Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Stykkishólmsbær Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi vegna Aðalgötu 17 Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 4. febrúar 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið breytingar á deiliskipulaginu er að, gert verið ráð fyrir kjallara undir hluta hússins, aðgengi að kjallara verður við gafl hússins, utan núverandi bygg- ingarreits. Svalir vegna flóttaleiða fara út fyrir bygg- ingarreit á göflum, byggingarreitur er stækkaður vegna anddyris við Aðalgötu. Nýtingarhlutafall mun fara í 0,90. Akstursleið suð-austanmegin við byggingarreit fellur út en bílastæðum verður fjölgað úr 17 í 25 innan lóðar o.fl. Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is, og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milli 10-15, frá 10. febrúar 2016 til 23. mars 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 23. mars 2016. Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 SK ES SU H O R N 2 01 6 Sigurbjartur Loftsson, Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi Hálfgerð leiðindaveður gekk yfir Snæfellsnes og Dali seinnipartinn á fimmtudaginn og fram á nóttina. Að sögn lögreglu urðu enginn al- varleg óhöpp í umferðinni en þó var eitthvað um að bílar festust og færu jafnvel út af vegum. Á föstu- daginn var hins vegar komið betra veður þrátt fyrir að enn bætti í snjó. Á myndinni er Kári Rafnsson um- sjónarmaður fasteigna hjá Grunn- skóla Snæfellsbæjar að gera göngu- leiðir að skólanum hreinar með snjóblásara. af Snjó kyngdi niður í Ólafsvík Vélsmiðja Grundarfjarðar ehf. hef- ur fest kaup á húsnæði og tækjum af Berg Vélsmiðju ehf. í Grundar- firði og mun hefja rekstur 1. maí næstkomandi. Berg Vélsmiðja hef- ur verið með rekstur í Grundar- firði síðan 1992 en í vor mun þeim kafla ljúka. Vélsmiðjan mun eftir það verða rekin í svipaðri mynd og því munu Grundfirðingar áfram hafa slíka þjónustu í byggðarlag- inu. tfk Keypti húsnæði og tæki Berg Vélsmiðju

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.