Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 27 Dagurinn sem ég hef beðið eft- ir í heilt ár er kominn aftur, alveg merkilegt hvað hann er stundvís – hvorki of snemma né of seint - bara akkúrat. Börn á leikskólum og yngri deildum grunnskóla landsins búa til vendi til að flengja foreldra sína og kalla „bolla bolla bolla“ og fyrir hvert högg eiga börnin að fá bollu. Ég reyndi þetta einu sinni með vöndinn en ég var aldrei vakn- aður nógu snemma til að koma for- eldrum mínum á óvart því þau voru komin á fætur á undan mér, vönd- urinn var því ónotaður fyrst um sinn. Mögulega hefur hann eyði- lagst þegar ég náði útrás minni á öðrum meðlimum fjölskyldunn- ar eða hann hafi verið notaður af eldri bræðrum mínum á mig, bróð- urástin og allt það. En hvað um það, merking þessa siðs hefur alltaf vakið áhuga minn en hef aldrei lagt af stað að kanna hann betur fyrr en nú. Uppruna flenginga/hýðinga að morgni bolludags má rekja til norð- anverðs Þýskalands. Ég veit, ég var jafn hissa og þú. Til að flenging væri fullgild og virði einnar eða fleiri rjómabolla, þá þurfti fórnarlamb- ið að vera óklætt og gerandinn full- klæddur. Hvað varðar fataval þarna í Norður-Þýskalandi þá hafa sígildu leðurstuttbuxurnar mjög líklega ver- ið vinsælar án þess að ég hafi nokk- uð fyrir mér í því. Á meðan högg- unum rigndi þurfti fórnarlambið að gefa bollu í staðinn til að losna undan þjáningunum, bollan var þá eins og öryggisorð sem stundum er notað. Allt mjög „Fimmtíu Gráir Skuggar-legt“. Talið er að allt þetta eigi sér kaþólska fyrirmynd í tákn- rænum hirtingum á öskudag. Þá var áhald notað sem minnti á stökkul, það sem prestar nota til að dreifa vígðu vatni, allt mjög í anda hirting- ar og trúrækni. Kannski ættum við að vera þakklátari fyrir það að við borðum bara yfir okkur af rjóma- bollum og saltkjöti, vinnufólk fékk þá að troða sig út af kjöti á sprengi- daginn en fékk svo ekkert að borða fyrr en á páskum. Já, það eina sem hefur náð að koma mér frá því að hugsa nær stanslaust um sinnepsgulan jakka Kristjáns Franklíns í Ófærð er boll- an. Ég stend svangur/gráðugur/ óseðjandi/íslenskur við afgreiðslu- borðið í bakaríinu og fitugir putt- ar mínir marka för í stífpússað gler- ið sem sýnir varninginn. Ég urra á konuna sem býst til að troða sér fram fyrir í röðinni. Bið um eina vatnsdeigsbollu með hörðum glass- úr, því það er eina leiðin til að fá sér bollu að mínu viti. Það er reyndar smá vesen þegar bitið er í slíka bollu því rjóminn kreistist út fyrir end- ana. Hvað um það, ég fæ hana fyr- ir framan mig á köldu, hvítu postu- líninu. Ég hika aðeins en læt vaða, bið um Berlínarbollu í leiðinni. Það spilast alltaf í hausnum á mér það sem Kennedy sagði þegar ég fæ mér Berlínarbollu; All free men, wherever they may live, are citizens of Berlin, and, therefore, as a free man. I take pride in the words “Ich bin ein Berliner!