið höfum við líka sent allra stærsta þorskinn frá okkur á mark- að. Hann hentar ekki í þá vinnslu sem við erum með hér. Í ár erum við hins vegar komin það langt með að vinna kvótann af bátunum að sennilega munum við kaupa hrá- efni á mörkuðum í sumar. Það hef- ur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum með gott starfsfólk og áhafn- irnar á bátunum hafa fiskað vel,“ segir Alexander. Hann upplýsir að í dag starfi um 30 manns hjá Sjávariðjunni. Síðan vinna 14 manns við útgerðarfyrir- tækið sem ber nafn föður Alexand- ers. „Nú eru tveir bátar í rekstri hjá útgerðinni og báðir róa með beitn- ingarvélar um borð. Stærri báturinn Hamar SH er yfirleitt úti í þrjá sól- arhringa og leggur línuna og dregur þá tvisvar sinnum. Þeir slægja aflann sem kemur á fyrri lögnina en koma með aflann af seinni lögninni ós- lægðan að landi. Minni báturinn er Stakkhamar SH sem keyptur var nýr til útgerðarinnar í fyrra. Hann leggur og dregur yfirleitt einu sinni og kem- ur svo og landar. Þannig höldum við þessu gangandi.“ Flotinn stokkaður upp Halldór Kristinsson eldri bróðir Alexanders var um árabil skipstjóri á bátum útgerðar foreldra þeirra bræðra. Síðast var hann með þann Stakkhamar sem var á undan þeim sem keyptur var nýr í fyrra. Hall- dór er nú kominn í land og sinnir útgerðinni sem aðalstarfi en gríp- ur þó líka í fiskvinnsluna ef þörf krefur. „Útgerðin er með Hamar SH sem er stóri báturinn ef svo má segja. Síðan voru við með tvo smá- báta í rekstri á línuveiðunum, það er Stakkhamar SH og Sæhamar SH. Til viðbótar er svo Litli Hamar sem við gerðum seinast út á makríl- veiðar. Við seldum svo Stakkhamar í fyrra þegar við keyptum nýsmíði sem fékk sama nafn. Eftir það erum við svo búin að leggja Sæhamri en eigum enn bæði hann og Litla Hamar,“ segir Halldór. Hann rekur áfram breyting- arnar sem gerðar hafa verið á út- gerðinni: „Í fyrra hættum við al- farið með handbeitningu. Það var sett beitningavél í Hamar SH. Nýr Stakkhamar var keyptur og líka sett beitningarvél í hann. Með honum hagræddum við í smábátarekstr- inum. Okkur vatnaði pláss í bæði gamla Stakkhamar og Sæhamar. Þeir tóku ekki nógu mörg kör. Nýi Stakkhamar gerir það hins vegar. Sá bátur er það rúmgóður að við ráð- um við toppana sem koma í afla- brögðum og höfum páss fyrir allan afla í körum um borð. Þetta tryggir góða meðferð á aflanum. Þessi bát- ur er að koma mjög vel út í öllum rekstri.“ Breiðafjörðurinn fullur af fiski Halldór segir að útgerðin hafi keypt lítilsháttar af kvóta í fyrra- sumar. „Annars hugsum við lítið um það hvort þorskkvótinn verði aukinn í framtíðinni. Það er miklu farsælla að einbeita sér frekar að því sem maður hefur á hverjum tíma og hvernig sé hægt að spila sem best úr því. Ég hef ekki trú á því að aukning í þorskkvóta muni kalla sem neinu nemi á fjölgun starfa í fiskvinnslu hér á landi. Afkastagetan með nú- verandi mannafla er einfaldlega það mikil að hún ræður við aukninguna. Hins vegar mun kvótaaukning örugglega leiða til þess að tæki- færum og störfum fjölgar í ýms- um hliðargreinum sjávarútvegsins svo sem í tæknigeiranum. Tækni- væðingin bæði í veiðum og vinnslu mun halda áfram.“ Bæði fyrirtækin hafa að sögn Halldórs staðið í fjárfestingum fyr- ir hundruði milljóna bæði í bátun- um og svo í búnaði til fiskvinnslunn- ar. Megnið af þessu er keypt á Ís- landi. „Nýi Stakkhamar er hannaður og smíðaður af Seiglu hér á Íslandi. Vatnsskurðarvélin frá íslenska fyrir- tækinu Völku er sömuleiðis byggð á íslensku hugviti og framleidd hér á landi. Þetta er fyrsta vatnsskurð- arvélin sem tekin er í notkun í fisk- vinnslu hér á Snæfellsnesi og önnur vélin á Vesturlandi. Áður en við feng- um þessa vél þá var búið að setja eina svona upp hjá HB Granda á Akranesi. Við byrjuðum að nota hana í byrj- un ágúst og hún hefur reynst mjög vel enda eins gott. Það var mjög góð veiði í haust. Fiskvinnslan var rekin á fullu en allt gekk eins og í sögu.“ Halldór Kristinsson hefur sjálf- ur áralanga reynslu af fiskveiðum og hann er í góðum tengslum við sjó- mennina sem róa í dag. „Það er lítill vafi að Breiðafjörðurinn er núna full- ur af þorski. Netabátarnir mokveiða. Hins vegar er það svo að stóri þorsk- urinn virðist hafa nægt æti í síldinni. Hann veiðist ekki á krókana hjá línu- bátunum í sama mæli og netabátarn- ir eru að fá hann. Línubátarnir verða hins vegar meira varir við minni þorskinn sem er enn of lítill til að ná síldinni.