Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201620 Skagamærin Ásdís Sigtryggsdóttir er búsett í borginni Kassel í Þýska- landi ásamt unnusta sínum, Usman Ghani Virk og tæplega ársgömlum syni þeirra, Karli Salman Usmans- syni Virk. Þar leggja bæði skötuhjú- in stund á meistaranám í alþjóða stjórnmálahagfræði. Ásdís og Usm- an kynntust í Þýskalandi, á fyrsta degi skólans. „Ég kom hingað eftir að hafa lokið MA gráðu í þróunar- fræðum í Hollandi og Usman kom eftir að hafa klárað lögfræðinám í Pakistan. Við urðum fljótlega mjög góðir vinir, sem leiddi svo að brúð- kaupi og barni,“ segir Ásdís í sam- tali við Skessuhorn. Usman er frá borginni Multan í Pakistan og er múslimi. Þau hafa nú tekið ákvörð- un um að gifta sig og eru í raun gift samkvæmt Íslam. Þau eiga þó eftir að staðfesta ráðahag sinn á Íslandi og ætla að gera það næsta sumar. Blaðamaður Skessuhorns spjallaði við Ásdísi um brúðkaupið og hvern- ig farið er að þegar tveir einstakling- ar úr mismunandi menningarheim- um ákveða að festa ráð sitt. Líkar vel í Þýskalandi Ásdís segir Usman hafa lýst því þannig fyrir sér þegar þau kynnt- ust fyrst að hann væri frá smáborg í Pakistan. Það hafi svo komið í ljós að íbúar borgarinnar eru um sex milljónir, sem seint væri talið smá- borg á Íslandi. „En skalarnir eru að- eins öðruvísi þegar maður talar um 200 milljónir manna á móti okkur sem erum ríflega 300 þúsund talsins. Þannig að það er kannski ekki svo langsótt að Multan sé sambærilegt við Akranes þegar maður ber lönd- in saman þannig.“ Ásdísi og Usman líkar vel búsetan í Kassel en eru samt sem áður aðeins farin að hugsa sér til hreyfings. Þau hafa þó enn ekki tekið neinar ákvarðanir þess efn- is. Usman er að vinna að meistara- ritgerð sinni og er í hlutastarfi við að kenna starfsmönnum stórfyrir- tækja í borginni ensku. Ásdís seg- ist senn ætla að vinda sér í sína rit- gerð. „Okkur líkar vel hér þó að við séum farin að hugsa okkur til hreyf- ings. Hvort það verður innan Þýska- lands eða Evrópu eða til einhverra allt annarra staða, jafnvel Pakistan, verður að koma í ljós,“ segir hún. Ásdís hefur búið víða um heim og orðar það sjálf þannig að hún sé dugleg við að flytja á milli landa og ferðast. „Ég hef hingað til búið í Noregi, Englandi, Hollandi og Bandaríkjunum ásamt auðvitað Ís- landi og Þýskalandi. Ég hef líka unnið rannsóknarvinnu á vettvangi í Suður - Afríku en ég hef ekki eytt jafn löngum tíma á einum stað eins og ég hef gert hér í Kassel, síðan ég var unglingur. Þannig að það er tími til kominn til breytinga hjá mér,“ út- skýrir Ásdís. Hún segir Usman vera að huga að frekara námi en sjálf ætl- ar hún að láta gott heita í bili. „Enda er ég búin að vera í námi á einhvern hátt í samfleytt 22 ár. Ég ætla að reyna að halda í mér núna, þó ég viti vel að ég eigi eftir að sakna þess mjög fljótlega að vera í skóla.“ Nú þegar gift samkvæmt Íslam Ásdís segir erfitt að tala nákvæm- lega um trúlofunar- og giftingar- dagsetningar í þeirra tilfelli þegar hún er spurð um hvenær stóri dag- urinn verður. „Við fórum að þessu með dálítið frjálslegri aðferð og með miklu samblandi af hefðum frá báð- um löndum. Usman er múslimi, líkt og flestir í Pakistan, og samkvæmt Íslam þurfa brúðkaup eða giftingar ekki að vera staðfestar af presti eða imam, heldur einungis af hjónunum sjálfum og kannski vitnum.