Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201610 Leiklistarklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi æfir nú stíft fyrir uppsetningu á leikritinu Fullkomnu brúðkaupi eftir Robin Hawdon. Hallgrímur Ólafsson leikstýrir verkinu. Að sögn Hallgríms koma margir nemend- ur að uppsetningu sýningar, þar á meðal eru sex í hlutverkum en aðr- ir í öðrum verkefnum. Hann segir leikritið vera týpískan farsa. „Þetta er drepfyndinn gamanleikur um ungt fólk sem er að fara að ganga í hjónaband. Krakkarnir liggja núna sveitt og læra textann, ég lem þau áfram og tek ekki á móti kvörtunum foreldra,“ segir hann og hlær. Þetta er í fyrsta sinn sem Full- komið brúðkaup er sett upp á Akra- nesi. Verkið var sett upp fyrir tíu árum af Leikfélagi Akureyrar og var ári síðar sýnt í Borgarleikhús- inu. Í fyrra setti leiklistarklúbbur- inn upp söngleikinn Grease. Hall- grímur leikstýrði því verki einn- ig og voru viðtökurnar afar góðar. „Við lögðum upp með sjö sýning- ar en enduðum í fleiri en fimmtán. Um þrjú þúsund manns sáu Grease, sem hlýtur að vera eitthvað met,“ segir hann. Hallgrímur segir aftur vera stefnt á sjö sýningar í ár og svo komi í ljós hvort þeim verði fjölgað. Leikritið verður frumsýnt í Bíóhöll- inni í byrjun apríl. grþ NFFA sýnir Fullkomið brúðkaup í apríl Hallgrímur ásamt hluta leikaranna á æfingu síðastliðið mánudagskvöld. 112 dagurinn verður haldinn um allt land á morgun, fimmtudaginn 11. febrúar. Af því tilefni munu við- bragðsaðilar í Borgarfirði koma sam- an í Hyrnutorgi milli kl. 15 og 18 og kynna starfsemi sína, líkt og und- anfarin ár á þessum degi. Eru það björgunarsveitirnar, Slökkvilið Borg- arbyggðar, Heilbrigðisstofnun Vest- urlands, Rauði krossinn og Lögregl- an á Vesturlandi sem standa að kynn- ingunni. Dagurinn hefur einnig verið val- inn til að afhenda Akranes- og Borg- arfjarðardeild Rauða krossins fjölda- hjálparkerru sem þær hafa í sam- einingu fest kaup á. Mun kerran án efa nýtast vel svæðinu ef til slysa eða náttúruhamfara kemur. Kerran verð- ur geymd í Borgarnesi og verður að- gengileg ef á þarf að halda. Í kerr- unni eru 30 hermannabeddar, 60 teppi, neyðarmatur, skriffæri, merk- ingar, ljósavél og fleira sem þarf til að opna fjöldahjálparstöð. Í Borgar- byggð eru þrjár skilgreindar fjölda- hjálparstöðvar; á Bifröst, Hvanneyri og í Borgarnesi en með þessum út- búnaði væri einnig mögulegt að setja upp fjöldahjálparstöð víðar. Sjálf- boðaliðar Rauða krossins hafa feng- ið þjálfun í að setja upp og halda utan um starfsemi fjöldahjálparstöðvar og er styrkur í því að hafa aðgang að innihaldi kerrunnar. Verður kerran til sýnis við Hyrnutorg frá kl. 17 til kl. 18. Einnig verður vakin athygli á verkefninu „3 dagar“ sem fjallar um að hver og einn búi sig undir að geta verið sjálfbjarga í þrjá daga ef til nátt- úruhamfara kæmi. Á þessu ári munu viðbragðsaðilar í Borgarbyggð einn- ig nota tækifærið og heimsækja alla leikskóla sveitarfélagsins og ræða við nemendur þeirra um starfsemi sína og 112 númerið. þþ Rauði krossinn fær fjöldahjálparkerru afhenta Hér má sjá glitta í innihald kerrunnar. Fjöldahjálparkerran