“ mþh Skagamennirnir Aron Fannar Ben- teinsson og Jó- hanna Ósk Guð- jónsdóttir eru á leið til Qatar með U20 landsliðinu í keilu mánudag- inn 15. febrúar næstkomandi. Þar munu þau keppa á árlegu boðsmóti sem haldið er þar í landi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenska landslið- inu er boðið að taka þátt en þarna verða lið frá mörg- um löndum, með- al annars af Norð- u r l ö n d u n u m , “ segir Aron Fann- ar í samtali við Skessuhorn. Auk Arons Fannars og Jóhönnu fara sex aðrir keiluspilar- ar með. Þjálfari liðsins er Theó- dóra Ólafsdóttir og er Skagamað- urinn Guðmundur Sigurðsson að- stoðarþjálfari. Þetta er í fyrsta sinn sem Aron Fannar leikur með U-20 landsliðinu en hann hefur þrisvar keppt með U-18 liðinu. Jóhanna Ósk hefur keppt tvisvar með U-18 landsliðinu og keppir með því liði í þriðja sinn þegar Evrópumót ung- linga verður haldið hér á landi í Eg- ilshöll um páskana. Stefna á úrslit í deildarkeppni Aron Fannar og Jóhanna Ósk hafa bæði æft frá unga aldri og náð góð- um árangri í íþróttinni. Þau sigr- uðu til að mynda í opnum flokki á Íslandsmóti unglinga í fyrra. Þá varð Jóhanna Ósk tvöfaldur Ís- landsmeistari en Aron Fannar náði þreföldum Íslandsmeistaratitli. „Ég vann fyrsta flokk unglinga, opinn flokk og sigraði á Íslandsmóti með forgjöf. Svo deildi ég fyrsta sætinu með einum öðrum í meistarakeppni ungmenna og varð í fyrsta sæti í deildarbikarnum. Það má segja að síðasta tímabil hafi verið langbesta tímabilið mitt hingað til,“ seg- ir Aron Fannar. Bæði kepptu þau á Íslandsmóti einstaklinga um síð- ustu helgi. Aron Fannar komst ekki áfram upp úr forkeppni en Jóhanna Ósk komst upp í milliriðil. Fram- undan eru áframhaldandi leikar í deildarkeppninni þar sem þau leika bæði með ÍA. Aron Fannar leikur í 1. deild karla en Jóhanna Ósk í 2. deild kvenna. „Ég býst við að við reynum að komast í úrslitakeppn- ina. Topp fjögur liðin fara áfram og okkur gengur vel, við stefnum á að fara þangað. Við erum nú í þriðja sæti deildarinnar en stelpurnar í öðru sæti í sinni deild,“ segir Aron Fannar að endingu. grþ Á leið til Qatar með landsliðinu í keilu Aron Fannar Benteinsson og Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA eru bæði á leið til Qatar þar sem þau keppa fyrir hönd Íslands í keilu í sínum aldursflokki. Fiskvinnslufyrirtækið Sjávariðjan og útgerðarfyrirtækið Kristinn J. Frið- þjófsson í Rifi eru í eigu einnar og sömu fjöskyldu. Kristinn J. Frið- þjófsson stofnaði útgerðina 1974 ásamt Þorbjörgu Alexandersdótt- ur eiginkonu sinni þegar þau keyptu bátinn Hamar SH. Þau hjón eiga og reka útgerðina enn í dag. Bátar út- gerðarinnar eru Hamar SH, sem er búinn að vera í þjónustu hennar frá upphafi, og síðan Stakkhamar SH. Árið 1994 stofnuðu þau svo fisk- vinnslufyrirtækið Sjávariðjuna Rifi hf. ásamt fimm börnum sínum. Sjáv- ariðjan vinnur fisk úr afla Hamars og Stakkhamars. Bæði útgerð og vinnsl- an réðust í breytingar og fjárfesting- ar á síðasta ári sem nú eru farnar að skila tilætluðum árangri í rekstri fyr- irtækjanna. Ný og fullkomin vatnsskurðarvél Breytingarnar hafa miðast að auk- inni hagræðingu og bættum gæð- um. „Það er búið að vinna mikið í að bæta blæðingu og kælingu á fiski með krapa um borð í bátum útgerð- arinnar til að hámarka hráefnisgæð- in. Hér í húsi Sjávariðjunnar í Rifi er svotil búið að endurnýja allan búnað vinnslunnar frá flökunarvél og aftur úr. Það er komin ný hraðsnyrtilína fyrir fiskinn og við höfum fest kaup á nýrri og afar fullkominni vatnsskurð- arvél frá Völku. Hún er tölvustýrð. Vélin greinir formið á fiskflökunum og notar síðan vatnsgeisla til að skera flökin niður í hnakka, sporð og kvið- bita. Hjá okkur fer þorskhnakkinn í ferksfisksútflutning en við frystum megnið af hinu í lausfrysti. Bitarnir fara svo í flokkun og pökkun,“ segir Alexander Kristinsson framkvæmda- stjóri Sjávariðjunnar. Alexander segir að markmiðið með þessu öllu sé skýrt. „Við erum að leit- ast við að komast inn á bestu mark- aðina. Hér hjá Sjávariðjunni reyn- um við ekki endilega að keppast við magn heldur reyna að gera sem best Miklar breytingar að baki hjá fiskvinnslu og útgerð í Rifi Bræðurnir Halldór og Alexander Kristinssynir. Nýsmíðin Stakkhamar SH var keypt til útgerðarinnar árið 2015 og hefur reynst afar vel. Hamar SH við bryggju í Rifi. Beitningarvél var sett í bátinn á síðasta ári. Vatnsskurðarvélin frá Völku. Ferskum hnakkastykkjum af þorski pakkað í flug til Evrópu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.