“ Eftir að ég hef stungið úr kaffi- bollanum sem ég pantaði með þess- um tveimur menningartáknum læt ég staðar numið. Ég fer heim og fæ mér túnfisk með kotasælu og hefst handa við að bíða eftir næsta bollu- degi. Axel Freyr Eiríksson - Berlínarbúi. Hefurðu komið til Berlínar-bollan´ðín? PIstill Mathieu Zevenhuisen er kokkur og framkvæmdastjóri á Hótel Grábrók sem rekið er í gamla Hreðavatns- skála í Borgarfirði. Þar eru gistirými fyrir 26 manns í sex herbergjum. Tvö þeirra eru svefnrými ætluð bakpoka- ferðalöngum en hin eru hefðbundin herbergi. Einnig á hótelið sumarbú- stað sem leigður er út. Í skálanum eru sæti fyrir 70 matargesti og einnig lítil búð. Þar hefur hann til sölu heima- gert pasta sem hefur vakið nokkra at- hygli á undanförnum misserum. Mathieu tekur á móti blaðamanni í dyragættinni að morgni fimmtudags og býður honum upp á kaffi. „Veldu þér eitur,“ segir hann og bendir bros- andi á kaffivélina. „Ég þarf að byrja á að gefa hænunum, svo getum við rætt saman,“ segir Mathieu. Í hænsnakofanum eru á þriðja tug hæna og fjórir hanar. Öll eggin sem þarf til matargerðar á Hótel Grá- brók eru sótt í hænsnakofann á bak- við. Rímar það vel við alla matar- gerð Mathieu. „Allt sem hægt er að búa til á staðnum bý ég til á staðnum. Ég baka brauð á hverjum morgni yfir sumartímann og pastað er allt búið til frá grunni hér í eldhúsinu,“ seg- ir hann. Einnig kappkostar hann við að sækja hráefni til framleiðenda í nágrenninu. „Markmiðið er að elda eins mikið og mögulegt er úr fersk- um afurðum,“ segir hann. „Kjötið fæ ég frá Mýranauti og ég hlakka mik- ið til að fá tómata og grænmeti úr Reykholti,“ bætir hann við. „Ég elska að vera hérna“ Hann er með hollenskt ríkisfang en kveðst eiga erfitt með að skilgreina sig sem einhverrar þjóðar. „Ég fædd- ist í Tyrklandi en á að heita hol- lenskur. Samt bjó ég bara þrjú ár í Hollandi,“ segir Mathieu. „Það þýð- ir að ég hef eytt bráðum 55 árum ævi minnar utan Hollands,“ bætir hann við og brosir. Í rúmlega fjörtíu ár hefur hann starfað í veitingageiranum og kom- ið nokkuð víða við. Hann var í tvö ár á Kýpur og líkaði vel. Þá eyddi hann einnig fjórum árum í Kaíró í Egypta- landi, svo dæmi séu tekin. „Þar rak ég þrjú aðskilin veitingahús þar sem störfuðu samtals 126 manns. Undir þann rekstur féll einnig rekstur bak- arís og slátrara,“ segir hann og dvel- ur aðeins við árin í Egyptalandi. „Það er undarlegt að hugsa til þess að þeg- ar ég fór frá Kaíró árið 1994 bjuggu þar 18 milljónir manna. En nú er ég kominn til Íslands þar sem búa sam- tals 320 þúsund. Hlutföllin eru svo allt, allt önnur,“ segir hann og bros- ir. En hvernig kom það til að leið Mathieu lá til Íslands? „Það er einfalt mál. Ég rak veitingahús ásamt við- skiptafélaga mínum til átján ára. Eftir að slitnaði upp úr því samstarfi starf- aði ég sem lausráðinn kokkur og vet- urinn 2014-15 vann ég einfaldlega allt of mikið og var að keyra mig út. Því ákvað ég að reyna að finna mér að sumarvinnu sem kokkur og/eða framkvæmdastjóri í nýju umhverfi,“ segir hann. Leiðir hans og Dani- els Siegler, eiganda Hótel Grábrók- ar, lágu saman gegnum litla netaug- lýsingu á svissneskri vefsíðu. Úr varð að Mathieu heimsótti Borgarfjörð- inn í maímánuði á síðasta ári. „Eftir að hafa komið hingað og skoðað mig um í tíu daga hugsaði ég: „Af hverju ekki?