Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201630 „Hvernig bollur finnst þér bestar?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Hjalta Júlíusdóttir: „Vatnsdeigsbollur.“ Elísa Berthelsen: „Vatnsdeigsbollur, það þarf ekki að spyrja að því. Með rjóma og kannski smá rommdropum.“ Jónína Finnsdóttir: „Þessar hefðbundnu vatnsdeigs- bollur.“ Guðmundur Ingi Gunnarsson: „Berlínarbollur.“ Geir Guðjónsson: „Vatnsdeigsbollur með súkkul- aði, jarðarberjasultu og rjóma.“ Golfklúbbur Borgarness hefur ráðið til sín Krist- vin Bjarnason, mennt- aðan PGA kennara, til að halda utan um uppbygg- ingu á barna- og ung- lingastarfi golfklúbbs- ins. „Þetta kemur til með að verða mikil lyftistöng fyrir okkar annars ágæta starf. GB er mikið í mun að fjölga iðkendum á aldrinum 8-18 ára,“ segir Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri. „Nauðsynlegt er að virkja og kenna þeim yngri tæknina snemma og það hug- arfar sem þarf þegar þau eru móttækilegust á unga aldri. Við erum með frábæra inniaðstöðu í Brákarey sem og frábæra aðstöðu að Hamri. Okk- ar markmið er að efla unglingastarfið og halda áfram að „búa“ til kylfinga í fremstu röð á lands- vísu,“ segir Jóhannes. Þessa dagana leitar klúbb- urinn eftir stuðningi fyrirtækja og velunnara við þetta metnaðarfulla verkefni. mm GB styrkir barna- og unglingastarfið Kristvin Bjarnason PGA kennari. Körfuknattleikssamband Íslands fagnaði nýverið 55 ára afmæli sambandsins og opnaði af því til- efni nýjan vef á slóðinni www.kki.is. Vefurinn var unninn í nánu samstarfi við veflausnasvið Adv- ania og markar opnun hans ákveðin tímamót, því nú eru liðin rúm tíu ár frá því fyrri vefur sam- bandsins var tekinn í notkun. Fyrir utan allsherjar tiltekt á efni og innihaldi og einföldun á aðgengi má nefna meðal nýjunga að vefurinn er orðinn samhæfður símum og spjaldtölvum, hægt er að skrá sig á póstlista KKÍ og fá fréttir öðru hverju um helstu viðburði og allt viðhald er orðið þægi- legra. Vefur KKÍ er mikið sóttur og fær vikulega um 25.000 innlit. Á honum er að finna ítarlegar upplýsingar um úrslit allra leikja í öllum flokkum, sem og upplýsingar um starf sambandsins og ít- arlega tölfræðigreiningu sem uppfærist í raun- tíma þegar leikir fara fram. mm KKÍ opnar nýjan vef Það voru Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Ægir Már Þórisson forstjóri Advania sem opnuðu vefinn og vígðu formlega. Fjölmargir leikmenn Íþrótta- bandalags Akraness í badminton hafa verið boðaðir á landsliðsæf- ingar hjá Badmintonsambandi Ís- lands í vetur. Leikmennirnir eru fjórtán talsins, allt frá átta ára aldri upp í 25 ára. Flestir æfa með U15, eða fimm talsins. Þá eiga Skaga- menn tvo fulltrúa í U-11, tvo í U-13 og þrír æfa með U-17. Auk þess er einn liðsmaður ÍA sem æfir með U-19 og einn með A-lands- liðinu. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir formaður Badmintonfélags Akra- ness segir hópinn vera frekar stór- an í ár. „Þetta er flottur hópur og við erum stolt af því hversu mörg þau eru,“ segir Birgitta í samtali við Skessuhorn. Hún segir að að- allega sé um að ræða æfingar og tækifæri fyrir unga badmintonspil- ara til að spila í hóp. „Svo er val- ið úr og einhverjir af þeim eldri fá að keppa. Fyrir þá yngri eru þetta æfingabúðir sem krakkarn- ir fá að prófa. Flestar landsliðsæf- ingarnar eru fyrir eldri hópana en yngri krakkarnir fá að fara nokkuð reglulega á æfingar líka.“ Úlfheið- ur Embla Ásgeirsdóttir leikmaður ÍA hefur verið valin til að keppa með U-17 landsliðinu á stórmóti í vetur. „Hún fer á EM í Póllandi um páskana. Það er hópa- og ein- staklingskeppni og þetta er í fyrsta sinn sem hún er valin á stórmót sem þetta,“ segir Birgitta. Stórafmæli á árinu Badmintonfélag Akraness fagn- ar fjörtíu ára afmæli á þessu ári og að sögn Birgittu fer starfið vel af stað. Alls eru nú um 60 iðkendur hjá félaginu en stefnt er að því að þeim fjölgi jafnt og þétt. „Við buð- um öllum krökkum sem eru fædd- ir 2006 að æfa frítt með félaginu í vetur og allir nýir iðkendur fá gef- ins spaða. Nú þegar hafa nokkrir nýir krakkar bæst í hópinn og byrj- að að æfa badminton sem er gott fyrir félagið. Svo erum við með trimmið, sem er ætlað fyrir alla enda góð hreyfing sem allir geta tileinkað sér. Það kostar ekkert að vera í trimminu en spilararnir þurfa sjálfir að koma með kúlur,“ segir Birgitta. Þá er einnig boðið upp á miniton námskeið sem ætlað er yngstu kynslóðinni og foreldr- um þeirra. „Við vorum alltaf næst stærsta félagið en höfum dregist aðeins aftur úr. Ég er að vona að félagið stækki og við verðum aft- ur næst stærst, það væri mjög gam- an.