Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 20166 Talsvet af óhöpp- um í umferðinni VESTURLAND: Ökumað- ur, sem var á leiðinni í gegnum umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi var síðastliðinn föstudag tekinn grunaður um akstur undir áhrifum kókaíns. Annar ökumað- ur var tekinn á Akranesi grun- aður um að aka undir áhrifum kannabisefna. Þá var atvinnubíl- stjóri tekinn í Borgarnesi, grun- aður um ölvunarakstur. Þetta var meðal verkefna lögreglunn- ar, en fleira átti sér stað. Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi í vikunni. Fullorðinn ökumaður missti stjórn á jeppa sínum á Vest- urlandsvegi skammt norðan við Fiskilæk sl. föstudag. Fór jepp- inn út af veginum en hélst á hjól- unum og fór síðan upp á veginn og þá í veg fyrir fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Öryggisbelti og líknarbelgir björguðu fólkinu frá því að slasast mikið í þessum harða árekstri. Voru ökumenn og farþegar fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi til skoðunar en talið var að um minniháttar meiðsl væri að ræða. Bílarnir voru báðir mikið skemmdir og óökufærir og voru þeir fluttir á brott með krana- bíl. Fimm franskir og sænskir ferðamenn veltu jeppanum sín- um á Snæfellsnesvegi skammt frá Vegamótum sl. sunnudag. Fólk- ið var í öryggisbeltum og slapp með skrekkinn en bíllinn reynd- ist óökufær og var fjarlægður af kranabíl. Mikil hálka var á vett- vangi. Sagt er frá fleiri óhöppum á öðrum stað í blaðinu. -mm KB mótaröðin hefst um næstu helgi BORGARNES: Fyrsta mót KB mótaraðarinnar verður haldið í Faxaborg laugardaginn 13. febrú- ar næstkomandi og hefst klukk- an 10 (fyrr ef skráning verður mikil). Keppt verður í fjórgangi V2 í öllum flokkum. Keppt er í barnaflokki, unglingaflokki, ung- mennaflokki, 2. flokki, 1. flokki og opnum flokki. –fréttatilk. Þrjú verkefni tilnefnd til Eyrarrósar LANDIÐ: Eyrarrósin er við- urkenning sem veitt er fram- úrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Í ársbyrjun var tilkynnt hvaða tíu verkefni prýða Eyrarrósar- listann í ár. Það varð svo nið- urstaða valnefndar Eyrarrósar- innar 2016 að eftirfarandi þrjú þeirra keppi til verðlaunanna: Menningar- og fræðslusetrið Eldheimar í Vestmannaeyjum, alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar, sem fram fer í Garði, og Verksmiðjan á Hjalteyri, sem er listamiðstöð með sýningar- sali og gestavinnustofur í gam- alli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð. Hvert verkefn- anna þriggja hlýtur peninga- verðlaun og flugmiða frá Flug- félagi Íslands. Það kemur svo í ljós 18. febrúar næstkomandi hvert þeirra hlýtur Eyrarrósina 2016. Þá afhendir Dorrit Mo- ussaieff, forsetafrú og vernd- ari Eyrarrósarinnar, verðlauna- hafanum 1.650.000 krónur, við hátíðlega athöfn í Frystiklefan- um í Rifi, en hann er einmitt handhafi verðlaunanna á síð- asta ári. -mm Sakfelldur fyrir líkamsárás VESTURLAND: Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands 29. janúar síðastliðinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skil- orðsbundið til tveggja ára, fyr- ir líkamsárás í tvö skipti gegn sömu konunni. Maðurinn réð- ist í fyrra skiptið gegn konunni 26. febrúar 2015 en hún var þá þunguð, gengin 30 mánuði á leið. Snéri maðurinn konuna niður, sló hana og barði utan í skáp. Í annað skipti að kvöldi 2. júní sama ár réðist hann aftur á konuna og voru þá tvö börn vitni að árásinni. Tók hann konuna m.a. kverkataki, snéri í gólf og lamdi, dró hana á hári eftir gólfinu og steig ofan á hana. Manninum var gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur og hvoru barni 100 þúsund í skaðabætur. Auk þess var manninum gert að greiða laun verjanda síns og réttargæslumanns konunn- ar