“ Hún segir að samkvæmt íslömskum hefð- um þurfi konan að játast manni sín- um þrisvar sinnum og þar með séu hjónin gift fyrir guði. „Samkvæmt Íslam erum við því búin að vera gift í dágóða stund. En við eigum eftir að lögfesta þá giftingu, sem við ætl- um að gera í sumar heima á Íslandi,“ bætir hún við. Þrjár veislur í Pakistan Verðandi hjónin létu þó ekki nægja að játast hvort öðru þrisvar. Í Pak- istan er hefð fyrir brúðkaupsveislum þó þær séu ólíkar vestrænum brúð- kaupum. Ásdís og Usman vörðu jólafríinu í Pakistan og héldu litla brúðkaupsveislu þar. „Þetta var allt mikil upplifun, enda eru pakistönsk brúðkaup talsvert frábrugðin þeim sem við eigum að venjast á Íslandi. Þar eru haldnar þrjár mismunandi veislur, sú fyrsta heitir Mehndi og er oftast haldin af fjölskyldu brúðar- innar og er daginn fyrir hið eigin- lega brúðkaup. Önnur veislan heitir Barat og er hið eiginlega brúðkaup, þar sem giftingin sjálf fer fram. Sú síðasta er kölluð Walima og er hald- in á þriðja degi af fjölskyldu brúð- gumans,“ útskýrir Ásdís. Haldin var lítil Walima veisla fyrir brúðhjón- in, með nánustu fjölskyldu Usm- ans í Pakistan. Ásdís segir allt saman hafa verið mjög frábrugðið íslensk- um hefðum og að mikið hafi verið lagt í allt sem viðkom brúðkaupinu. „Tengdaforeldrar mínir voru búnir að láta sérsauma handa mér ofboðs- lega mikið af fötum og þar á með- al var dásamlega fallegur, hefðbund- inn pakistanskur brúðarkjóll. Þeim fannst alveg ótækt að þau uppfylltu ekki þá skyldu sína, en það er til siðs að foreldrar brúðgumans gefi brúð- inni kjól fyrir eina af veislunum, Walima.“ Áberandi förðun Ásdís fékk einnig að upplifa hefð- bundinn brúðarundirbúning í Pak- istan. Þar fór hún meðal annars í svo- kallað „Mehndi“, þegar tvær stúlkur komu heim og máluðu hendur og fætur hennar með hennar málningu. Einnig fór hún á snyrtistofu og fékk hefðbundna brúðarförðun, sem er frábrugðin því sem sést á Íslandi. „Förðunin var mjög íburðarmik- il, sterkir litir eru notaðir og það er ekkert lagt upp úr því að hafa þetta sem minnst áberandi og náttúrulegt, líkt og maður er vanur,“ segir hún og hlær. „Þarna sat ég í þrjá tíma með fimm konur að snúast í kring- um mig og ræðandi við mig á Urdu. Ég skildi náttúrulega ekki mikið en hafði mjög gaman af. Svo fórum við í myndatöku og þar var Usman líka í hefðbundnum pakistönskum klæð- um, með fallegan túrban og allar græjur,“ heldur hún áfram. Eini ferðamaðurinn á svæðinu Hún segir ferðina sjálfa hafa ver- ið skemmtilega á allan hátt og að mikil upplifun hafi verið að koma til Pakistan, sem sé mjög frábrugð- ið öllu sem hún þekkir. „En fólk var með eindæmum gestrisið og indælt og um leið forvitið að hitta mann og sjá. Enda er ekki mikið um ferða- mennsku í Pakistan þessa dagana.“ Ásdís segir landið lifandi og fjörugt og að þar sé dásamlegt götulíf. „Ég gæti varið heilu dögunum í að sitja við markaðinn og horfa á mannlíf- ið, enda á daglegt líf fólks sér stað úti á götu á margan hátt. Þar kaup- ir fólk matvörur, svo sem ávexti, grænmeti og ýmiskonar tilbúna rétti.