gæti komið sér vel ef til slysa eða náttúruhamfara kæmi. Þriðjudaginn 2. febrúar var kátt á hjalla í fyrrum húsakynnum Spari- sjóðs Ólafsvíkur mitt í hjarta bæj- arins, rétt ofan við höfnina. Þá var Smiðjan opnuð með pompi og prakt í nýju húsnæði að viðstöddu fjölmenni. Smiðjan er rekin á veg- um Snæfellsbæjar og er henni ætl- að að sinna dagþjónusta og vera vinnustofa fólks með skerta starfs- orku. Auk þessa fær fólk hjálp í tengslum við störf á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku með eða án aðstoð- ar. Starfsmenn Smiðjunnar eru himinlifandi með nýja húsnæðið sem er bæði rúmgott, snyrtilegt og miðsvæðis í bænum með frábært aðgengi á jarðhæð. Í opnunarhóf- inu kynntu starfsemi Smiðjunnar þeir Sveinn Þór Elinbergsson for- stöðumaður Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga og Gunnsteinn Sigurðsson forstöðumaður Smiðj- unnar. Kristinn Jónasson bæjar- stóri í Snæfellsbæ og Sturla Böðv- arsson bæjarstjóri í Stykkishólmi héldu ávörp og Elva Ármanns- dóttir og Nanna Þórðardóttir frá Kvenfélagi Ólafsvíkur voru meðal þeirra sem færðu Smiðjunni gjafir. Finna fyrir miklum velvilja Smiðjan var fyrst með sína starf- semi í húsakynnum Dvalarheimil- isins Jaðars en flutti seinna á efri hæðina í húsi þar sem nú er Átt- hagastofa Snæfellsbæjar. Það hús- næði hentaði ekki nógu vel, bæði vegna plássleysis og að tími var kominn á ýmislegt viðhald þar. „Þetta húsnæði sem við höf- um flutt í nú er mjög huggulegt og gott. Það mun marka þáttaskil í sögu Smiðjunnar að vera komin hingað. Hér var húsfyllir á opnun- inni. Það komu margir góðir gest- ir bæði héðan úr Snæfellsbæ en líka úr nágrannasveitarfélögunum, ekki síst frá Ásbyrgi sem er vernd- aði vinnustaðurinn í Stykkishólmi og frá starfsbraut Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Það voru flutt ávörp og við fengum ýmsar gjafir. Við finnum mikinn velvilja í okkar garð bæði hér í nærsamfélaginu og víð- ar. Fólk lítur við í heimsókn og er mjög dulegt að koma með til okkar kertaafganga og annað sem nýtist við störfin hér. Við höfum fengið gefins húsgögn,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson grunnskólakennari og þroskaþjálfi sem stýrir daglegum rekstri Smiðjunnar. Fluttu inn í gamla sparisjóðinn Smiðjan er í fyrrum bankahúsnæði sem staðið hefur autt um nokkurra missera skeið eftir að Sparisjóður Ólafsvíkur rann inn í Landsbanka Íslands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Menn voru búnir að horfa svolítið á þetta húsnæði því það hentaði svo vel fyrir svona starf- semi eins og Smiðjan rekur. Hér er gott pláss, það er bjart með stórum gluggum sem snúa út á aðalgötu bæjarins. Húsið er líka miðsvæð- is. Allt gerir þetta Smiðjuna mjög sýnilega í bæjarfélaginu sem er afar jákvætt. Þá er starfsemin sýni- leg og betur gengur fyrir það fólk sem hér starfar að vera þátttakend- ur í samfélaginu. Aðgengi er mjög gott. Við erum hér á jarðhæð með stórar inngöngudyr inn í það sem var gamli afgreiðslusalurinn þar sem við ætlum nú að hafa vinnu- aðstöðuna. Síðan er hér rúmgott fundaherbergi, lítið eldhús með mataraðstöðu