ásamt ferðakostnaði, alls á sjötta hundrað þúsund krónur. -mm Sakfelldur fyrir nauðgun VESTURLAND: Karlmað- ur var í Héraðsdómi Vestur- land með dómi sem kveðinn var upp 5. febrúar síðastliðinn dæmdur til tveggja ára fang- elsisvistar og til greiðslu einn- ar milljónar króna í miskabæt- ur fyrir að hafa aðfararnótt 21. desember 2014 nauðgað konu á heimili hennar. Samkvæmt því sem greint er frá og rök- stutt í dómsorðum taldi dóm- ari ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var jafn- framt dæmdur til að greiða útlagðan sakarkostnað, verj- endalaun og laun réttargæslu- manns, alls ríflega tvær millj- ónir króna. -mm Creditinfo tilkynnti í síðustu viku hvaða íslensk félög eru á lista Framúrskarandi fyrirtækja fyrir rekstrarárið 2015. Að þessu sinni hljóta 682 fyrirtæki á landinu við- urkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á Íslandi. Af þeim eru 27 fyrirtæki sem skráð eru á Vesturlandi. Creditinfo hef- ur birt lista framúrskarandi fyrir- tækja frá árinu 2010 en þá voru einungis 178 félög á listanum. Framúrskarandi fyrirtækjum hef- ur því fjölgað verulega sem er já- kvætt fyrir atvinnulífið og sam- félagið. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjár- festa. Fyrirtækin byggja á sterk- um stoðum og eru ekki líkleg til að skapa kostnað fyrir samfélagið. Það felast því mikil verðmæti í þessum fyrirtækjum fyrir samfé- lagið í heild sinni. Þau félög sem fá viðurkenn- ingu Creditinfo sem framúrskar- andi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Félögin þurfa að vera skráð hluta- félög, hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára, einnig þurfa líkur á alvarlegum vanskilum að vera undir 0,5% og félögin þurfa sýna fram á rekstrarhagnað síð- ustu þriggja ára. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð. Hjálagt er listi yfir þau 27 fyrir- tæki sem hlutu viðurkenningar af Vesturlandi og teljast samkvæmt Creditinfo vera framúrskarandi á sínu svæði. Á listanum er að finna stór fyrirtæki, meðalstór og lítil. Fyrirtækin eru mörg búin að vera á listanum síðustu tvö ár en færri í fleiri ár en það. Nokkur fyrirtæki koma ný inn á lista. Tölvuþjón- ustan Securstore á Akranesi er í efsta sæti yfir lítil fyrirtæki. mm Framúrskarandi fyrirtæki á Vesturlandi: Akraborg ehf., Kalmansvöllum 6 á Akranesi Bjarmar ehf., Hólmaflöt 2 á Akra- nesi Búvangur ehf., Brúarlandi í Borg- arbyggð Eðalfiskur ehf., Sólbakka 4 í Borg- arnesi Elkem Ísland ehf., Grundartanga í Hvalfjarðarsveit Esjar ehf., Hraunási 13 á Hellis- sandi Fiskmarkaður Íslands hf., Norð- urtanga Ólafsvík Hópferðabílar Reynis Jóhanns- sonar ehf., Jörundarholti 39 á Akranesi Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 16 í Borgarnesi KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 á Hellissandi Laugaland hf., Laugalandi í Borg- arbyggð. Límtré Vírnet ehf., Borgarbraut 74 í Borgarnesi Meitill ehf., Grundartanga í Hval- fjarðarsveit Nesver ehf., Háarifi 19 í Rifi Norðanfiskur ehf., Vesturgötu 5 á Akranesi Norðurál Grundartanga í Hval- fjarðarsveit Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 á Akranesi Skaginn hf., Bakkatúni 26 á Akra- nesi Sorpurðun Vesturlands hf., Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi Steinunn hf., Ólafsvík Straumnes ehf. rafverktakar, Krókatúni 22-24 á Akranesi Sæfell hf., Hafnargötu 9 Stykkis- hólmi Trésmiðja Guðmundar Friðriks- sonar ehf., Furugrund 33 á Akra- nesi Tölvuþjónustan SecurStore ehf., Esjubraut 49 á Akranesi Útgerðarfélagið Dvergur hf., Grundarbraut 26 í Ólafsvík Útgerðarfélagið Guðmundur ehf., Brautarholti 18 í Ólafsvík Vatnsendabúið ehf., Vatnsenda í Skorradal. 27 fyrirtæki á Vesturlandi á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.