“ Íslandsmót unglinga framundan Ýmislegt er framundan hjá Bad- mintonfélagi Akraness á afmælis- árinu. Næst á dagskrá er hið árlega Landsbankamót, þar sem ung- lingar etja kappi. Í marsmánuði verður Íslandsmót unglinga hald- ið í íþróttahúsinu við Vesturgötu. „Það er mjög stórt þriggja daga mót og við eigum von á um 200 krökkum til okkar. Húsið á Vest- urgötu hentar mjög vel fyrir slíkt mót enda er skólinn þar við hliðina á, þar sem krakkarnir geta gist. Við erum heppin með að hafa svona góða aðstöðu, enda sækir Badmin- tonsamband Íslands eftir því að halda landsliðsæfingabúðir hér á sumrin,“ segir Birgitta. Hún segir slíkar æfingabúðir næst verða í lok júlímánaðar. „Í fyrra komu Norð- urlöndin til okkar en í sumar verða Færeyjar, Grænland og Ísland með æfingabúðir hér. Þá koma hingað um þrjátíu krakkar,“ segir Birgitta að endingu. grþ Margir Akurnesingar æfa með landsliðinu Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir hefur verið valin til að keppa með U-17 landsliðinu á EM um páskana. Um síðustu helgi dvöldu þrjár sundkonur frá Sundfélagi Akraness í æfingabúðum með framtíðarhópi Sundsambands Íslands en hópurinn nefnist Tokyo 2020. Hann skipa efnilegustu sundiðkendur landsins og er markmið hópsins að virkja sem flesta sundmenn til að glíma við lágmörk fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Tokyo í Japan árið 2020. Til þess að vera gjald- gengur í hópinn þurfa sundmenn að ná ákveðnum lágmörkum í sín- um greinum. Til æfinganna mættu um 60 einstaklingar víðs vegar af landinu. Tekið var hraustlega á því en bæði var um að ræða sund- og þrekæfingar. Auk þess hlýddi sund- fólkið á fyrirlestur sem fjallaði um markmiðssetningu og sjálfstraust en slíkt er nauðsynlegt hverjum þeim sem hyggst ná árangri í sinni íþróttagrein. „Þáttakendurnir frá SA stóðu sig mjög vel á æfingunum en þeir voru: Ásgerður Jing Lauf- eyjardóttir, Brynhildur Trausta- dóttir og Eyrún Sigþórsdóttir. Þær lærðu mikið í æfingabúðunum og komu þreyttar en ánægðar heim að þeim loknum,“ segir í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness. mm Þrjár stúlkur frá Akranesi í framtíðarhópi Sundsambands Íslands Frá æfingabúðunum. ÍA stúlkur sitja þarna fyrir miðri mynd. Skallagrímur tók á móti Fjölni í 1. deild kvenna í körfu- knattleik síðastlið- inn sunnudag. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks og þau skiptust á að leiða. Undir lok fyrsta leik- hluta hófst hins vegar góður sprettur Skalla- gríms sem skilaði þeim afgerandi for- skoti í hálfleik, 50-26. Það sama var uppi á teningnum eftir leik- hléið. Skallagríms- konur höfðu leik- inn í heljargreipum og leikmenn Fjölnis máttu sín lítils. Borg- nesingar mættu lítilli mótspyrnu og juku forskot sitt í 33 stig í þriðja fjórðungi. Sá munur hélst að kalla óbreyttur til leiksloka og sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur í Borgarnesi urðu 86-53, Skallagrími í vil. Erikka Banks var atkvæðamest í liði Skallagríms með 23 stig og tíu fráköst. Næst henni kom Sólrún Sæ- mundsdóttir með 19 stig. Ka-Deidre J. Simmons skoraði 13 stig, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum sjö sinnum og Þóra Kristín Jónsdóttir gerði ellefu stig og tók sjö fráköst. Skallagrímur er eftir sem áður langefst á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 15 leiki. kgk Skallagrímur vann öruggan sigur á Fjölni Sólrún Sæmundsdóttir skoraði 19 stig í öruggum sigri Skallagríms á Fjölni. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.