og áfram má telja,“ segir Gunnsteinn. Hann útskýrir að Landsbanki Íslands eigi þetta húsnæði í dag. „Bankinn hefur verið okkur mjög velviljaður. Hann leyfir okkur að vera hér og við fáum lánuð hús- gögn á borð við skrifborð frá hon- um,“ segir Gunnsteinn. Þegar gengið er um þetta gamla húsnæði sparisjóðsins og skoðað er ljóst að þarna mun fara vel um starfsfólk Smiðjunnar. Þar verður nú unnið að því að endurnýta ýmsilegt svo sem kertaafganga og pappír. Auk þess verða saumaðir innkaupapok- ar og fleira. Hlutir verða til sölu og tekjurnar af sölunni notaðar til að bæta lífsskilyrði þeirra sem starfa við Smiðjuna eins og t.d að sækja námskeið hjá Símenntunarmið- stöð Vesturlands. Hressir starfsmenn Eins og er vinna þarna tveir ung- ir menn með skerta starfsgetu. Það eru þeir Hilmar Atli Þorvarð- arson sem býr á Hellissandi og Bjargmundur Hermann Sigurð- arson frá Ólafsvík. Þegar blaða- mann Skessuhorns bar að garði voru þeir önnum kafnir. Fyrr um daginn höfðu þeir sinnt útburði á pósti í Ólafsvík. Þeir Hilmar Atli og Bjargmundur Hermann vinna daglega frá klukkan 8 til 16. Í há- deginu borða þeir á Dvalarheim- ilinu Jaðri. „Við erum reyndar að leita að fleiri verkefnum úti í sam- félaginu því það skiptir miklu máli að fólkið sem hér starfar sé sýni- legir þátttakendur í því. Við hér í Smiðjunni ætlum að halda okk- ar striki og sinna því að vera góð- ir þjóðfélagsþegnar,“ segir Gunn- steinn. Hilmar og Bjargmundur eru báðir duglegir og kappsamir starfsmenn. „Ég kem hingað með rútunni á morgnana og fer aftur heim með henni á kvöldin,“ seg- ir Hilmar sem er sem fyrr grein- ir frá Sandi. Bjargmundur sem er borinn og barnfæddur Ólsari jánk- ar því að það sé bara fínt að vinna með Hilmari. Reiknað með fjölgun Tveir starfsmenn eru í Smiðj- unni að sinna aðstoð við þá sem þar starfa. Gunnsteinn Sigurðs- son stýrir sem fyrr sagði dagleg- um rekstri og einnig starfar þar Ólafur Fannar Guðbjörnsson. „Ég er sjálfur menntaður þroskaþjálfi og grunnskólakennari sem flutti 2003 hingað til Ólafvíkur og fór að kenna í grunnskólanum. Ég byrjaði svo að vinna hjá Félags- og skóla- þjónustu Snæfellinga síðasta haust en hún stendur fyrir rekstri Smiðj- unnar. Þarna hafði ég kennt í tólf ár en ákvað að taka eitt ár í leyfi og fara að starfa aftur við þroskaþjálf- un hér í tengslum við Smiðjuna. Svo er ég líka ráðgjafi við leik- og grunnskólana varðandi fötluð börn á norðanverðu Snæfellsnesi,“ segir Gunnsteinn. Hann segir að þeir Hilmar, Bjargmundur, Ólaf- ur og Gunnsteinn verði fyrst um sinn starfsmenn Smiðjunnar. „Við eigum þó von á að það fjölgi hér á næstu misserum,“ segir Gunn- steinn Sigurðsson að endingu. mþh Smiðjan flutt í nýtt húsnæði í Ólafsvík Smiðjan er í þessu húsi við Ólafsbraut í Ólafsvík. Hún er í fyrrum húsakynnum Sparisjóðs Ólafsvíkur á jarðhæð í horni hússins næst á myndinni. Starfsmenn smiðjunnar. Frá vinstri: Hilmar Atli Þorvarðarson, Ólafur Fannar Guðbjartsson þroskaþjálfanemi og Gunnsteinn Sigurðsson forstöðumaður. Fyrir framan þá situr svo Bjargmundur Hermann Sigurðarson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.