“ og sló til. Síðan leið tíminn og áður en ég vissi af var kominn ágúst, september, því næst október og ég er hér enn,“ segir hann og bætir því við að hann hafi ekki í hyggju að hverfa á braut. Hag sínum uni hann vel á Ís- landi. „Ég elska að vera hérna. Hér er friðsælt og ekkert stress. Það er það sem mér þykir mest muna um, af- slappað vinnuumhverfi og eins vinn ég með góðu fólki,“ segir hann. Framleiðir og selur heimagert pasta Stuttu eftir að Mathieu hóf störf tók hann að framleiða sitt eigið pasta á Hótel Grábrók. Vakti hann athygli á því með því að búa til lengstu núðlu landsins sem hann eldaði svo og bauð gestum og gangandi að smakka. Pastað er bæði framreitt ferskt fyrir matargesti á hótelinu og eins þurrkað og selt. Mismunandi gerð- ir og bragðtegundir eru í boði og nöfnin eru sótt í nágrenni Grábrók- ar. Þannig eru til sölu í búðinni Grá- brókarskrúfur, Glannapelle, Norð- urárdalsskeljar og Paradísarnúðl- ur. „Okkur langaði að gefa pastanu einhver óvenjuleg nöfn, bara til að vera öðruvísi,“ segir hann en pasta- tegundir fá að jafnaði ekki sérstök nöfn. „Ég á erfitt með að gera hlut- ina „venjulega“, mér líkar mjög vel að vera öðruvísi. Hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir en þeir mega gjarn- an vera aðeins öðruvísi,“ segir hann og brosir. Pastanu segir hann að vel hafi ver- ið tekið og hyggur á aukin umsvif. Vonast hann til að geta selt veitinga- stöðum í nágrenninu ferskt pasta í nánustu framtíð. Enn fremur hyggst hann hefja framleiðslu á lífrænu pasta í samstarfi við Kaja Organic á Akra- nesi. „Ég hélt fyrst að það myndi ekki borga sig en eftir að við könnuð- um málið kom í ljós að það er mark- aður sem er algjörlega ónýttur. Ég er nokkuð viss um að ég verð sá eini á landinu sem framleiðir lífrænt pasta,“ segir hann. „Ég prófaði um dag- inn að búa til lífrænt pasta, kryddað með kryddum frá Kaja og elda. Það er ótrúlega gott, mjög bragðmikið og ferskt,“ bætir hann við. Langar að sjá staðinn lifna við Mathieu segir að síðasta sumar hafi gengið vel á Hótel Grábrók. Bók- anir hafi verið góðar og matargestir ánægðir. Engu að síður stefnir hann á að tvöfalda tekjurnar næsta sum- ar. Pastagerðin er einn liður þeirrar áætlunar. Vonast hann til að áður en langt um líður verði hægt að fram- leiða milli 300 og 400 kg af pasta á viku. „Þannig gæti ég fullnýtt tækja- kostinn án þess að þurfa að breyta eldhúsinu í einhverja verksmiðju, ég vil alls ekki gera það. Bara hafa um það bil eitt stöðugildi í pastagerð- inni, nýta búnaðinn og skapa staðn- um tekjur. Þá verð ég ánægður,“ seg- ir Mathieu. Hann langar jafnframt að staður- inn öðlist svipaðan sess í hugum fólk og hann hafði eitt sinn. „Ég hef hitt marga sem þekkja staðinn frá því fyrir 20 árum síðan, þegar hér voru haldin böll og fleiri skemmtanir. Þó ekki verði haldnir hér dansleikir aftur væri gaman að geta staðið fyrir ein- hverjum viðburðum,“ segir hann en bætir því við að fyrsta skrefið verði að gera skálann að stað þar sem fólk tefur við án þess að hugsa um það. Áningarstað í notalegu umhverfi þar sem fólk geti rennt í hlað hve- nær sem er, vitandi hverju það geng- ur að. „Fyrst og fremst langar mig að sjá staðinn lifna við á nýjan leik,“ seg- ir Mathieu að lokum. kgk Mathieu Zevenhuisen á Hótel Grábrók hyggst færa út kvíarnar í pastagerðinni „Ég er nokkuð viss um að ég verð sá eini á landinu sem framleiðir lífrænt pasta“ Mathieu Zevenhuisen á Hótel Grábrók með poka af Grábrókarskrúfum, einni af pastategundunum sem hann framleiðir og selur á staðnum. Pastað er framreitt fyrir matargesti en einnig þurrkað og selt í búðinni í gamla Hreðavatnsskála. Þegar blaðamann bar að garði var Mathieu að gefa hænunum. Þær sjá eldhúsinu fyrir öllum eggjum sem þarf til matargerðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.