“ Hún segir fólk í raun geta fengið allar sínar þarfir uppfylltar á götunni við markaðinn, án þess að þurfa að fara neins staðar inn. Rak- arar séu til dæmis með lítið borð og stól á götuhorninu og þar klippi þeir og raki vegfarendur. „Það sama má segja um fatasala. Þetta fannst mér ofboðslega skemmtilegt og áhuga- vert. Ég var í flestum tilfellum eini útlendingurinn á svæðinu og vakti oft þó nokkra athygli en hún var öll mjög jákvæð og skemmtileg. Það var líka ótrúlega indælt að losna að- eins úr evrópska vetrarkuldanum og ná sér í smá sól.“ Nýta það besta frá báðum Nú er svo komið að því að skipu- leggja þriðja og síðasta hlutann af þriggja landa brúðkaupsferða- lagi Ásdísar og Usmans. Þau stefna á ferð til Íslands í ágústmánuði þar sem til stendur að halda brúðkaup og veislu. „Það verður kannski ekki mjög hefðbundið, við ætlum okkur að reyna að samtvinna hefðir og siði frá báðum heimum,“ segir Ásdís. Brúðkaupið sjálft og veislan verða haldin norður á Ströndum, en móð- ir Ásdísar er frá Eyri við Ingólfsfjörð og hún segir Strandirnar og Árnes- hrepp eiga mjög veigamikinn stað í hennar lífi. „Við ætlum að hafa þetta einfalt, skemmtilegt og alveg laust við íburð. Við ætlum að elda sjálf og sem betur fer hef ég fengið góða leiðsögn frá tengdamóður minni, sem er frábær kokkur. Þannig að við getum boðið upp á pakistanska rétti í veislunni, ásamt öðru.“ Ásdís segist ekki vera trúuð sjálf, þannig að þau hafi ákveðið að fulltrúi frá Siðmennt gefi þau saman. Ef veður leyfir mun athöfnin sjálf fara fram úti, á bæjar- hamrinum við Eyri. Veislan verður haldin í samkomuhúsi Árneshrepps, sem er þar rétt hjá. „Við munum reyna okkar besta til að samtvinna þessa tvo ólíku menningarheima og nýta það besta frá báðum, eins og við reynum að gera í okkar dag- lega lífi. Það mun vonandi takast vel og endurspeglast í klæðnaði, mat og tónlist svo eitthvað sé nefnt.“ Ás- dís segir þau einnig ætla að reyna að koma einhverjum hefðbundn- um pakistönskum siðum inn í brúð- kaupið sjálft en þau eigi eftir að út- færa það nánar. Þá muni fötin fal- legu sem þau notuðu í Pakistan spila sitt hlutverk í athöfninni. „Ég held að samspil stórfenglegrar íslenskrar náttúru og austurlenskra klæða geti orðið mjög skemmtilegt. Það hafa allavega örugglega ekki margir bor- ið hefðbundinn pakistanskan túrb- an norður í Ingólfsfirði hingað til! Við erum mjög spennt fyrir þessu öllu saman og hlökkum mikið til að geta samfagnað með vinum og fjöl- skyldu á Íslandi,“ segir brúðurin að endingu. grþ Ætla að samtvinna ólíka menningarheima í brúðkaupinu Brúðhjónin Ásdís og Usman í Walima-veislu sinni í Pakistan. Svokallað „Mehndi“ Ásdísar. Tvær stúlkur komu heim og máluðu hendur og fætur hennar með hennar málningu, sem gert er fyrir brúðkaup í Pakistan. Usman og Ásdís ásamt Salehu, systur Usmans. Myndin er tekin fyrir Walima veisluna. Með tengdaforeldrunum fyrir framan Badshahi moskuna í Lahore. Ásdís heillaðist mikið af litadýrðinni í Pakistan. Hér eru nokkrir pakistanskir vöru- bílar sem eru töluvert betur skreyttir en þeir sem sjást á Íslandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.